Sport

Dag­skráin í dag: Dregið í umspil fyrir EM

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ísland verður í pottinum þegar dregið verður í umspil fyrir EM 2024 í dag.
Ísland verður í pottinum þegar dregið verður í umspil fyrir EM 2024 í dag. David S. Bustamante/Getty Images

Það er aldeilis fjörugur fimmtudagur framundan á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone. 

Knattspyrnuáhugamenn munu bíða fullir eftirvæntingar þegar dregið verður í umspilskeppni EM 2024, sýnt verður beint frá fjórum leikjum í 8. umferð Subway deildar karla, þrír leikir fara fram í NFL deildinni og opna andalúsíska golfmótið hefur göngu sína. Rafíþróttirnar eiga svo sannkallaðan hátíðardag, en í tólf tíma samfleytt verður bein útsending frá Blast Premier deildinni í CS:GO.

Stöð 2 Sport 

11:00 – Bein útsending frá Nyon í Sviss þar sem dregið verður í styrkleikaflokka fyrir umspilskeppni EM 2024 í fótbolta. Ísland er meðal liða í drættinum.

19:00 – Skiptiborðið: Fylgst verður með öllum leikjum kvöldsins í Subway deild karla samtímis.

21:20 – Tilþrifin: Leikir kvöldsins í Subway deild karla gerðir upp af góðu teymi sérfræðinga. 

Stöð 2 Sport 2 

17:30 – Detroit Lions taka á móti Green Bay Packers í NFL deildinni. 

21:30 – Dallas Cowboys taka á móti Washington Commanders í NFL deildinni. 

01:20 – San Francisco 49ers taka á móti Seattle Seahawks í NFL deildinni. 

Stöð 2 Sport 4

13:00 – LET Tour 2023: Bein útsending frá fyrsta keppnisdegi Andalucia Costa del Sol Open. 

Stöð 2 Sport 5

19:05 – Njarðvík mætir Þór frá Þorlákshöfn í 8. umferð Subway deildar karla. 

Vodafone Sport

19:00 – Maccabi Tel Aviv mætir Barcelona í evrópsku körfuboltadeildinni EuroLeague.

Stöð 2 eSport

Upphitun fyrir annan dag af Fall Final í Blast Premier deildinni í CS:GO hefst klukkan 8:40. 

Frá 09:00–21:00 verður svo sýnt beint frá viðureignum dagsins í deildinni. 


Tengdar fréttir

Svona gæti umspilið fyrir EM litið út

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er komið í umspil um sæti á EM 2024 sem fram fer í Þýskaland. Vinna þarf tvo umspilsleiki til að verða ein af þjóðunum 24 sem tekur þátt í mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×