Ásmundur lofaði Hasan Moustafa nýrri þjóðarhöll Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2023 08:01 Ásmundur og Moustafa voru saman á fyrstu tveimur leikjum Íslands í riðlakeppninni í Stafangri. Ásmundur reyndi að sannfæra þann egypska um að veita Norðurlöndunum HM 2029 eða 2031, þar á meðal nýrri höll á Íslandi. Vísir/Samsett Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála á Íslandi, hitti Hasan Moustafa, alræmdan forseta Alþjóðahandboltasambandsins, IHF, oftar en einu sinni í Stafangri síðustu daga. Hann lofaði Egyptanum að Ísland myndi reisa nýja þjóðarhöll áður en kæmi að HM sem fer mögulega fram að hluta á Íslandi, árið 2029 eða 2031. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Ásmundur Einar var fyrst og fremst mættur til Stafangurs í Noregi til að styðja stelpurnar okkar áfram en þær hafa spilað við Slóveníu og Frakkland það sem af er riðlakepppni HM og eiga fram undan úrslitaleik við Angóla um sæti í milliriðli. Ásmundur var tekinn tali fyrir leikinn við Frakka í gær. „Mér finnst þær bara ótrúlega flottar. Það er flott að sjá kraftinn í þeim og orkuna. Þetta er ungt lið og ég held að framtíðin sé gríðarlega björt. Það er gaman að sjá að þær séu komnar á þetta stig og þær gera miklu meira en að valda því.“ Klippa: Lofaði Hasan Moustafa Þjóðarhöll Hasan Moustafa er forseti IHF, og hefur verið frá því um aldamót. Hann er afar umdeildur en var sessunautur Ásmundar Daða í Stafangri á leikjunum tveimur. Vert var að spyrja hvernig samskiptin hefðu verið við hinn 79 ára gamla Moustafa. „Hann er kannski aðeins af annarri kynslóð en ég. En ég hvatti hann til þess að taka vel í umsókn Norðurlandanna um að halda HM 2029 eða 2031 og sagði honum að þá yrðum við Íslendingar að sjálfsögðu búnir að byggja þjóðarhöll. Þannig að hann þyrfti bara að koma með heimsmeistaramótið heim. Við hvöttum til þess en annars horfðum við bara á leikinn og má segja að hann hafi setið aðeins meira kjurr heldur en ég,“ segir Ásmundur. Ásmundur var þá spurður um möguleikann á því að brjóta loforð gegn manni eins og Moustafa. „Ég hef minnstar áhyggjur af því að brjóta loforð gegn þessum manni. En gagnvart íþróttunum þá ætlum við að byggja þjóðarhöll af því það verður að bæta aðstöðu íþróttanna okkkar. Við erum á síðustu metrunum með að klára samkomulag um þjóðarhöll með borginni og ríkinu. Það verður gaman að sjá það verkefni fara af stað og geta þá farið í fleiri slík verkefni,“ segir Ásmundur. Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Sport Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Ásmundur Einar var fyrst og fremst mættur til Stafangurs í Noregi til að styðja stelpurnar okkar áfram en þær hafa spilað við Slóveníu og Frakkland það sem af er riðlakepppni HM og eiga fram undan úrslitaleik við Angóla um sæti í milliriðli. Ásmundur var tekinn tali fyrir leikinn við Frakka í gær. „Mér finnst þær bara ótrúlega flottar. Það er flott að sjá kraftinn í þeim og orkuna. Þetta er ungt lið og ég held að framtíðin sé gríðarlega björt. Það er gaman að sjá að þær séu komnar á þetta stig og þær gera miklu meira en að valda því.“ Klippa: Lofaði Hasan Moustafa Þjóðarhöll Hasan Moustafa er forseti IHF, og hefur verið frá því um aldamót. Hann er afar umdeildur en var sessunautur Ásmundar Daða í Stafangri á leikjunum tveimur. Vert var að spyrja hvernig samskiptin hefðu verið við hinn 79 ára gamla Moustafa. „Hann er kannski aðeins af annarri kynslóð en ég. En ég hvatti hann til þess að taka vel í umsókn Norðurlandanna um að halda HM 2029 eða 2031 og sagði honum að þá yrðum við Íslendingar að sjálfsögðu búnir að byggja þjóðarhöll. Þannig að hann þyrfti bara að koma með heimsmeistaramótið heim. Við hvöttum til þess en annars horfðum við bara á leikinn og má segja að hann hafi setið aðeins meira kjurr heldur en ég,“ segir Ásmundur. Ásmundur var þá spurður um möguleikann á því að brjóta loforð gegn manni eins og Moustafa. „Ég hef minnstar áhyggjur af því að brjóta loforð gegn þessum manni. En gagnvart íþróttunum þá ætlum við að byggja þjóðarhöll af því það verður að bæta aðstöðu íþróttanna okkkar. Við erum á síðustu metrunum með að klára samkomulag um þjóðarhöll með borginni og ríkinu. Það verður gaman að sjá það verkefni fara af stað og geta þá farið í fleiri slík verkefni,“ segir Ásmundur. Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Sport Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira