Skömm: „Í guðs bænum láttu ekki sjá hvað þú ert mikill aumingi“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. desember 2023 08:01 Anna Sigurðardóttir stofnandi og eigandi Samkenndar heilsuseturs, er sálfræðingur að mennt en það breytti engu um það að þegar hún lenti í sínum alvarlegustu áföllum, hrundi allt. Skömm er tilfinning sem fylgir flestum áföllum; til dæmis starfsmissi, ástvinamissi, hjónaskilnaði, kulnun, veikindum og svo framvegis. Vísir/Vilhelm Hvernig ert þú í stakk búin/n til að takast á við áföll? Hver er bakgrunnurinn þinn? „Í guðs bænum láttu ekki sjá hvað þú ert mikill aumingi segir skömmin við okkur. Því það er eitt af því erfiða við skömmina: Hún fær okkur til að draga okkur í hlé og fela okkur. Þess vegna er það svo erfitt fyrir fólk að leita til fagaðila akkúrat á meðan það upplifir mikla skömm. Því það er þá sem við viljum láta okkur hverfa ofan í holu og fela okkur fyrir sjálfum okkur og öðrum. Skömmin getur komið í veg fyrir að við þorum að fara upp úr holunni og leita hjálpar,“ segir Anna Sigurðardóttir sálfræðingur og eigandi heilsusetursins Samkenndar. Umræðuefnið er tilfinningin Skömm. Því jafn ótrúlega og það hljómar, er skömm oft fylgifiskur þess þegar fólk lendir í áföllum. Til dæmis heilsumissi, starfsmissi, hjónaskilnaði, sorg og svo framvegis. Skömmin birtist þegar okkur finnst við vera lítillækkuð, niðurlægð eða við göngum á okkar eigin gildi. Oft finnst okkur við vera lítillækkuð í kjölfar áfalla því okkur finnst við hafa átt að vita betur, gert betur en að lenda til dæmis í heilsumissir. Ef ég tek mig sem dæmi get ég nefnt hugsanir eins og: Hvað var þá málið með þessa jákvæðu, hressu, heilsuhraustu, og brosmildu Önnu sem ég var? Hvarf hún bara eða var ég bara að þykjast allan tímann?“ Og Anna bætir við: „Við dæmum okkur harðar sjálf en við myndum nokkurn tíma dæma annað fólk. Skömmin er að því leytinu til oft tilfinning sem endurspeglar hvernig við erum að dæma okkur sjálf.“ Áskorun á Vísi fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, bata, sorg, aldurstengd mál og fleira. Í dag lærum við um það hvaða tilfinningarússibani getur fylgt því að lenda í áföllum og hvers vegna við virðumst vera misvel undir það búin að takast á við áföll. Lífið var dans á rósum hjá Önnu framan af ævinni, sem vann marga meistaratitla í dansi, þolfimi og Fitness, dansaði á sýningum á vinsælum stöðum eins og Broadway, Hollywood, Casablance, Tunglinu og Hótel Íslandi, kom oft fram í þættinum Hemma Gunn, kynntist síðan manninum sínum, lærði sálfræðina, eignaðist fimm börn, einbýlishús og fyrirtæki. Aldrei hefði Önnu grunað það sjálf að hún myndi missa heilsuna. Frá dansi í allsherjar hrun Anna hefur sjálf sagt sögu sína í fjölmiðlum en hún er ein þeirra sem lengst af upplifði lífið sem dans á rósum: Fædd árið 1973, alin upp í Búðardal til tíu ára þegar fjölskyldan flutti í Garðabæ. Stundaði dansinn lengi og sextán ára var hún farin að starfa sem þolfimikennari, tvítug sem einkaþjálfari og þess á milli var hún á flakki víðs vegar um heiminn að keppa í suður-amerískum dönsum, þolfimi og Fitness. Í dansinum náði hún góðum árangri á heimsmælikvarða og á Íslandi hefur hún unnið marga meistaratitlana í dansi, þolfimi og fitness. Anna var ein þeirra sem kom oft fram í þættinum Á tali hjá Hemma Gunn og Anna var líka í ýmsum danshópum sem sýndu á vinsælum stöðum eins og Broadway, Hollywood, Casablanca, Tunglinu og Hótel Íslandi. Já lífið lék við Önnu og árið 2002 kynntist Anna eiginmanni sínum, Elíasi Víðissyni framkvæmdastjóra og eiganda Múr og mál og Stoð pallaleigu. Anna hafði þá nýverið flutt heim frá Svíþjóð þar sem hún starfaði í líkamsrækt í þrjú ár og eitt sumar í Þýskalandi. Hér heima réði hún sig sem framkvæmdastjóra líkamsræktarstöðvar og fljótlega skellti hún sér í sálfræðinám. Fyrstu fimm árin gerðist allt mjög hratt hjá Önnu og Elíasi: Þau eignuðust þrjú börn og byggðu sér hús í Mosfellsbæ. Árið 2010 flutti fjölskyldan til Danmerkur í eitt ár þar sem Anna var í námi í klínískri sálfræði á meðan Elías sá um börn og bú. Lífið lék við hjónin og árið 2013 hóf Anna störf á sálfræðistofu í Skeifunni og nú var von á fjórða barninu. En þá dundi áfallið yfir: Dóttirin fæddist andvana þegar Anna var komin 42 vikur á leið. Þetta var mikið reiðarslag og við tók erfiður tími hjá fölskyldunni sem Anna hefur síðar lært að hún er enn að vinna úr. Í ofanálag veiktist faðir Önnu af MND og lést árið 2015. Tveimur árum síðar greindist móðir hennar með krabbamein. Árið 2017 fer Anna að upplifa ýmis streitueinkenni og minnkar við sig vinnu í tvö ár þar til líkaminn sagði einfaldlega stopp. Þá var Anna farin að eiga erfitt með gang vegna krónískra stoðverkja, minnileysis, lágs áreitaþols og orkuleysi. Árið 2019 fer Anna í veikindaleyfi vegna lífsörmögnunar og áfallastreitu. Árið 2021 taldi Anna sig vera komin nokkuð vel á veg, en hrundi aftur stuttu síðar. „Gott dæmi um það hvað hugurinn getur verið ótengdur líkamanum er að ég stofnaði fyrirtækið mitt Samkennd árið 2021 en kláraði mig á þremur mánuðum því þá var ég komin á heilsuhælið í Hveragerði og algjörlega búin á því, aftur,“ segir Anna og hlær. En öllu gamni fylgir líka alvara og í dag ætlum við að skyggnast betur á bakvið tjöldin, við hverju búast má við þegar fólk lendir í áföllum. Árið 2019 fór Anna í veikindaleyfi eftir röð áfalla frá árinu 2013. Árið 2021 taldi hún sig vera orðna nokkuð góða en hrundi aftur þremur mánuðum eftir að hún fór aftur að vinna. Anna getur ekki leyft sér sömu hlutina og áður, er enn í 50% starfi og þarf að nýta sér öll bjargráðin sem hún kann daglega til að halda sér sem bestri.Vísir/Vilhelm Drullupollar og aurskriða: Hvaða lýsing á við um þig? Anna ræddi ítarlega um heilsumissinn, sorgina og áföllin í hlaðvarpsþættinum Með lífið í lúkunum. „Ég held að hlustunin á þáttinn hafi verið svona mikil vegna þess að margir eru að samsvara sig við þessa skömm sem ég tala um og hvernig við dæmum okkur sjálf sem algjöra aumingja og að við séum valda okkur sjálfum og öðrum vonbrigðum þegar við missum tökin í kjölfar áfalls.“ Anna segir að mikilvægt sé að við minnum okkur á að við fæðumst ekki öll með sömu spil á hendi. Bakgrunnurinn okkar er því ólíkur, sem aftur leiðir til þess að við getum verið misvel í stakk búin til að takast á við áföll. Sérstaklega ef stuðningsnetið okkar er skert og við erum alin upp í óöryggi og ótta. Anna gefur okkur myndlíkingar um þrjá mismunandi vegi til að skýra út algenga bakgrunna fólks: Þessir vegir eru: #1: malarvegur með stórum drullupollum Á þessum malarvegi eru stórir drullupollar út um allt. Til dæmis ef við ímyndum okkur barn sem fæðist inn í umhverfi þar sem mikið er um vanrækslu í æsku, drykkju og óreglu foreldra, alvarleg veikindi foreldra, fátækt, ofbeldi og fleira í þeim dúr. Þroski þessa barns og taugakerfi mótast af umhverfinu og geta þess til tenglsa getur verið þeim erfið, þar sem þau hafa ekki lært heilbrigð samskipti. „Stuðningsnetið í kringum þessi börn sem síðar verða fullorðin er þá oftar en ekki jafn veikt og ástandið sjálft.“ #2: Malarvegur og einstaka drullupollar Næst er það malarvegurinn sem er með einstaka drullupolla hér og þar. Þetta er bakgrunnurinn þar sem fólk elst upp við að sem börn og ungt fólk er ákveðið öryggi í uppvextinum en síðar fara áföllin að dúkka upp hér og þar en ekki ein samfelld áfallasaga. Svo áföllin eru til staðar en þau virðast geta lifað lífinu stundum án þess að upplifanir tengt áföllunum trufli þau þótt þau geri það inn á milli. „Grunnurinn í uppeldinu eru því einstaka áföll og þegar að fólk fullorðnast og lendir í áföllum, býr það að þessum grunni þegar það tekst á við áföllin.“ #3: Malbikaður vegur Næst er það malbikaði og slétti vegurinn. Lífið leikur við fólk sem er með þennan bakgrunn, sem heilt yfir upplifir ekki alvarleg áföll svo telja mætti í æsku eða framan af ævinni. Þar til það kemur aurskriða Sem fellur með öllum sínum þunga á malbikaða veginn. Ég tel mig vera dæmi um manneskju sem var svo lánsöm að alast upp og lifa við malbikaðan veg framan af ævinni. Sem þýðir að dótturmissirinn minn árið 2013 er þessi stóra aurskriða sem fellur á veginn minn og þá af svo miklum þunga að ég er enn að ná mér. Til að setja hlutina í enn betra samhengi segir Anna: „Bakgrunnurinn okkar og stuðningsnetið getur verið afar mismunandi eftir því inn í hvaða fjölskyldu við fæðumst eða í hvernig umhverfi við höfum alist upp í. Fólk sem þekkir malbikið hefur í mun fleiri úrræði að sækja, peningar eru oftast meiri og þess vegna býr þetta fólk að því að hafa haft efni á að sækja þá heilbrigðisþjónustu sem það þarf, lært að sinna mikilvægum grunnþörfum sínum, eins og að hreyfa sig, borða hollt, mennta sig og fleira. Á meðan fólk sem er vant malarveginum með stóru drullupollunum þekkir það betur að peningar séu jafnvel af skornum skammti, stuðningsnetið veikt og úrræði barna í þessum aðstæðum ekki eins mikil og úrræði barna sem alast upp á malbikinu.“ Anna segir að með þetta í huga, sé mikilvægt að muna að saga tveggja einstaklinga getur verið mjög ólík og það hvernig við vinnum úr áföllum hefur lika að segja með hvaðan taugakerfi okkar kemur og reynslu þess. Önnu finnst fólk vannýta hjónabandsráðgjöf en sjálf fóru hún og Elías maðurinn hennar í gegnum mjög erfiða tíma eftir að dóttir þeirra fæddist andvana. Anna segir bakgrunn hjóna oft svo ólíkan og þess vegna sé það algengt að samskiptavandi og erfiðleikar koma upp hjá hjónum í kjölfar áfalla. Anna og Elías hafa sjálf nýtt sér hjónabandsráðgjöf til margra ára. Vondar raddir í huganum Það sem Anna segir síðan þurfa að hafa í huga þegar fólk eldist og til dæmis parar sig saman, er að hjón geta komið frá mjög mismunandi bakgrunni og því algengt að hjón hafi verið alin upp með ólík gildi. „Þessi ólíki bakgrunnur hjóna kemur oft mjög skýrt fram þegar það lendir í áfalli. Þá opinberast hvernig við erum í stakk búin til að takast á við þessi áföll í sameiningu. Í tilfelli okkar hjóna fórum við til dæmis í gegnum mjög erfiðan tíma því bakgrunnurinn okkar Elíasar er mjög ólíkur. Það hvernig við tókumst á við sorgina var eins og svart og hvítt,“ segir Anna en þess má geta að þau hjónin unnu sig meðal annars í gegnum erfiðleikana með aðstoð hjónabandsráðgjafar. „Mér finnst fólk reyndar ekki nýta sér nógu vel hjónabandsráðgjöf. Við Elías höfum alltaf gert það, ekki vegna þess að hjá okkur hafi margt verið svo erfitt heldur er það þannig að ef bakgrunnurinn er mjög ólíkur, geta pör lent í því að samskiptin verða erfiðari því fólk er einfaldlega ekki að tala sama tungumálið. Þótt það meini og vilji það sama.“ Þá segir Anna fólk oft láta glepjast af ásýnd og samanburði. „Samanburðurinn er ekki hjálplegur. Sérstaklega þegar við erum í skömm og okkur líður eins og við séum síðri en aðrir. Þá förum við að bera okkur saman við náungann“ segir Anna og tiltekur nokkur dæmi. Við berum okkur alltaf saman við aðra sem við teljum að hafi það betra en við. Sem þýðir að ef við erum að bera okkur saman við nágrannann sem á flottari eða fleiri bíla en við, erum við ekkert að pæla í hinum nágrannanum neðar í götunni sem á kannski bara einn bíl sem er ef til vill af ódýrara taginu.“ Anna segir að rétt eins og okkur er tamt að bera okkur alltaf saman við aðra ,,uppá við,“ það er manneskjunni eðlislegt að vilja hafa eitthvað til að vinna eða stefna að, er okkur líka tamt að vera næmari á annað fólk en okkur sjálf. „Mjög einfalt dæmi er að rannsóknir sýna að mjög margt heilbrigðisstarfsfólk lendir í kulnun í starfi. Akkúrat hópurinn sem er með sérþekkingu á því hvernig og hvað þarf til að lifa heilsusamlegu lífi. Hvers vegna er allt þetta fólk að lenda í kulnun? Jú, það eru auðvitað margir ytri þættir eins og starfsumhverfið, álag og mannekla. En einnig að við erum ekki eins næm á okkur sjálf og við erum oft varðandi annað fólk,“ segir Anna og bætir við: „Fólk í heilbrigðisstéttinni á því oftast mjög auðvelt með að greina og lesa úr ástandi, einkennum og aðstæðum hjá því fólki sem það sinnir, en á mun erfiðara með að nema og taka eftir sínum eigin einkennum fyrr en svo seint. Við sem sinnum umönnunarstarfi setjum oft þarfir skjólstæðinga okkar fram yfir okkar eigin þarfir og vinnum okkur þannig í þrot. Það sama get ég sagt með sjálfan mig: Ég er menntaður sálfræðingur. Á ég þá ekki bara að kunna þetta? Nei. Satt best að segja kann enginn okkar þetta, sem hefur ekki þjálfað sig í að hlusta á eigin líkama og lært að setja heilsu sína í forgang.“ Og Anna skýrir þetta enn betur út: „Ég er menntaður sálfræðingur. En ég er bara manneskja í grunninn. Þetta er það sem fólk þarf að minna sig á. Við erum ekki starfið okkar né þekkingin sérstaklega þegar við lendum í áföllum eða erfiðri lífsreynslu. Því það sem við gleymum oft er að þegar vanlíðan fer að gera vart við sig, er erfiðara fyrir okkur að sækja í dómgreindina okkar og rökhugsun. Nema við höfum verið svo heppin að hafa lært það á lífsleiðinni að staldra við, hlusta á líkamann og mæta þörfum okkar hverju sinni. Lært að sýna erfiðum tilfinningum virðingu, gefa þeim tíma og hjálplega útrás. Við erum manneskjur fyrst og fremst. Og tökumst á við áföll sem manneskjur. Með þann heila og taugakerfi sem við sitjum uppi með, sem tekur stjórnina af okkur ef hann telur þörf á“ Anna segir of marga falla í þá gryfju að dæma sjálfan sig mjög harkalega út frá því að ,,eiga“ að geta þetta eða hitt. „Of margir lenda í því að hafa verið stjórnendur eða í ábyrgðar mikilli stöðu, jafnvel heilbrigðisfólk, sem lenda í áfalli að þegar allt hrynur, upplifir það mikla skömm. Því það ætlast til þess af sjálfum sér að eiga að vita betur og mögulega geta unnið sig út úr áfallinu á methraða. En málið er að þegar aurskriðan fellur, þá er það þungt högg óháð því hvort maður sé jákvæður eða hafi verið í einhverri ábyrgðarfullri stöðu. Við verðum því að leyfa okkur að takast á við áfallið sem sú manneskja sem við erum í grunninn með allar þær tillfinningar sem því fylgir að vera manneskja. Við erum ekki vélmenni. Manneskjur verða fyrir áhrifum af öðru fólki og umhverfi sínu, hvort sem þær vilja eða ekki, og sama hversu vel menntuð eða greind manneskjan er. Á eftir tilfinningunni Skömm kemur Sorgin en þá förum við í gegnum það að syrgja það sem við misstum. Það getur til dæmis verið sorg yfir því hver við vorum einu sinni, hvað við áttum, hvað við gátum, heilsan sem við höfðum og svo framvegis. Það erfiða við Skömmina er hins vegar að þá er fólk ólíklegast til að vilja þiggja hjálp. Góðu ráðin: Að vera manneskja Anna segir að eitt það erfiðasta við skömmina er að öll skynjunin okkar verður skert á ákveðinn hátt. „Á þann hátt að við leitum uppi vísbendingar sem styðja við skömmina en ekki að því sem afsannar hana. Segjum sem svo að þú hafir upplifað þig sem einstakling í velgengni í þínu fagi og síðan allt í einu ertu komin í veikindaleyfi. Þá er erfitt að sjá einhverjr bjartar hliðar við stöðuna og margir upplifa að sjálfsmynd þeirra brestur.“ Fyrir aðstandendur skiptir miklu máli að skilja hvers vegna ástvinur í vanlíðan dregur sig oft í hlé. Það er mikilvægt að aðstandendur reyni að sýna því skilning hversu mikið skipsbrot það getur verið að missa heilsuna og áhrif þess á einstaklinginn og hvernig hann sér sjálfan sig. Skömmin getur lamað manneskjuna á þann hátt að hún upplifir uppgjöf og á erfitt með að leita sér hjálpar.“ Anna segir að þegar þetta tímabil er, sé þó gott fyrir aðstandendur að reyna að vera til staðar, fá einstaklinginn til að tjá sig og leita sér hjálpar. Ein besta leiðinn til að koma sér út úr skömminni er að tala um hana, en það er jafnframt erfiðasta skrefið. Þess vegna segir Anna alla umræðu af hinu góða því hún hjálpar. „Það er svo frelsandi að heyra að maður sé ekki einn.“ Eitt sem makar geta til dæmis gert er að opna á umræðuna. Jú sjáðu til. Þegar okkur líður illa, þá eðlilega hefur það áhrif á alla í fjölskyldunni eða inn á heimilinu. Þetta þýðir að makinn okkar hefur rétt á að opna umræðuna um þá þætti sem veikindi einstaklings hefur á heimilislífið og í samvinnu finni fjölskyldan út hvað sé hægt að gera til þess að styðja viðkomandi til að leita sér hjálpar úr vanlíðan. Svo að öllum líði þá betur. Því þótt við séum veik og upplifum vanlíðan þá megum við ekki láta það bitna á öðrum.“ Þá segir Anna mikilvægt að átta sig á því að þegar fólk fer að vinna úr skömminni þá koma oft í ljós fleiri erfiðar tillfinningar sem þarf að vinna úr, svo sem sorg, reiði eða kvíði. „Til dæmis sorgin yfir því sem við misstum sem getur verið hvað sem er. Til dæmis sorgin yfir því hvernig við vorum, sorgin yfir heilsunni sem við höfðum, starfinu sem við vorum í, hjónabandinu sem við vorum í og svo framvegis. Eða draumum sem náðu ekki að rætast“ Hér er Anna í jógasalnum í Samkennd heilsusetri, fyrirtækinu sem hún rekur. Með Samkennd vildi Anna opna heilsusetur þar sem fólk getur fengið fjölbreytta þjónustu fagaðila sem hafa það að markmiði að umvefja skjólstæðinga sína visku og fagþekkingu í átt að betri heilsu. Allir þurfa að muna að við erum fyrst og fremst manneskjur, en hvorki stöðugildin okkar, þekkingin okkar, menntun né annað.Vísir/Vilhelm En getum við gert eitthvað til að búa okkur betur undir það að mæta áföllum? „Nei ég held ekki að það sé hægt að undirúa sig fyrir því að mæta áföllum, enda myndi það sennilega bara valda okkur meiri kvíða, sem gerir engum gagn,“ svarar Anna. „Helstu forvarnirnar eru í rauninni að sinna þessum grunnþörfum okkar sem manneskja. Iðka og sinna þessu hversdagslega sem við heyrum alltaf að við eigum að gera. Og það er þetta með að hreyfa okkur reglulega, borða hollt og passa upp á góðan svefn og hvíld, að virkja tengslin við fólkið okkar og okkur sjálf. Og síðast en ekki síst að læra að hlusta á okkar eigin líkama og líðan til að getað gripið okkur áður en í hart fer. Á endanum er það sem hjálpa okkur þegar á reynir og þess vegna eru það þessi atriði sem okkur er kennt strax i barnæsku og bent á að sinna eftir að eitthvað bjátar á hjá okkur.“ Það sem Anna segir samt geta hjálpað til heima fyrir er að reyna að stuðla að góðum samskiptum og að vera dugleg að tala saman um hlutina. „Þegar málin eru erfið heima fyrir kemur oftast í ljós að það sem er helsti vandinn er ekkert endilega staðan sem fólk er í eða áfallið sem verið er að takast á við heldur samskiptavandi eða skortur á því.“ Annað sem Anna segir vera gott fyrir hvern og einn að velta fyrir sér er að festast ekki um of í staðalímyndum um okkur sjálf né aðra. „Því hún getur gert okkur erfitt fyrir þegar við lendum í áföllum. Ef við erum of upptekin af staðalímyndinni og hver við teljum okkur eiga að vera. Það getur tafið okkur í að þora mæta okkur sem manneskjur með allls konar tilfinningar en ekki einhver fullkomin staðalímynd sem er ekki til, og þ.a.l hægt á bataferlinu. Að við séum of upptekin af því að ég er læknir, ég er forstjóri, ég er sálfræðingur, ég er eiginkona læknis svo framvegis….. Þarna festumst við oft í hugmyndum um hvað við eigum að ráða við, eða hvernig við eigum að hegða okkur og svo framvegis. Og fjarlægjumst því þá hugsun að leyfa okkur einfaldlega að vera manneskjur.“ Margir tala um að í kjölfar áfalla, breytist mjög margt. Fólk verði ekki samt við sig í til dæmis orku eða afkastagetu. Er það rétt? „Það getur verið allur gangur á því. Sumir eru fljótir að jafna sig á meðan aðrir eru að glíma við hlutina mun lengur og upplifa sig aldrei alveg eins og áður.“ Sjálf telst Anna til síðari hópsins. „Ég er hægt og rólega að ná meiri bata með hverju árinu og er nú komin í sirka 50% vinnu sem ég er virkilega þakklát fyrir en þarf rosalega mikið að passa mig. Ef ég til dæmis hugleiði ekki daglega verð ég því miður fljótt manneskjan sem fer að láta pirring bitna á fólkinu mínu. Því hugur minn á erfitt með áreiti í langan tíma þá fer mig að verkja. ég get ekki hlaupið og lyft lóðum eins og ég gat einu sinni, dansað eða verið lengi í samkvæmum án þess að þurfa borga fyrir það nokkra daga á eftir. Það er veruleikinn minn í dag og þess vegna þarf ég að vanda mig við að nota öll þau bjargráð sem mér hefur verið kennt til þess að mér líði og gangi sem best.“ Anna og Elías eignuðust sitt fimmta barn árið 2014 og segist Anna vera afar þakklát því hversu vel hún búi að góðu stuðningsneti og annað sem hefur mikið hjálpað til á þessum áratug áfalla eins og hún orðar árin frá 2013. En þrátt fyrir að samtalið hafi falist í tali um skömm og erfiðar tilfinningar, hefur Anna þó oftar en ekki skellt upp úr í hlátri og notað skemmtilegar lýsingar og orð til að skýra út þau flóknu fyrirbæri sem fylgt getur vanlíðan. Um það að vera hress, brosmild, jákvæð og hláturmild segir Anna: Sonur minn sagði reyndar við mig fyrir ekki svo löngu síðan að oft hefði fólk á orði við hann að það væri alveg með ólíkindum hversu vel mömmu hans hefði gengið að jafna sig á öllum þessum áföllum. Dótturmissinum og heilsubrestinum. Ég væri alltaf svo jákvæð og hress. En síðan sagði hann: En mamma, þetta fólk sér þig ekki eins og ég. Það sér þig ekki þegar þú haltrar af verkjum, ert þreytt og liggur upp í rúmi eða ert algjörlega búin á því og getur ekki sinnt heimilisverkum eða okkur“ Önnu fannst ótrúlega vænt um að heyra þetta hjá syni sínum. „Mér fannst þetta ótrúlega fallega sagt hjá honum. Og í þessu er svo mikill sannleikur sem við öll þurfum að muna eftir. Ásýndin eða það sem við höldum um fólk er oft svo langt frá því að vera allur sannleikurinn. Því þegar á botninn er hvolft erum við bara manneskjur. Og verðum einfaldlega að fá að tækla áföll og tilfinningar sem þær manneskjur sem við erum í grunninn. Flóknara er þetta í raun ekki.“ Geðheilbrigði Fjölskyldumál Heilsa Góðu ráðin Tengdar fréttir „Hann virtist ekkert muna hvers konar skrímsli hann gat verið“ „Æskuminningarnar eru eiginlega tvískiptar. Annars vegar góðar minningar um pabba. En hins vegar erfiðleikarnir. Þegar pabbi var í brjálæðiskasti að öskra á mömmu og segja svo hræðilega ljóta hluti við hana að ég get eiginlega ekki endurtekið þá upphátt,“ segir Vala Sigríður Guðmundsdóttir Yates. 22. október 2023 08:01 Í fangelsi í sextán ár: Á endanum var það ástin sem bjargaði öllu „Ég myndi ekki segja að það væri svona mikil klíkumyndun. Að öðru leyti myndi ég svara já; þetta er bara eins og fólk sér þar,“ svarar Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, aðspurður um það hvort upplifunin af því að vera í fangelsi sé eitthvað sambærileg og við sjáum í erlendu sjónvarps- og kvikmyndaefni. 15. október 2023 07:01 „Ég var lengi bakari en skellti mér síðan í öryrkjann“ „Í tæpt ár fór ég þrisvar sinnum í viku í 4,5 klukkustundir í senn í nýrnavélina. Sem dældi blóðinu úr mér í gervinýra, sem síðan dældi blóðinu aftur inn í líkamann minn. Síðan var maður slappur á eftir,“ segir Gunnar Þór Guðmundsson nýrnaþegi. 24. september 2023 08:00 „Ef ekki væri fyrir ofbeldið væri þetta dásamlegasti maður sem ég þekki“ „„Ég ætti nú líklega ekki að vera hér, ég er örugglega að taka frá tíma sem myndi nýtast betur annarri konu,“ eru oft fyrstu setningarnar sem við heyrum konur segja þegar þær koma í viðtölin til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 17. september 2023 08:00 Fullkomnunarárátta og þrautseigja getur snúist upp í andhverfu sína „Í samfélaginu okkar er vinnusemi og dugnaður mikil dyggð. Þess vegna eru eiginleikar eins og fullkomnunarárátta eða þrautseigja oft mjög eftirsóttir eiginleikar hjá starfsfólki,“ segir Helga Lára Haarde ráðgjafi og sálfræðingur hjá Attentus. 23. júlí 2023 08:00 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Fleiri fréttir Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Sjá meira
„Í guðs bænum láttu ekki sjá hvað þú ert mikill aumingi segir skömmin við okkur. Því það er eitt af því erfiða við skömmina: Hún fær okkur til að draga okkur í hlé og fela okkur. Þess vegna er það svo erfitt fyrir fólk að leita til fagaðila akkúrat á meðan það upplifir mikla skömm. Því það er þá sem við viljum láta okkur hverfa ofan í holu og fela okkur fyrir sjálfum okkur og öðrum. Skömmin getur komið í veg fyrir að við þorum að fara upp úr holunni og leita hjálpar,“ segir Anna Sigurðardóttir sálfræðingur og eigandi heilsusetursins Samkenndar. Umræðuefnið er tilfinningin Skömm. Því jafn ótrúlega og það hljómar, er skömm oft fylgifiskur þess þegar fólk lendir í áföllum. Til dæmis heilsumissi, starfsmissi, hjónaskilnaði, sorg og svo framvegis. Skömmin birtist þegar okkur finnst við vera lítillækkuð, niðurlægð eða við göngum á okkar eigin gildi. Oft finnst okkur við vera lítillækkuð í kjölfar áfalla því okkur finnst við hafa átt að vita betur, gert betur en að lenda til dæmis í heilsumissir. Ef ég tek mig sem dæmi get ég nefnt hugsanir eins og: Hvað var þá málið með þessa jákvæðu, hressu, heilsuhraustu, og brosmildu Önnu sem ég var? Hvarf hún bara eða var ég bara að þykjast allan tímann?“ Og Anna bætir við: „Við dæmum okkur harðar sjálf en við myndum nokkurn tíma dæma annað fólk. Skömmin er að því leytinu til oft tilfinning sem endurspeglar hvernig við erum að dæma okkur sjálf.“ Áskorun á Vísi fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, bata, sorg, aldurstengd mál og fleira. Í dag lærum við um það hvaða tilfinningarússibani getur fylgt því að lenda í áföllum og hvers vegna við virðumst vera misvel undir það búin að takast á við áföll. Lífið var dans á rósum hjá Önnu framan af ævinni, sem vann marga meistaratitla í dansi, þolfimi og Fitness, dansaði á sýningum á vinsælum stöðum eins og Broadway, Hollywood, Casablance, Tunglinu og Hótel Íslandi, kom oft fram í þættinum Hemma Gunn, kynntist síðan manninum sínum, lærði sálfræðina, eignaðist fimm börn, einbýlishús og fyrirtæki. Aldrei hefði Önnu grunað það sjálf að hún myndi missa heilsuna. Frá dansi í allsherjar hrun Anna hefur sjálf sagt sögu sína í fjölmiðlum en hún er ein þeirra sem lengst af upplifði lífið sem dans á rósum: Fædd árið 1973, alin upp í Búðardal til tíu ára þegar fjölskyldan flutti í Garðabæ. Stundaði dansinn lengi og sextán ára var hún farin að starfa sem þolfimikennari, tvítug sem einkaþjálfari og þess á milli var hún á flakki víðs vegar um heiminn að keppa í suður-amerískum dönsum, þolfimi og Fitness. Í dansinum náði hún góðum árangri á heimsmælikvarða og á Íslandi hefur hún unnið marga meistaratitlana í dansi, þolfimi og fitness. Anna var ein þeirra sem kom oft fram í þættinum Á tali hjá Hemma Gunn og Anna var líka í ýmsum danshópum sem sýndu á vinsælum stöðum eins og Broadway, Hollywood, Casablanca, Tunglinu og Hótel Íslandi. Já lífið lék við Önnu og árið 2002 kynntist Anna eiginmanni sínum, Elíasi Víðissyni framkvæmdastjóra og eiganda Múr og mál og Stoð pallaleigu. Anna hafði þá nýverið flutt heim frá Svíþjóð þar sem hún starfaði í líkamsrækt í þrjú ár og eitt sumar í Þýskalandi. Hér heima réði hún sig sem framkvæmdastjóra líkamsræktarstöðvar og fljótlega skellti hún sér í sálfræðinám. Fyrstu fimm árin gerðist allt mjög hratt hjá Önnu og Elíasi: Þau eignuðust þrjú börn og byggðu sér hús í Mosfellsbæ. Árið 2010 flutti fjölskyldan til Danmerkur í eitt ár þar sem Anna var í námi í klínískri sálfræði á meðan Elías sá um börn og bú. Lífið lék við hjónin og árið 2013 hóf Anna störf á sálfræðistofu í Skeifunni og nú var von á fjórða barninu. En þá dundi áfallið yfir: Dóttirin fæddist andvana þegar Anna var komin 42 vikur á leið. Þetta var mikið reiðarslag og við tók erfiður tími hjá fölskyldunni sem Anna hefur síðar lært að hún er enn að vinna úr. Í ofanálag veiktist faðir Önnu af MND og lést árið 2015. Tveimur árum síðar greindist móðir hennar með krabbamein. Árið 2017 fer Anna að upplifa ýmis streitueinkenni og minnkar við sig vinnu í tvö ár þar til líkaminn sagði einfaldlega stopp. Þá var Anna farin að eiga erfitt með gang vegna krónískra stoðverkja, minnileysis, lágs áreitaþols og orkuleysi. Árið 2019 fer Anna í veikindaleyfi vegna lífsörmögnunar og áfallastreitu. Árið 2021 taldi Anna sig vera komin nokkuð vel á veg, en hrundi aftur stuttu síðar. „Gott dæmi um það hvað hugurinn getur verið ótengdur líkamanum er að ég stofnaði fyrirtækið mitt Samkennd árið 2021 en kláraði mig á þremur mánuðum því þá var ég komin á heilsuhælið í Hveragerði og algjörlega búin á því, aftur,“ segir Anna og hlær. En öllu gamni fylgir líka alvara og í dag ætlum við að skyggnast betur á bakvið tjöldin, við hverju búast má við þegar fólk lendir í áföllum. Árið 2019 fór Anna í veikindaleyfi eftir röð áfalla frá árinu 2013. Árið 2021 taldi hún sig vera orðna nokkuð góða en hrundi aftur þremur mánuðum eftir að hún fór aftur að vinna. Anna getur ekki leyft sér sömu hlutina og áður, er enn í 50% starfi og þarf að nýta sér öll bjargráðin sem hún kann daglega til að halda sér sem bestri.Vísir/Vilhelm Drullupollar og aurskriða: Hvaða lýsing á við um þig? Anna ræddi ítarlega um heilsumissinn, sorgina og áföllin í hlaðvarpsþættinum Með lífið í lúkunum. „Ég held að hlustunin á þáttinn hafi verið svona mikil vegna þess að margir eru að samsvara sig við þessa skömm sem ég tala um og hvernig við dæmum okkur sjálf sem algjöra aumingja og að við séum valda okkur sjálfum og öðrum vonbrigðum þegar við missum tökin í kjölfar áfalls.“ Anna segir að mikilvægt sé að við minnum okkur á að við fæðumst ekki öll með sömu spil á hendi. Bakgrunnurinn okkar er því ólíkur, sem aftur leiðir til þess að við getum verið misvel í stakk búin til að takast á við áföll. Sérstaklega ef stuðningsnetið okkar er skert og við erum alin upp í óöryggi og ótta. Anna gefur okkur myndlíkingar um þrjá mismunandi vegi til að skýra út algenga bakgrunna fólks: Þessir vegir eru: #1: malarvegur með stórum drullupollum Á þessum malarvegi eru stórir drullupollar út um allt. Til dæmis ef við ímyndum okkur barn sem fæðist inn í umhverfi þar sem mikið er um vanrækslu í æsku, drykkju og óreglu foreldra, alvarleg veikindi foreldra, fátækt, ofbeldi og fleira í þeim dúr. Þroski þessa barns og taugakerfi mótast af umhverfinu og geta þess til tenglsa getur verið þeim erfið, þar sem þau hafa ekki lært heilbrigð samskipti. „Stuðningsnetið í kringum þessi börn sem síðar verða fullorðin er þá oftar en ekki jafn veikt og ástandið sjálft.“ #2: Malarvegur og einstaka drullupollar Næst er það malarvegurinn sem er með einstaka drullupolla hér og þar. Þetta er bakgrunnurinn þar sem fólk elst upp við að sem börn og ungt fólk er ákveðið öryggi í uppvextinum en síðar fara áföllin að dúkka upp hér og þar en ekki ein samfelld áfallasaga. Svo áföllin eru til staðar en þau virðast geta lifað lífinu stundum án þess að upplifanir tengt áföllunum trufli þau þótt þau geri það inn á milli. „Grunnurinn í uppeldinu eru því einstaka áföll og þegar að fólk fullorðnast og lendir í áföllum, býr það að þessum grunni þegar það tekst á við áföllin.“ #3: Malbikaður vegur Næst er það malbikaði og slétti vegurinn. Lífið leikur við fólk sem er með þennan bakgrunn, sem heilt yfir upplifir ekki alvarleg áföll svo telja mætti í æsku eða framan af ævinni. Þar til það kemur aurskriða Sem fellur með öllum sínum þunga á malbikaða veginn. Ég tel mig vera dæmi um manneskju sem var svo lánsöm að alast upp og lifa við malbikaðan veg framan af ævinni. Sem þýðir að dótturmissirinn minn árið 2013 er þessi stóra aurskriða sem fellur á veginn minn og þá af svo miklum þunga að ég er enn að ná mér. Til að setja hlutina í enn betra samhengi segir Anna: „Bakgrunnurinn okkar og stuðningsnetið getur verið afar mismunandi eftir því inn í hvaða fjölskyldu við fæðumst eða í hvernig umhverfi við höfum alist upp í. Fólk sem þekkir malbikið hefur í mun fleiri úrræði að sækja, peningar eru oftast meiri og þess vegna býr þetta fólk að því að hafa haft efni á að sækja þá heilbrigðisþjónustu sem það þarf, lært að sinna mikilvægum grunnþörfum sínum, eins og að hreyfa sig, borða hollt, mennta sig og fleira. Á meðan fólk sem er vant malarveginum með stóru drullupollunum þekkir það betur að peningar séu jafnvel af skornum skammti, stuðningsnetið veikt og úrræði barna í þessum aðstæðum ekki eins mikil og úrræði barna sem alast upp á malbikinu.“ Anna segir að með þetta í huga, sé mikilvægt að muna að saga tveggja einstaklinga getur verið mjög ólík og það hvernig við vinnum úr áföllum hefur lika að segja með hvaðan taugakerfi okkar kemur og reynslu þess. Önnu finnst fólk vannýta hjónabandsráðgjöf en sjálf fóru hún og Elías maðurinn hennar í gegnum mjög erfiða tíma eftir að dóttir þeirra fæddist andvana. Anna segir bakgrunn hjóna oft svo ólíkan og þess vegna sé það algengt að samskiptavandi og erfiðleikar koma upp hjá hjónum í kjölfar áfalla. Anna og Elías hafa sjálf nýtt sér hjónabandsráðgjöf til margra ára. Vondar raddir í huganum Það sem Anna segir síðan þurfa að hafa í huga þegar fólk eldist og til dæmis parar sig saman, er að hjón geta komið frá mjög mismunandi bakgrunni og því algengt að hjón hafi verið alin upp með ólík gildi. „Þessi ólíki bakgrunnur hjóna kemur oft mjög skýrt fram þegar það lendir í áfalli. Þá opinberast hvernig við erum í stakk búin til að takast á við þessi áföll í sameiningu. Í tilfelli okkar hjóna fórum við til dæmis í gegnum mjög erfiðan tíma því bakgrunnurinn okkar Elíasar er mjög ólíkur. Það hvernig við tókumst á við sorgina var eins og svart og hvítt,“ segir Anna en þess má geta að þau hjónin unnu sig meðal annars í gegnum erfiðleikana með aðstoð hjónabandsráðgjafar. „Mér finnst fólk reyndar ekki nýta sér nógu vel hjónabandsráðgjöf. Við Elías höfum alltaf gert það, ekki vegna þess að hjá okkur hafi margt verið svo erfitt heldur er það þannig að ef bakgrunnurinn er mjög ólíkur, geta pör lent í því að samskiptin verða erfiðari því fólk er einfaldlega ekki að tala sama tungumálið. Þótt það meini og vilji það sama.“ Þá segir Anna fólk oft láta glepjast af ásýnd og samanburði. „Samanburðurinn er ekki hjálplegur. Sérstaklega þegar við erum í skömm og okkur líður eins og við séum síðri en aðrir. Þá förum við að bera okkur saman við náungann“ segir Anna og tiltekur nokkur dæmi. Við berum okkur alltaf saman við aðra sem við teljum að hafi það betra en við. Sem þýðir að ef við erum að bera okkur saman við nágrannann sem á flottari eða fleiri bíla en við, erum við ekkert að pæla í hinum nágrannanum neðar í götunni sem á kannski bara einn bíl sem er ef til vill af ódýrara taginu.“ Anna segir að rétt eins og okkur er tamt að bera okkur alltaf saman við aðra ,,uppá við,“ það er manneskjunni eðlislegt að vilja hafa eitthvað til að vinna eða stefna að, er okkur líka tamt að vera næmari á annað fólk en okkur sjálf. „Mjög einfalt dæmi er að rannsóknir sýna að mjög margt heilbrigðisstarfsfólk lendir í kulnun í starfi. Akkúrat hópurinn sem er með sérþekkingu á því hvernig og hvað þarf til að lifa heilsusamlegu lífi. Hvers vegna er allt þetta fólk að lenda í kulnun? Jú, það eru auðvitað margir ytri þættir eins og starfsumhverfið, álag og mannekla. En einnig að við erum ekki eins næm á okkur sjálf og við erum oft varðandi annað fólk,“ segir Anna og bætir við: „Fólk í heilbrigðisstéttinni á því oftast mjög auðvelt með að greina og lesa úr ástandi, einkennum og aðstæðum hjá því fólki sem það sinnir, en á mun erfiðara með að nema og taka eftir sínum eigin einkennum fyrr en svo seint. Við sem sinnum umönnunarstarfi setjum oft þarfir skjólstæðinga okkar fram yfir okkar eigin þarfir og vinnum okkur þannig í þrot. Það sama get ég sagt með sjálfan mig: Ég er menntaður sálfræðingur. Á ég þá ekki bara að kunna þetta? Nei. Satt best að segja kann enginn okkar þetta, sem hefur ekki þjálfað sig í að hlusta á eigin líkama og lært að setja heilsu sína í forgang.“ Og Anna skýrir þetta enn betur út: „Ég er menntaður sálfræðingur. En ég er bara manneskja í grunninn. Þetta er það sem fólk þarf að minna sig á. Við erum ekki starfið okkar né þekkingin sérstaklega þegar við lendum í áföllum eða erfiðri lífsreynslu. Því það sem við gleymum oft er að þegar vanlíðan fer að gera vart við sig, er erfiðara fyrir okkur að sækja í dómgreindina okkar og rökhugsun. Nema við höfum verið svo heppin að hafa lært það á lífsleiðinni að staldra við, hlusta á líkamann og mæta þörfum okkar hverju sinni. Lært að sýna erfiðum tilfinningum virðingu, gefa þeim tíma og hjálplega útrás. Við erum manneskjur fyrst og fremst. Og tökumst á við áföll sem manneskjur. Með þann heila og taugakerfi sem við sitjum uppi með, sem tekur stjórnina af okkur ef hann telur þörf á“ Anna segir of marga falla í þá gryfju að dæma sjálfan sig mjög harkalega út frá því að ,,eiga“ að geta þetta eða hitt. „Of margir lenda í því að hafa verið stjórnendur eða í ábyrgðar mikilli stöðu, jafnvel heilbrigðisfólk, sem lenda í áfalli að þegar allt hrynur, upplifir það mikla skömm. Því það ætlast til þess af sjálfum sér að eiga að vita betur og mögulega geta unnið sig út úr áfallinu á methraða. En málið er að þegar aurskriðan fellur, þá er það þungt högg óháð því hvort maður sé jákvæður eða hafi verið í einhverri ábyrgðarfullri stöðu. Við verðum því að leyfa okkur að takast á við áfallið sem sú manneskja sem við erum í grunninn með allar þær tillfinningar sem því fylgir að vera manneskja. Við erum ekki vélmenni. Manneskjur verða fyrir áhrifum af öðru fólki og umhverfi sínu, hvort sem þær vilja eða ekki, og sama hversu vel menntuð eða greind manneskjan er. Á eftir tilfinningunni Skömm kemur Sorgin en þá förum við í gegnum það að syrgja það sem við misstum. Það getur til dæmis verið sorg yfir því hver við vorum einu sinni, hvað við áttum, hvað við gátum, heilsan sem við höfðum og svo framvegis. Það erfiða við Skömmina er hins vegar að þá er fólk ólíklegast til að vilja þiggja hjálp. Góðu ráðin: Að vera manneskja Anna segir að eitt það erfiðasta við skömmina er að öll skynjunin okkar verður skert á ákveðinn hátt. „Á þann hátt að við leitum uppi vísbendingar sem styðja við skömmina en ekki að því sem afsannar hana. Segjum sem svo að þú hafir upplifað þig sem einstakling í velgengni í þínu fagi og síðan allt í einu ertu komin í veikindaleyfi. Þá er erfitt að sjá einhverjr bjartar hliðar við stöðuna og margir upplifa að sjálfsmynd þeirra brestur.“ Fyrir aðstandendur skiptir miklu máli að skilja hvers vegna ástvinur í vanlíðan dregur sig oft í hlé. Það er mikilvægt að aðstandendur reyni að sýna því skilning hversu mikið skipsbrot það getur verið að missa heilsuna og áhrif þess á einstaklinginn og hvernig hann sér sjálfan sig. Skömmin getur lamað manneskjuna á þann hátt að hún upplifir uppgjöf og á erfitt með að leita sér hjálpar.“ Anna segir að þegar þetta tímabil er, sé þó gott fyrir aðstandendur að reyna að vera til staðar, fá einstaklinginn til að tjá sig og leita sér hjálpar. Ein besta leiðinn til að koma sér út úr skömminni er að tala um hana, en það er jafnframt erfiðasta skrefið. Þess vegna segir Anna alla umræðu af hinu góða því hún hjálpar. „Það er svo frelsandi að heyra að maður sé ekki einn.“ Eitt sem makar geta til dæmis gert er að opna á umræðuna. Jú sjáðu til. Þegar okkur líður illa, þá eðlilega hefur það áhrif á alla í fjölskyldunni eða inn á heimilinu. Þetta þýðir að makinn okkar hefur rétt á að opna umræðuna um þá þætti sem veikindi einstaklings hefur á heimilislífið og í samvinnu finni fjölskyldan út hvað sé hægt að gera til þess að styðja viðkomandi til að leita sér hjálpar úr vanlíðan. Svo að öllum líði þá betur. Því þótt við séum veik og upplifum vanlíðan þá megum við ekki láta það bitna á öðrum.“ Þá segir Anna mikilvægt að átta sig á því að þegar fólk fer að vinna úr skömminni þá koma oft í ljós fleiri erfiðar tillfinningar sem þarf að vinna úr, svo sem sorg, reiði eða kvíði. „Til dæmis sorgin yfir því sem við misstum sem getur verið hvað sem er. Til dæmis sorgin yfir því hvernig við vorum, sorgin yfir heilsunni sem við höfðum, starfinu sem við vorum í, hjónabandinu sem við vorum í og svo framvegis. Eða draumum sem náðu ekki að rætast“ Hér er Anna í jógasalnum í Samkennd heilsusetri, fyrirtækinu sem hún rekur. Með Samkennd vildi Anna opna heilsusetur þar sem fólk getur fengið fjölbreytta þjónustu fagaðila sem hafa það að markmiði að umvefja skjólstæðinga sína visku og fagþekkingu í átt að betri heilsu. Allir þurfa að muna að við erum fyrst og fremst manneskjur, en hvorki stöðugildin okkar, þekkingin okkar, menntun né annað.Vísir/Vilhelm En getum við gert eitthvað til að búa okkur betur undir það að mæta áföllum? „Nei ég held ekki að það sé hægt að undirúa sig fyrir því að mæta áföllum, enda myndi það sennilega bara valda okkur meiri kvíða, sem gerir engum gagn,“ svarar Anna. „Helstu forvarnirnar eru í rauninni að sinna þessum grunnþörfum okkar sem manneskja. Iðka og sinna þessu hversdagslega sem við heyrum alltaf að við eigum að gera. Og það er þetta með að hreyfa okkur reglulega, borða hollt og passa upp á góðan svefn og hvíld, að virkja tengslin við fólkið okkar og okkur sjálf. Og síðast en ekki síst að læra að hlusta á okkar eigin líkama og líðan til að getað gripið okkur áður en í hart fer. Á endanum er það sem hjálpa okkur þegar á reynir og þess vegna eru það þessi atriði sem okkur er kennt strax i barnæsku og bent á að sinna eftir að eitthvað bjátar á hjá okkur.“ Það sem Anna segir samt geta hjálpað til heima fyrir er að reyna að stuðla að góðum samskiptum og að vera dugleg að tala saman um hlutina. „Þegar málin eru erfið heima fyrir kemur oftast í ljós að það sem er helsti vandinn er ekkert endilega staðan sem fólk er í eða áfallið sem verið er að takast á við heldur samskiptavandi eða skortur á því.“ Annað sem Anna segir vera gott fyrir hvern og einn að velta fyrir sér er að festast ekki um of í staðalímyndum um okkur sjálf né aðra. „Því hún getur gert okkur erfitt fyrir þegar við lendum í áföllum. Ef við erum of upptekin af staðalímyndinni og hver við teljum okkur eiga að vera. Það getur tafið okkur í að þora mæta okkur sem manneskjur með allls konar tilfinningar en ekki einhver fullkomin staðalímynd sem er ekki til, og þ.a.l hægt á bataferlinu. Að við séum of upptekin af því að ég er læknir, ég er forstjóri, ég er sálfræðingur, ég er eiginkona læknis svo framvegis….. Þarna festumst við oft í hugmyndum um hvað við eigum að ráða við, eða hvernig við eigum að hegða okkur og svo framvegis. Og fjarlægjumst því þá hugsun að leyfa okkur einfaldlega að vera manneskjur.“ Margir tala um að í kjölfar áfalla, breytist mjög margt. Fólk verði ekki samt við sig í til dæmis orku eða afkastagetu. Er það rétt? „Það getur verið allur gangur á því. Sumir eru fljótir að jafna sig á meðan aðrir eru að glíma við hlutina mun lengur og upplifa sig aldrei alveg eins og áður.“ Sjálf telst Anna til síðari hópsins. „Ég er hægt og rólega að ná meiri bata með hverju árinu og er nú komin í sirka 50% vinnu sem ég er virkilega þakklát fyrir en þarf rosalega mikið að passa mig. Ef ég til dæmis hugleiði ekki daglega verð ég því miður fljótt manneskjan sem fer að láta pirring bitna á fólkinu mínu. Því hugur minn á erfitt með áreiti í langan tíma þá fer mig að verkja. ég get ekki hlaupið og lyft lóðum eins og ég gat einu sinni, dansað eða verið lengi í samkvæmum án þess að þurfa borga fyrir það nokkra daga á eftir. Það er veruleikinn minn í dag og þess vegna þarf ég að vanda mig við að nota öll þau bjargráð sem mér hefur verið kennt til þess að mér líði og gangi sem best.“ Anna og Elías eignuðust sitt fimmta barn árið 2014 og segist Anna vera afar þakklát því hversu vel hún búi að góðu stuðningsneti og annað sem hefur mikið hjálpað til á þessum áratug áfalla eins og hún orðar árin frá 2013. En þrátt fyrir að samtalið hafi falist í tali um skömm og erfiðar tilfinningar, hefur Anna þó oftar en ekki skellt upp úr í hlátri og notað skemmtilegar lýsingar og orð til að skýra út þau flóknu fyrirbæri sem fylgt getur vanlíðan. Um það að vera hress, brosmild, jákvæð og hláturmild segir Anna: Sonur minn sagði reyndar við mig fyrir ekki svo löngu síðan að oft hefði fólk á orði við hann að það væri alveg með ólíkindum hversu vel mömmu hans hefði gengið að jafna sig á öllum þessum áföllum. Dótturmissinum og heilsubrestinum. Ég væri alltaf svo jákvæð og hress. En síðan sagði hann: En mamma, þetta fólk sér þig ekki eins og ég. Það sér þig ekki þegar þú haltrar af verkjum, ert þreytt og liggur upp í rúmi eða ert algjörlega búin á því og getur ekki sinnt heimilisverkum eða okkur“ Önnu fannst ótrúlega vænt um að heyra þetta hjá syni sínum. „Mér fannst þetta ótrúlega fallega sagt hjá honum. Og í þessu er svo mikill sannleikur sem við öll þurfum að muna eftir. Ásýndin eða það sem við höldum um fólk er oft svo langt frá því að vera allur sannleikurinn. Því þegar á botninn er hvolft erum við bara manneskjur. Og verðum einfaldlega að fá að tækla áföll og tilfinningar sem þær manneskjur sem við erum í grunninn. Flóknara er þetta í raun ekki.“
Geðheilbrigði Fjölskyldumál Heilsa Góðu ráðin Tengdar fréttir „Hann virtist ekkert muna hvers konar skrímsli hann gat verið“ „Æskuminningarnar eru eiginlega tvískiptar. Annars vegar góðar minningar um pabba. En hins vegar erfiðleikarnir. Þegar pabbi var í brjálæðiskasti að öskra á mömmu og segja svo hræðilega ljóta hluti við hana að ég get eiginlega ekki endurtekið þá upphátt,“ segir Vala Sigríður Guðmundsdóttir Yates. 22. október 2023 08:01 Í fangelsi í sextán ár: Á endanum var það ástin sem bjargaði öllu „Ég myndi ekki segja að það væri svona mikil klíkumyndun. Að öðru leyti myndi ég svara já; þetta er bara eins og fólk sér þar,“ svarar Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, aðspurður um það hvort upplifunin af því að vera í fangelsi sé eitthvað sambærileg og við sjáum í erlendu sjónvarps- og kvikmyndaefni. 15. október 2023 07:01 „Ég var lengi bakari en skellti mér síðan í öryrkjann“ „Í tæpt ár fór ég þrisvar sinnum í viku í 4,5 klukkustundir í senn í nýrnavélina. Sem dældi blóðinu úr mér í gervinýra, sem síðan dældi blóðinu aftur inn í líkamann minn. Síðan var maður slappur á eftir,“ segir Gunnar Þór Guðmundsson nýrnaþegi. 24. september 2023 08:00 „Ef ekki væri fyrir ofbeldið væri þetta dásamlegasti maður sem ég þekki“ „„Ég ætti nú líklega ekki að vera hér, ég er örugglega að taka frá tíma sem myndi nýtast betur annarri konu,“ eru oft fyrstu setningarnar sem við heyrum konur segja þegar þær koma í viðtölin til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 17. september 2023 08:00 Fullkomnunarárátta og þrautseigja getur snúist upp í andhverfu sína „Í samfélaginu okkar er vinnusemi og dugnaður mikil dyggð. Þess vegna eru eiginleikar eins og fullkomnunarárátta eða þrautseigja oft mjög eftirsóttir eiginleikar hjá starfsfólki,“ segir Helga Lára Haarde ráðgjafi og sálfræðingur hjá Attentus. 23. júlí 2023 08:00 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Fleiri fréttir Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Kaupmálar 50+: „Mér finnst uppkomin börn oft ansi frek til fjárins“ Framhald: „Málið er að mig langar ekki til að deyja“ Sjá meira
„Hann virtist ekkert muna hvers konar skrímsli hann gat verið“ „Æskuminningarnar eru eiginlega tvískiptar. Annars vegar góðar minningar um pabba. En hins vegar erfiðleikarnir. Þegar pabbi var í brjálæðiskasti að öskra á mömmu og segja svo hræðilega ljóta hluti við hana að ég get eiginlega ekki endurtekið þá upphátt,“ segir Vala Sigríður Guðmundsdóttir Yates. 22. október 2023 08:01
Í fangelsi í sextán ár: Á endanum var það ástin sem bjargaði öllu „Ég myndi ekki segja að það væri svona mikil klíkumyndun. Að öðru leyti myndi ég svara já; þetta er bara eins og fólk sér þar,“ svarar Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, aðspurður um það hvort upplifunin af því að vera í fangelsi sé eitthvað sambærileg og við sjáum í erlendu sjónvarps- og kvikmyndaefni. 15. október 2023 07:01
„Ég var lengi bakari en skellti mér síðan í öryrkjann“ „Í tæpt ár fór ég þrisvar sinnum í viku í 4,5 klukkustundir í senn í nýrnavélina. Sem dældi blóðinu úr mér í gervinýra, sem síðan dældi blóðinu aftur inn í líkamann minn. Síðan var maður slappur á eftir,“ segir Gunnar Þór Guðmundsson nýrnaþegi. 24. september 2023 08:00
„Ef ekki væri fyrir ofbeldið væri þetta dásamlegasti maður sem ég þekki“ „„Ég ætti nú líklega ekki að vera hér, ég er örugglega að taka frá tíma sem myndi nýtast betur annarri konu,“ eru oft fyrstu setningarnar sem við heyrum konur segja þegar þær koma í viðtölin til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 17. september 2023 08:00
Fullkomnunarárátta og þrautseigja getur snúist upp í andhverfu sína „Í samfélaginu okkar er vinnusemi og dugnaður mikil dyggð. Þess vegna eru eiginleikar eins og fullkomnunarárátta eða þrautseigja oft mjög eftirsóttir eiginleikar hjá starfsfólki,“ segir Helga Lára Haarde ráðgjafi og sálfræðingur hjá Attentus. 23. júlí 2023 08:00