Viðtöl ársins 2023: Leyndarmál í Eyjum, óvæntir þríburar og níræðar gleðisprengjur Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. desember 2023 08:00 Gleði, sorg, áföll og sigrar eru einkennandi fyrir viðtöl ársins 2023 á Vísi. Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks segir sögu sína á Vísi á ári hverju af ólíku tilefni. Þar er sagt frá afrekum, áföllum, gleði, missi, tímamótum og sorg. Sum eru löng, önnur eru stutt. Við tókum saman nokkur af þeim viðtölum sem vöktu hvað mesta athygli á Vísi árinu. Skrímslið í bláa húsinu Verst geymda leyndarmálið í Vestmannaeyjum var upplýst fyrir alþjóð, þegar Eva Ólafsdóttir steig fram og greindi frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hendi afa síns. Hún er langt því frá eina fórnarlamb mannsins sem var áberandi í bæjar- og menningarlífi Vestmanneyja. Ofbeldi af verstu gerð, sonarmissir og dóttirin lamast Saga Maríu Kristínar Þorleifsdóttur er átakanleg áfallasaga. Einelti og óregla í æsku, ofbeldissambönd, barnsfaðir sem byrlaði henni eitur og reyndi síðar af ásetningi að drepa þau í bílslysi. Afleiðingarnar voru þær að hann sjálfur og tveggja ára sonur þeirra létust, en María lifði af. Tuttugu árum síðarn lamaðist dóttir hennar í bílslysi. Þrátt fyrir allt eru það þó fyrirgefning og þakklæti sem eru Maríu efst í huga. „Mikil sorg en samt svo mikil gleði“ Foreldrar stúlku með Downs-heilkenni sem fæddist í apríl, líklega fyrsta barnsins sem fæðist með heilkennið á Íslandi í rúm tvö ár, segja fæðinguna hafa kallað fram erfiðar tilfinningar. Móðurina grunaði að ekki væri allt með felldu á meðgöngu en heilbrigðiskerfið hafi ekki hlustað á áhyggjur hennar. Dóttir þeirra sé þó, þegar allt kemur til alls, fullkomin. „Manneskjan sem ég var dó með Alexöndru“ Alexandra Eldey lést á Spáni úr bráðri heilahimnubólguá síðasta ári, aðeins tuttugu mánaða gömul. Foreldrar hennar lýsa svartnættinu sem gleypti þau, hryllingi á útfararstofunni og tilraunum þeirra til að verða fjölskylda á ný. Síðan Alexandra lést hafa þau misst fóstur þrisvar sinnum. Leikvöllur verður reistur til minningar um Alexöndru Eldey. „Mig langar ekki að vera skaðvaldur í þjóðfélaginu“ Í Kompás var rætt við Maríönnu og Ragnar sem glíma við eiturlyfjafíkn og eru heimilislaus. Þau veittu áhorfendum einstaka innsýn í þeirra daglega líf á götunni og lífsbaráttuna sem einkennir hvern einasta dag. „Ég er pabbinn sem var óléttur“ Gabríel Brim er trans maður sem eignaðist barn. Hann segir það hafa komið skemmtilega á óvart hversu vel fæðingin og meðgangan hafi gengið, og hversu vel tekið var á móti honum í heilbrigðiskerfinu. Hann segir foreldrahlutverkið hafa breytt honum og hann vilji ekkert frekar en að vera dóttur sinni góð fyrirmynd. Allur skólinn horfði á en enginn gerði neitt Unnur Edda Björnsdóttir varð fyrir hrottalegu einelti og útskúfun í grunnskóla og framan af í framhaldsskóla. Viðbrögð kennara og skólastjórnenda voru þau að kenna Unni um ofbeldið. Hún flosnaði að lokum upp úr námi. Á tímabili var líðan hennar svo slæm að hún íhugaði að svipta sig lífi. Saga Unnar endar engu að síður vel. Hún átti seinna eftir að fara aftur í nám og í dag starfar hún sem grunnskólakennari. Af skiljanlegum ástæðum er umræðan um einelti henni hugleikin og hún telur brýnt að foreldrar axli ábyrgð. Páll timbursali: „Hefði sætt mig við fjögur til fimm ár“ Fjórir íslenskir karlmenn hlutu á árinu fangelsisdóm fyrir aðild að smygli á hundrað kílóum af kókaíni til landsins. Sá sem hlaut þyngsta dóminn er Páll Jónsson, timbursali á sjötugsaldri. Hann er afar ósáttur við dóminn og gagnrýnir rannsókn lögreglu á málinu harðlega. Páll steig fram í viðtali þar sem hann lýsti meðal annars dvölinni í fangelsinu á Hólmsheiði sem hann segir óbærilega. Afi var barnaníðingur og sálarmorðingi Guðrún Jónína Magnúsdóttir skrifaði bók um sláandi sögu móður sinnar. Þar eru ódæði afa hennar útlistuð, en hann nauðgaði dóttur sinni, móður Guðrúnar, sem varð í tvígang ólétt af hans völdum. Í þessu áhrifamikla viðtali lýsir Guðrún skrifunum, fjölskyldusögunni og vítahringnum. „Ég hef grætt á öllum mínum áföllum“ Einlægt viðtal við Silju Aðalsteinsdóttur sem að baki litríkan feril sem bókmenntafræðingur, þýðandi, ritstjóri, blaðamaður og gagnrýnandi. Hún ræðir óvæntu óléttuna sem kom í veg fyrir myndlistarnám í París, ferðalagið austur á land sem varð til þess að hún kynntist líffræðilegri fjölskyldu sinni og litla stúlkubarnið sem eiginmaðurinn eignaðist utan hjónabands en hefur aldrei verið annað en gæfuljós í lífi Silju. Á hrakhólum í yfir þrjú ár Dalrós Líndal og Sverrir Örn fengu lóð úthlutað í Reykjanesbæ árið 2017 með þau áform að byggja þar framtíðarheimili. Fjölskyldan hefur hinsvegar verið á hrakhólum í nokkur ár eftir að byggingarfulltrúi fór að efast um byggingarleyfi sem hann samþykkti og gaf út einu og hálfu ári áður. Kostnaður hleypur á tugum milljóna vegna húss sem þau geta ekki flutt inn í. Eignaðist ungan kynjakönnuð Rithöfundurinn og baráttukonan Þórdís Elva Þorvaldsdóttir eignaðist tvíbura eftir tvísýna meðgöngu árið 2018. Læknar gáfu þeim innan við eitt prósent líkur á að lifa af. Í þessu einlæga viðtali segir Þórdís opinskátt frá því hvernig fjölskyldan hefur hlúð að ódæmigerðri kyntjáningu Hlyns, annars tvíburanna. Í fangelsi í sextán ár: Á endanum var það ástin sem bjargaði öllu Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu hefur barist ötullega fyrir réttindum fanga hér á á landi, en sjálfur hefur hann hefur tvisvar fengið á sig tólf ára dóm fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning. Í fyrri afplánuninni breyttist ekkert og hann stjórnaði starfsemi sinni úr fangelsinu. Í síðari skiptið breyttist allt því þá hafði hann kynnst Titu, ástinni sinni. Guðmundur opnaði sig um hvernig það er að vera í fangelsi á Íslandi og hvað þarf til að fólk nái að snúa við blaðinu eftir að afplánun lýkur. Finnst stundum eins og Almar lifi og sé á leiðinni heim Veröld Ástu Steinu Skúladóttur hrundi í desember 2021 þegar andleg veikindi drógu Almar Yngva Garðarsson, unnusta hennar, til dauða. Henni líður eins og hún hafi týnt sjálfri sér og finnst sem líf hennar hafi staðið í stað síðan Almar lést. Hætti að mæta í skólann eftir örlagaríkt rautt spjald Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur leið ömurlega eftir að hafa fengið rautt spjald í leik Íslands og Portúgals í umspili um sæti á HM. Hún hætti að mæta í skólann og kenndi sjálfri sér um hvernig fór. Hún segir athyglina sem fylgir því að spila með landsliði geta tekið á. Áslaug Munda var í viðtali Hliðarlínunni á Stöð 2. Golfkylfurnar of þungar og skatan eins og lambakjöt Þorsteinn Hallgrímsson var með þeim fyrstu til að veikjast af Covid-19 hér á landi. Hann hefur verið óvinnufær í þrjú og hálft ár vegna langvarandi áhrifa veikindanna. Þorsteinn er meðal þúsunda annarra Íslendinga sem glíma við langvarandi veikindi af slíkri sýkingu og hvetur heilbrigðiskerfið til að halda betur utan um hópinn. „Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum“ Viðtal við flóttakonuna Blessing Newton vakti mikla athygli á árinu. Eftir að henni var verið endanlega synjað um alþjóðlega vernd var hún svipt öllum réttindum hér á landi. Mál hennar og annara flóttamanna vakti upp áleitnar spurningar varðandi ný útlendingalög. Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð og sagt að leita ekki til læknis Í Kompás var flett ofan af ólögmætum fegrunarmeðferðum, en ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Rætt var við lækni sem sagði markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. Tilkynntu trúlofunina og unnustinn lést klukkustundum síðar Sjöfn Gunnarsdóttir og Logi Guðjónsson kynntust á Tinder og smullu saman um leið og þau hittust. Þau fóru að búa saman og eignuðust barn. Í rómantískri afmælisferð til London bar hann upp bónorð og Sjöfn grét af gleði. Nokkrum klukkustundum síðar var Logi látinn. Von á þríburum eftir að tæknifrjóvgun heppnaðist í fyrstu tilraun Margrét Finney Jónsdóttir og Ástrós Pétursdóttir kynntust í október 2020, í miðjum kórónuveirufaraldri. Sambandið komst fljótt á alvarlegt stig, þær fluttu inn saman og byrjuðu að ræða barneignir. Tæknifrjógvun heppnaðist einkar vel, en þær eignuðust eineggja þríburastúlkur í vor. „Langar að knúsa litlu Svandísi og segja þetta er allt í lagi“ Svandís Dóra vakti mikla athygli á skjám landsmanna á árinu, sem Brynja í þáttunum Aftureldingu. Hún segist stöðugt leita að mennskunni hjá karakterunum sínum, sem hún leggur mikið upp úr að kynnast vel. Þegar hún hefur lent á veggjum eða í áföllum er henni eðlislægt að leita í hið bjarta. „Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Villi missir ekki svefn yfir áliti annarra en hann hefur verið áberandi í íslensku samfélagi í dágóða tíð. Um þetta ræddi Villi í Einkalífinu ásamt tengingu sinni við Ítalíu, fjölskyldulífið, æskuna, að sigrast á hræðslu, ýmis ævintýri og margt fleira. „Mamma okkar var drepin, hún var tekin af lífi“ Andlát Ólafíu Kristnýjar Ólafsdóttur er eitt af fimm málum sem eru til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Þau tengjast öll svokölluðum tilefnislausum lífslokameðferðum af hálfu Skúla Tómasar Gunnlaugssonar læknis. Synir Ólafíu segja hana hafa verið setta í lífslokameðferð að þeim óafvitandi og án nokkurs samráðs við aðstandendur. Þau telja að ekki hafi verið rétt staðið að málum, bæði við greiningu á krabbameini, meðferðina sjálfa og við ákvörðun um að setja Ólafíu á lífslokameðferð. Sú yngsta í hollinu er níutíu ára Hér er á ferðinni einstakt viðtal við fjórar vinkonur á tíræðisaldri sem spila golf nánast daglega og segja félagsskap og hreyfingu skipta miklu máli á efri árum. Þær segja aldrei of seint að prufa eitthvað nýtt og ætla að spila ævina út. Hræðist framtíðina og hefur beðið um frið Hulda Dröfn Jónsdóttir, móðir hins ellefu ára gamla Mikaels, sem er með ólæknandi taugahrörnunarsjúkdóm og krabbamein, segir það hafa gert honum erfiðara fyrir hvað hann sé klár. Hann geti því reiknað út hvað bíði hans. Það sé hræðilegt að horfa upp á drenginn sinn, sem þrái að verða betri í fótbolta, verða sífellt lélegri sama hvað hann æfi sig. Segir föður sinn sem lést í bruna hafa búið við hrikalegar aðstæður Adrian Wisniewski, sonur Marek Zeon Wisniewski, sem lést í eldsvoða á Funahöfða í október, segir föður sinn hafa búið við hrikalegar aðstæður í húsnæðinu. Sjálfum hafi honum ekki liðið vel í heimsókn hjá föður sínum og því farið lítið þangað. Adrian steig fram í viðtali á Vísi nokkrum dögum eftir að faðir sinn lést. Sprengdi sig frá höfuðkvölum, þunglyndi og lyfjafíkn með hjálp hugvíkkandi efna Þórarinn Ævarsson, landsþekktur athafnamaður fór í dýpstu dali, svartnættið eitt blasti við og hann sá aðeins eina leið út. Nefnilega þá að ljúka þessu sjálfur. Þórarinn var orðinn háður ópíóðalyfjum, þjáðist af heiftarlegum höfuðverkjaköstum og þunglyndi en með hjálp hugvíkkandi efna segist Þórarinn hafa öðlast nýtt líf. Hamingjusamir hommar lifa drauminn á Kanarí Það sem gerir ástarsögu Ragnars Jakobs Kristinssonar og Sigurðar Hólmars Karlssonar svo sérstaka er að lengst af voru þeir harðgiftir fjölskyldumenn í gagnkynhneigðum samböndum, sem voru langt frá því að koma út úr skápnum. Í dag hafa þeir verið saman í tólf ár, eru ástfangnir upp fyrir haus og að lifa drauminn sinn á Kanarí. „Okkur versnar með hverjum deginum“ Sigrún Jensdóttir er ein ellefu einstaklinga á Íslandi sem er með taugahrörnunarsjúkdóminn Spinal Muscular Atrophy (SMA) og fær ekki lyf sem gætu hægt á hrörnuninni eða stöðvað hana vegna þess að hún er eldri en átján ára. Alls eru fimmtán einstaklingar með sjúkdóminn hér á landi. Sjúkdómurinn fer versnandi með degi hverjum og hefur Sigrún hingað til forðast tilhugsunina um framtíðina. „Konan hélt víst í höndina á henni á meðan hún dó“ Ingunn Ása Mency Ingvadóttir, amma hinnar 23 Iyönnu, sem skotin var til bana í bandaríkjunum í júlí sagði áfallið sem fylgdi dauða ömmustelpunnar sinnar ólýsanlegt. Ingunn kom í viðtal á Stöð 2 nokkrum dögum eftir atvikið skelfilega og lýsti því hvernig illa kerfið vestanhafs taki á móti syrgjendum. Syrgir son sinn sem lést þremur vikum eftir tvítugsafmælið Gabríel Dagur Hauksson er einn af fjölmörgum ungum einstaklingum sem hafa látið lífið á þessu ári af völdum fíkniefna.Ástandinu hefur verið lýst sem faraldri. Gabríel var rétt orðinn tvítugur þegar hann lést þann 5. mars síðastliðinn. Tinna Björnsdóttir, móður Gabríels, telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir andlát sonar síns. Frægðin aldrei nokkurn tíma heillað Lesendur Vísis fengu einstaka innsýn í stöðugt vaxandi og skapandi hugarheim tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. Í viðtalinu ræddi hún ferilinn, innblásturinn, frægðina og þær breytingar sem hafa orðið á tónlistarbransanum á síðustu árum. Hætt á OnlyFans eftir hótanir og eigið markaleysi Edda Lovísa Björgvinsdóttir er hætt að framleiða klám á OnlyFans. Hún segist ekki geta farið lengur ein niður í bæ og hefur þurft að flytja eftir að áskrifandi á síðunni komst að því hvar hún átti heima. Hún segist hafa verið hætt að virða eigin mörk. Þetta kemur fram í Einkalífinu þar sem Edda Lovísa var gestur. Annar og betri maður eftir slysið óhugnanlega í lauginni Það eru ekki margir sem búa að þeirri lífsreynslu að hafa dáið og verið lífgaðir við. Viktor Aron Bragason er hins vegar einn af þeim. Þann 6. október árið 2013 fannst hann meðvitundarlaus í sundlaug. Þökk sé skjótum viðbrögðum tveggja sundlaugargesta er hann enn á meðal lifandi. Í dag talar hann um Viktor fyrir slysið og Viktor eftir slysið. 24 ára milljónamæringur Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar er fæddur árið 1998. Þrátt fyrir ungan hefur hann afrekað margt sem aðrir næðu ekki á heilli ævi. Í þessu viðtali ræðir hann æskuna, einkalífið, Hopp ævintýrið og fyrstu misserin sín í Reykjavík. Kristján rýfur þögnina Eftir að fréttastofa hafði reynt að ná tali af Kristjáni Loftssyni forstjóra Hvals hf. í margar vikur svaraði Kristján loks kallinu. Þar sagði hann af og frá að hvalveiðar væru eitthvað sport í hans augum. Þá taldi hann fullvíst að almenningur væri fylgjandi hvalveiðum. Fréttir ársins 2023 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Skrímslið í bláa húsinu Verst geymda leyndarmálið í Vestmannaeyjum var upplýst fyrir alþjóð, þegar Eva Ólafsdóttir steig fram og greindi frá kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hendi afa síns. Hún er langt því frá eina fórnarlamb mannsins sem var áberandi í bæjar- og menningarlífi Vestmanneyja. Ofbeldi af verstu gerð, sonarmissir og dóttirin lamast Saga Maríu Kristínar Þorleifsdóttur er átakanleg áfallasaga. Einelti og óregla í æsku, ofbeldissambönd, barnsfaðir sem byrlaði henni eitur og reyndi síðar af ásetningi að drepa þau í bílslysi. Afleiðingarnar voru þær að hann sjálfur og tveggja ára sonur þeirra létust, en María lifði af. Tuttugu árum síðarn lamaðist dóttir hennar í bílslysi. Þrátt fyrir allt eru það þó fyrirgefning og þakklæti sem eru Maríu efst í huga. „Mikil sorg en samt svo mikil gleði“ Foreldrar stúlku með Downs-heilkenni sem fæddist í apríl, líklega fyrsta barnsins sem fæðist með heilkennið á Íslandi í rúm tvö ár, segja fæðinguna hafa kallað fram erfiðar tilfinningar. Móðurina grunaði að ekki væri allt með felldu á meðgöngu en heilbrigðiskerfið hafi ekki hlustað á áhyggjur hennar. Dóttir þeirra sé þó, þegar allt kemur til alls, fullkomin. „Manneskjan sem ég var dó með Alexöndru“ Alexandra Eldey lést á Spáni úr bráðri heilahimnubólguá síðasta ári, aðeins tuttugu mánaða gömul. Foreldrar hennar lýsa svartnættinu sem gleypti þau, hryllingi á útfararstofunni og tilraunum þeirra til að verða fjölskylda á ný. Síðan Alexandra lést hafa þau misst fóstur þrisvar sinnum. Leikvöllur verður reistur til minningar um Alexöndru Eldey. „Mig langar ekki að vera skaðvaldur í þjóðfélaginu“ Í Kompás var rætt við Maríönnu og Ragnar sem glíma við eiturlyfjafíkn og eru heimilislaus. Þau veittu áhorfendum einstaka innsýn í þeirra daglega líf á götunni og lífsbaráttuna sem einkennir hvern einasta dag. „Ég er pabbinn sem var óléttur“ Gabríel Brim er trans maður sem eignaðist barn. Hann segir það hafa komið skemmtilega á óvart hversu vel fæðingin og meðgangan hafi gengið, og hversu vel tekið var á móti honum í heilbrigðiskerfinu. Hann segir foreldrahlutverkið hafa breytt honum og hann vilji ekkert frekar en að vera dóttur sinni góð fyrirmynd. Allur skólinn horfði á en enginn gerði neitt Unnur Edda Björnsdóttir varð fyrir hrottalegu einelti og útskúfun í grunnskóla og framan af í framhaldsskóla. Viðbrögð kennara og skólastjórnenda voru þau að kenna Unni um ofbeldið. Hún flosnaði að lokum upp úr námi. Á tímabili var líðan hennar svo slæm að hún íhugaði að svipta sig lífi. Saga Unnar endar engu að síður vel. Hún átti seinna eftir að fara aftur í nám og í dag starfar hún sem grunnskólakennari. Af skiljanlegum ástæðum er umræðan um einelti henni hugleikin og hún telur brýnt að foreldrar axli ábyrgð. Páll timbursali: „Hefði sætt mig við fjögur til fimm ár“ Fjórir íslenskir karlmenn hlutu á árinu fangelsisdóm fyrir aðild að smygli á hundrað kílóum af kókaíni til landsins. Sá sem hlaut þyngsta dóminn er Páll Jónsson, timbursali á sjötugsaldri. Hann er afar ósáttur við dóminn og gagnrýnir rannsókn lögreglu á málinu harðlega. Páll steig fram í viðtali þar sem hann lýsti meðal annars dvölinni í fangelsinu á Hólmsheiði sem hann segir óbærilega. Afi var barnaníðingur og sálarmorðingi Guðrún Jónína Magnúsdóttir skrifaði bók um sláandi sögu móður sinnar. Þar eru ódæði afa hennar útlistuð, en hann nauðgaði dóttur sinni, móður Guðrúnar, sem varð í tvígang ólétt af hans völdum. Í þessu áhrifamikla viðtali lýsir Guðrún skrifunum, fjölskyldusögunni og vítahringnum. „Ég hef grætt á öllum mínum áföllum“ Einlægt viðtal við Silju Aðalsteinsdóttur sem að baki litríkan feril sem bókmenntafræðingur, þýðandi, ritstjóri, blaðamaður og gagnrýnandi. Hún ræðir óvæntu óléttuna sem kom í veg fyrir myndlistarnám í París, ferðalagið austur á land sem varð til þess að hún kynntist líffræðilegri fjölskyldu sinni og litla stúlkubarnið sem eiginmaðurinn eignaðist utan hjónabands en hefur aldrei verið annað en gæfuljós í lífi Silju. Á hrakhólum í yfir þrjú ár Dalrós Líndal og Sverrir Örn fengu lóð úthlutað í Reykjanesbæ árið 2017 með þau áform að byggja þar framtíðarheimili. Fjölskyldan hefur hinsvegar verið á hrakhólum í nokkur ár eftir að byggingarfulltrúi fór að efast um byggingarleyfi sem hann samþykkti og gaf út einu og hálfu ári áður. Kostnaður hleypur á tugum milljóna vegna húss sem þau geta ekki flutt inn í. Eignaðist ungan kynjakönnuð Rithöfundurinn og baráttukonan Þórdís Elva Þorvaldsdóttir eignaðist tvíbura eftir tvísýna meðgöngu árið 2018. Læknar gáfu þeim innan við eitt prósent líkur á að lifa af. Í þessu einlæga viðtali segir Þórdís opinskátt frá því hvernig fjölskyldan hefur hlúð að ódæmigerðri kyntjáningu Hlyns, annars tvíburanna. Í fangelsi í sextán ár: Á endanum var það ástin sem bjargaði öllu Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu hefur barist ötullega fyrir réttindum fanga hér á á landi, en sjálfur hefur hann hefur tvisvar fengið á sig tólf ára dóm fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning. Í fyrri afplánuninni breyttist ekkert og hann stjórnaði starfsemi sinni úr fangelsinu. Í síðari skiptið breyttist allt því þá hafði hann kynnst Titu, ástinni sinni. Guðmundur opnaði sig um hvernig það er að vera í fangelsi á Íslandi og hvað þarf til að fólk nái að snúa við blaðinu eftir að afplánun lýkur. Finnst stundum eins og Almar lifi og sé á leiðinni heim Veröld Ástu Steinu Skúladóttur hrundi í desember 2021 þegar andleg veikindi drógu Almar Yngva Garðarsson, unnusta hennar, til dauða. Henni líður eins og hún hafi týnt sjálfri sér og finnst sem líf hennar hafi staðið í stað síðan Almar lést. Hætti að mæta í skólann eftir örlagaríkt rautt spjald Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur leið ömurlega eftir að hafa fengið rautt spjald í leik Íslands og Portúgals í umspili um sæti á HM. Hún hætti að mæta í skólann og kenndi sjálfri sér um hvernig fór. Hún segir athyglina sem fylgir því að spila með landsliði geta tekið á. Áslaug Munda var í viðtali Hliðarlínunni á Stöð 2. Golfkylfurnar of þungar og skatan eins og lambakjöt Þorsteinn Hallgrímsson var með þeim fyrstu til að veikjast af Covid-19 hér á landi. Hann hefur verið óvinnufær í þrjú og hálft ár vegna langvarandi áhrifa veikindanna. Þorsteinn er meðal þúsunda annarra Íslendinga sem glíma við langvarandi veikindi af slíkri sýkingu og hvetur heilbrigðiskerfið til að halda betur utan um hópinn. „Ég veit ekki hvað þau vilja að við gerum“ Viðtal við flóttakonuna Blessing Newton vakti mikla athygli á árinu. Eftir að henni var verið endanlega synjað um alþjóðlega vernd var hún svipt öllum réttindum hér á landi. Mál hennar og annara flóttamanna vakti upp áleitnar spurningar varðandi ný útlendingalög. Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð og sagt að leita ekki til læknis Í Kompás var flett ofan af ólögmætum fegrunarmeðferðum, en ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Rætt var við lækni sem sagði markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. Tilkynntu trúlofunina og unnustinn lést klukkustundum síðar Sjöfn Gunnarsdóttir og Logi Guðjónsson kynntust á Tinder og smullu saman um leið og þau hittust. Þau fóru að búa saman og eignuðust barn. Í rómantískri afmælisferð til London bar hann upp bónorð og Sjöfn grét af gleði. Nokkrum klukkustundum síðar var Logi látinn. Von á þríburum eftir að tæknifrjóvgun heppnaðist í fyrstu tilraun Margrét Finney Jónsdóttir og Ástrós Pétursdóttir kynntust í október 2020, í miðjum kórónuveirufaraldri. Sambandið komst fljótt á alvarlegt stig, þær fluttu inn saman og byrjuðu að ræða barneignir. Tæknifrjógvun heppnaðist einkar vel, en þær eignuðust eineggja þríburastúlkur í vor. „Langar að knúsa litlu Svandísi og segja þetta er allt í lagi“ Svandís Dóra vakti mikla athygli á skjám landsmanna á árinu, sem Brynja í þáttunum Aftureldingu. Hún segist stöðugt leita að mennskunni hjá karakterunum sínum, sem hún leggur mikið upp úr að kynnast vel. Þegar hún hefur lent á veggjum eða í áföllum er henni eðlislægt að leita í hið bjarta. „Slétt sama hvað fólki finnst um mig“ Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson er með þekktari lögmönnum landsins og hefur meira að segja fengið viðurnefnið stjörnulögmaðurinn. Villi missir ekki svefn yfir áliti annarra en hann hefur verið áberandi í íslensku samfélagi í dágóða tíð. Um þetta ræddi Villi í Einkalífinu ásamt tengingu sinni við Ítalíu, fjölskyldulífið, æskuna, að sigrast á hræðslu, ýmis ævintýri og margt fleira. „Mamma okkar var drepin, hún var tekin af lífi“ Andlát Ólafíu Kristnýjar Ólafsdóttur er eitt af fimm málum sem eru til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurnesjum. Þau tengjast öll svokölluðum tilefnislausum lífslokameðferðum af hálfu Skúla Tómasar Gunnlaugssonar læknis. Synir Ólafíu segja hana hafa verið setta í lífslokameðferð að þeim óafvitandi og án nokkurs samráðs við aðstandendur. Þau telja að ekki hafi verið rétt staðið að málum, bæði við greiningu á krabbameini, meðferðina sjálfa og við ákvörðun um að setja Ólafíu á lífslokameðferð. Sú yngsta í hollinu er níutíu ára Hér er á ferðinni einstakt viðtal við fjórar vinkonur á tíræðisaldri sem spila golf nánast daglega og segja félagsskap og hreyfingu skipta miklu máli á efri árum. Þær segja aldrei of seint að prufa eitthvað nýtt og ætla að spila ævina út. Hræðist framtíðina og hefur beðið um frið Hulda Dröfn Jónsdóttir, móðir hins ellefu ára gamla Mikaels, sem er með ólæknandi taugahrörnunarsjúkdóm og krabbamein, segir það hafa gert honum erfiðara fyrir hvað hann sé klár. Hann geti því reiknað út hvað bíði hans. Það sé hræðilegt að horfa upp á drenginn sinn, sem þrái að verða betri í fótbolta, verða sífellt lélegri sama hvað hann æfi sig. Segir föður sinn sem lést í bruna hafa búið við hrikalegar aðstæður Adrian Wisniewski, sonur Marek Zeon Wisniewski, sem lést í eldsvoða á Funahöfða í október, segir föður sinn hafa búið við hrikalegar aðstæður í húsnæðinu. Sjálfum hafi honum ekki liðið vel í heimsókn hjá föður sínum og því farið lítið þangað. Adrian steig fram í viðtali á Vísi nokkrum dögum eftir að faðir sinn lést. Sprengdi sig frá höfuðkvölum, þunglyndi og lyfjafíkn með hjálp hugvíkkandi efna Þórarinn Ævarsson, landsþekktur athafnamaður fór í dýpstu dali, svartnættið eitt blasti við og hann sá aðeins eina leið út. Nefnilega þá að ljúka þessu sjálfur. Þórarinn var orðinn háður ópíóðalyfjum, þjáðist af heiftarlegum höfuðverkjaköstum og þunglyndi en með hjálp hugvíkkandi efna segist Þórarinn hafa öðlast nýtt líf. Hamingjusamir hommar lifa drauminn á Kanarí Það sem gerir ástarsögu Ragnars Jakobs Kristinssonar og Sigurðar Hólmars Karlssonar svo sérstaka er að lengst af voru þeir harðgiftir fjölskyldumenn í gagnkynhneigðum samböndum, sem voru langt frá því að koma út úr skápnum. Í dag hafa þeir verið saman í tólf ár, eru ástfangnir upp fyrir haus og að lifa drauminn sinn á Kanarí. „Okkur versnar með hverjum deginum“ Sigrún Jensdóttir er ein ellefu einstaklinga á Íslandi sem er með taugahrörnunarsjúkdóminn Spinal Muscular Atrophy (SMA) og fær ekki lyf sem gætu hægt á hrörnuninni eða stöðvað hana vegna þess að hún er eldri en átján ára. Alls eru fimmtán einstaklingar með sjúkdóminn hér á landi. Sjúkdómurinn fer versnandi með degi hverjum og hefur Sigrún hingað til forðast tilhugsunina um framtíðina. „Konan hélt víst í höndina á henni á meðan hún dó“ Ingunn Ása Mency Ingvadóttir, amma hinnar 23 Iyönnu, sem skotin var til bana í bandaríkjunum í júlí sagði áfallið sem fylgdi dauða ömmustelpunnar sinnar ólýsanlegt. Ingunn kom í viðtal á Stöð 2 nokkrum dögum eftir atvikið skelfilega og lýsti því hvernig illa kerfið vestanhafs taki á móti syrgjendum. Syrgir son sinn sem lést þremur vikum eftir tvítugsafmælið Gabríel Dagur Hauksson er einn af fjölmörgum ungum einstaklingum sem hafa látið lífið á þessu ári af völdum fíkniefna.Ástandinu hefur verið lýst sem faraldri. Gabríel var rétt orðinn tvítugur þegar hann lést þann 5. mars síðastliðinn. Tinna Björnsdóttir, móður Gabríels, telur að hægt hefði verið að koma í veg fyrir andlát sonar síns. Frægðin aldrei nokkurn tíma heillað Lesendur Vísis fengu einstaka innsýn í stöðugt vaxandi og skapandi hugarheim tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. Í viðtalinu ræddi hún ferilinn, innblásturinn, frægðina og þær breytingar sem hafa orðið á tónlistarbransanum á síðustu árum. Hætt á OnlyFans eftir hótanir og eigið markaleysi Edda Lovísa Björgvinsdóttir er hætt að framleiða klám á OnlyFans. Hún segist ekki geta farið lengur ein niður í bæ og hefur þurft að flytja eftir að áskrifandi á síðunni komst að því hvar hún átti heima. Hún segist hafa verið hætt að virða eigin mörk. Þetta kemur fram í Einkalífinu þar sem Edda Lovísa var gestur. Annar og betri maður eftir slysið óhugnanlega í lauginni Það eru ekki margir sem búa að þeirri lífsreynslu að hafa dáið og verið lífgaðir við. Viktor Aron Bragason er hins vegar einn af þeim. Þann 6. október árið 2013 fannst hann meðvitundarlaus í sundlaug. Þökk sé skjótum viðbrögðum tveggja sundlaugargesta er hann enn á meðal lifandi. Í dag talar hann um Viktor fyrir slysið og Viktor eftir slysið. 24 ára milljónamæringur Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar er fæddur árið 1998. Þrátt fyrir ungan hefur hann afrekað margt sem aðrir næðu ekki á heilli ævi. Í þessu viðtali ræðir hann æskuna, einkalífið, Hopp ævintýrið og fyrstu misserin sín í Reykjavík. Kristján rýfur þögnina Eftir að fréttastofa hafði reynt að ná tali af Kristjáni Loftssyni forstjóra Hvals hf. í margar vikur svaraði Kristján loks kallinu. Þar sagði hann af og frá að hvalveiðar væru eitthvað sport í hans augum. Þá taldi hann fullvíst að almenningur væri fylgjandi hvalveiðum.
Fréttir ársins 2023 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira