Gúgluðu Óla Stef um leið og fregninar bárust Aron Guðmundsson skrifar 6. desember 2023 08:01 Ólafur Stefánsson er þjálfari þýska B-deildar liðsins Aue. Getty Íslenski markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson horfir fram á bjartari tíma hjá liði sínu Aue í þýsku B-deildinni í handbolta nú þegar að Ólafur Stefánsson hefur tekið við þjálfun liðsins. Verkefnið framundan er þó ærið og situr Aue á botni deildarinnar. Ólafur hefur hins vegar, að mati Sveinbjarnar, komið inn með margar góðar og jákvæðar breytingar á skömmum tíma. Það hefur fátt gengið upp á tímabilinu hjá Aue til þessa. Liðið hefur aðeins náð í tvo sigra og stendur taphrina þess nú í fjórum leikjum. „Þetta er búið að ganga brösuglega og nýlega var skipt um þjálfara,“ segir Sveinbjörn, markvörður Aue, í samtali við Vísi. „Það má kannski segja að það vanti bara smá reynslu í liðið. Að stórum hluta til erum við með leikmenn sem eru á sínu fyrsta tímabili í B-deildinni eða bara á sínu fyrsta eða öðru ári í aðalliðinu.“ Sveinbjörn er afar reynslumikill markvörður og á að baki bæði feril hér heima sem og í atvinnumennsku. Þá á hann einnig landsleiki fyrir íslands hönd. Þrátt fyrir úrslitin hingað til sér Sveinbjörn klár merki um að það búi hæfileikar í ungu leikmönnum liðsins. Getan til þess að gera betur sé til staðar. „Það sem hefur verið að fara með okkur er bara smá reynsluleysi. Ef við tökum sem dæmi síðasta tap hjá okkur, þá er það sem skilur á milli liðanna bara tæknifeilar. Tapaðir boltar og í nútíma handbolta er þér refsað fyrir svoleiðis mistök með marki í bakið. Það hefur verið að kosta okkur hingað til.“ Forráðamenn Aue ákváðu í síðasta mánuði að gera breytingar á þjálfarateymi liðsins og var íslenska handboltagoðsögnin, Ólafur Stefánsson ráðinn sem þjálfari liðsins til loka yfirstandandi tímabils. „Hann þarf að koma inn og fær það verkefni að breyta gengi liðsins á skömmum tíma. Hann hefur hins vegar verið fljótur að láta til sín taka. Menn eru að læra mjög fagleg vinnubrögð af honum. Hvort sem um ræðir á skrifstofunni eða hjá leikmönnunum sjálfum. Þrátt fyrir að úrslitin hafi ekki verið að falla með okkur sér maður engu að síður mikla bætingu hjá leikmönnum og liðinu. Stigin fara að detta inn hjá okkur. Það er ég viss um.“ Kom og greip strax inn í Þrátt fyrir stuttan tíma í starfi hefur Ólafur, að mati Sveinbjarnar, tekist að koma á mörgum jákvæðum breytingum. „Það fyrsta sem maður tekur eftir hjá honum eru bara þau faglegu vinnubrögð sem hann býr yfir. Hvað hann er í þessu af lífi og sál. Hann er allan daginn upp á skrifstofu, liggur yfir myndböndum af leikjum okkar og kemur skilaboðum vel áfram til leikmanna. Það hefur vantað upp á þessa hluti hjá okkur og það hefur sýnt sig hjá liðinu. Ég ætla ekkert að fara út í síðasta þjálfara sem við höfðum en það var bara ekki búið að taka á ákveðnum hlutum hérna í lengri tíma. Óli er búinn að koma inn og grípa strax inn í þessi atriði sem manni fannst vanta upp á. Ég sé bætingu hjá okkur æfingu frá æfingu.“ Klippa: Gúgluðu Óla Stef er breytingarnar gengu í gegn Fundirnir hjá Óla séu beinskeyttir. „Skilaboðin eru einföld sem og reglurnar. En svo tekur það bara mislangan tíma hjá mönnum að sía þetta inn í sitt kerfi. Mér finnst vera bæting hjá okkur viku til viku. Það er náttúrulega erfitt fyrir Óla að stíga inn á þessum tímapunkti. Þetta væri allt annað ef hann hefði haft einn og hálfan til tvo mánuði til að undirbúa liðið fyrir tímabilið en hann þarf að stíga inn strax og breyta hlutunum. Það sem ég hef séð og heyrt frá strákunum í liðinu er að þeir eru móttækilegir og opnir fyrir hugmyndum Ólafs.“ „Vá!“ Ólafur Stefánsson er einn besti handboltamaður sögunnar og því ekki skrítið að fréttirnar af því að hann yrði nýr þjálfari Aue, hafi haft áhrif á leikmenn liðsins. „Ég verð nú að viðurkenna að fyrstu viðbrögð hjá leikmönnum voru bara „vá!“. Nokkrir af yngri leikmönnunum fóru strax í símana þar sem að þeir gúgluðu hann og horfðu á myndbrot frá hans leikmannaferli. Sáu hvernig hann var sem leikmaður.“ Ferill Ólafs sem leikmaður talar sínu máli. Magnaður. Hvernig Ólafur sjálfur kom inn í verkefnið hafi einnig verið aðdáunarvert. „Hann er mjög auðmjúkur. Maður skynjar ekkert nema bara góða nærveru frá honum og hann hefur tekur þátt að fullu í þessu. Hann er góður í mannlegum samskiptum, maður á mann, og gefur af sér til leikmanna og þjálfarateymisins. Maður sér það bara á honum að hann ætlar að gefa allt í þetta. Það smitar frá sér samstundis í leikmannahópinn. Maður finnur breytingu á því hvernig menn mæta á æfingar, hvernig þeir æfa. Þessi ráðning ýtti mönnum upp á annað stig. Ef menn ætla sér lengra í íþróttinni, þá geta þeir lært mikið af Ólafi, hans hugarfari og vinnubrögðum.“ Þýski handboltinn Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
Það hefur fátt gengið upp á tímabilinu hjá Aue til þessa. Liðið hefur aðeins náð í tvo sigra og stendur taphrina þess nú í fjórum leikjum. „Þetta er búið að ganga brösuglega og nýlega var skipt um þjálfara,“ segir Sveinbjörn, markvörður Aue, í samtali við Vísi. „Það má kannski segja að það vanti bara smá reynslu í liðið. Að stórum hluta til erum við með leikmenn sem eru á sínu fyrsta tímabili í B-deildinni eða bara á sínu fyrsta eða öðru ári í aðalliðinu.“ Sveinbjörn er afar reynslumikill markvörður og á að baki bæði feril hér heima sem og í atvinnumennsku. Þá á hann einnig landsleiki fyrir íslands hönd. Þrátt fyrir úrslitin hingað til sér Sveinbjörn klár merki um að það búi hæfileikar í ungu leikmönnum liðsins. Getan til þess að gera betur sé til staðar. „Það sem hefur verið að fara með okkur er bara smá reynsluleysi. Ef við tökum sem dæmi síðasta tap hjá okkur, þá er það sem skilur á milli liðanna bara tæknifeilar. Tapaðir boltar og í nútíma handbolta er þér refsað fyrir svoleiðis mistök með marki í bakið. Það hefur verið að kosta okkur hingað til.“ Forráðamenn Aue ákváðu í síðasta mánuði að gera breytingar á þjálfarateymi liðsins og var íslenska handboltagoðsögnin, Ólafur Stefánsson ráðinn sem þjálfari liðsins til loka yfirstandandi tímabils. „Hann þarf að koma inn og fær það verkefni að breyta gengi liðsins á skömmum tíma. Hann hefur hins vegar verið fljótur að láta til sín taka. Menn eru að læra mjög fagleg vinnubrögð af honum. Hvort sem um ræðir á skrifstofunni eða hjá leikmönnunum sjálfum. Þrátt fyrir að úrslitin hafi ekki verið að falla með okkur sér maður engu að síður mikla bætingu hjá leikmönnum og liðinu. Stigin fara að detta inn hjá okkur. Það er ég viss um.“ Kom og greip strax inn í Þrátt fyrir stuttan tíma í starfi hefur Ólafur, að mati Sveinbjarnar, tekist að koma á mörgum jákvæðum breytingum. „Það fyrsta sem maður tekur eftir hjá honum eru bara þau faglegu vinnubrögð sem hann býr yfir. Hvað hann er í þessu af lífi og sál. Hann er allan daginn upp á skrifstofu, liggur yfir myndböndum af leikjum okkar og kemur skilaboðum vel áfram til leikmanna. Það hefur vantað upp á þessa hluti hjá okkur og það hefur sýnt sig hjá liðinu. Ég ætla ekkert að fara út í síðasta þjálfara sem við höfðum en það var bara ekki búið að taka á ákveðnum hlutum hérna í lengri tíma. Óli er búinn að koma inn og grípa strax inn í þessi atriði sem manni fannst vanta upp á. Ég sé bætingu hjá okkur æfingu frá æfingu.“ Klippa: Gúgluðu Óla Stef er breytingarnar gengu í gegn Fundirnir hjá Óla séu beinskeyttir. „Skilaboðin eru einföld sem og reglurnar. En svo tekur það bara mislangan tíma hjá mönnum að sía þetta inn í sitt kerfi. Mér finnst vera bæting hjá okkur viku til viku. Það er náttúrulega erfitt fyrir Óla að stíga inn á þessum tímapunkti. Þetta væri allt annað ef hann hefði haft einn og hálfan til tvo mánuði til að undirbúa liðið fyrir tímabilið en hann þarf að stíga inn strax og breyta hlutunum. Það sem ég hef séð og heyrt frá strákunum í liðinu er að þeir eru móttækilegir og opnir fyrir hugmyndum Ólafs.“ „Vá!“ Ólafur Stefánsson er einn besti handboltamaður sögunnar og því ekki skrítið að fréttirnar af því að hann yrði nýr þjálfari Aue, hafi haft áhrif á leikmenn liðsins. „Ég verð nú að viðurkenna að fyrstu viðbrögð hjá leikmönnum voru bara „vá!“. Nokkrir af yngri leikmönnunum fóru strax í símana þar sem að þeir gúgluðu hann og horfðu á myndbrot frá hans leikmannaferli. Sáu hvernig hann var sem leikmaður.“ Ferill Ólafs sem leikmaður talar sínu máli. Magnaður. Hvernig Ólafur sjálfur kom inn í verkefnið hafi einnig verið aðdáunarvert. „Hann er mjög auðmjúkur. Maður skynjar ekkert nema bara góða nærveru frá honum og hann hefur tekur þátt að fullu í þessu. Hann er góður í mannlegum samskiptum, maður á mann, og gefur af sér til leikmanna og þjálfarateymisins. Maður sér það bara á honum að hann ætlar að gefa allt í þetta. Það smitar frá sér samstundis í leikmannahópinn. Maður finnur breytingu á því hvernig menn mæta á æfingar, hvernig þeir æfa. Þessi ráðning ýtti mönnum upp á annað stig. Ef menn ætla sér lengra í íþróttinni, þá geta þeir lært mikið af Ólafi, hans hugarfari og vinnubrögðum.“
Þýski handboltinn Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti