Aston Villa lagði laskað lið Tottenham

Siggeir Ævarsson skrifar
Ollie Watkins fagnar marki sínu í dag sem reyndist sigurmark leiksins en Watkins er kominn með sjö mörk í 13 leikjum.
Ollie Watkins fagnar marki sínu í dag sem reyndist sigurmark leiksins en Watkins er kominn með sjö mörk í 13 leikjum. Vísir/Getty

Tottenham og Aston Villa höfðu sætaskipti í 4. og 5. sæti í dag þegar Villa sótti góðan sigur á heimavelli Tottenham. Þetta var þriðja tap Tottenham í röð í deildinni og jafnframt þriðji sigur Villa á Tottenham í röð.

Heimamenn mættu nokkuð laskaðir til leiks en sjúkra- og forfallalisti Tottenham er í lengra lagi þessa dagana.

Forfallalistinn hjá Tottenham var ansi langur í dagSkjáskot

Leikmenn Tottenham létu forföllin þó ekki á sig fá í byrjun og komust yfir með marki frá Giovani Lo Celso á 22. mínútu en varnarmaðurinn Po Torres jafnaði leikinn á 7. mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks. 

Ollie Watkins, sem hefur verið iðinn við kolann í markaskorun í upphafi tímabils, skoraði sitt 7. mark á 61. mínútu og reyndist það sigurmark leiksins. Heung-Min Son náði að vísu að koma boltanum þrisvar sinnum í markið í leiknum en var dæmdur rangstæður jafn oft.

Tottenham lagði allt í að jafna leikinn og fengu nokkur dauðafæri í uppbótartíma en tókst ekki að finna netmöskvana á löglegan hátt, lokatölur 1-2.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira