Atlantic og FH fara jöfn í jólin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2023 21:53 Brnr og Wzrd toppuðu stigatöflurnar í leiknum. Atlantic höfðu sigur gegn FH er liðin mættust á Anubis fyrr í kvöld. Atlantic hóf leikinn í vörn gegn sókn FH-inga. Liðin fóru jöfn af stað áður en FH-ingar brutu sig aðeins frá Atlantic, en staðan var 3-5 eftir átta lotur þar sem FH litu vel út á vellinum. VCTR leiddi þar fellutöfluna en hann var með 13 fellur eftir tíu lotur. Lest FH-inga var á fullu stími í fyrri hálfleik og sigruðu þeir allar lotur sem eftir lifðu hans. Atlantic voru því ekki í kjörstöðu með aðeins þrjá lotusigra í vörn. Staðan í hálfleik: 3-9 Atlantic fundu loks taktinn í upphafi seinni hálfleiks þar sem Brnr var allt í öllu í sókn Atlantic. Í fimmtándu lotu felldi hann alla FH-inga og fékk þar með ás og Atlantic búnir að minnka muninn í 6-9. Loks tókst Atlantic að jafna leikinn í tuttugustu lotu og staðan á 10-10. FH höfðu engin svör í vörninni og Atlantic sigruðu allar lotur sem eftir voru af leiknum og fundu því sigurinn gegn FH. Lokatölur: 13-10. Atlantic jafna því FH á stigum en liðin eru í sjötta og sjöunda sæti með 10 stig hvort. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn
Atlantic hóf leikinn í vörn gegn sókn FH-inga. Liðin fóru jöfn af stað áður en FH-ingar brutu sig aðeins frá Atlantic, en staðan var 3-5 eftir átta lotur þar sem FH litu vel út á vellinum. VCTR leiddi þar fellutöfluna en hann var með 13 fellur eftir tíu lotur. Lest FH-inga var á fullu stími í fyrri hálfleik og sigruðu þeir allar lotur sem eftir lifðu hans. Atlantic voru því ekki í kjörstöðu með aðeins þrjá lotusigra í vörn. Staðan í hálfleik: 3-9 Atlantic fundu loks taktinn í upphafi seinni hálfleiks þar sem Brnr var allt í öllu í sókn Atlantic. Í fimmtándu lotu felldi hann alla FH-inga og fékk þar með ás og Atlantic búnir að minnka muninn í 6-9. Loks tókst Atlantic að jafna leikinn í tuttugustu lotu og staðan á 10-10. FH höfðu engin svör í vörninni og Atlantic sigruðu allar lotur sem eftir voru af leiknum og fundu því sigurinn gegn FH. Lokatölur: 13-10. Atlantic jafna því FH á stigum en liðin eru í sjötta og sjöunda sæti með 10 stig hvort.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn