Ásgeir Örn: Ég skal bara viðurkenna það að ég bjóst ekki við því Þorsteinn Hjálmsson skrifar 9. nóvember 2023 21:47 Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka. Vísir/Vilhelm Haukar töpuðu í kvöld öðrum leik sínum í röð í Olís-deildinni þegar erkióvinirnir í FH komu í heimsókn á Ásvelli. Lokatölur 29-32 fyrir FH sem stjórnaði leiknum frá upphafi til enda. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var að vonum ekki sáttur með frammistöðu síns liðs í kvöld. „FH var með frumkvæðið meira og minna. Það voru kaflar sem voru frekar höktandi og svo náðum við glimrandi fínum sóknum svona inn á milli en þetta var svona fyrst og fremst við í vandræðum með þeirra stöðusóknir. Þeir voru bara þolinmóðir og skynsamir og fundu alltaf góðar lausnir eftir tiltölulega langar sóknir.“ „Það bara kom aldrei momentum með okkur þar sem allt kom í lás. Við náðum aldrei að vera með þá varnarlega þó þetta hafi ekki verið nein skelfing. Það kom aldrei perioda þar sem Aron [Rafn Eðvarðsson] var að verja tvo þrjá bolta og við að stela, við náðum því ekki inn,“ sagði Ásgeir Örn. „Við fórum í sjö á sex til að kick-starta sóknarleiknum, því hann var mjög slakur í byrjun seinni hálfleiksins. Það voru jákvæðir punktar sem við ætluðum klárlega að gera,“ segir Ásgeir Örn um ljósa punkta í leik liðsins í síðari hálfleik. Ásgeiri Erni fannst sínir menn ekki nægilega sterkir varnarlega í kvöld. „Hann [Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH] ver kannski nokkur dauðafæri og við erum bara ekki nógu góðir varnarlega. Við vorum bara ekki að forvinna nægilega á línumanninn, fengum bara á okkur stundum skíta mörk eftir langar sóknir sem er pirrandi.“ Jón Bjarni Ólafsson, línumaður FH, endaði með tíu mörk í leiknum í kvöld en línumenn Hauka skoruðu samanlagt sjö mörk. Kemur það á óvart hversu mikið af vel heppnuðu línuspili var í leiknum þar sem tvö bestu varnarlið deildarinnar voru að mætast. Ásgeir Örn gerði alls ekki ráð fyrir því að varnir liðanna beggja myndu gefa svona gott færi á sér inn á línunni. „Ég skal bara viðurkenna það að ég bjóst ekki við því að Jón Bjarni myndi skora tíu og Þráinn fimm, það er ekki það sem ég hefði tippað á fyrir leikinn. Það var allavegana ekki uppleggið okkar,“ sagði Ásgeir Örn að lokum. Olís-deild karla Haukar FH Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - FH 29-32 | FH-ingar unnu Hafnarfjarðarslaginn FH-ingar geta gengið sperrtir um Hafnarfjörð næstu daga eftir góðan þriggja marka sigur gegn Haukum í Hafnarfjarðarslag Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 29-32. 9. nóvember 2023 21:02 Mest lesið Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Handbolti Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var að vonum ekki sáttur með frammistöðu síns liðs í kvöld. „FH var með frumkvæðið meira og minna. Það voru kaflar sem voru frekar höktandi og svo náðum við glimrandi fínum sóknum svona inn á milli en þetta var svona fyrst og fremst við í vandræðum með þeirra stöðusóknir. Þeir voru bara þolinmóðir og skynsamir og fundu alltaf góðar lausnir eftir tiltölulega langar sóknir.“ „Það bara kom aldrei momentum með okkur þar sem allt kom í lás. Við náðum aldrei að vera með þá varnarlega þó þetta hafi ekki verið nein skelfing. Það kom aldrei perioda þar sem Aron [Rafn Eðvarðsson] var að verja tvo þrjá bolta og við að stela, við náðum því ekki inn,“ sagði Ásgeir Örn. „Við fórum í sjö á sex til að kick-starta sóknarleiknum, því hann var mjög slakur í byrjun seinni hálfleiksins. Það voru jákvæðir punktar sem við ætluðum klárlega að gera,“ segir Ásgeir Örn um ljósa punkta í leik liðsins í síðari hálfleik. Ásgeiri Erni fannst sínir menn ekki nægilega sterkir varnarlega í kvöld. „Hann [Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH] ver kannski nokkur dauðafæri og við erum bara ekki nógu góðir varnarlega. Við vorum bara ekki að forvinna nægilega á línumanninn, fengum bara á okkur stundum skíta mörk eftir langar sóknir sem er pirrandi.“ Jón Bjarni Ólafsson, línumaður FH, endaði með tíu mörk í leiknum í kvöld en línumenn Hauka skoruðu samanlagt sjö mörk. Kemur það á óvart hversu mikið af vel heppnuðu línuspili var í leiknum þar sem tvö bestu varnarlið deildarinnar voru að mætast. Ásgeir Örn gerði alls ekki ráð fyrir því að varnir liðanna beggja myndu gefa svona gott færi á sér inn á línunni. „Ég skal bara viðurkenna það að ég bjóst ekki við því að Jón Bjarni myndi skora tíu og Þráinn fimm, það er ekki það sem ég hefði tippað á fyrir leikinn. Það var allavegana ekki uppleggið okkar,“ sagði Ásgeir Örn að lokum.
Olís-deild karla Haukar FH Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - FH 29-32 | FH-ingar unnu Hafnarfjarðarslaginn FH-ingar geta gengið sperrtir um Hafnarfjörð næstu daga eftir góðan þriggja marka sigur gegn Haukum í Hafnarfjarðarslag Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 29-32. 9. nóvember 2023 21:02 Mest lesið Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Handbolti Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Sjá meira
Leik lokið: Haukar - FH 29-32 | FH-ingar unnu Hafnarfjarðarslaginn FH-ingar geta gengið sperrtir um Hafnarfjörð næstu daga eftir góðan þriggja marka sigur gegn Haukum í Hafnarfjarðarslag Olís-deildar karla í handbolta í kvöld, 29-32. 9. nóvember 2023 21:02