Halda spilunum þétt að sér | Stjarna Slóvena tæp Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2023 15:50 Ana Gros er á meðal betri leikmanna heims. Hún hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. EPA-EFE/FILIP SINGER Slóvenía er fyrsti andstæðingur Íslands á komandi heimsmeistaramóti í handbolta. Meiðsli hafa herjað á útilínu liðsins sem er þó ljóst að er afar sterkur andstæðingur. Stjarna liðsins hefur glímt við meiðsli síðustu vikur. Slóvenía hefur verið fastagestur á stórmótum undanfarin ár og lenti liðið í áttunda sæti á EM á heimavelli í fyrra. Erfitt er að rýna í slóvenska liðið, einnig fyrir starfsteymi Íslands hvað leikgreiningu varðar, þar sem forráðamenn liðsins ákváðu að spila enga æfingaleiki í aðdraganda móts. Meiðsli herja á útilínu liðsins og er útlit fyrir að Svartfellingurinn Dragan Adzic, þjálfari liðsins, hafi viljað nýta allan þann tíma sem hann hefur til að drilla liðið á æfingum frekar en að spila leiki. Leikstjórnandinn Elizabeth Omoregie er gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður, sem leikur með CSM Búkarest í Rúmeníu, en ljóst er að hún missir af HM vegna meiðsla. Sömu sögu er að segja af öðrum leikstjórnanda liðsins, Ninu Zulic, sem hefur skorað yfir 120 landsliðsmörk. Hún er einnig er meidd líkt og Nusa Fegic, þriðji meiddi miðjumaður slóvenska liðsins. Nina Spreitzer, leikmaður Krim í heimalandinu, er raunar eini hreinræktaði leikstjórnandinn í 20 kvenna leikmannahópi Slóveníu. Sú hefur verið rulluspilari og verið á eftir áðurnefndum konum í goggunarröðinni og fær tækifæri til að sýna sig og sanna á komandi móti. Sú hefur leikið 54 landsleiki og skorað í þeim 28 mörk. Ana Gros er langstærsta stjarna slóvenska liðsins. Hægri skyttan hefur skorað yfir 700 mörk fyrir landsliðið í 140 landsleikjum og hefur unnið deildartitla víða um Evrópu og sankað að sér markatitlum í Frakklandi, til að mynda. Sú er tæp fyrir fyrsta leik vegna meiðsla í læri. Samkvæmt slóvenskum fjölmiðlum hefur hún ekki æft með liðinu heldur fylgt eigin endurhæfingaráætlun og segir á vef slóvenska handboltasambandsins að hún hafi farið víða um Evrópu að hitta sérfræðinga til að fá bót meina sinna fyrir mótið stóra sem fram undan er. Aðspurður um skyttuna sterku í dag sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson: „Það er kannski gert meira úr þessu en efni standa til. Ég geri ráð fyrir henni í þessum leik, alveg pottþétt,“ „Hún er hugsanlega ekki hundrað prósent en Ana Gros áttatíu prósent er bara frábær leikmaður og ég á von á henni á vellinum á morgun.“ Burtséð frá því er ljóst að verkefnið er strembið gegn sterku slóvensku liði sem óljóst er hvernig mun stilla upp gegn Íslandi á morgun. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 17:00 á morgun og verður gerð góð skil á Vísi. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira
Slóvenía hefur verið fastagestur á stórmótum undanfarin ár og lenti liðið í áttunda sæti á EM á heimavelli í fyrra. Erfitt er að rýna í slóvenska liðið, einnig fyrir starfsteymi Íslands hvað leikgreiningu varðar, þar sem forráðamenn liðsins ákváðu að spila enga æfingaleiki í aðdraganda móts. Meiðsli herja á útilínu liðsins og er útlit fyrir að Svartfellingurinn Dragan Adzic, þjálfari liðsins, hafi viljað nýta allan þann tíma sem hann hefur til að drilla liðið á æfingum frekar en að spila leiki. Leikstjórnandinn Elizabeth Omoregie er gríðarlega hæfileikaríkur leikmaður, sem leikur með CSM Búkarest í Rúmeníu, en ljóst er að hún missir af HM vegna meiðsla. Sömu sögu er að segja af öðrum leikstjórnanda liðsins, Ninu Zulic, sem hefur skorað yfir 120 landsliðsmörk. Hún er einnig er meidd líkt og Nusa Fegic, þriðji meiddi miðjumaður slóvenska liðsins. Nina Spreitzer, leikmaður Krim í heimalandinu, er raunar eini hreinræktaði leikstjórnandinn í 20 kvenna leikmannahópi Slóveníu. Sú hefur verið rulluspilari og verið á eftir áðurnefndum konum í goggunarröðinni og fær tækifæri til að sýna sig og sanna á komandi móti. Sú hefur leikið 54 landsleiki og skorað í þeim 28 mörk. Ana Gros er langstærsta stjarna slóvenska liðsins. Hægri skyttan hefur skorað yfir 700 mörk fyrir landsliðið í 140 landsleikjum og hefur unnið deildartitla víða um Evrópu og sankað að sér markatitlum í Frakklandi, til að mynda. Sú er tæp fyrir fyrsta leik vegna meiðsla í læri. Samkvæmt slóvenskum fjölmiðlum hefur hún ekki æft með liðinu heldur fylgt eigin endurhæfingaráætlun og segir á vef slóvenska handboltasambandsins að hún hafi farið víða um Evrópu að hitta sérfræðinga til að fá bót meina sinna fyrir mótið stóra sem fram undan er. Aðspurður um skyttuna sterku í dag sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson: „Það er kannski gert meira úr þessu en efni standa til. Ég geri ráð fyrir henni í þessum leik, alveg pottþétt,“ „Hún er hugsanlega ekki hundrað prósent en Ana Gros áttatíu prósent er bara frábær leikmaður og ég á von á henni á vellinum á morgun.“ Burtséð frá því er ljóst að verkefnið er strembið gegn sterku slóvensku liði sem óljóst er hvernig mun stilla upp gegn Íslandi á morgun. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 17:00 á morgun og verður gerð góð skil á Vísi.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Fleiri fréttir „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Sjá meira