Joao Felix tryggði sigurinn gegn gömlum liðsfélögum 3. desember 2023 22:00 Joao Felix skoraði eina mark leiksins í sigri Barcelona á Atletico Madrid. Vísir/Getty Barcelona sótti dýrmæt þrjú stig úr viðureign sinni gegn Atletico Madrid. Joao Felix skoraði eina mark leiksins gegn sínum gömlu félögum. Atletico Madrid átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleiknum, liðið braut sífellt af sér og endaði hálfleikinn með jafnmörg skot og gul spjöld, þrjú af hverju. Joao Felix opnaði markareikninginn gegn sínum gömlu félögum á 28. mínútu, eftir stungusendingu Raphinha lenti Felix í kapphlaupi um boltann, varð fyrri til og vippaði honum skemmtilega yfir markmanninn sem kom engum vörnum við. Eins marks forysta þegar flautað var til hlés og Börsungar héldu áfram að ógna í seinni hálfleiknum en komu boltanum ekki í netið. Madrídarmenn gerðu góða atlögu til að jafna leikinn undir lokin og þjörmuðu að Börsungum sem brutu af sér í gríð og erg. Þrír leikmenn Barcelona litu gult spjald á síðasta korterinu en það skilaði sér í hreinu marki og sigri. Liðin hafa dregist aðeins aftur úr toppliðunum tveimur, Real Madrid og Girona, sem sitja jöfn í efstu sætunum með 38 stig. Sigurinn í kvöld sendir Barcelona þó upp í 3. sætið með 34 stig. Atletico Madrid er þremur stigum á eftir þeim en eru með betri markatölu og eiga leik til góða. Spænski boltinn
Barcelona sótti dýrmæt þrjú stig úr viðureign sinni gegn Atletico Madrid. Joao Felix skoraði eina mark leiksins gegn sínum gömlu félögum. Atletico Madrid átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleiknum, liðið braut sífellt af sér og endaði hálfleikinn með jafnmörg skot og gul spjöld, þrjú af hverju. Joao Felix opnaði markareikninginn gegn sínum gömlu félögum á 28. mínútu, eftir stungusendingu Raphinha lenti Felix í kapphlaupi um boltann, varð fyrri til og vippaði honum skemmtilega yfir markmanninn sem kom engum vörnum við. Eins marks forysta þegar flautað var til hlés og Börsungar héldu áfram að ógna í seinni hálfleiknum en komu boltanum ekki í netið. Madrídarmenn gerðu góða atlögu til að jafna leikinn undir lokin og þjörmuðu að Börsungum sem brutu af sér í gríð og erg. Þrír leikmenn Barcelona litu gult spjald á síðasta korterinu en það skilaði sér í hreinu marki og sigri. Liðin hafa dregist aðeins aftur úr toppliðunum tveimur, Real Madrid og Girona, sem sitja jöfn í efstu sætunum með 38 stig. Sigurinn í kvöld sendir Barcelona þó upp í 3. sætið með 34 stig. Atletico Madrid er þremur stigum á eftir þeim en eru með betri markatölu og eiga leik til góða.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti