Svona leit Reykjavík út á fimmta áratugnum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 3. desember 2023 08:01 Lækjargata 2-14. Hér má sjá Nýja Bíó, Verslun Ingibjargar Johnsen, söluskrifstofu Loftleiða og söluskrifstofu Flugfélags Íslands. Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Á fimmta áratug síðustu aldar gekk Reykjavík í gegnum mikið uppbyggingarskeið. Fólk í atvinnuleit streymdi í bæinn, íbúum fjölgaði jafnt og þétt og yfirvöld voru undir miklum þrýstingi þegar kom að húsnæðismálum. Allt fram að seinni heimstyrjöld byggðist Reykjavík sem samfelld og heislteypt borg með þungamiðju í gömul Kvosinni og árið 1943 var farið að leggja drög að skipulagi Norðurmýrar, fyrsta bæjarhverfisins utan Hringbrautar. Á árum seinni heimstyrjaldar sköpuðust nýjar aðstæður sem áttu eftir að reyndast afdrifaríkar fyrir þróun borgarinnar. Bygging flugvallar í Vatnsmýrinni kom í veg fyrir áframhaldandi vöxt byggðar til suðurs í átt að Skerjafirði. Herskálahverfi, sem reist voru við jaðra bæjarins stóðu víða í vegi fyrir nýrri byggð. Byggð tók að myndast fjarri miðbænum; fyrsta skipulagða úthverfið í Reykjavík reis í austanverðu Kleppsholti um og eftir 1942, við Langholtsveg, Efstasund og aðliggjandi götur. Nokkrum árum síðar hófst síðan uppbygging í elsta hluta Vogahverfis og um sama leyti byggðist Teigahverfið, á milli Sigrúns og Sundlaugarvegar. Reykjavík var smám saman að breytast úr bæ í borg. Meðfylgjandi myndir eru í eigu Ljósmyndasafn Reykjavíkur og voru teknar í Reykjavík á árunum 1940 -1949. 31. mars 1948. Ungir blaðsöludrengir á Lækjartorgi selja Morgunblaðið og Þjóðviljann.Hannes Pálsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Lækjarbrekka við Bankastræti.Ólafur K. Magnússon/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um 1940-1945. Hljómskálagarður í Reykjavík. Nokkrir einkennisklæddir sjóliðar sitja við tjörn og drekka af flöskum. Háskóli Íslands og braggahverfi á Háskólasvæðinu í bakgrunni.Valdimar R. Jónsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um 1941. Herskálahverfið Skipton Camp í Skólavörðuholti í Reykjavík. Í fjarska sést Hnitbjörg, listasafn Einars Jónssonar.Skapti Guðjónsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um 1946-1949. Miðbærinn í Reykjavík. Lækjartorg, Útvegsbanki Íslands (Austurstræti 19/Lækjartorg 1), gamli söluturninn, Hótel Hekla (Hafnarstræti 20), Smjörhúsið (Hafnarstræti 22), Siemsenhús (Hafnarstræti 23), Eimskipafélagshúsið (Pósthússtræti 2) og fleira. Söluturninn Áttstrendi á horni Hverfisgötu og Kalkofnsvegar.Nikulás Friðriksson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um 1945. Hermannabraggar á lóðinni þar sem Laugavegur 116 kom síðar. Ofan við braggana er Laugavegur 118b og til vinstri er Laugavegur 105.Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur 1940-1945. Mannlíf og umferð í Austurstræti í Reykjavík. Til hægri eru sjóliðar að skoða fréttir í glugga. Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um 1940-1955. Bergstaðastræti í Reykjavík. Sendill á reiðhjóli fyrir utan verslun KRON, Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis. Valdimar R. Jónsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um 1947-1948, Hlemmur í Reykjavík. Egill Vilhjálmsson hf, Rauðarárstígur 6 og Laugavegur 118 b og Laugavegur 116. Til hægri er Laugavegur 105. Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Hér má sjá horn Kirkjustrætis, Aðalstrætis og Túngötu. Aðalstræti 18, Dillon húsið Suðurgata 2. Ólafur K. Magnússon/Ljósmyndasafn Reykjavíkur 1944. Hringbrautarróló í Reykjavík. Börn að leik í leiktækjum, rólur og vegasalt. Fjölbýlishús í bakgrunni, Ásvallagata 37, Ásvallagata 35 og Brávallagata 50. Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um 1944-1949. Barnaheimilið Suðurborg í Reykjavík. Eiríksgata 37. Börn að leik á lóðinni um vetur. Suðurborg tók til starfa í nóvember 1943 og starfaði til 1953. Eiríksgata 37 er hornhús samfast við Hringbraut 78 sem árið 1948 varð Þorfinnsgata 16.Sigurhans Vignir/ósmyndasafn Reykjavíkur Um 1935-1945. Smiðjustígur í Reykjavík. Til vinstri eru gömul timburhús, Hverfisgata 5 a og Hverfisgata 5 b. Við enda götunnar, fyrir miðju, er Lindargata 13 (áður Lindargata 1). Eggert P. Briem/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um 1940-1950. Lækjargata, Lækjartorg, Hafnarstræti í Reykjavík um vetur. Magnús Daníelsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um Ljósmyndasafnið Ljósmyndasafn Reykjavíkur er miðstöð ljósmynda þar sem fortíðin og nútíminn mætast. Markmið safnsins er að varðveita, safna og sýna bæði sögulega og samtímaljósmyndun í listrænu, félags- og menningarlegu samhengi. Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur eru nú varðveittar um 6,5 milljónir ljósmynda af ýmsum stærðum og gerðum. Elstu myndirnar eru frá því um 1860 og þær yngstu frá 2020. Ljósmyndasafn Reykjavíkur setur upp á annan tug sýninga ár hvert. Markmiðið er að kynna íslenska ljósmyndara og koma á framfæri, sýna verk úr safneign sem og að sýna verk erlendra ljósmyndara. Reykjavík Einu sinni var... Ljósmyndun Tengdar fréttir Mannlífið í Reykjavík á níunda áratugnum: Þekkir þú fólkið á myndunum? Þröstur Ingólfur Víðisson frá Stöðvarfirði er áhugamaður um ljósmyndun. Hann eignaðist sína fyrstu alvöru myndavél um 1980 og hefur verið að taka myndir síðan. Mestan áhuga hefur hann á svart/hvítum mannlífsmyndum og götuljósmyndun, en hefur einnig tekið nokkuð af landslagsmyndum í lit síðustu árin. 21. maí 2023 09:01 Svona var lífið hjá setuliðinu í Keflavík árið 1955 Fyrir nokkrum árum rakst Einar Óskar Sigurðsson fyrir tilviljun á ljósmyndasafn til sölu á Ebay. Hluti myndanna reyndust vera frá Íslandi á árunum eftir seinna stríð og voru teknar af óþekktum bandarískum manni sem gegndi herþjónustu hér á landi á sjötta áratugnum. 26. nóvember 2023 13:20 Þegar Þórscafé var heitasti skemmtistaðurinn í Reykjavík Veitinga- og skemmtistaðurinn Þórscafé er á meðal langlífustu og vinsælustu skemmtistaða sem hér hafa starfað en saga hans spannaði ríflega hálfa öld. Á tímabili var Þórscafé eini staðurinn í Reykjavík þar sem lifandi tónlist var leikin að staðaldri og flestir af þekktustu tónlistarmönnum og hljómsveitum þjóðarinnar komu þar fram. 8. október 2023 09:00 Einstakar ljósmyndir sýna stemninguna um borð í Gullfossi Farþegaskipið Gullfoss var í siglingum á árunum 1950 – 1973 og sigldi á milli Íslands, Danmerkur og Skotlands. Á þessum tíma voru ferðirnar sveipar miklum ævintýraljóma. 16. júlí 2023 08:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Sjá meira
Allt fram að seinni heimstyrjöld byggðist Reykjavík sem samfelld og heislteypt borg með þungamiðju í gömul Kvosinni og árið 1943 var farið að leggja drög að skipulagi Norðurmýrar, fyrsta bæjarhverfisins utan Hringbrautar. Á árum seinni heimstyrjaldar sköpuðust nýjar aðstæður sem áttu eftir að reyndast afdrifaríkar fyrir þróun borgarinnar. Bygging flugvallar í Vatnsmýrinni kom í veg fyrir áframhaldandi vöxt byggðar til suðurs í átt að Skerjafirði. Herskálahverfi, sem reist voru við jaðra bæjarins stóðu víða í vegi fyrir nýrri byggð. Byggð tók að myndast fjarri miðbænum; fyrsta skipulagða úthverfið í Reykjavík reis í austanverðu Kleppsholti um og eftir 1942, við Langholtsveg, Efstasund og aðliggjandi götur. Nokkrum árum síðar hófst síðan uppbygging í elsta hluta Vogahverfis og um sama leyti byggðist Teigahverfið, á milli Sigrúns og Sundlaugarvegar. Reykjavík var smám saman að breytast úr bæ í borg. Meðfylgjandi myndir eru í eigu Ljósmyndasafn Reykjavíkur og voru teknar í Reykjavík á árunum 1940 -1949. 31. mars 1948. Ungir blaðsöludrengir á Lækjartorgi selja Morgunblaðið og Þjóðviljann.Hannes Pálsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Lækjarbrekka við Bankastræti.Ólafur K. Magnússon/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um 1940-1945. Hljómskálagarður í Reykjavík. Nokkrir einkennisklæddir sjóliðar sitja við tjörn og drekka af flöskum. Háskóli Íslands og braggahverfi á Háskólasvæðinu í bakgrunni.Valdimar R. Jónsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um 1941. Herskálahverfið Skipton Camp í Skólavörðuholti í Reykjavík. Í fjarska sést Hnitbjörg, listasafn Einars Jónssonar.Skapti Guðjónsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um 1946-1949. Miðbærinn í Reykjavík. Lækjartorg, Útvegsbanki Íslands (Austurstræti 19/Lækjartorg 1), gamli söluturninn, Hótel Hekla (Hafnarstræti 20), Smjörhúsið (Hafnarstræti 22), Siemsenhús (Hafnarstræti 23), Eimskipafélagshúsið (Pósthússtræti 2) og fleira. Söluturninn Áttstrendi á horni Hverfisgötu og Kalkofnsvegar.Nikulás Friðriksson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um 1945. Hermannabraggar á lóðinni þar sem Laugavegur 116 kom síðar. Ofan við braggana er Laugavegur 118b og til vinstri er Laugavegur 105.Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur 1940-1945. Mannlíf og umferð í Austurstræti í Reykjavík. Til hægri eru sjóliðar að skoða fréttir í glugga. Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um 1940-1955. Bergstaðastræti í Reykjavík. Sendill á reiðhjóli fyrir utan verslun KRON, Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis. Valdimar R. Jónsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um 1947-1948, Hlemmur í Reykjavík. Egill Vilhjálmsson hf, Rauðarárstígur 6 og Laugavegur 118 b og Laugavegur 116. Til hægri er Laugavegur 105. Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Hér má sjá horn Kirkjustrætis, Aðalstrætis og Túngötu. Aðalstræti 18, Dillon húsið Suðurgata 2. Ólafur K. Magnússon/Ljósmyndasafn Reykjavíkur 1944. Hringbrautarróló í Reykjavík. Börn að leik í leiktækjum, rólur og vegasalt. Fjölbýlishús í bakgrunni, Ásvallagata 37, Ásvallagata 35 og Brávallagata 50. Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um 1944-1949. Barnaheimilið Suðurborg í Reykjavík. Eiríksgata 37. Börn að leik á lóðinni um vetur. Suðurborg tók til starfa í nóvember 1943 og starfaði til 1953. Eiríksgata 37 er hornhús samfast við Hringbraut 78 sem árið 1948 varð Þorfinnsgata 16.Sigurhans Vignir/ósmyndasafn Reykjavíkur Um 1935-1945. Smiðjustígur í Reykjavík. Til vinstri eru gömul timburhús, Hverfisgata 5 a og Hverfisgata 5 b. Við enda götunnar, fyrir miðju, er Lindargata 13 (áður Lindargata 1). Eggert P. Briem/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um 1940-1950. Lækjargata, Lækjartorg, Hafnarstræti í Reykjavík um vetur. Magnús Daníelsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um Ljósmyndasafnið Ljósmyndasafn Reykjavíkur er miðstöð ljósmynda þar sem fortíðin og nútíminn mætast. Markmið safnsins er að varðveita, safna og sýna bæði sögulega og samtímaljósmyndun í listrænu, félags- og menningarlegu samhengi. Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur eru nú varðveittar um 6,5 milljónir ljósmynda af ýmsum stærðum og gerðum. Elstu myndirnar eru frá því um 1860 og þær yngstu frá 2020. Ljósmyndasafn Reykjavíkur setur upp á annan tug sýninga ár hvert. Markmiðið er að kynna íslenska ljósmyndara og koma á framfæri, sýna verk úr safneign sem og að sýna verk erlendra ljósmyndara.
