Keppir á Evrópumótinu sex mánuðum eftir að hún eignaðist barn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2023 09:00 Lucie Martinsdóttir Stefanikova með barnið sitt í lyftingarsalnum. @lucie_martins_lifts Lucie Stefaniková verður er ein af fjórum keppendum Íslands sem tekur þátt í Evrópumeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum fer fram dagana 4. til 9. desember í Tartu í Eistlandi. Það sem gerir það svo sérstakt að Lucie eignaðist barn 21. maí síðastliðinn. Hún keppir því á EM aðeins sex og hálfum mánuði eftir að hún eignaðist barn. Lucie vakti athygli á meðgöngunni þegar hún lyfti nærri hálfu tonni þrátt fyrir að vera komin sjö mánuði á leið. „Þetta er líka þriðja meðganga og ég er mjög örugg, treysti sjálfri mér mér og veit hvað ég er að gera. Ég hlusta á líkamann og þó þetta sé þungt fyrir venjulegt fólk þá er þetta langt frá mínu besta því ég er auðvitað að passa mig á meðgöngunni,“ sagði Lucie í samtali við Svövu Kristínu í íþróttafréttum Stöðvar 2 á sínum tíma. Lucie keppir fyrir hönd Stjörnunnar og styrktarþjálfari að atvinnu. Hún varð Íslandsmeistari í kraftlyftingum í mars og eignaðist svo barnið í maí. Nú í desember er hún síðan mætt á EM. Lucie er að keppa á sínu fyrsta Evrópumóti en hún keppti einnig á HM 2022. Lucy sem keppir í -76 kg flokki stígur á pallinn föstudaginn 8. desember kl. 13:00. Hinir þrír íslensku keppendurnir eru Friðbjörn Bragi Hlynsson, Viktor Samúelsson og Kristín Þórhallsdóttir. Friðbjörn Bragi keppir fyrst í dag. Hann keppir í -83 kg flokki en hann er að keppa í annað sinn á EM í opnum aldursflokki. Viktor Samúelsson keppir í -105 kg flokki en hann er þaulreyndur keppandi og hefur keppt á fjölmörgum alþjóðamótum. Viktor keppir fimmtudaginn 7. desember klukkan 13.00. Kristín Þórhallsdóttir keppir í -84 kg flokki og hefur átt góðu gengi að fagna síðastliðin ár á alþjóðamótum. Hún vann til silfurverðlauna á EM 2022 og varð Evrópumeistari árið 2021. Kristín keppir laugardaginn 9. desember klukkan 8.00. View this post on Instagram A post shared by Lucie Martinsdóttir Stefanikova (@lucie_martins_lifts) Lyftingar Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fleiri fréttir Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Sjá meira
Það sem gerir það svo sérstakt að Lucie eignaðist barn 21. maí síðastliðinn. Hún keppir því á EM aðeins sex og hálfum mánuði eftir að hún eignaðist barn. Lucie vakti athygli á meðgöngunni þegar hún lyfti nærri hálfu tonni þrátt fyrir að vera komin sjö mánuði á leið. „Þetta er líka þriðja meðganga og ég er mjög örugg, treysti sjálfri mér mér og veit hvað ég er að gera. Ég hlusta á líkamann og þó þetta sé þungt fyrir venjulegt fólk þá er þetta langt frá mínu besta því ég er auðvitað að passa mig á meðgöngunni,“ sagði Lucie í samtali við Svövu Kristínu í íþróttafréttum Stöðvar 2 á sínum tíma. Lucie keppir fyrir hönd Stjörnunnar og styrktarþjálfari að atvinnu. Hún varð Íslandsmeistari í kraftlyftingum í mars og eignaðist svo barnið í maí. Nú í desember er hún síðan mætt á EM. Lucie er að keppa á sínu fyrsta Evrópumóti en hún keppti einnig á HM 2022. Lucy sem keppir í -76 kg flokki stígur á pallinn föstudaginn 8. desember kl. 13:00. Hinir þrír íslensku keppendurnir eru Friðbjörn Bragi Hlynsson, Viktor Samúelsson og Kristín Þórhallsdóttir. Friðbjörn Bragi keppir fyrst í dag. Hann keppir í -83 kg flokki en hann er að keppa í annað sinn á EM í opnum aldursflokki. Viktor Samúelsson keppir í -105 kg flokki en hann er þaulreyndur keppandi og hefur keppt á fjölmörgum alþjóðamótum. Viktor keppir fimmtudaginn 7. desember klukkan 13.00. Kristín Þórhallsdóttir keppir í -84 kg flokki og hefur átt góðu gengi að fagna síðastliðin ár á alþjóðamótum. Hún vann til silfurverðlauna á EM 2022 og varð Evrópumeistari árið 2021. Kristín keppir laugardaginn 9. desember klukkan 8.00. View this post on Instagram A post shared by Lucie Martinsdóttir Stefanikova (@lucie_martins_lifts)
Lyftingar Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Fleiri fréttir Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Sjá meira