Upplifði martröð fegurðardrottningarinnar Íris Hauksdóttir skrifar 17. nóvember 2023 10:33 Lilja Sif Pétursdóttir, Ungfrú Ísland upplifði martröð hverrar fegurðardrottningar. Vísir/Vilhelm Fegurðarsamkeppnin, Miss Universe er haldin í 72 sinn og fer keppnin fram í El Salvador. Lilja Sif Pétursdóttir keppnir fyrir Íslands hönd en á lokaæfingunni upplifði hún martröð allra fegurðardrottninga. Örfáum klukkustundum áður en lokaæfingin átti að hefast kom í ljós að síðkjóllinn sem Lilja Sif hugðist klæðast á sviðinu var horfin. „Þetta var alveg hræðilegt því þessi forkeppni er mikilvægust. Þar velja dómararnir hverjar komast áfram á laugardaginn. Í forkeppninni fá allar stúlkurnar að ganga í síðkjólum en á laugardaginn eru það bara þær sem komast í úrslitin að stíga á svið í síðkjól. Þetta var því mikilvægasta mómentið mitt á sviðinu.“ Fjaðrafok og dauðaleit Lilja Sif útskýrir að venjan sé sú að starfsfólk á vegum keppninnar safni alltaf saman kjólum allra keppenda og passi að þeir séu rétt gufaðir og allt sé í lagi með þá. Lilja Sif kemur fram fyrir Íslands hönd í keppninni á morgun.Vísir/Vilhelm „Auðvitað treystir maður því bara. Þegar í ljós kom að kjóllinn minn væri týndur upphófst skiljanlega mikið fjaðrafok og gerð var dauðaleit að kjólnum. Ég var búin að nota alla aðra síðkjóla sem ég tók með mér út á ýmiskonar viðburði og skemmtanir þar sem teknar höfðu verið myndir. Það er leiðinlegt að stíga á svið í kjól sem ég hafði komið áður opinberlega fram í.“ Blautur og blettóttur Eftir gríðarlega leit var ljóst að tíminn væri runninn út og stelpurnar yrðu að halda af stað frá hótelinu yfir í keppnishöllina. En hún er staðsett í langri fjarlægð frá hótelinu. Kjóllinn kom svo loksins í leitirnar en honum hafði verið komið fyrir í svörtum fatapoka. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hafði fatapokinn blotað og kjóllinn allur út ataður í svörtum blettum. Lilja Sif segist ekki geta varist þeirri hugsun að hvarf kjólsins hafi verið með ráðum gert.Vísir/Vilhelm „Vissulega hefur maður hugsað, var einhver þarna að verki því svona á ekki að geta gerst. Þarna á allt að vera upp á tíu og allt í einu er þessi vökvi kominn og blettir í flíkina en það er ekkert sem hægt er að fullyrða þetta eru bara getgátur. Það var tekin ákvörðun að senda kjólinn beint í hreinsun og eðlilega ekki mælt með því að ég myndi klæðast honum svona blettóttum á sviðinu.“ Auka álag á taugnarnar Í kjölfarið var Lilju útvegaður kjóll sem hún segist ekki vita hver hafi átt en eflaust hafi hann verið í eigu keppninnar. Hann var þó ekkert í líkingu við upphaflega kjólinn og passaði ekki alveg. Lilja Sif vonar að hún fái tækifæri að klæðast upprunalega síðkjólnum annað kvöld.Vísir/Vilhelm „Ég hafði aldrei æft mig í þessum kjól og allar pósurnar sem ég hafði planað að gera í hinum gengu ekki upp í þessum. Ég þurfti því á mjög skömmum tíma að æfa allt upp á nýtt. Þegar maður er að velja sér kjól fyrir svona kvöld fer maður alveg all in og eins og sjá má frá myndum af kvöldinu eru stelpurnar allar í mjög afgerandi glitrandi kjólum og kjóllinn sem ég ætlaði að vera í var miklu meira statement heldur en kjóllinn sem ég gekk síðan í. Þetta var auka álag á taugarnar en ég vil trúa því að ég hafi staðið mig vel. Við sjáum svo á morgun hvort það skili mér í úrslitin og ég fái þá að stíga á svið í upphaflega kjólnum.“ Áhugasamir geta horft á keppnina sem fer fram á morgun, 18. nóvember hér fyrir neðan. Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Lilja Sif Pétursdóttir valin Ungfrú Ísland Ungfrú Ísland var haldin í áttunda sinn í kvöld í Gamla bíó. Keppnin var ein sú glæsilegasta þar sem keppendur skinu sem glitrandi stjörnur á sviðinu. 16. ágúst 2023 23:08 Keppti fyrir hönd fjölfatlaðrar systur sinnar Lilja Sif Pétursdóttir sigraði keppnina Miss Universe Iceland fyrir skemmstu. Hún er elst í sex systkina hópi en ein af systrum hennar er fjölfötluð sem er ástæða þess að Lilja starfar í dag á hjúkrunarheimili. Í framtíðinni dreymir Lilju um að geta hjálpað þeim sem minna mega sín. 5. september 2023 07:01 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Örfáum klukkustundum áður en lokaæfingin átti að hefast kom í ljós að síðkjóllinn sem Lilja Sif hugðist klæðast á sviðinu var horfin. „Þetta var alveg hræðilegt því þessi forkeppni er mikilvægust. Þar velja dómararnir hverjar komast áfram á laugardaginn. Í forkeppninni fá allar stúlkurnar að ganga í síðkjólum en á laugardaginn eru það bara þær sem komast í úrslitin að stíga á svið í síðkjól. Þetta var því mikilvægasta mómentið mitt á sviðinu.“ Fjaðrafok og dauðaleit Lilja Sif útskýrir að venjan sé sú að starfsfólk á vegum keppninnar safni alltaf saman kjólum allra keppenda og passi að þeir séu rétt gufaðir og allt sé í lagi með þá. Lilja Sif kemur fram fyrir Íslands hönd í keppninni á morgun.Vísir/Vilhelm „Auðvitað treystir maður því bara. Þegar í ljós kom að kjóllinn minn væri týndur upphófst skiljanlega mikið fjaðrafok og gerð var dauðaleit að kjólnum. Ég var búin að nota alla aðra síðkjóla sem ég tók með mér út á ýmiskonar viðburði og skemmtanir þar sem teknar höfðu verið myndir. Það er leiðinlegt að stíga á svið í kjól sem ég hafði komið áður opinberlega fram í.“ Blautur og blettóttur Eftir gríðarlega leit var ljóst að tíminn væri runninn út og stelpurnar yrðu að halda af stað frá hótelinu yfir í keppnishöllina. En hún er staðsett í langri fjarlægð frá hótelinu. Kjóllinn kom svo loksins í leitirnar en honum hafði verið komið fyrir í svörtum fatapoka. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hafði fatapokinn blotað og kjóllinn allur út ataður í svörtum blettum. Lilja Sif segist ekki geta varist þeirri hugsun að hvarf kjólsins hafi verið með ráðum gert.Vísir/Vilhelm „Vissulega hefur maður hugsað, var einhver þarna að verki því svona á ekki að geta gerst. Þarna á allt að vera upp á tíu og allt í einu er þessi vökvi kominn og blettir í flíkina en það er ekkert sem hægt er að fullyrða þetta eru bara getgátur. Það var tekin ákvörðun að senda kjólinn beint í hreinsun og eðlilega ekki mælt með því að ég myndi klæðast honum svona blettóttum á sviðinu.“ Auka álag á taugnarnar Í kjölfarið var Lilju útvegaður kjóll sem hún segist ekki vita hver hafi átt en eflaust hafi hann verið í eigu keppninnar. Hann var þó ekkert í líkingu við upphaflega kjólinn og passaði ekki alveg. Lilja Sif vonar að hún fái tækifæri að klæðast upprunalega síðkjólnum annað kvöld.Vísir/Vilhelm „Ég hafði aldrei æft mig í þessum kjól og allar pósurnar sem ég hafði planað að gera í hinum gengu ekki upp í þessum. Ég þurfti því á mjög skömmum tíma að æfa allt upp á nýtt. Þegar maður er að velja sér kjól fyrir svona kvöld fer maður alveg all in og eins og sjá má frá myndum af kvöldinu eru stelpurnar allar í mjög afgerandi glitrandi kjólum og kjóllinn sem ég ætlaði að vera í var miklu meira statement heldur en kjóllinn sem ég gekk síðan í. Þetta var auka álag á taugarnar en ég vil trúa því að ég hafi staðið mig vel. Við sjáum svo á morgun hvort það skili mér í úrslitin og ég fái þá að stíga á svið í upphaflega kjólnum.“ Áhugasamir geta horft á keppnina sem fer fram á morgun, 18. nóvember hér fyrir neðan.
Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Lilja Sif Pétursdóttir valin Ungfrú Ísland Ungfrú Ísland var haldin í áttunda sinn í kvöld í Gamla bíó. Keppnin var ein sú glæsilegasta þar sem keppendur skinu sem glitrandi stjörnur á sviðinu. 16. ágúst 2023 23:08 Keppti fyrir hönd fjölfatlaðrar systur sinnar Lilja Sif Pétursdóttir sigraði keppnina Miss Universe Iceland fyrir skemmstu. Hún er elst í sex systkina hópi en ein af systrum hennar er fjölfötluð sem er ástæða þess að Lilja starfar í dag á hjúkrunarheimili. Í framtíðinni dreymir Lilju um að geta hjálpað þeim sem minna mega sín. 5. september 2023 07:01 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Lilja Sif Pétursdóttir valin Ungfrú Ísland Ungfrú Ísland var haldin í áttunda sinn í kvöld í Gamla bíó. Keppnin var ein sú glæsilegasta þar sem keppendur skinu sem glitrandi stjörnur á sviðinu. 16. ágúst 2023 23:08
Keppti fyrir hönd fjölfatlaðrar systur sinnar Lilja Sif Pétursdóttir sigraði keppnina Miss Universe Iceland fyrir skemmstu. Hún er elst í sex systkina hópi en ein af systrum hennar er fjölfötluð sem er ástæða þess að Lilja starfar í dag á hjúkrunarheimili. Í framtíðinni dreymir Lilju um að geta hjálpað þeim sem minna mega sín. 5. september 2023 07:01