Reykjavík Einu sinni var... Ljósmyndun Tengdar fréttir Mannlífið í Reykjavík á níunda áratugnum: Þekkir þú fólkið á myndunum? Þröstur Ingólfur Víðisson frá Stöðvarfirði er áhugamaður um ljósmyndun. Hann eignaðist sína fyrstu alvöru myndavél um 1980 og hefur verið að taka myndir síðan. Mestan áhuga hefur hann á svart/hvítum mannlífsmyndum og götuljósmyndun, en hefur einnig tekið nokkuð af landslagsmyndum í lit síðustu árin. 21. maí 2023 09:01 Svona var lífið hjá setuliðinu í Keflavík árið 1955 Fyrir nokkrum árum rakst Einar Óskar Sigurðsson fyrir tilviljun á ljósmyndasafn til sölu á Ebay. Hluti myndanna reyndust vera frá Íslandi á árunum eftir seinna stríð og voru teknar af óþekktum bandarískum manni sem gegndi herþjónustu hér á landi á sjötta áratugnum. 26. nóvember 2023 13:20 Þegar Þórscafé var heitasti skemmtistaðurinn í Reykjavík Veitinga- og skemmtistaðurinn Þórscafé er á meðal langlífustu og vinsælustu skemmtistaða sem hér hafa starfað en saga hans spannaði ríflega hálfa öld. Á tímabili var Þórscafé eini staðurinn í Reykjavík þar sem lifandi tónlist var leikin að staðaldri og flestir af þekktustu tónlistarmönnum og hljómsveitum þjóðarinnar komu þar fram. 8. október 2023 09:00 Einstakar ljósmyndir sýna stemninguna um borð í Gullfossi Farþegaskipið Gullfoss var í siglingum á árunum 1950 – 1973 og sigldi á milli Íslands, Danmerkur og Skotlands. Á þessum tíma voru ferðirnar sveipar miklum ævintýraljóma. 16. júlí 2023 08:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Sjá meira
Mannlífið í Reykjavík á níunda áratugnum: Þekkir þú fólkið á myndunum? Þröstur Ingólfur Víðisson frá Stöðvarfirði er áhugamaður um ljósmyndun. Hann eignaðist sína fyrstu alvöru myndavél um 1980 og hefur verið að taka myndir síðan. Mestan áhuga hefur hann á svart/hvítum mannlífsmyndum og götuljósmyndun, en hefur einnig tekið nokkuð af landslagsmyndum í lit síðustu árin. 21. maí 2023 09:01
Svona var lífið hjá setuliðinu í Keflavík árið 1955 Fyrir nokkrum árum rakst Einar Óskar Sigurðsson fyrir tilviljun á ljósmyndasafn til sölu á Ebay. Hluti myndanna reyndust vera frá Íslandi á árunum eftir seinna stríð og voru teknar af óþekktum bandarískum manni sem gegndi herþjónustu hér á landi á sjötta áratugnum. 26. nóvember 2023 13:20
Þegar Þórscafé var heitasti skemmtistaðurinn í Reykjavík Veitinga- og skemmtistaðurinn Þórscafé er á meðal langlífustu og vinsælustu skemmtistaða sem hér hafa starfað en saga hans spannaði ríflega hálfa öld. Á tímabili var Þórscafé eini staðurinn í Reykjavík þar sem lifandi tónlist var leikin að staðaldri og flestir af þekktustu tónlistarmönnum og hljómsveitum þjóðarinnar komu þar fram. 8. október 2023 09:00
Einstakar ljósmyndir sýna stemninguna um borð í Gullfossi Farþegaskipið Gullfoss var í siglingum á árunum 1950 – 1973 og sigldi á milli Íslands, Danmerkur og Skotlands. Á þessum tíma voru ferðirnar sveipar miklum ævintýraljóma. 16. júlí 2023 08:00