Nokkur góð ráð til að auka samvinnu allra í fjölskyldunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. desember 2023 07:00 Skúffur og skápar opnir, allt í vaskinum, úlpur og skólatöskur á gólfinu, mjólkurferna á eldúsborðinu og svo mætti lengi telja. Kannist þið við þetta? Í dag rýnum við í nokkur ráð sem eru líkleg til að ná árangri í því að allir í fjölskyldunni haldi það út að vinna heimilisverkin saman. Vísir/Getty Sjálfvirkur sleppibúnaður í forstofunni er nokkuð algengur á heimilum. Þar sem skólataskan, úlpan og skórnir lenda í hrúgu nánast fyrir framan útidyrahurðina. Það þekkja þetta flestir foreldrar. Síðan eru það diskarnir, glösin og jafnvel mjólk eða smjör sem stendur tímunum saman á eldhúsborðinu. Þrátt fyrir það að margsinnis sé búið að ræða hvernig hver og einn á alltaf að ganga frá eftir sig. Svo ekki sé talað um hrúguna af þvottinum sem allt í einu birtist eins og fjall í þvottahúsinu og skýrist oft af því að unglingurinn tók (loksins) til í herberginu sínu. Reglulega er síðan farið í einhvers konar átak. Mamman (stundum pabbinn) heldur ræðu um hversu mikilvægt það sé að allir hjálpist að. Skiptist jafnvel á að ganga frá eftir matinn. Sem gengur um tíma. Þar til „átakið“ gleymist og allt er komið í fyrra horf. Hvað er til ráða? Jú, um þetta hefur verið heilmikið skrifað. Ekki bara greinar heldur líka heilu bækurnar. Sem dæmi má rýna í nokkur góð ráð sem fram koma í bókum Julie Morgenstern, en hún hefur gefið út þó nokkrar bækur sem snúa að foreldrahlutverkinu, þar á meðal bækur um hvernig auka megi á samvinnu allra í fjölskyldunni heima fyrir. Lykilatriðið er viðhorfsbreyting. Þar sem nálgunin þarf að vera önnur en hún hefur verið. Og á mun jákvæðari nótum. Til dæmis þurfa foreldrar að virða tímaramma barna sinna. Ekki bara að setja reglur um hver eigi að gera hvað og svo framvegis. Samvinna getur aldrei talist vera „samvinna“ ef krakkarnir sjálfir fá engu um það ráðið hvað verið er að semja um. Þannig að hér eru nokkur ráð: 1. Úthlutun verkefna er ekki varanleg Þegar búið er að úthluta verkefnum á milli fjölskyldumeðlima, þarf að hafa í huga að ekkert plan er varanlegt. Gott er að skipta um verkefnaúthlutun reglulega. Allt frá þriggja vikna fresti yfir í einu sinni til tvisvar á ári. 2. Krakkarnir/unglingarnir eru með í ráðum Þegar verkefnum er úthlutað undir hattinum ,,samvinna,“ eru það ekki foreldrarnir sem ákveða hverjir eiga að gera hvað. Þvert á móti eru það bæði foreldrar og börn sem taka ákvörðun um það sameiginlega, hver sér um hvað. Þetta á einnig við um það þegar verkefnalistinn sjálfur er gerður. Þá er mikilvægt að krakkarnir séu með í því að ákveða, hvaða verkefni þurfa að fara á listann. 3. Að gefa sér tíma í þjálfun Ef ætlunin er að samvinnan takist sem skyldi og verði að venju, er mikilvægt að gefa sér tíma í að þjálfa börnin okkar í að vinna verkefnin. Ekki bara að úthluta verkefnum og segja að þessi eða hinn sjái um að þrífa klósettið eða að ryksuga sófann og kvarta síðan undan því síðar að eitthvað sé ekki nógu vel gert. Að gefa sér tíma í þjálfun á einnig við um stærri börn, til dæmis unglinga. 4. Að bera virðingu fyrir krökkunum Í raun snýst þetta atriði að miklu leyti um að láta af stjórnsemi. Að taka ákvörðun um það fyrirfram að vera sátt við það sem hver og einnig leggur sig fram við að gera vel, óháð því hvort við gætum gert hlutina betur sjálf. Algeng gryfja er til dæmis að foreldri yfirtaki verkefni barna sinna. Sem er ekki aðeins stjórnsemi, heldur yfirgangur. Yfirgangur foreldra er gott dæmi um virðingaleysi gagnvart því sem barn er að leggja sig fram um að gera. Hér þurfa margir foreldrar að líta í eigin barm. Við mælum síðan með því að muna eftir að hrósa. Því það að hrósa er alltaf skemmtilegt: Hvort sem við gefum hrósið eða fáum hrós. Eins að gefa sér tíma í breytingarnar. Þannig að næst þegar þú heyrir sjálfan þig andvarpa yfir umgengninni heima fyrir, er um að gera að velta fyrir sér hvað í nálguninni virkaði vel og hvað virkaði ekki sem skyldi. Taka sér síðan tíma til að ákveða á ný hvernig hægt er að virkja alla á sem jákvæðasta háttinn aftur. Því þegar samvinnan tekst vel, verða á endanum allir fjölskyldumeðlimirnir ánægðari. Fjölskyldumál Góðu ráðin Tengdar fréttir Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00 Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01 Jólakvíði og stress: Mörgum líður mjög illa en segja ekkert endilega frá því Nú þegar líður að jólunum eykst jólastressið hjá mörgum. Margt sem ætlunin er að gera og hjá mörgum er þetta líka álagstími í vinnunni. Hjá sumum geta vikurnar fyrir jólin þó einkennst af meiru en jólastressi, því sumt fólk upplifir þennan árstíma sem vanlíðunartíma í kvíða. 24. nóvember 2023 07:00 Fullkomnunarárátta og þrautseigja getur snúist upp í andhverfu sína „Í samfélaginu okkar er vinnusemi og dugnaður mikil dyggð. Þess vegna eru eiginleikar eins og fullkomnunarárátta eða þrautseigja oft mjög eftirsóttir eiginleikar hjá starfsfólki,“ segir Helga Lára Haarde ráðgjafi og sálfræðingur hjá Attentus. 23. júlí 2023 08:00 Sumir eru alltaf fúlir á mánudögum á meðan aðrir eru góðir alla daga Við getum öll átt okkar góðu daga og síðan þessa blessuðu daga sem teljast víst ekki eins góðir. 16. október 2023 07:06 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Síðan eru það diskarnir, glösin og jafnvel mjólk eða smjör sem stendur tímunum saman á eldhúsborðinu. Þrátt fyrir það að margsinnis sé búið að ræða hvernig hver og einn á alltaf að ganga frá eftir sig. Svo ekki sé talað um hrúguna af þvottinum sem allt í einu birtist eins og fjall í þvottahúsinu og skýrist oft af því að unglingurinn tók (loksins) til í herberginu sínu. Reglulega er síðan farið í einhvers konar átak. Mamman (stundum pabbinn) heldur ræðu um hversu mikilvægt það sé að allir hjálpist að. Skiptist jafnvel á að ganga frá eftir matinn. Sem gengur um tíma. Þar til „átakið“ gleymist og allt er komið í fyrra horf. Hvað er til ráða? Jú, um þetta hefur verið heilmikið skrifað. Ekki bara greinar heldur líka heilu bækurnar. Sem dæmi má rýna í nokkur góð ráð sem fram koma í bókum Julie Morgenstern, en hún hefur gefið út þó nokkrar bækur sem snúa að foreldrahlutverkinu, þar á meðal bækur um hvernig auka megi á samvinnu allra í fjölskyldunni heima fyrir. Lykilatriðið er viðhorfsbreyting. Þar sem nálgunin þarf að vera önnur en hún hefur verið. Og á mun jákvæðari nótum. Til dæmis þurfa foreldrar að virða tímaramma barna sinna. Ekki bara að setja reglur um hver eigi að gera hvað og svo framvegis. Samvinna getur aldrei talist vera „samvinna“ ef krakkarnir sjálfir fá engu um það ráðið hvað verið er að semja um. Þannig að hér eru nokkur ráð: 1. Úthlutun verkefna er ekki varanleg Þegar búið er að úthluta verkefnum á milli fjölskyldumeðlima, þarf að hafa í huga að ekkert plan er varanlegt. Gott er að skipta um verkefnaúthlutun reglulega. Allt frá þriggja vikna fresti yfir í einu sinni til tvisvar á ári. 2. Krakkarnir/unglingarnir eru með í ráðum Þegar verkefnum er úthlutað undir hattinum ,,samvinna,“ eru það ekki foreldrarnir sem ákveða hverjir eiga að gera hvað. Þvert á móti eru það bæði foreldrar og börn sem taka ákvörðun um það sameiginlega, hver sér um hvað. Þetta á einnig við um það þegar verkefnalistinn sjálfur er gerður. Þá er mikilvægt að krakkarnir séu með í því að ákveða, hvaða verkefni þurfa að fara á listann. 3. Að gefa sér tíma í þjálfun Ef ætlunin er að samvinnan takist sem skyldi og verði að venju, er mikilvægt að gefa sér tíma í að þjálfa börnin okkar í að vinna verkefnin. Ekki bara að úthluta verkefnum og segja að þessi eða hinn sjái um að þrífa klósettið eða að ryksuga sófann og kvarta síðan undan því síðar að eitthvað sé ekki nógu vel gert. Að gefa sér tíma í þjálfun á einnig við um stærri börn, til dæmis unglinga. 4. Að bera virðingu fyrir krökkunum Í raun snýst þetta atriði að miklu leyti um að láta af stjórnsemi. Að taka ákvörðun um það fyrirfram að vera sátt við það sem hver og einnig leggur sig fram við að gera vel, óháð því hvort við gætum gert hlutina betur sjálf. Algeng gryfja er til dæmis að foreldri yfirtaki verkefni barna sinna. Sem er ekki aðeins stjórnsemi, heldur yfirgangur. Yfirgangur foreldra er gott dæmi um virðingaleysi gagnvart því sem barn er að leggja sig fram um að gera. Hér þurfa margir foreldrar að líta í eigin barm. Við mælum síðan með því að muna eftir að hrósa. Því það að hrósa er alltaf skemmtilegt: Hvort sem við gefum hrósið eða fáum hrós. Eins að gefa sér tíma í breytingarnar. Þannig að næst þegar þú heyrir sjálfan þig andvarpa yfir umgengninni heima fyrir, er um að gera að velta fyrir sér hvað í nálguninni virkaði vel og hvað virkaði ekki sem skyldi. Taka sér síðan tíma til að ákveða á ný hvernig hægt er að virkja alla á sem jákvæðasta háttinn aftur. Því þegar samvinnan tekst vel, verða á endanum allir fjölskyldumeðlimirnir ánægðari.
Fjölskyldumál Góðu ráðin Tengdar fréttir Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00 Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01 Jólakvíði og stress: Mörgum líður mjög illa en segja ekkert endilega frá því Nú þegar líður að jólunum eykst jólastressið hjá mörgum. Margt sem ætlunin er að gera og hjá mörgum er þetta líka álagstími í vinnunni. Hjá sumum geta vikurnar fyrir jólin þó einkennst af meiru en jólastressi, því sumt fólk upplifir þennan árstíma sem vanlíðunartíma í kvíða. 24. nóvember 2023 07:00 Fullkomnunarárátta og þrautseigja getur snúist upp í andhverfu sína „Í samfélaginu okkar er vinnusemi og dugnaður mikil dyggð. Þess vegna eru eiginleikar eins og fullkomnunarárátta eða þrautseigja oft mjög eftirsóttir eiginleikar hjá starfsfólki,“ segir Helga Lára Haarde ráðgjafi og sálfræðingur hjá Attentus. 23. júlí 2023 08:00 Sumir eru alltaf fúlir á mánudögum á meðan aðrir eru góðir alla daga Við getum öll átt okkar góðu daga og síðan þessa blessuðu daga sem teljast víst ekki eins góðir. 16. október 2023 07:06 Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Samsett fjölskylda: Stjúpforeldrar oft óöryggir með hlutverk sitt Í flestum stórfjölskyldum þekkjast dæmi um samsettar fjölskyldur. Þar sem par tekur saman með börn úr fyrra sambandi, ýmist frá öðrum aðilanum eða báðum. 12. mars 2023 09:00
Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01
Jólakvíði og stress: Mörgum líður mjög illa en segja ekkert endilega frá því Nú þegar líður að jólunum eykst jólastressið hjá mörgum. Margt sem ætlunin er að gera og hjá mörgum er þetta líka álagstími í vinnunni. Hjá sumum geta vikurnar fyrir jólin þó einkennst af meiru en jólastressi, því sumt fólk upplifir þennan árstíma sem vanlíðunartíma í kvíða. 24. nóvember 2023 07:00
Fullkomnunarárátta og þrautseigja getur snúist upp í andhverfu sína „Í samfélaginu okkar er vinnusemi og dugnaður mikil dyggð. Þess vegna eru eiginleikar eins og fullkomnunarárátta eða þrautseigja oft mjög eftirsóttir eiginleikar hjá starfsfólki,“ segir Helga Lára Haarde ráðgjafi og sálfræðingur hjá Attentus. 23. júlí 2023 08:00
Sumir eru alltaf fúlir á mánudögum á meðan aðrir eru góðir alla daga Við getum öll átt okkar góðu daga og síðan þessa blessuðu daga sem teljast víst ekki eins góðir. 16. október 2023 07:06