Safnar karakterum í skúffuna Íris Hauksdóttir skrifar 21. nóvember 2023 20:01 Silva Þórðardóttir er nýjasti viðmælandinn í viðtalsliðnum Einhleypan. Söngkonan Silva Þórðardóttir segir listann af áhugamálum sínum endalausan. Samhliða því að syngja og kenna söng safnar Silva að eigin sögn karakterum í skúffuna sína. Hún lýsir sér sem ómannglöggum introvert en stefnir þó á að halda nokkra jólatónleika yfir aðventuhátíðina. Silva er annar helmingur dúettsins, Silva&Steini, en bæði eiga það sameiginlegt að elska að syngja jólalög. Eftirlæti þeirra beggja eru lög sem liggja djúpt ofan í nótnaskúffunni. Silva elskar að syngja og kenna söng. Jólavigt tvíeykisins er nú þegar umtalsverð. Í fyrra gáfu þau út áramótalagið, What Are You Doing New Years Eve, og nú senda þau frá sér klassíkina, Christmas Time is Here, eftir Vince Guaraldi. Áhugasamir geta hlýtt á fagra tóna þeirra Silvu og Steina á veitingarstaðnum Röntgen dagana 6 og 15 desember. Hér fyrir neðan svarar Silva spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Áhugamál? „Hlusta á tónlist, elda og svo finnst mér gaman að prjóna og hekla. Listinn er í rauninnni endalaus.“ Gælunafn eða hliðarsjálf? „Maður er náttúrulega með safn af karakterum í skúffunni.“ Aldur í anda? „Einmitt núna er ég feeling very 28.“ Menntun? „Ég er menntuð í jazz söng úr FÍH.“ Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? „Á víð og dreif.“ Guilty pleasure kvikmynd? „Ég er hætt í guilty og er bara all about the pleasure.“ Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? „Já, þegar ég var lítil var ég skotin í aðalleikara úr bíómynd sem ég hélt að héti Haskala Múska en heitir High school musical. Ég nefni engin nöfn.“ Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? „Stundum segi ég upphátt “Sil-VAH” þegar ég er kannski búin að reka mig of oft í á einum degi eða sulla of oft niður.“ Syngur þú í sturtu? „Ég geri ekki mikið af því. Mér finnst róandi að hlusta á niðinn í sturtunni.“ Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? „Það er ekkert app í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér en ég nota Spotify rosa mikið.“ Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? „Ég er ómannglöggur en mjög næmur intróvert.“ Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? „Ég spurði og það komu upp orðin: Ákveðin, gangandi brandari og alltof góð.“ Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? „Mér finnst rosa gaman þegar fólk segir mér langar, fyndnar og díteleraðar sögur. Það er ákveðinn eiginleiki. Svo elska ég bullara og líka sullara.“ Silva er um þessar mundir í kappskrifum að spennandi handriti ásamt fyrrverandi kærasta sínum. En óheillandi? „Ekki sulla of mikið. Og ekki vera dóni.“ Ef þú værir dýr? „Allavega ekki fugl eða fiðrildi. Ætli ég væri ekki pandabjörn því ég er í útrýmingarhættu.“ Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni, lífs eða liðna, til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? „Mér myndi finnast óþægilegt að vera allt í einu komin með eitthvað ókunnugt fólk inní stofu til mín þannig að ætli ég myndi ekki vilja helst bara fá vini mína í staðinn.“ Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? „Ég komst að því með fyrrverandi kærasta mínum, honum Alexander Briem, að ég gæti skrifað handrit. Í dag erum við bestu vinir og að vinna að einu slíku saman.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? „Ég hlusta mikið á tónlist og finnst það mjög skemmtilegt, ein og ekki ein. Svo finnst mér rosa gaman að djóka í fólkinu mínu og hlæja rosalega hátt og mikið.“ Silva elskar að eigin sögn ekkert meira en að hlægja hátt og mikið með fólkinu sínu. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? „Mér finnst ekki skemmtilegt að skila inn reikningum og svara tölvupóstum.“ Ertu A eða B týpa? „B og stundum C, sjaldan A en samt alveg stundum A en yfirleitt B.“ Hvernig viltu kaffið þitt? „Ammríkanó eða uppáhellt og alls ekki súrt.“ Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? „Til dæmis á Röntgen þar sem jólatónleikar okkar Steina verða 6. og 15. desember.“ Ertu með einhvern bucket lista? „Ég er ekki með einhvern svona svakalega nákvæman lista af hlutum sem mig langar til að gera áður en ég dey þó svo mig langi til að gera ýmislegt. Það sem skiptir mig mestu máli er bara að líða vel og syngja og heyra jólaklukkur klinga, sérstaklega í jólalaginu Christmas Time Is Here, sem við Steini vorum að gefa út.“ Draumastefnumótið? „Er það ekki bara eitthvað svona að fara út að borða og drekka gott vín og enda svo í karíókí.“ Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? „Þegar ég var níu ára átti ég geisladisk sem ég hafði brennt sjálf og sett mjög vel valin lög inn á. Geisladiskurinn hét 50 Cent og margt margt meiri en í laginu Candy Shop sem var að sjálfsögðu á disknum hélt ég að 50 Cent væri að rappa um það að fara í Intersport en ekki um að hit the spot.“ Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? „Mad Men.“ Hvaða bók lastu síðast? „Ég las síðast þá auðlesnu bók, The Four Agreements, mæli með.“ Hvað er Ást? „Ást er þegar maður leyfir fólki að vera nákvæmlega eins og það er.“ Ástin og lífið Tengdar fréttir „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Júlía Margrét Einarsdóttir, rithöfundur og eigandi Jónasar von Kattakaffihús, svo fátt eitt sé nefnt, lýsir sér sem marsmelló-gothara sem elskar blúndur og mikið bling. Hún er mikil kattakona en segist dýrka öll dýr meira en flest fólk. 14. nóvember 2023 20:01 Einhleypan: „Mjög mikill sökker fyrir vondu raunveruleikasjónvarpi“ Tónlistarmaðurinn og förðunarfræðingurinn Úlfar Viktor Björnsson er forvitinn Grafarvogsbúi sem segist elska tónlist, tísku og trönuber. 16. október 2023 20:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni Makamál Gamaldags vinabeiðni endaði sem hjónaband Makamál Órómantískt en nauðsynlegt að ræða fjármálin Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Silva er annar helmingur dúettsins, Silva&Steini, en bæði eiga það sameiginlegt að elska að syngja jólalög. Eftirlæti þeirra beggja eru lög sem liggja djúpt ofan í nótnaskúffunni. Silva elskar að syngja og kenna söng. Jólavigt tvíeykisins er nú þegar umtalsverð. Í fyrra gáfu þau út áramótalagið, What Are You Doing New Years Eve, og nú senda þau frá sér klassíkina, Christmas Time is Here, eftir Vince Guaraldi. Áhugasamir geta hlýtt á fagra tóna þeirra Silvu og Steina á veitingarstaðnum Röntgen dagana 6 og 15 desember. Hér fyrir neðan svarar Silva spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Áhugamál? „Hlusta á tónlist, elda og svo finnst mér gaman að prjóna og hekla. Listinn er í rauninnni endalaus.“ Gælunafn eða hliðarsjálf? „Maður er náttúrulega með safn af karakterum í skúffunni.“ Aldur í anda? „Einmitt núna er ég feeling very 28.“ Menntun? „Ég er menntuð í jazz söng úr FÍH.“ Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? „Á víð og dreif.“ Guilty pleasure kvikmynd? „Ég er hætt í guilty og er bara all about the pleasure.“ Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? „Já, þegar ég var lítil var ég skotin í aðalleikara úr bíómynd sem ég hélt að héti Haskala Múska en heitir High school musical. Ég nefni engin nöfn.“ Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? „Stundum segi ég upphátt “Sil-VAH” þegar ég er kannski búin að reka mig of oft í á einum degi eða sulla of oft niður.“ Syngur þú í sturtu? „Ég geri ekki mikið af því. Mér finnst róandi að hlusta á niðinn í sturtunni.“ Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? „Það er ekkert app í neinu sérstöku uppáhaldi hjá mér en ég nota Spotify rosa mikið.“ Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? „Ég er ómannglöggur en mjög næmur intróvert.“ Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? „Ég spurði og það komu upp orðin: Ákveðin, gangandi brandari og alltof góð.“ Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? „Mér finnst rosa gaman þegar fólk segir mér langar, fyndnar og díteleraðar sögur. Það er ákveðinn eiginleiki. Svo elska ég bullara og líka sullara.“ Silva er um þessar mundir í kappskrifum að spennandi handriti ásamt fyrrverandi kærasta sínum. En óheillandi? „Ekki sulla of mikið. Og ekki vera dóni.“ Ef þú værir dýr? „Allavega ekki fugl eða fiðrildi. Ætli ég væri ekki pandabjörn því ég er í útrýmingarhættu.“ Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni, lífs eða liðna, til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? „Mér myndi finnast óþægilegt að vera allt í einu komin með eitthvað ókunnugt fólk inní stofu til mín þannig að ætli ég myndi ekki vilja helst bara fá vini mína í staðinn.“ Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? „Ég komst að því með fyrrverandi kærasta mínum, honum Alexander Briem, að ég gæti skrifað handrit. Í dag erum við bestu vinir og að vinna að einu slíku saman.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? „Ég hlusta mikið á tónlist og finnst það mjög skemmtilegt, ein og ekki ein. Svo finnst mér rosa gaman að djóka í fólkinu mínu og hlæja rosalega hátt og mikið.“ Silva elskar að eigin sögn ekkert meira en að hlægja hátt og mikið með fólkinu sínu. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? „Mér finnst ekki skemmtilegt að skila inn reikningum og svara tölvupóstum.“ Ertu A eða B týpa? „B og stundum C, sjaldan A en samt alveg stundum A en yfirleitt B.“ Hvernig viltu kaffið þitt? „Ammríkanó eða uppáhellt og alls ekki súrt.“ Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? „Til dæmis á Röntgen þar sem jólatónleikar okkar Steina verða 6. og 15. desember.“ Ertu með einhvern bucket lista? „Ég er ekki með einhvern svona svakalega nákvæman lista af hlutum sem mig langar til að gera áður en ég dey þó svo mig langi til að gera ýmislegt. Það sem skiptir mig mestu máli er bara að líða vel og syngja og heyra jólaklukkur klinga, sérstaklega í jólalaginu Christmas Time Is Here, sem við Steini vorum að gefa út.“ Draumastefnumótið? „Er það ekki bara eitthvað svona að fara út að borða og drekka gott vín og enda svo í karíókí.“ Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? „Þegar ég var níu ára átti ég geisladisk sem ég hafði brennt sjálf og sett mjög vel valin lög inn á. Geisladiskurinn hét 50 Cent og margt margt meiri en í laginu Candy Shop sem var að sjálfsögðu á disknum hélt ég að 50 Cent væri að rappa um það að fara í Intersport en ekki um að hit the spot.“ Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? „Mad Men.“ Hvaða bók lastu síðast? „Ég las síðast þá auðlesnu bók, The Four Agreements, mæli með.“ Hvað er Ást? „Ást er þegar maður leyfir fólki að vera nákvæmlega eins og það er.“
Ástin og lífið Tengdar fréttir „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Júlía Margrét Einarsdóttir, rithöfundur og eigandi Jónasar von Kattakaffihús, svo fátt eitt sé nefnt, lýsir sér sem marsmelló-gothara sem elskar blúndur og mikið bling. Hún er mikil kattakona en segist dýrka öll dýr meira en flest fólk. 14. nóvember 2023 20:01 Einhleypan: „Mjög mikill sökker fyrir vondu raunveruleikasjónvarpi“ Tónlistarmaðurinn og förðunarfræðingurinn Úlfar Viktor Björnsson er forvitinn Grafarvogsbúi sem segist elska tónlist, tísku og trönuber. 16. október 2023 20:00 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni Makamál Gamaldags vinabeiðni endaði sem hjónaband Makamál Órómantískt en nauðsynlegt að ræða fjármálin Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
„Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Júlía Margrét Einarsdóttir, rithöfundur og eigandi Jónasar von Kattakaffihús, svo fátt eitt sé nefnt, lýsir sér sem marsmelló-gothara sem elskar blúndur og mikið bling. Hún er mikil kattakona en segist dýrka öll dýr meira en flest fólk. 14. nóvember 2023 20:01
Einhleypan: „Mjög mikill sökker fyrir vondu raunveruleikasjónvarpi“ Tónlistarmaðurinn og förðunarfræðingurinn Úlfar Viktor Björnsson er forvitinn Grafarvogsbúi sem segist elska tónlist, tísku og trönuber. 16. október 2023 20:00