Thelma best allra í Norður-Evrópu á tvíslá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2023 16:01 Thelma Aðalsteinsdóttir með gullverðlaun sín á verðlaunapallinum. @icelandic_gymnastics Thelma Aðalsteinsdóttir varð um helgina krýnd Norður-Evrópumeistari á tvíslá á Norður-Evrópumótinu í áhaldafimleikum. Thelma vann sér inn keppnisrétt í úrslitum með frábærri tvísláarseríu á laugardaginn. Thelma framkvæmdi enn betri æfingu í gær og hækkaði sig um tæplega 0.500 stig milli daga. Framkvæmdi hún meðal annars nýja afstökkið sitt, tvöfalt heljarstökk með beinum líkama. 12.266 stig var niðurstaða dagsins sem tryggði henni titilinn. „Ég bætti mig frá því í gær og ég er mjög sátt með það, ég er líka mjög ánægð með að hafa keppt með nýtt afstökk og ég held að það hafi landað þessum sigri,“ sagði Thelma Aðalsteinsdóttir, í viðtali á heimasíðu fimleikasambandsins. Valgarð Reinhardsson og Dagur Kári Ólafsson nældu sér einnig í verðlaun í gær, báðir á tvíslánni, sem var svo sannarlega besta grein Íslendinga á mótinu. Valgarð fékk 13.700 stig, sem er hans allra besti árangur á tvíslá hingað til. Valgarð nældi sér í silfur og stutt á eftir honum var Dagur Kári með 13.450 stig en hann nældi sér með því í bronsið. Fimleikasambandið átti átta keppendur í 13 úrslitum. Mistök í nokkrum úrslitaseríum settu stórt strik í reikninginn. Hildur Maja Guðmundsdóttir var aðeins 0.034 stigum frá bronsi á gólfi. Margrét Lea Kristinsdóttir hafnaði í sjöunda sæti á slánni, en fall setti stórt strik í reikninginn á annars stórglæsilegri sláaræfingu. Lilja Katrín Gunnarsdóttir var að taka þátt í sínu fyrsta A landsliðsverkefni og var hún aðeins 0.033 frá bronsinu á stökki, en hún framkvæmdi tvö mjög erfið stökk. Ágúst Ingi Davíðsson endaði í fimmta sæti á gólfinu með 12.750 stig og í áttunda sæti á hringjunum eftir súrt fall með 11.900 stig. Martin Bjarni Guðmundsson framkvæmdi tvö flott stökk og hafnaði hann í fjórða sæti með 13.700 stig. Martin endaði í sjötta sæti á gólfinu með 11.550 stig og í sjötta sæti á svifránni með 11.700 stig. Valgarð Reinhardsson sótti sér silfur á tvíslánni, eins og fyrr sagði, en endaði hann í sjötta sæti á stökkinu með 13.425 stig og fjórða sæti á svifránni með 12.750 stig. Fimleikar Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sjá meira
Thelma vann sér inn keppnisrétt í úrslitum með frábærri tvísláarseríu á laugardaginn. Thelma framkvæmdi enn betri æfingu í gær og hækkaði sig um tæplega 0.500 stig milli daga. Framkvæmdi hún meðal annars nýja afstökkið sitt, tvöfalt heljarstökk með beinum líkama. 12.266 stig var niðurstaða dagsins sem tryggði henni titilinn. „Ég bætti mig frá því í gær og ég er mjög sátt með það, ég er líka mjög ánægð með að hafa keppt með nýtt afstökk og ég held að það hafi landað þessum sigri,“ sagði Thelma Aðalsteinsdóttir, í viðtali á heimasíðu fimleikasambandsins. Valgarð Reinhardsson og Dagur Kári Ólafsson nældu sér einnig í verðlaun í gær, báðir á tvíslánni, sem var svo sannarlega besta grein Íslendinga á mótinu. Valgarð fékk 13.700 stig, sem er hans allra besti árangur á tvíslá hingað til. Valgarð nældi sér í silfur og stutt á eftir honum var Dagur Kári með 13.450 stig en hann nældi sér með því í bronsið. Fimleikasambandið átti átta keppendur í 13 úrslitum. Mistök í nokkrum úrslitaseríum settu stórt strik í reikninginn. Hildur Maja Guðmundsdóttir var aðeins 0.034 stigum frá bronsi á gólfi. Margrét Lea Kristinsdóttir hafnaði í sjöunda sæti á slánni, en fall setti stórt strik í reikninginn á annars stórglæsilegri sláaræfingu. Lilja Katrín Gunnarsdóttir var að taka þátt í sínu fyrsta A landsliðsverkefni og var hún aðeins 0.033 frá bronsinu á stökki, en hún framkvæmdi tvö mjög erfið stökk. Ágúst Ingi Davíðsson endaði í fimmta sæti á gólfinu með 12.750 stig og í áttunda sæti á hringjunum eftir súrt fall með 11.900 stig. Martin Bjarni Guðmundsson framkvæmdi tvö flott stökk og hafnaði hann í fjórða sæti með 13.700 stig. Martin endaði í sjötta sæti á gólfinu með 11.550 stig og í sjötta sæti á svifránni með 11.700 stig. Valgarð Reinhardsson sótti sér silfur á tvíslánni, eins og fyrr sagði, en endaði hann í sjötta sæti á stökkinu með 13.425 stig og fjórða sæti á svifránni með 12.750 stig.
Fimleikar Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sjá meira