Lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins hækkar í fyrsta sinn frá 2019
![Hækkandi lánshæfismat hefur ekki aðeins áhrif á þau lánakjör sem ríkissjóði býðst á erlendum mörkuðum heldur sömuleiðis fyrir innlenda banka og fyrirtæki.](https://www.visir.is/i/5EB945660928D12D274115603FBF62050CC1851533BD7B0737AD3B64130DF9B2_713x0.jpg)
Matsfyrirtækið S&P Global Ratings hefur hækkað lánshæfiseinkunn Íslands úr A í A+, sem endurspeglar útlit fyrir áframhaldandi kraftmikinn hagvöxt, en ef opinber fjármál styrkjast meira en nú er áætlað gætu verið forsendur fyrir enn frekari hækkun. Líklegt er að hækkun á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs muni í framhaldinu sömuleiðis skila sér í uppfærslu á lánshæfismati íslensku bankanna en S&P gerir ráð fyrir að arðsemi þeirra verði áfram sterk sem geri þá vel í stakk búna til að mæta mögulegum auknum útlánatöpum.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/5960C62AF5EF2C69FB25130DBFE0C219F5856C51128AE37E8A3F221BC9C21604_308x200.jpg)
Matsfyrirtækin „ekki mjög örlát“ í einkunnagjöf sinni á íslenska ríkið
Umrót og krefjandi aðstæður á alþjóðlegum fjármálamörkuðum síðustu misseri hefur undirstrikað vel að efnahagslegur styrkleiki íslenska hagkerfisins er meiri heldur en endurspeglast í lánshæfiseinkunn ríkissjóðs, að mati eins af stjórnendum Seðlabankans, sem telur að ríkið muni bráðlega skoða að ráðast í erlenda skuldabréfaútgáfu. Framkvæmdastjóri hjá Barclays tekur í svipaðan streng og segir að lánshæfiseinkunn íslensku bankanna ætti „líklega“ að vera hærri en hún er um þessar mundir.
![](https://www.visir.is/i/EEB31050E5CF424F6C14A98AC2C44CECC3CDCD1B07060D992BB5DF2B9102BAAD_308x200.jpg)
Seðlabankastjóri: Lánshæfismat Íslands „lægra en við eigum skilið“
Seðlabankastjóri segist vera þeirrar skoðunar að lánshæfismat íslenska ríkisins sé „lægra en við eigum skilið“ en þar spilar meðal annars í að alþjóðlegu matsfyrirtækin virðast hafa vantrú á ferðaþjónustunni. Ef áætlanir fyrirtækja í hugverkaiðnaði um stórauknar útflutningstekjur á komandi árum ganga eftir þá mun það hins vegar hafa veruleg áhrif fyrir allt íslenska hagkerfið.