Sjötti og seinasti þátturinn fer í loftið í dag. En þættirnir koma inn vikulega á Vísir.is og á Stöð2+.
Þáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan:
Dóttir Þórunnar er á fjórða aldursári og er því kominn tími á að uppfæra herbergið.
Í herberginu var rúm og hilla ásamt ósamsettum fataskáp sem Soffía ákvað að halda og poppaði upp á skemmtilegan máta.



Soffía bætti við viðarfótum undir hilluna og festi kaup á fallegum bastkörfum. Herbergið var málað fyrir í fallegum ljósum lit.


Á vegginn fyrir ofan hilluna var komið fyrir vegglímmiðum og bogadreginni vegghillu sem gerir rýmið ævintýrlega fallegt og hlýlegt.
„Ég þreytist ekki á að gera barnaherbergi, enda eru þetta rými sem maður getur leikið sér hvað mest með og gleymt sér í að útbúa ævintýraheim fyrir litlu manneskjuna sem þarna á að búa. Það er því svo sniðugt að nota vegglímmiða til þess að búa til smá galdra á einfaldan máta, og án mikillar fyrirhafnar. Þannig er hægt að breyta svo mikið og svo er einfalt að taka þá af, án þess að skemma nokkuð málninguna eða slíkt, “segir Soffía Dögg.



