Handbolti

„Verðum bara Forsetabikarsmeistarar í staðinn“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Þórey Rósa ætlar að vinna Forsetabikarinn.
Þórey Rósa ætlar að vinna Forsetabikarinn. EPA-EFE/Beate Oma

Þórey Rósa Stefánsdóttir var eðlilega, líkt og aðrir leikmenn Íslands, svekkt eftir jafntefli kvöldsins við Angóla. Angóla fer í milliriðil á kostnað Íslands.

Aðspurð hvort niðurstaðan hafi verið grátleg segir Þórey Rósa:

„Þetta var það. Minnsti mögulegi munur að fara ekki áfram. Mér finnst við betri en þetta lið og þess vegna er ég rosalega svekkt að hafa ekki náð að taka þennan sigur í dag miðað við hvernig við spiluðum og hvað við getum.“

En hvernig eru tilfinningarnar?

„Allar sem þú getur ímyndað þér. Ég er svekkt, þreytt, glöð og allskonar. Þetta er erfitt akkúrat núna.“

Þórey Rósa kveðst stolt af frammistöðunni, þó örlítið hafi vantað upp á.

„Ég er stolt af því hvernig við komum inn í leikinn og ætluðum okkur að vinna þetta. Það var rosalega lítið sem vantaði upp á. Auðvitað eru þættir sem maður vildi hafa gert betur. Við vorum með þær varnarlega en náðum ekki að keyra nógu vel á þær,“

„En mikið hrikalega er þetta svekkjandi akkúrat núna.“

Klippa: Mér finnst við betri en þetta lið

Ísland fer til Danmerkur að spila í Forsetabikarnum. Markmiðin í framhaldinu eru skýr. 

„Við erum lið á uppleið. Það er alveg klárt mál. Þess vegna hefði maður viljað fara áfram til Þrándheims og spila þennan riðil sem hefði beðið þar. En við verðum þá bara að verða Forsetabikarsmeistarar í staðinn.“ segir Þórey Rósa.

Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×