Sport

23 ára þjálfari sú yngsta í sögunni til að gera lið að há­skóla­meisturum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erin Matson hefur unnið titilinn fimm sinnum á síðustu sex árum, fjórum sinnum sem leikmaður og nú í fyrsta sinn sem þjálfari.
Erin Matson hefur unnið titilinn fimm sinnum á síðustu sex árum, fjórum sinnum sem leikmaður og nú í fyrsta sinn sem þjálfari. @uncfieldhockey

Erin Matson gerði Norður Karólínu háskólann að bandarískum háskólameisturum í vallarhokkí og skrifaði með því söguna.

Matson er nefnilega aðeins 23 ára gömul og hafði unnið þennan sama titil með sama liðinu ári áður.

Norður Karólínu skólinn vann Northwestern í úrslitaleiknum sem fór fram á Chapel Hill.

NCAA segir að Matson sé yngsti meistaraþjálfari sögunnar í liðakeppni háskólanna.

Hún hafði unnið fjórar háskólatitla sem leikmaður, þrjá í röð frá 2018 til 2020 og svo titilinn í fyrra.

Hún tók við þjálfun liðsins þegar Karen Shelton setti þjálfaraflautuna á hilluna eftir 42 ára starf. Shelton var sjálf aðeins 23 ára gömul þegar hún tók við liðinu.

Ráðning þeirra var því keimlík en hvort Erin Matson haldi út í meira en fjóra áratugi verður að koma í ljós en það þýddi að hún myndi þjálfa liðið til ársins 2064.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×