Fjallagarpur í fremstu röð á köldum klaka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2023 12:30 Garrett Madison og Tómas Guðbjartsson virka dvergvaxnir í stóru íshellunum í Kötlujökli. RAX Bandaríski fjallagarpurinn og leiðsögumaðurinn Garrett Madison kíkti í kaffi til forseta Íslands og í skoðunarferð um íshellana í Kötlujökli í ferð sinni hingað til lands. Hann er á ferð og flugi með hjartalækninum Tómasi Guðbjartssyni. Madison kom hingað til lands til að halda fyrirlestur á vegum Ferðaféalgs Íslands í Háskólabíó á mánudagskvöldið. Óhætt er að segja að Madison hafi frá nægu að segja enda hefur hann þrettán sinnum toppað Mount Everest, hæsta fjall heimsins, auk þess að eiga fleiri afrek á ferilskránni. Stærðin á íshellunum er rosaleg.RAX Madison sem er 44 ára náði mögnuðu afreki í Himalayjafjöllunum í vor. Þá toppaði hann þrjá af hæstu fjallstindunum á þremur vikum í Himalayjafjöllunum. Hann kleif Nuptse (7855 metrar) í maí en aðeins 22 höfðu toppað fjallið á þeim tíma. View this post on Instagram A post shared by Garrett Madison (@garrettmadison1) Hann toppaði Everest (8849 metrar) í þrettánda skiptið rúmum tveimur vikum síðar og svo Lhotse (8516 metrar). Hann naut aðstoðar þriggja sherpa við afrek sitt. Tíu ár voru liðin síðan einhver afrekaði að toppa tindana þrjá á sama göngutímabilinu eins og Guardian fjallaði um. Madison settist niður með Guðna Th. Jóhannessyni á skrifstofu forseta Íslands á mánudaginn og lét vel af því spjalli. Hann nefndi að forsetinn væri útivistarmaður og göngugarpur. View this post on Instagram A post shared by Garrett Madison (@garrettmadison1) Þá skoðaði hann íshellana í Kötlujökli í gær eins og sjá má á myndunum. Madison heldur úti fyrirtækinu Madison Mountaineering sem býður upp á ferðir á hæstu tinda heimsins, bæði í Asíu en einnig í Suður-Ameríku og Suðurskautslandinu. Hann hefur leitt yfir áttatíu fjallagarpa á tind Everest frá 2009. Tómas Guðbjartsson var einmitt með Madison í för þegar hann toppaði hæsta fjall Suður-Ameríku í febrúar. Tómas stóð að heimsókn Madison hingað til lands. Að neðan má sjá myndir sem RAX tók í íshellunum við Kötlujökul í gær. Garrett Madison.Garrett Madison og Tómas Guðbjartsson virka dvergvaxnir í stóru íshellunum í Kötlujökli.vísir/RAXRAXStærðin á íshellunum er rosaleg.RAX Fjallamennska Tengdar fréttir Fór beint af hæsta fjalli utan Himalaja á skurðstofuna Gamall draumur rættist hjá Tómasi Guðbjartssyni skurðlækni þegar hann kleif tind Aconcagua í Argentínu, hæsta fjalls utan Himalajafjalla. Hann var sleginn þegar hluti af háþjálfuðum hópnum þurfti að snúa við vegna háfjallaveiki. 7. febrúar 2023 12:30 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Sjá meira
Madison kom hingað til lands til að halda fyrirlestur á vegum Ferðaféalgs Íslands í Háskólabíó á mánudagskvöldið. Óhætt er að segja að Madison hafi frá nægu að segja enda hefur hann þrettán sinnum toppað Mount Everest, hæsta fjall heimsins, auk þess að eiga fleiri afrek á ferilskránni. Stærðin á íshellunum er rosaleg.RAX Madison sem er 44 ára náði mögnuðu afreki í Himalayjafjöllunum í vor. Þá toppaði hann þrjá af hæstu fjallstindunum á þremur vikum í Himalayjafjöllunum. Hann kleif Nuptse (7855 metrar) í maí en aðeins 22 höfðu toppað fjallið á þeim tíma. View this post on Instagram A post shared by Garrett Madison (@garrettmadison1) Hann toppaði Everest (8849 metrar) í þrettánda skiptið rúmum tveimur vikum síðar og svo Lhotse (8516 metrar). Hann naut aðstoðar þriggja sherpa við afrek sitt. Tíu ár voru liðin síðan einhver afrekaði að toppa tindana þrjá á sama göngutímabilinu eins og Guardian fjallaði um. Madison settist niður með Guðna Th. Jóhannessyni á skrifstofu forseta Íslands á mánudaginn og lét vel af því spjalli. Hann nefndi að forsetinn væri útivistarmaður og göngugarpur. View this post on Instagram A post shared by Garrett Madison (@garrettmadison1) Þá skoðaði hann íshellana í Kötlujökli í gær eins og sjá má á myndunum. Madison heldur úti fyrirtækinu Madison Mountaineering sem býður upp á ferðir á hæstu tinda heimsins, bæði í Asíu en einnig í Suður-Ameríku og Suðurskautslandinu. Hann hefur leitt yfir áttatíu fjallagarpa á tind Everest frá 2009. Tómas Guðbjartsson var einmitt með Madison í för þegar hann toppaði hæsta fjall Suður-Ameríku í febrúar. Tómas stóð að heimsókn Madison hingað til lands. Að neðan má sjá myndir sem RAX tók í íshellunum við Kötlujökul í gær. Garrett Madison.Garrett Madison og Tómas Guðbjartsson virka dvergvaxnir í stóru íshellunum í Kötlujökli.vísir/RAXRAXStærðin á íshellunum er rosaleg.RAX
Fjallamennska Tengdar fréttir Fór beint af hæsta fjalli utan Himalaja á skurðstofuna Gamall draumur rættist hjá Tómasi Guðbjartssyni skurðlækni þegar hann kleif tind Aconcagua í Argentínu, hæsta fjalls utan Himalajafjalla. Hann var sleginn þegar hluti af háþjálfuðum hópnum þurfti að snúa við vegna háfjallaveiki. 7. febrúar 2023 12:30 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Sjá meira
Fór beint af hæsta fjalli utan Himalaja á skurðstofuna Gamall draumur rættist hjá Tómasi Guðbjartssyni skurðlækni þegar hann kleif tind Aconcagua í Argentínu, hæsta fjalls utan Himalajafjalla. Hann var sleginn þegar hluti af háþjálfuðum hópnum þurfti að snúa við vegna háfjallaveiki. 7. febrúar 2023 12:30