Ýmir fer til Göppingen: „Mikilvægur í vörn og sókn“ Sindri Sverrisson skrifar 8. desember 2023 10:26 Ýmir Örn Gíslason hefur ákveðið að skipta um lið í Þýskalandi næsta sumar. Áður en að því kemur spilar hann með íslenska landsliðinu á EM í janúar, sem einmitt fer fram í Þýskalandi. VÍSIR/VILHELM Landsliðsmaðurinn Ýmir Örn Gíslason söðlar um í Þýskalandi næsta sumar og gengur í raðir Göppingen frá Rhein-Neckar Löwen. Honum er ætlað stórt hlutverk í nýja liðinu. Ýmir er 26 ára gamall línu- og varnarmaður. Hans meginhlutverk hjá Löwen hefur verið varnarhlutverkið en hjá Göppingen á Ýmir að spila stóra rullu bæði í vörn og sókn. Ýmir hefur verið hjá Löwen frá því í febrúar 2020 og spilað með íslenska landsliðinu frá árinu 2017. Hann varð bikarmeistari með Löwen í vor og hefur einnig unnið titla með Val þar sem hann er uppalinn. Ýmir, sem er á leið á EM í janúar með íslenska landsliðinu, vonast til að með því að færa sig yfir til Göppingen taki hann meiri þátt í sóknarleiknum en hann hefur skorað 61 mark í 123 leikjum í þýsku 1. deildinni. View this post on Instagram A post shared by FRISCH AUF! Go ppingen (@frischaufgp) „Í Ými fáum við leikmann með sterkt hugarfar sem, þrátt fyrir ungan aldur, býr yfir mikilli alþjóðlegri reynslu og þekkir þýsku deildina vel. Hann mun leika mikilvægt hlutverk bæði í vörn og sókn og verður einnig góður náungi fyrir liðið,“ sagð Christian Schöne, yfirmaður íþróttamála hjá Göppingen, á heimasíðu félagsins. Á síðunni er sömuleiðis haft eftir Ými: „Ég er mjög stoltur af því að hafa skrifað undir samning við Göppingen. Þetta er félag með langa sögu sem það má vera stolt af, sterkt lið í bestu deild heims og stórkostlega stuðningsmenn. Félagið er metnaðarfullt gagnvart framtíðinni og ég hlakka mikið til að klæðast grænu og hvítu treyjunni og spila handbolta í Hölle Süd.“ Þýski handboltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Ýmir er 26 ára gamall línu- og varnarmaður. Hans meginhlutverk hjá Löwen hefur verið varnarhlutverkið en hjá Göppingen á Ýmir að spila stóra rullu bæði í vörn og sókn. Ýmir hefur verið hjá Löwen frá því í febrúar 2020 og spilað með íslenska landsliðinu frá árinu 2017. Hann varð bikarmeistari með Löwen í vor og hefur einnig unnið titla með Val þar sem hann er uppalinn. Ýmir, sem er á leið á EM í janúar með íslenska landsliðinu, vonast til að með því að færa sig yfir til Göppingen taki hann meiri þátt í sóknarleiknum en hann hefur skorað 61 mark í 123 leikjum í þýsku 1. deildinni. View this post on Instagram A post shared by FRISCH AUF! Go ppingen (@frischaufgp) „Í Ými fáum við leikmann með sterkt hugarfar sem, þrátt fyrir ungan aldur, býr yfir mikilli alþjóðlegri reynslu og þekkir þýsku deildina vel. Hann mun leika mikilvægt hlutverk bæði í vörn og sókn og verður einnig góður náungi fyrir liðið,“ sagð Christian Schöne, yfirmaður íþróttamála hjá Göppingen, á heimasíðu félagsins. Á síðunni er sömuleiðis haft eftir Ými: „Ég er mjög stoltur af því að hafa skrifað undir samning við Göppingen. Þetta er félag með langa sögu sem það má vera stolt af, sterkt lið í bestu deild heims og stórkostlega stuðningsmenn. Félagið er metnaðarfullt gagnvart framtíðinni og ég hlakka mikið til að klæðast grænu og hvítu treyjunni og spila handbolta í Hölle Süd.“
Þýski handboltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira