Þetta staðfesti Kyrgios á OnlyFans síðu sinni í dag, en þessi 28 ára gamli Ástrali heur misst af öllum fjórum risamótum ársins vegna meiðsla. Hann hefur aðeins leikið einn leik á ATP-mótaröðinni í ár þar sem hann þurfti að sætta sig við tap gegn hinum kínverska Wu Yibing í júní.
„Ég vil vera viss um að líkami minn fái þann tíma sem hann þarf til að ná sér af þessum meiðslum,“ sagði Kyrgios meðal annars á OnlyFans síðu sinni.
Nick Kyrgios has confirmed his withdrawal from next month’s Australian Open for a second successive year due to ongoing injury problems 🇦🇺 ❌
— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 9, 2023
Kyrgios mun þó taka þátt á mótinu á annan hátt, en hann sagði sjálfur frá því að hann myndi lýsa einhverjum leikjum á mótinu.
Opna ástralska risamótið í tennis fer fram í janúar á næsta ári þar sem hinn serbneski Novak Djokovic á titil að verja. Mótið hefst 14. janúar og úrslitaleikurinn fer fram sléttum tveimur vikum síðar.