Conor hefur orðið æ pólítískari í skrifum sínum á samfélagsmiðlum að undanförnu og í færslu í gær nefndi hann þrjá mögulega mótherja sína í forsetakosningunum 2025.
Ireland, your President. pic.twitter.com/MdLQZzUwiI
— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) December 4, 2023
Þetta eru þeir Gerry Adams, Bertie Aherne og Enda Kenny. Þeir eru allir á áttræðisaldri. Conor tókst samt að hafa aldurinn á þeim öllum rangan í færslu sinni. Hann sagði að Adams væri 78 ára (er 75 ára), Ahern 75 ára (er 72 ára) og Kenny 74 ára (er 72 ára).
Potential competition if I run. Gerry, 78. Bertie. 75. Enda, 74. Each with unbreakable ties to their individual parties politics. Regardless of what the public outside of their parties feel. These parties govern themselves vs govern the people. Or me, 35. Young, active, pic.twitter.com/HiLn3jAQ2e
— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) December 4, 2023
Conor tefldi sjálfum sér fram sem andstæðu gamlingjanna og sagði að hann væri ungur, ferskur og fullur af orku.
Bardagakappinn var einnig með skoðanakönnun hvern fólk ætlaði að kjósa sem næsta forseta Írlands. Hann hefur fengið næstum því níutíu prósent atkvæða.
Who gets your vote for President as it stands today?
— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) December 4, 2023
Michael D. Higgins hefur verið forseti Írlands frá 2011. Hann er 82 ára.