Bestu jólahúsin þar sem fólk gengur aðeins lengra Lovísa Arnardóttir skrifar 10. desember 2023 20:01 Eitt árið var bleikt þema í garðinum hjá Jóni. Hann segir lægðirnar hafa leikið sig svo illa að skreytingarnar eru lágstemmdari í ár. Samsett Jón Helgason hefur síðustu þrjú ár safnað á sérstakt kort upplýsingum og myndum af best skreyttu jólahúsunum á landinu. Kort ársins er enn í vinnslu en Jón segir að hann langi sérstaklega fá meira frá landsbyggðinni. Samhliða kortinu rekur hann Facebook-síðuna Jólahúsin í bænum, þar sem hann safnar saman myndum af húsum og fær upplýsingar frá öðrum. Í hópnum eru alls um fjögur þúsund manns og bættust um þúsund við í gær. Kortið er aðgengilegt hér. „Þetta hefur auðvitað verði þekkt í mörg ár, jólahúsin í bænum. Það var alltaf mikið upp á Ártúnsholti og fólk vissi af því. Svo var frændi minn, Sigtryggur Helgason, á Bústaðavegi og var oft í fréttum,“ segir Jón og að hann hafi þar fengið áhuga á jólaskreytingum utandyra. „Svo var það jólin 2021. Þegar Covid var hvað leiðinlegast og margir voru í einangrun að ég ákvað að gera þessa síðu, Jólahúsin í bænum,“ segir Jón og að fyrirmyndin hafi verið kortin sem eru gerð fyrir börn á Hrekkjavöku. Svona eru skreytingarnar á Silfurbraut á Höfn í Hornafirði. Jón segist vita af fleiri vel skreyttum húsum og vonast til að fá myndir af þeim til að setja á kortið. Aðsend „Ég svosem er ekki saklaus af þessum skreytingum þó ég sé rólegri í ár. En fyrstu jólin fór ég dálítið á kreik og fann húsin og setti inn og myndir. Þetta tókst sjálft á loft og fyrstu jólin komu um tvö þúsund manns inn á síðuna,“ segir Jón. Hann segir að síðan sé auðvitað árstíðabundin en að hann reyni að halda henni á lífi allt árið. Hann minni yfirleitt á það í júlí eða ágúst hvað séu margir dagar til jóla og svo í október byrji fjörið. „Þá fer þetta allt af stað. Heima hjá mér erum við oftast búin að skreyta úti í byrjun október og það er orðið fullskreytt inni í byrjun nóvember, með jólatré og allt.“ Byrjar að minna á jólin í júlí Hann segir það geta verið dálítil vinna að reka svona síðu en að þegar myndirnar fari að koma inn frá fólki í október og nóvember þá minnki álagið. Kortið birti hann svo í gær en segist hafa verið dálítið seinn með það. „Ég auglýsti þá sérstaklega eftir húsum úti á landi. Ég hef aldrei fengið neitt frá Norðurlandi eða Vesturlandi. Ég veit ekki hvort þau eru eitthvað feimin með þetta,“ segir Jón og hlær. Hann segir gott fyrir fólk að senda inn myndir. Það komist ekki allir að skoða á bílnum og þannig geti fleiri notið gleðinnar. Hann segir að á höfuðborgarsvæðinu séu ákveðin svæði sem séu oft flott. Það sé oft einn sem byrji en það smiti svo út frá sér. Hann nefnir sem dæmi Vellina í Hafnafirði og Múlalind í Kópavogi. „Ég bíð spenntur eftir myndum af Völlunum. Það var svo flott í fyrra. Ég vanda mig yfirleitt við það á kortinu að setja myndir með þannig fólk geti ákveðið áður en það keyrir af stað hvort það vilji fara. Þetta er ekkert ósvipað Michelin flokkun fyrir veitingastaði. Ég er ekki enn farinn að gefa stjörnur en kortið á að vera þannig að þú getir farið á það og keyrt af stað. Það er fullt af flottum húsum,“ segir Jón. Kjartan i Hveragerði hefur skreytt húsið rosalega vel. Aðsend Hann segir að hann hafi svo verið spurður að því í vinnunni um daginn hvað ákvarði það hvað sé jólahús og hvað ekki. „Ég set einn bæði inn á kortið og síðuna, þannig ætli það sé ekki bara ég sem geri það. En þetta eiga að vera hús þar sem fólk gengur svona aðeins lengra,“ segir Jón og að sem dæmi hafi hann ekki sett húsið sitt á kortið í ár því skreytingarnar séu lágstemmdari en áður. „Það er svo mikið rok þar sem ég bý og ég er bara í stórtjóni jól eftir jól,“ segir Jón og að hann hafi þurft að klippa seríurnar af í fyrra. Þær verið svo skemmdar. Hann hafi því ákveðið að róa sig aðeins í skreytingum ár. Jón segist hafa skreytt mikið um árabil. Það hafi þó ekki alltaf gengið jafn vel. „Ég hef kveikt í tveimur rafmagnstöflum.“ Aðventan of stutt Spurður hvenær hann byrji að skreyta segir Jón að honum hafi alltaf þótt aðventan dálítið stutt. Því byrji hann yfirleitt í október og leyfi ljósunum að hanga uppi úti þar til í febrúar. „En það verður erfitt á þeim tíma því þá koma lægðirnar hver af annarri. Þær hafa stundum slátrað þessu hjá mér. Það hefur farið mikill peningur í þetta. Konan hefur aldrei fengið að vita almennilega hvað þetta bras mitt hefur kostað. Stundum er bara betra að vita minna. Sérstaklega þegar ruslatunnan er orðin full af þessu,“ segir Jón léttur. Í Múlalind í Kópavogi er hægt að sjá mörg vel skreytt hús. Þar var best skreytta húsið í Kópavogi í fyrra. Aðsend Spurður af hverju hann gerir þetta segir Jón að hann viti að hjá mörgum fjölskyldum sé þetta partur af jólahefðinni. Að skoða jólahúsin. „Það er ótrúlega fallegt. En það getur myndast umferðarteppa auðvitað og það hefur oft gerst í götunni minni. Því það sem gerðist var að nágrannar mínir fóru að skreyta mikið líka. Það getur verið umferð alla nóttina. En fólk hefur gaman af þessu og það er það sem drífur mann áfram í þessu. Jólaljósin, þau lýsa beint inni í hjartað á fólki.“ Í Urriðakvísl er orðið mjög jólalegt. Aðsend Jól Hveragerði Kópavogur Reykjavík Sveitarfélagið Hornafjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jólaskraut Tengdar fréttir Valið „Jólahús Kópavogsbæjar 2022“ Múlalind 2 hefur verið valið jólahús Kópavogsbæjar árið 2022 af lista- og menningaráði Kópavogsbæjar. 16. desember 2022 11:37 Margverðlaunað jólahús á Selfossi Eitt glæsilegasta jólahús landsins á Suðurlandi og þó víðar væri leitað stendur við þjóðveg númer eitt í gegnum Selfoss. Húsið er myndað í bak og fyrir og þá hafa eigendur þess margneitað að taka á móti verðlaunum fyrir jólahúsið sitt. 29. desember 2021 20:19 Glæsilegt jólahús í Garðinum með þúsundum jólasveina Það tók hjón í Garðinum í Suðurnesjabæ einn mánuð að koma jólaskrautinu sínu upp í húsi þeirra en þar eru þúsundir jólasveina og annað jólaskraut inni í húsinu. Þegar húsbóndinn klappar lófunum þá fer hluti af skrautinu í gang. 26. desember 2021 20:05 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Samhliða kortinu rekur hann Facebook-síðuna Jólahúsin í bænum, þar sem hann safnar saman myndum af húsum og fær upplýsingar frá öðrum. Í hópnum eru alls um fjögur þúsund manns og bættust um þúsund við í gær. Kortið er aðgengilegt hér. „Þetta hefur auðvitað verði þekkt í mörg ár, jólahúsin í bænum. Það var alltaf mikið upp á Ártúnsholti og fólk vissi af því. Svo var frændi minn, Sigtryggur Helgason, á Bústaðavegi og var oft í fréttum,“ segir Jón og að hann hafi þar fengið áhuga á jólaskreytingum utandyra. „Svo var það jólin 2021. Þegar Covid var hvað leiðinlegast og margir voru í einangrun að ég ákvað að gera þessa síðu, Jólahúsin í bænum,“ segir Jón og að fyrirmyndin hafi verið kortin sem eru gerð fyrir börn á Hrekkjavöku. Svona eru skreytingarnar á Silfurbraut á Höfn í Hornafirði. Jón segist vita af fleiri vel skreyttum húsum og vonast til að fá myndir af þeim til að setja á kortið. Aðsend „Ég svosem er ekki saklaus af þessum skreytingum þó ég sé rólegri í ár. En fyrstu jólin fór ég dálítið á kreik og fann húsin og setti inn og myndir. Þetta tókst sjálft á loft og fyrstu jólin komu um tvö þúsund manns inn á síðuna,“ segir Jón. Hann segir að síðan sé auðvitað árstíðabundin en að hann reyni að halda henni á lífi allt árið. Hann minni yfirleitt á það í júlí eða ágúst hvað séu margir dagar til jóla og svo í október byrji fjörið. „Þá fer þetta allt af stað. Heima hjá mér erum við oftast búin að skreyta úti í byrjun október og það er orðið fullskreytt inni í byrjun nóvember, með jólatré og allt.“ Byrjar að minna á jólin í júlí Hann segir það geta verið dálítil vinna að reka svona síðu en að þegar myndirnar fari að koma inn frá fólki í október og nóvember þá minnki álagið. Kortið birti hann svo í gær en segist hafa verið dálítið seinn með það. „Ég auglýsti þá sérstaklega eftir húsum úti á landi. Ég hef aldrei fengið neitt frá Norðurlandi eða Vesturlandi. Ég veit ekki hvort þau eru eitthvað feimin með þetta,“ segir Jón og hlær. Hann segir gott fyrir fólk að senda inn myndir. Það komist ekki allir að skoða á bílnum og þannig geti fleiri notið gleðinnar. Hann segir að á höfuðborgarsvæðinu séu ákveðin svæði sem séu oft flott. Það sé oft einn sem byrji en það smiti svo út frá sér. Hann nefnir sem dæmi Vellina í Hafnafirði og Múlalind í Kópavogi. „Ég bíð spenntur eftir myndum af Völlunum. Það var svo flott í fyrra. Ég vanda mig yfirleitt við það á kortinu að setja myndir með þannig fólk geti ákveðið áður en það keyrir af stað hvort það vilji fara. Þetta er ekkert ósvipað Michelin flokkun fyrir veitingastaði. Ég er ekki enn farinn að gefa stjörnur en kortið á að vera þannig að þú getir farið á það og keyrt af stað. Það er fullt af flottum húsum,“ segir Jón. Kjartan i Hveragerði hefur skreytt húsið rosalega vel. Aðsend Hann segir að hann hafi svo verið spurður að því í vinnunni um daginn hvað ákvarði það hvað sé jólahús og hvað ekki. „Ég set einn bæði inn á kortið og síðuna, þannig ætli það sé ekki bara ég sem geri það. En þetta eiga að vera hús þar sem fólk gengur svona aðeins lengra,“ segir Jón og að sem dæmi hafi hann ekki sett húsið sitt á kortið í ár því skreytingarnar séu lágstemmdari en áður. „Það er svo mikið rok þar sem ég bý og ég er bara í stórtjóni jól eftir jól,“ segir Jón og að hann hafi þurft að klippa seríurnar af í fyrra. Þær verið svo skemmdar. Hann hafi því ákveðið að róa sig aðeins í skreytingum ár. Jón segist hafa skreytt mikið um árabil. Það hafi þó ekki alltaf gengið jafn vel. „Ég hef kveikt í tveimur rafmagnstöflum.“ Aðventan of stutt Spurður hvenær hann byrji að skreyta segir Jón að honum hafi alltaf þótt aðventan dálítið stutt. Því byrji hann yfirleitt í október og leyfi ljósunum að hanga uppi úti þar til í febrúar. „En það verður erfitt á þeim tíma því þá koma lægðirnar hver af annarri. Þær hafa stundum slátrað þessu hjá mér. Það hefur farið mikill peningur í þetta. Konan hefur aldrei fengið að vita almennilega hvað þetta bras mitt hefur kostað. Stundum er bara betra að vita minna. Sérstaklega þegar ruslatunnan er orðin full af þessu,“ segir Jón léttur. Í Múlalind í Kópavogi er hægt að sjá mörg vel skreytt hús. Þar var best skreytta húsið í Kópavogi í fyrra. Aðsend Spurður af hverju hann gerir þetta segir Jón að hann viti að hjá mörgum fjölskyldum sé þetta partur af jólahefðinni. Að skoða jólahúsin. „Það er ótrúlega fallegt. En það getur myndast umferðarteppa auðvitað og það hefur oft gerst í götunni minni. Því það sem gerðist var að nágrannar mínir fóru að skreyta mikið líka. Það getur verið umferð alla nóttina. En fólk hefur gaman af þessu og það er það sem drífur mann áfram í þessu. Jólaljósin, þau lýsa beint inni í hjartað á fólki.“ Í Urriðakvísl er orðið mjög jólalegt. Aðsend
Jól Hveragerði Kópavogur Reykjavík Sveitarfélagið Hornafjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jólaskraut Tengdar fréttir Valið „Jólahús Kópavogsbæjar 2022“ Múlalind 2 hefur verið valið jólahús Kópavogsbæjar árið 2022 af lista- og menningaráði Kópavogsbæjar. 16. desember 2022 11:37 Margverðlaunað jólahús á Selfossi Eitt glæsilegasta jólahús landsins á Suðurlandi og þó víðar væri leitað stendur við þjóðveg númer eitt í gegnum Selfoss. Húsið er myndað í bak og fyrir og þá hafa eigendur þess margneitað að taka á móti verðlaunum fyrir jólahúsið sitt. 29. desember 2021 20:19 Glæsilegt jólahús í Garðinum með þúsundum jólasveina Það tók hjón í Garðinum í Suðurnesjabæ einn mánuð að koma jólaskrautinu sínu upp í húsi þeirra en þar eru þúsundir jólasveina og annað jólaskraut inni í húsinu. Þegar húsbóndinn klappar lófunum þá fer hluti af skrautinu í gang. 26. desember 2021 20:05 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Valið „Jólahús Kópavogsbæjar 2022“ Múlalind 2 hefur verið valið jólahús Kópavogsbæjar árið 2022 af lista- og menningaráði Kópavogsbæjar. 16. desember 2022 11:37
Margverðlaunað jólahús á Selfossi Eitt glæsilegasta jólahús landsins á Suðurlandi og þó víðar væri leitað stendur við þjóðveg númer eitt í gegnum Selfoss. Húsið er myndað í bak og fyrir og þá hafa eigendur þess margneitað að taka á móti verðlaunum fyrir jólahúsið sitt. 29. desember 2021 20:19
Glæsilegt jólahús í Garðinum með þúsundum jólasveina Það tók hjón í Garðinum í Suðurnesjabæ einn mánuð að koma jólaskrautinu sínu upp í húsi þeirra en þar eru þúsundir jólasveina og annað jólaskraut inni í húsinu. Þegar húsbóndinn klappar lófunum þá fer hluti af skrautinu í gang. 26. desember 2021 20:05