Stöð 2 Sport 2
Við hefjum leik á tveimur viðureignum í UEFA Youth League þar sem Newcastle tekur á móti AC Milan klukkan 12:50 áður en Dortmund og PSG eigast við klukkan 14:55.
Klukkan 19:30 er svo komið að Meistaradeildarmessunni þar sem sérfræðingar Stöðvar 2 Sports fylgjast með lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í beinni útsendingu. Að leikjunum loknum taka Meistaradeildarmörkin við þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leikjum kvöldsins.
Stöð 2 Sport 3
Leipzig tekur á móti Young Boys í G-riðli Meistaradeildar Evrópu klukkan 17:35 áður en Newcastle og AC Milan reyna að halda vonum sínum um sæti í 16-liða úrslitum á lífi klukkan 19:50.
Stöð 2 Sport 4
Antwerp og Barcelona eigast við í H-riðli Meistaradeildar Evrópu klukkan 19:50.
Stöð 2 Sport 5
Celtic tekur á móti Feyenoord í E-riðli Meistaradeildar Evrópu klukkan 19:50.
Vodafone Sport
Rauða Stjarnan og Manchester City eigast við í G-riðli Meistaradeildar Evrópu klukkan 17:35 áður en Dortmund tekur á móti PSG í hreinum úrslitaleik um efsta sæti F-riðils klukkan 19:50, en PSG gæti enn misst af sæti 16-liða úrslitum með tapi í kvöld.
Stöð 2 eSport
BLAST Premier mótaröðin í Counter-Strike heldur áfram og hófst upphitun fyrir daginn klukkan 05:45 og verður leikið fram eftir degi.