Toppliðið stal sigrinum af nýliðunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. desember 2023 22:17 Arsenal slapp með skrekkinn gegn nýliðum Luton í kvöld. Catherine Ivill/Getty Images Arsenal, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, slapp með skrekkinn er liðið vann 4-3 útisigur gegn nýliðum Luton í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Eins og við var að búast voru það gestirnir í Arsenal sem voru sterkari aðilinn í leiknum og þeir tóku forystuna á 20. mínútu þegar Gabriel Martinelli kom boltanum í netið eftir undirbúning Bukayo Saka. Heimamenn jöfnuðu þó metin aðeins fimm mínútum síðar þegar Gabriel Osho stangaði hornspyrnu Alfie Doughty í netið, en Gabriel Jesus sá til þess að Skytturnar í Arsenal fóru með forystuna inn í hálfleikinn með marki á 45. mínútu. Nýliðarnir í Luton jöfnuðu þó metin á ný snemma í síðari hálfleik. Aftur var það hornspyrna Alfie Doughty sem fann samherja inni á teignum, en í þetta sinn var það Elijah Adebayo sem skallaði boltann í netið. Á 57. mínútu ætlaði svo allt um koll að keyra á Kenilworth Road þegar Ross Barkley kom heimamönnum í forystu eftir gott samspil við Andros Townsend. Adam var þó ekki lengi í paradís því aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Kai Havertz metin fyrir Arsenal og enn var hálftími eftir af leiknum. Þrátt fyrir þunga sókn gestanna það sem eftir lifði leiks leit út fyrir að jafntefli yrði niðurstaðan. Það var þó ekki fyrr en að tæp mínúta var komin fram yfir uppgefinn uppbótartíma að Arsenal tókst loksins að finna netmöskvana þegar fyrirgjöf Martin Ødegaard rataði á ennið á Declan Rice sem skallaði boltann í netið og tryggði Skyttunum ótrúlegan sigur. Arsenal trónir enn á toppi deildarinnar, nú með 36 stig eftir 15 leiki, fimm stigum meira en Liverpool sem situr í öðru sæti og á leik til góða. Luton situr hins vegar í 17. sæti með níu stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið. Enski boltinn
Arsenal, topplið ensku úrvalsdeildarinnar, slapp með skrekkinn er liðið vann 4-3 útisigur gegn nýliðum Luton í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Eins og við var að búast voru það gestirnir í Arsenal sem voru sterkari aðilinn í leiknum og þeir tóku forystuna á 20. mínútu þegar Gabriel Martinelli kom boltanum í netið eftir undirbúning Bukayo Saka. Heimamenn jöfnuðu þó metin aðeins fimm mínútum síðar þegar Gabriel Osho stangaði hornspyrnu Alfie Doughty í netið, en Gabriel Jesus sá til þess að Skytturnar í Arsenal fóru með forystuna inn í hálfleikinn með marki á 45. mínútu. Nýliðarnir í Luton jöfnuðu þó metin á ný snemma í síðari hálfleik. Aftur var það hornspyrna Alfie Doughty sem fann samherja inni á teignum, en í þetta sinn var það Elijah Adebayo sem skallaði boltann í netið. Á 57. mínútu ætlaði svo allt um koll að keyra á Kenilworth Road þegar Ross Barkley kom heimamönnum í forystu eftir gott samspil við Andros Townsend. Adam var þó ekki lengi í paradís því aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Kai Havertz metin fyrir Arsenal og enn var hálftími eftir af leiknum. Þrátt fyrir þunga sókn gestanna það sem eftir lifði leiks leit út fyrir að jafntefli yrði niðurstaðan. Það var þó ekki fyrr en að tæp mínúta var komin fram yfir uppgefinn uppbótartíma að Arsenal tókst loksins að finna netmöskvana þegar fyrirgjöf Martin Ødegaard rataði á ennið á Declan Rice sem skallaði boltann í netið og tryggði Skyttunum ótrúlegan sigur. Arsenal trónir enn á toppi deildarinnar, nú með 36 stig eftir 15 leiki, fimm stigum meira en Liverpool sem situr í öðru sæti og á leik til góða. Luton situr hins vegar í 17. sæti með níu stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti