Stöð 2 Sport
Klukkan 19.00 hefst stórleikur í Garðabæ þegar Stjarnan og Álftanes mætast í Subway-deild karla í körfubolta.
Klukkan 21.20 er Körfuboltakvöld á dagskrá en þar verður farið yfir síðustu umferð Subway-deildar karla.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 19.35 er leikur Monza og Juventus í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á dagskrá.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 19.35 er komið að leik York og Wigan Atletic í þeirri elstu og virtustu, ensku bikarkeppninni í knattspyrnu.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 21 er Úrvalsdeildin í pílukasti á dagskrá þar sem úrslitin ráðast en aðeins fjórir keppendur standa eftir.
Vodafone Sport
Klukkan 18.55 hefst útsending frá Flensburg þar sem heimamenn taka á móti Íslendingaliði Melsungen í þýsku úrvalsdeild karla í handbolta.
Klukkan 00.05 er leikur New Jersey Devils og San Jose Sharks í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.