Johnson lést þegar hann skarst á hálsi með skauta í leik með Nottingham Panthers gegn Sheffield Steelers í ensku íshokkídeildinni 28. október síðastliðinn.
Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi er með málið til rannskóknar og nú hefur einn verið handtekinn, grunaður um manndráp af gáleysi. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur, er enn í haldi lögreglu.
Kari, frænka Johnsons, segir að fjölskylda ætli að sjá hverju fram vindur í málinu.
„Hvað svo sem þeir ákveða, þá verðum við að lifa með því. En ég er bara ánægð að þeir standa sína plikt og gera það sem þeir eiga að gera,“ sagði Kari.
Johnson var jarðsunginn í heimaríki sínu, Minnesota, í síðustu viku. Hann var 29 ára þegar hann lést.