Jólakvíði og stress: Mörgum líður mjög illa en segja ekkert endilega frá því Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. nóvember 2023 07:00 Við eigum erfitt með að vera besta útgáfan af okkur sjálfum þegar kvíði og vanlíðan taka völdin í aðdraganda jóla. Slík vanlíðan getur til dæmis bitnað á börnunum okkar, þótt það sé auðvitað ekki ætlunin. Í dag rýnum við í nokkur góð ráð. Vísir/Getty Nú þegar líður að jólunum eykst jólastressið hjá mörgum. Margt sem ætlunin er að gera og hjá mörgum er þetta líka álagstími í vinnunni. Hjá sumum geta vikurnar fyrir jólin þó einkennst af meiru en jólastressi, því sumt fólk upplifir þennan árstíma sem vanlíðunartíma í kvíða. Sem getur haft afleiðingar og bitnar til dæmis oft á okkar nánustu, ekki síst börnunum okkar. Því að þegar okkur líður illa er erfitt fyrir okkur að vera besta útgáfan af okkur sjálfum. En er einhver munur á kvíða eða stressi? Jú, á breskri sálfræðingasíðu er fjallað um hátíðarkvíðann sérstaklega í pistli. Þar segir að hátíðarkvíði sé staðreynd hjá mörgum og að hann tengist oftar en ekki jólum og áramótum. Munurinn á milli jólastressi og kvíða er að við skiljum jólastressið oft betur og hvers vegna það er. Sem dæmi má nefna stressast margir yfir því að þurfa að hlaupa á milli búða að kaupa jólagjafir og aðrir stressast yfir því hvort þeir nái að halda budgeti eða óttast að fjárútlátin verði of mikil í desember. Jólakvíðinn er öðruvísi því að þar erum við að glíma við vanlíðun sem við náum ekki að útskýra eða skilja á jafn einfaldan hátt. Eina sem við vitum er að við virðumst vera með viðvarandi kvíðahnút í maganum þegar jólin nálgast og erum uppfull af áhyggjum. En vitum ekki endilega alltaf hvers vegna. Fyrir vikið erum við ekkert endilega að ræða þessa vanlíðan okkar. Skýringar á þessum kvíða geta verið margslungnar og ná jafnvel aftur til einhverra aðstæðna eða atvika í æsku. Í dag ætlum við hins vegar að rýna í nokkur ráð sem geta hjálpað okkur að sporna gegn þessari vanlíðan. #1: Viðurkennum vandann Fyrsta og jafnvel mikilvægasta skrefið okkar er að viðurkenna að okkur líður illa. Já, við eigum í vanda vegna þess að við erum kvíðin og líður illa. Prófaðu að segja þetta upphátt við sjálfan þig, því að það getur hjálpað okkur að viðurkenna og samþykkja einhverja líðan sem við síðan viljum vinna bug á. #2: Gerðu meira fyrir sjálfan þig Nú eru margir strax farnir að hrista hausinn. Glætan að það sé hægt nú þegar styttist í jólin! En jú, eitt sem er mikilvægt að gera er að gefa meira í okkur sjálf. Því að orka gefur orku. Og gleði smitar. Að skella sér í aukatíma í ræktinni frekar en að baka smákökur eða fara í jólastúss gæti hljómað skringilega, en vittu til, þessi aukatími gæti gefist þér sérstaklega vel. Það sama á við að gefa sér fleiri ánægju- og gleðistundir. Þó þannig að í vanlíðan, streitu og kvíða er alltaf gott að varast öll vímuefni. Því vímuefni eins og áfengi geta aukið á kvíðatilfinningu. #3: Segðu oftar Nei Það sem eykur á kvíðatilfinninguna okkar í aðdraganda jóla er hversu mikið við erum að færast í fang. Við viljum mæta alls staðar þar sem ætlast er til að við mætum. Þetta getur verið vinnugleði en líka viðburðir sem tengjast börnunum okkar. Við ætlum okkur líka að gera milljón hluti fyrir jólin. En veistu hvað? Jólin koma og eru alveg yndisleg þótt við séum ekki að mæta alls staðar né gera allt. Þannig að segðu oftar Nei. Að segja Nei á líka við um þau samtöl sem við eigum við okkur sjálf í huganum um allt sem við ætlum okkur að gera, fara eða framkvæma. Gott er að átta okkur á því hvað er í raun mikilvægt og hvað ekki, með því að skrifa niður verkefnalista og vera alltaf með yfirsýn yfir það hvað við ætlum að gera. Þegar verkefnalisti er gerður er mikilvægt að hann sé ekki of langur því verkefnalisti á að hjálpa þér en ekki að auka á kvíðatilfinninguna. #4: Farðu sparlega með Já-in Eitt besta sparnaðarráðið fyrir jólin getur síðan falist í því að vera spör á Já-in okkar. Ætlum okkur ekki of mikið; hvorki í framkvæmdum, gjafakaupum eða viðburðarhaldi. Að upplifa árlegan kvíða fyrir jólin er lýjandi og dregur úr því að jólin séu sá ánægjutími sem þau svo sannarlega eru. Vöndum okkur því við það hvenær við segjum Já við okkur sjálf og vinnum frekar í því að njóta fleiri stunda sem veita okkur næringu, vellíðan og gleði. Önnur almenn góð ráð eru til dæmis að: Passa vel upp á svefninn okkar Draga andann djúpt inn og út í nokkur skipti þegar við finnum jólakvíðann gera vart við sig Ræða við okkar nánustu um hvernig okkur líður og fá aðstoð maka og fjölskyldu til að skipta betur með okkur verkum á því sem nauðsynlegt er að gera í aðdraganda jóla Leita til fagaðila. Jól Geðheilbrigði Fjölskyldumál Góðu ráðin Tengdar fréttir Þriðja vaktin margslungin segir framkvæmdastjórinn sem varð ástfangin af bróður vinkonu sinnar „Ég myndi segja að verkaskiptingin okkar heima sé góð og maðurinn minn meira að segja oft að taka meira þegar að ég er að vinna svona mikið. En þriðja vaktin felur svo margt í sér,“ segir Arna Harðadóttir framkvæmdastjóri Helix. 20. nóvember 2023 07:01 Fullkomnunarárátta og þrautseigja getur snúist upp í andhverfu sína „Í samfélaginu okkar er vinnusemi og dugnaður mikil dyggð. Þess vegna eru eiginleikar eins og fullkomnunarárátta eða þrautseigja oft mjög eftirsóttir eiginleikar hjá starfsfólki,“ segir Helga Lára Haarde ráðgjafi og sálfræðingur hjá Attentus. 23. júlí 2023 08:00 Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Sjá meira
Sem getur haft afleiðingar og bitnar til dæmis oft á okkar nánustu, ekki síst börnunum okkar. Því að þegar okkur líður illa er erfitt fyrir okkur að vera besta útgáfan af okkur sjálfum. En er einhver munur á kvíða eða stressi? Jú, á breskri sálfræðingasíðu er fjallað um hátíðarkvíðann sérstaklega í pistli. Þar segir að hátíðarkvíði sé staðreynd hjá mörgum og að hann tengist oftar en ekki jólum og áramótum. Munurinn á milli jólastressi og kvíða er að við skiljum jólastressið oft betur og hvers vegna það er. Sem dæmi má nefna stressast margir yfir því að þurfa að hlaupa á milli búða að kaupa jólagjafir og aðrir stressast yfir því hvort þeir nái að halda budgeti eða óttast að fjárútlátin verði of mikil í desember. Jólakvíðinn er öðruvísi því að þar erum við að glíma við vanlíðun sem við náum ekki að útskýra eða skilja á jafn einfaldan hátt. Eina sem við vitum er að við virðumst vera með viðvarandi kvíðahnút í maganum þegar jólin nálgast og erum uppfull af áhyggjum. En vitum ekki endilega alltaf hvers vegna. Fyrir vikið erum við ekkert endilega að ræða þessa vanlíðan okkar. Skýringar á þessum kvíða geta verið margslungnar og ná jafnvel aftur til einhverra aðstæðna eða atvika í æsku. Í dag ætlum við hins vegar að rýna í nokkur ráð sem geta hjálpað okkur að sporna gegn þessari vanlíðan. #1: Viðurkennum vandann Fyrsta og jafnvel mikilvægasta skrefið okkar er að viðurkenna að okkur líður illa. Já, við eigum í vanda vegna þess að við erum kvíðin og líður illa. Prófaðu að segja þetta upphátt við sjálfan þig, því að það getur hjálpað okkur að viðurkenna og samþykkja einhverja líðan sem við síðan viljum vinna bug á. #2: Gerðu meira fyrir sjálfan þig Nú eru margir strax farnir að hrista hausinn. Glætan að það sé hægt nú þegar styttist í jólin! En jú, eitt sem er mikilvægt að gera er að gefa meira í okkur sjálf. Því að orka gefur orku. Og gleði smitar. Að skella sér í aukatíma í ræktinni frekar en að baka smákökur eða fara í jólastúss gæti hljómað skringilega, en vittu til, þessi aukatími gæti gefist þér sérstaklega vel. Það sama á við að gefa sér fleiri ánægju- og gleðistundir. Þó þannig að í vanlíðan, streitu og kvíða er alltaf gott að varast öll vímuefni. Því vímuefni eins og áfengi geta aukið á kvíðatilfinningu. #3: Segðu oftar Nei Það sem eykur á kvíðatilfinninguna okkar í aðdraganda jóla er hversu mikið við erum að færast í fang. Við viljum mæta alls staðar þar sem ætlast er til að við mætum. Þetta getur verið vinnugleði en líka viðburðir sem tengjast börnunum okkar. Við ætlum okkur líka að gera milljón hluti fyrir jólin. En veistu hvað? Jólin koma og eru alveg yndisleg þótt við séum ekki að mæta alls staðar né gera allt. Þannig að segðu oftar Nei. Að segja Nei á líka við um þau samtöl sem við eigum við okkur sjálf í huganum um allt sem við ætlum okkur að gera, fara eða framkvæma. Gott er að átta okkur á því hvað er í raun mikilvægt og hvað ekki, með því að skrifa niður verkefnalista og vera alltaf með yfirsýn yfir það hvað við ætlum að gera. Þegar verkefnalisti er gerður er mikilvægt að hann sé ekki of langur því verkefnalisti á að hjálpa þér en ekki að auka á kvíðatilfinninguna. #4: Farðu sparlega með Já-in Eitt besta sparnaðarráðið fyrir jólin getur síðan falist í því að vera spör á Já-in okkar. Ætlum okkur ekki of mikið; hvorki í framkvæmdum, gjafakaupum eða viðburðarhaldi. Að upplifa árlegan kvíða fyrir jólin er lýjandi og dregur úr því að jólin séu sá ánægjutími sem þau svo sannarlega eru. Vöndum okkur því við það hvenær við segjum Já við okkur sjálf og vinnum frekar í því að njóta fleiri stunda sem veita okkur næringu, vellíðan og gleði. Önnur almenn góð ráð eru til dæmis að: Passa vel upp á svefninn okkar Draga andann djúpt inn og út í nokkur skipti þegar við finnum jólakvíðann gera vart við sig Ræða við okkar nánustu um hvernig okkur líður og fá aðstoð maka og fjölskyldu til að skipta betur með okkur verkum á því sem nauðsynlegt er að gera í aðdraganda jóla Leita til fagaðila.
Jól Geðheilbrigði Fjölskyldumál Góðu ráðin Tengdar fréttir Þriðja vaktin margslungin segir framkvæmdastjórinn sem varð ástfangin af bróður vinkonu sinnar „Ég myndi segja að verkaskiptingin okkar heima sé góð og maðurinn minn meira að segja oft að taka meira þegar að ég er að vinna svona mikið. En þriðja vaktin felur svo margt í sér,“ segir Arna Harðadóttir framkvæmdastjóri Helix. 20. nóvember 2023 07:01 Fullkomnunarárátta og þrautseigja getur snúist upp í andhverfu sína „Í samfélaginu okkar er vinnusemi og dugnaður mikil dyggð. Þess vegna eru eiginleikar eins og fullkomnunarárátta eða þrautseigja oft mjög eftirsóttir eiginleikar hjá starfsfólki,“ segir Helga Lára Haarde ráðgjafi og sálfræðingur hjá Attentus. 23. júlí 2023 08:00 Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Sjá meira
Þriðja vaktin margslungin segir framkvæmdastjórinn sem varð ástfangin af bróður vinkonu sinnar „Ég myndi segja að verkaskiptingin okkar heima sé góð og maðurinn minn meira að segja oft að taka meira þegar að ég er að vinna svona mikið. En þriðja vaktin felur svo margt í sér,“ segir Arna Harðadóttir framkvæmdastjóri Helix. 20. nóvember 2023 07:01
Fullkomnunarárátta og þrautseigja getur snúist upp í andhverfu sína „Í samfélaginu okkar er vinnusemi og dugnaður mikil dyggð. Þess vegna eru eiginleikar eins og fullkomnunarárátta eða þrautseigja oft mjög eftirsóttir eiginleikar hjá starfsfólki,“ segir Helga Lára Haarde ráðgjafi og sálfræðingur hjá Attentus. 23. júlí 2023 08:00
Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00