Lífið

Garðar Gunn­laugs og Fann­ey eignuðust dreng

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Drengurinn er annað barn hjónanna.
Drengurinn er annað barn hjónanna. Fanney Sandra

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir, fegurðardrottning, flugfreyja og förðunarfræðingur, eignuðust dreng í vikunni. Parið birti deildi gleðifregnunum sameiginlegri færslu á Instagram í gær.

„Litli gullfallegi drengurinn okkar kom í heiminn kl.22:29 í gær. 14 merkur, 51 cm og fullkominn í alla staði,“ skrifar parið við færsluna.

Drengurinn er þeirra annað barn saman. Garðar á fjögur börn fyrir.

Töluverður aldurmunur er á parinu en Garðar fæddist árið 1983 og Fanney árið 1998. Þau hafa alltaf verið opinská með ástina á milli þeirra og verið afar dugleg að deila henni með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum.


Tengdar fréttir

Fann­ey Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“

Fanney Sandra Albertsdóttir og Garðar Gunnlaugsson hafa verið saman í sjö ár en þau eiga von á seinna barni sínu síðar á þessu ári. Fyrir á Garðar fjögur börn úr fyrri samböndum. Hjónin kynntust á skemmtistaðnum Austur og segir Fanney Sandra það hafa verið ást við fyrstu sín. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×