Lífið

„Með gæsa­húð og tár í hvert einasta skipti sem ég horfi á æfingar“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Birgitta Haukdal er komin með Láru og Ljónsa á stóra sviðið í Þjóðleikhúsinu.
Birgitta Haukdal er komin með Láru og Ljónsa á stóra sviðið í Þjóðleikhúsinu.

„Ég er ótrúlega peppuð fyrir þessari seríu. Í fyrra var ég mjög stressuð fyrir fyrsta þætti en núna er ég rólegri. Í fyrri vissi maður ekkert hvað maður væri að fara út í,“ segir Birgitta Haukdal um nýju þáttaröðina af Idol sem hóf göngu sína á Stöð 2 á föstudagskvöldið.

Sindri Sindrason hitti Birgittu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær.

„Ég er að vona að þeir sem þorðu ekki í fyrra séu að fara mæta núna. Ég hefði sjálf aldrei þorað að taka þátt. Þess vegna dáist ég svo af þeim sem hafa komið, þvílíkar hetjur.“

Birgitta er eins og margir vita rithöfundur og hefur gefið út yfir tuttugu barnabækur um ævintýri Láru og Ljónsa. Nú er verkið um þau tvö komið á stóra sviðið í Þjóðleikhúsinu.

„Þau eru búin að vera í tvö ár á litla sviðinu. Núna var ákveðið að hleypa þeim á stóra sviðið því það seldist upp fyrir löngu síðan á hinar sýningarnar. Þetta er svo óraunverulegt að sitja út í sal og horfa á, það sem mér finnst vera börnin mín, og ég er með gæsahúð og tár í hvert einasta skipti sem ég horfi á æfingar,“ segir Birgitta en hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins. 

Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð það í heild sinni á veitum Stöðvar 2.

Klippa: Með gæsahúð og tár þegar ég horfi á æfingar





Fleiri fréttir

Sjá meira


×