Best að búa á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. nóvember 2023 16:00 Á Spáni er gott að djamma og djúsa, segir í laginu. Marcos del Mazo/Getty Fólki sem flyst til annarra landa finnst best að búa á Spáni. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem gerð var á meðal fólks sem vinnur og starfar fjarri heimalandi sínu. Spænskar borgir raða sér í þrjú efstu sætin. Borgirnar sem raða sér í efstu sætin eru Málaga, Alicante og Valencia. Madrid er svo í sjötta sæti og Barcelona í því þrettánda. 12.000 manns tóku þátt í könnun samtakanna InterNations sem eru samtök fólks sem býr og starfar fjarri heimahögum. Í könnuninni var spurt um lífsgæði, aðgengi til að koma sér þægilega fyrir, fjármál og fleira. Jafnvægi vinnu og einkalífs Málaga, sem liggur í Andalúsíu syðst á Spáni, var hlutskarpast þegar kom að veðurfari, loftslagi, viðmóti borgarbúa, frístundum og jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Þá fengu almenningssamgöngur í borginni háa einkunn. Bandaríska tímaritið Forbes birti þessar niðurstöður í vikunni og vekur athygli á því að fólk virðist ekki sérlega hrifið af því að búa og starfa í Bandaríkjunum. New York hefur til að mynda fallið út af lista 20 efstu borganna og má kenna því um að fólki finnst óheyrilega dýrt að búa þar. Þá hafi lífsgæði þar á bæ almennt versnað. Alls eru 49 borgir á listanum og ítölsku borgirnar Milano og Róm eru þar neðstar. Þar er helst fundið að lífsgæðum og slökum vinnumarkaði. Spánn er eina Evrópulandið sem á fulltrúa á topp 10 listanum, og það meira að segja fjórar borgir eins og áður segir. Aðrar þjóðir sem eiga fulltrúa á meðal bestu borga heims eru Sameinuðu arabísku furstadæmin með tvær borgir, Mexíkó, Malasía, Tæland og Óman. Ein norræn borg er á meðal 20 efstu borganna, það er Stokkhólmur. Spánn Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Borgirnar sem raða sér í efstu sætin eru Málaga, Alicante og Valencia. Madrid er svo í sjötta sæti og Barcelona í því þrettánda. 12.000 manns tóku þátt í könnun samtakanna InterNations sem eru samtök fólks sem býr og starfar fjarri heimahögum. Í könnuninni var spurt um lífsgæði, aðgengi til að koma sér þægilega fyrir, fjármál og fleira. Jafnvægi vinnu og einkalífs Málaga, sem liggur í Andalúsíu syðst á Spáni, var hlutskarpast þegar kom að veðurfari, loftslagi, viðmóti borgarbúa, frístundum og jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Þá fengu almenningssamgöngur í borginni háa einkunn. Bandaríska tímaritið Forbes birti þessar niðurstöður í vikunni og vekur athygli á því að fólk virðist ekki sérlega hrifið af því að búa og starfa í Bandaríkjunum. New York hefur til að mynda fallið út af lista 20 efstu borganna og má kenna því um að fólki finnst óheyrilega dýrt að búa þar. Þá hafi lífsgæði þar á bæ almennt versnað. Alls eru 49 borgir á listanum og ítölsku borgirnar Milano og Róm eru þar neðstar. Þar er helst fundið að lífsgæðum og slökum vinnumarkaði. Spánn er eina Evrópulandið sem á fulltrúa á topp 10 listanum, og það meira að segja fjórar borgir eins og áður segir. Aðrar þjóðir sem eiga fulltrúa á meðal bestu borga heims eru Sameinuðu arabísku furstadæmin með tvær borgir, Mexíkó, Malasía, Tæland og Óman. Ein norræn borg er á meðal 20 efstu borganna, það er Stokkhólmur.
Spánn Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira