Lífið

Gítar­leikari Wings er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Denny Laine á tónleikum í Illinois árið 2019.
Denny Laine á tónleikum í Illinois árið 2019. Ap

Enski tónlistarmaðurinn Denny Laine, sem var aðalsöngvari sveitarinnar Moody Blues og gítarleikari sveitarinnar Wings, er látinn. Hann varð 79 ára gamall.

Elizabeth Hines, eiginkona Laine, segir hann hafa andast eftir að hafa glímt við lungnaveikindi um langt skeið.

Laine söng lögin á metsöluplötu Moody Blues, Go Now og samdi stórsmell Wings, Mull of Kintyre, ásamt fyrrverandi Bítlinum, Paul McCartney.

McCartney minnist Laine á Instagram þar sem hann segir Laine hafa verið „framúrskarandi söngvara og gítarleikara“. 

Þá hafi hann verið með mikinn húmor og ávallt verið reiðubúinn að aðstoða aðra. McCartney segir að með árunum hafi leiðir þeirra legið í sundur en að á síðustu árum hafi þeir aftur náð saman rifjað upp gamla og góða tíma.

Danny Laine, sem hét Brian Hines réttu nafni, ólst upp í Birmingham og sagði djassgosögnina Django Reinhardt hafa orðið til þess að hann hafi farið að spila á gítar. Í byrjun tónlistarferilsins var hann forsprakki sveitarinnar Denny Laine and the Diplomats þar sem í voru tónlistarmenn á borð við Bev Bevan, sem átti síðar eftir að verða trymbill ELO.

Laine gekk síðar til liðs The Moody Blues eftir að Denny Laine and the Diplomats mistókst að landa samninga.

Meðal smella Moody Blues voru lög á borð við From The Bottom of My Heart (I Love You) og Bye Bye Bird.

McCartney tilkynnti svo um stofnun Wings árið 1971 sem var fyrsta sveit hans eftir að Bítlarnir hættu saman. Laine var þar fenginn til að spila á gítar, bassa og styðja við bakið á McCartney og eiginkonu hans, Lindu,  í lögum eins og Jet, Band on the Run og Live and Let Die

Hljómsveitin Wings leystist svo upp árið 1981.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.