Tíu leikmenn Chelsea héldu út gegn Brighton Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. desember 2023 16:11 Enzo Fernandez skoraði tvívegis fyrir Chelsea í dag. Visionhaus/Getty Images Chelsea vann mikilvægan 3-2 sigur er liðið tók á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Enzo Fernandez kom heimamönnum í Chelsea yfir með skallamarki á 17. mínútu leiksins áður en Levi Colwill tvöfaldaði forystu þeirra bláklæddu fjórum mínútum síðar með sínu fyrsta marki fyrir félagið. Facundo Buonanotte minnkaði þó muninn fyrir Brighton á 43. mínútu áður en Conor Gallagher nældi sér í sitt annað gula spjald í liði Chelsea á lokamínútu fyrri hálfleiks og þar með rautt. Heimamenn þurftu því að leika allan seinni hálfleikinn manni færri. Þrátt fyrir liðsmuninn náðu heimamenn að ná tveggja marka forystu á ný þegar Enzo Fernandez skoraði sitt annað mark í leiknum og þriðja mark Chelsea. Enzo skoraði þá af miklu öryggi af vítapunktinum þegar um 25 mínútur voru til leiksloka. Joao Pedro minnkaði muninn fyrir Brighton á ný á annarri mínútu uppbótartíma, en þar við sat og niðurstaðan varð 3-2 sigur Chelsea sem nú situr í tíunda sæti deildarinnar með 19 stig eftir 14 leiki, þremur stigum minna en Brighton sem situr í áttunda sæti. Enski boltinn
Chelsea vann mikilvægan 3-2 sigur er liðið tók á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Enzo Fernandez kom heimamönnum í Chelsea yfir með skallamarki á 17. mínútu leiksins áður en Levi Colwill tvöfaldaði forystu þeirra bláklæddu fjórum mínútum síðar með sínu fyrsta marki fyrir félagið. Facundo Buonanotte minnkaði þó muninn fyrir Brighton á 43. mínútu áður en Conor Gallagher nældi sér í sitt annað gula spjald í liði Chelsea á lokamínútu fyrri hálfleiks og þar með rautt. Heimamenn þurftu því að leika allan seinni hálfleikinn manni færri. Þrátt fyrir liðsmuninn náðu heimamenn að ná tveggja marka forystu á ný þegar Enzo Fernandez skoraði sitt annað mark í leiknum og þriðja mark Chelsea. Enzo skoraði þá af miklu öryggi af vítapunktinum þegar um 25 mínútur voru til leiksloka. Joao Pedro minnkaði muninn fyrir Brighton á ný á annarri mínútu uppbótartíma, en þar við sat og niðurstaðan varð 3-2 sigur Chelsea sem nú situr í tíunda sæti deildarinnar með 19 stig eftir 14 leiki, þremur stigum minna en Brighton sem situr í áttunda sæti.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti