Að verða edrú breytti öllu Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. desember 2023 08:00 Orri hefur verið án áfengis og eiturlyfja í fimm og hálft. Hann nýtir þá þekkingu sem hann lærði í AA samtökunum í störfum sínum sem einkaþjálfari. Vísir/Vilhelm Einkaþjálfarinn Hreinn Orri segir líkamsrækt og mikla sjálfsvinnu hafa hjálpað sér út úr harðri fíkniefnaneyslu. Síðastliðið ár hefur hann tekist á við erfiðar tilfinningar í kjölfar sjálfsvígs föður síns, á sama tíma og hann fótar sig sjálfur í nýju hlutverki sem stjúpfaðir. Margir hafa eflaust séð vöðvastæltan jólasvein á auglýsingaskiltum víðast hvar um borgina síðustu vikur, í tengslum við jólatónleika Emmsjé Gauta, Jülevenner. Maðurinn á myndinni, svokallaður Bekkjastaur, er hinn 34 ára gamli Hreinn Orri Hreinsson, yfirleitt kallaður Orri. Orri í hlutverki Bekkjarstaurs fyrir auglýsingu jólatónleika vinar síns, Emmsjé Gauta. Orra þekkja margir undir nafninu Coach Clean, en hann starfar í World Class og hefur getið sér gott orðspor sem einkaþjálfari. Alltaf upplifað sig öðruvísi en aðra Orri ólst upp í Hamrahverfinu í Grafarvogi, yngstur þriggja systkina. Skólaganga hans gekk vel framan af þrátt fyrir lesblindu og athyglisbrest. Hann hefur að eigin sögn alltaf upplifað sig öðruvísi en aðra og þrátt fyrir að hafa verið í vinsælum vinahópum á yngri árum, aldrei fundist hann passa inn. Í fjórða bekk segir hann að hafi farið að halla undan fæti, hann missti áhuga á námi og á íþróttum sem hann var að æfa, byrjaði að fitna og lokaði sig af. Orri var í fjórða bekk þegar hann fór að loka sig af og eyddi mestmegnis af tíma sínum heima að horfa á bíómyndir. Aðsend „Ég elskaði bíómyndir, en þetta varð bara þráhyggja. Ég lokaði mig mjög mikið af til að horfa á bíómyndir. Fann fyrir ótta við að vera úti og hætti að vilja mæta í skólann. Ég sé núna að þetta var kvíði en áttaði mig ekki á því þá,“ segir Orri. Í kringum fermingu byrjaði Orri að fikta við að drekka og reykja. Hann var þó mikið á móti fíkniefnum, enda hafði systir hans byrjað tólf ára í neyslu sem reyndi mikið á heimilislífið. „Allur fókusinn heima var á hana og mamma var einstæð móðir með þrjú börn. Það var samt ekkert ofbeldi, drykkja eða neitt þannig á heimilinu og ég fékk í raun og veru allt sem mig vantaði.“ Prófaði spítt fimmtán ára Það var svo þegar hann var fimmtán ára og staddur í partýi að Orra var boðið spítt í fyrsta skiptið. Ég sagði bara já. Hugsaði mig ekki einusinni um. Hann segir marga tala um að fyrsta skiptið sé frábært en það hafi ekki verið hans upplifun, hann hafi fundið fyrir reiði, fór heim og lenti í rifrildi við systur sína. Þrátt fyrir það fannst honum þetta spennandi og pínu kúl. Um tveimur árum síðar prófaði hann kannabis og þá var ekki aftur snúið. „Það náði mér strax. Ég var mjög fljótt kominn í dagneyslu á því.“ Stjórnlaus neysla einkenndi líf Orra þegar hann var í kringum tvítugt.Aðsend Í kringum tvítugt var neysla Orra orðin stjórnlaus. Hann hætti í vinnunni, fór á bætur og seldi kókaín sem hann notaði einnig daglega sjálfur. Ég var orðinn 59 kíló, var bara beinagrind. Neyslutengdar skuldir hlóðust upp og svo fór að mamma hans henti honum út. Uppgefinn andlega og líkamlega þegar botninum var náð Í október 2016 urðu kaflaskil í lífi Orra. Hann vann á þeim tíma á veitingastað og notaði fíkniefni daglega, kannabis og kókaín, auk þess að drekka áfengi. „Mamma talaði lítið við mig, og ég var farinn að finna vel fyrir því að fólk var farið að draga sig frá mér. Ég var búinn á því líkamlega og andlega, bjó í ellefu fermetra holu niðri í bæ. Þarna var ég farinn að hugsa um að fara í meðferð en var alltaf að fresta því. Ég átti afmæli í nóvember, svo voru áramótin, það voru endalausar afsakanir.“ Líf Orra hefur tekið stakkaskiptum eftir að hann sagði skilið við áfengi og eiturlyf.Vísir/Vilhelm En einn daginn small eitthvað. Hann mætti til vinnu og fékk sér, ólíkt öðrum dögum, engin efni og ekkert í glas. Í lok vaktar fór hann beint heim að sofa. „Ég vaknaði daginn eftir og án gríns, mér hefur aldrei liðið jafn illa á ævinni. Þarna skall á mér þriggja til fjögurra mánaða niðurtúr.“ Orri sagði upp herberginu sem hann leigði sem og vinnunni á veitingastaðnum, hringdi í mömmu sína og spurði hvort hann mætti flytja heim ef hann færi í meðferð, sem var auðsótt. Viku síðar fékk hann pláss á Vogi. Í kjölfarið segir hann líf sitt hafa hafist fyrir alvöru. „Þarna var ég ekki með nein plön um framtíðina, vissi bara að ég ætlaði að verða edrú.“ „Vorum eiginlega eins og hjón“ Inni á Vogi kynntist Orri Árna Páli Árnasyni, betur þekktum sem Herra hnetusmjör. Með þeim þróaðist náinn vinskapur og fóru þeir í gegnum alla meðferðina saman og voru herbergisfélagar á Staðarfelli. Við vorum eiginlega bara eins og hjón. „Síðan kemur maður úr þessu verndaða umhverfi í meðferðinni. Ég vissi einhvern veginn alltaf hvað ég þurfti að gera til að takast þetta, út af systur minni.“ „Coach Clean“ sem Orri er oft kallaður, kemur til vegna þess að hann vildi ekki vera þekktur sem „Orri þjálfari,“ eða álíka og vildi eitthvað frumlegt. Clean er vísun í nafnið hans: Hreinn.Vísir/Vilhelm Orri sótti AA-fundi og byrjaði af krafti í líkamsrækt. Hann mætti í ræktina með félaga sínum og leiðbeindi honum. „Þá sagði hann, „gaur, þú veist rosalega mikið um þetta, af hverju ferðu ekki bara að læra þetta?“ og ég ákvað bara að gera það, pældi einhvern veginn ekki meira í því. Þetta er eitt af því sem ég hef öðlast eftir að ég varð edrú, þetta hugarfar; „já, ég geri þetta bara.“ Féll eftir fjórtán mánuði Eftir fjórtán mánaða edrúmennsku féll Orri. „Ég fór ekki aftur í neina dagneyslu, þetta var bara eitt skipti. Ég skammaðist mín svo fyrir þetta og sagði engum frá, fyrr en nokkrum félögum rúmum mánuði síðar. Þá vorum við á leið til Berlín í steggjun og ég ákvað að taka eina rispu. Ég hef verið edrú síðan í flugvélinni á leiðinni heim.“ Síðan eru liðin fimm og hálft ár. Orri segist hafa vitað nákvæmlega hvað þyrfti að gera og hann hafi því ekki þurft að fara aftur í meðferð. „Þetta eru einfaldar reglur sem þarf að fylgja. Þú þarft að vera heiðarlegur við sjálfan þig og gera upp fortíðina og skítinn. Ég fór í það og þarna fór boltinn almenninlega að rúlla.“ Nýtir þekkinguna úr AA í þjálfarastörfum Á þessum tíma, árið 2019, byrjar Orri að þeyta plötum (Dj-a) fyrir Herra hnetusmjör. „Ég sló bara til þegar hann spurði mig, keypti mér Dj- græjur og lærði á Youtube. Þessi gigg eru búin að gera mjög mikið fyrir mig.“ Á sama tíma fór hann í einkaþjálfaranám og fékk í kjölfarið vinnu hjá World Class. Covid faraldurinn setti strik í reikninginn en Orri var þó fljótur að byggja upp fastan kúnnahóp. „Ég vissi alltaf að ég vildi nýta mína reynslu, úr neyslunni og AA. Þetta helst allt í hendur. Mikið af reglum sem ég lærði í AA nota ég á mína viðskiptavini.“ Eins og hvað? „Til dæmis varðandi sjálfstraust, að leitast eftir framförum en ekki fullkomnun. Samband mitt við viðskiptavinina er í raun svipað við sponsorinn minn i AA, það ríkir trúnaður á milli.“ Orri hefur dj-að mikið fyrir Herra Hnetusmjör og Emmsjé gauta síðustu ár og finnst fátt skemmtilegra, enda á sviðsframkoman vel við hann.Vísir/Vilhelm Orri segir þjálfarastarfið hafa gefið sér mikið og að það hafi hjálpað honum að halda sér á beinu brautinni. Einn af minnistæðustu kúnnunum hans er ungur drengur sem kom til hans mjög grannur og með brotna sjálfsmynd, en hefur í dag náð frábærum árangri. Ég hitti mömmu hans um daginn, og hún sagði mig hafa bjargað lífi hans. Ég sveif út eftir að hafa heyrt það. Það sem gefur mér mest er þegar fólk nær árangri. „Það smellur ekkert allt strax, en þegar það kemur þá er það svo ótrúlega gaman. Mitt starf kemst samt bara hálfa leið, ég get sagt fólki að fara í göngutúr en það verður að fara sjálft.“ Gleði og sorg síðasta árið Fyrir rúmu ári kynntist Orri núverandi kærustu sinni, Jane Viktorsdóttur. Þau fluttu inn saman í sumar en fyrir átti Jane tvö ung börn og er Orri því orðinn stjúpfaðir. „Þetta eru gífurlegar breytingar og þessu fylgja endalaust af verkefnum sem eru miserfið. Þetta er mjög skrítið, en skemmtilegt. Ég finn fyrir mikilli ábyrgð og þetta gefur manni meiri tilgang.“ View this post on Instagram A post shared by Hreinn Orri Hreinsson (@coach_clean) Fljótlega eftir að Orri kynntist Jane varð hann fyrir miklu áfalli þegar faðir hans tók eigið líf í júní 2022. Segir hann að hún hafi verið hans stoð og stytta í gegnum sorgarferlið. „Hann var bara búinn að gefast upp,“ segir Orri um föður sinn. „Við vorum ekki mikið saman þegar ég var yngri, ég skil núna að hann hafði bara ekki andlegu getuna í það. En eftir að ég varð eldri var samband okkar mjög gott og við horfðum saman á fótbolta í hverri viku.“ Orri talaði við pabba sinn í símann daginn áður en hann lést. „Þegar ég lít til baka eru engin merki þannig, mér fannst hann samt svolítið klökkur. Yfirleitt var hann að flýta sér en þarna var hann alveg til í að spjalla. Hann hringdi líka í báðar systur mínar á Facetime morguninn sem hann gerði þetta og bað um að fá að sjá barnabörnin.“ Síðastliðið eitt og hálft ár hefur verið Orra erfitt. Suma daga segist honum líða eins og hann sé búinn að sætta sig við það sem gerðist. „En suma daga er eins og þetta hafi gerst í gær og mér líður eins og þegar ég labbaði inn í íbúðina hans.“ Í kjölfar fráfalls föður hans sótti Orri sálfræðiaðstoð hjá Pieta samtökunum, sem hann segir að hafi reynst mikil hjálp. Nokkrum vikum eftir að hann lést hlupu systkinin til styrkar samtökunum í Reykjavíkurmaraþoninu og söfnuðu rúmum 700 þúsund krónum. View this post on Instagram A post shared by Hreinn Orri Hreinsson (@coach_clean) Jesú skipt út fyrir Bekkjastaur Eftir áramót eru breytingar framundan hjá Orra sem tekur við nýju starfi sem styrktarþjálfari kvennaliðs Fjölnis í fótbolta. Þá hyggst hann einbeita sér alfarið að fjarþjálfun en hætta að taka kúnna í einkaþjálfun á gólfinu, eins og það er kallað. „Mig hefur lengi langað að taka þetta skref,“ segir Orri. „Aðalega vegna þess að þannig tel ég mig geta hjálpað fleirum. Þá hef ég líka meiri tíma til að byggja upp fyrirtæki og mennta mig meira, því það er það sem ég vill gera.“ Í raun segist hann telja að fjarþjálfun sé betri kostur en einkaþjálfun. „Því ef þú ferð í ræktina, til einkaþjálfara, og ert bara að mæta því það er einhver að fara hitta þig, þá er þetta erfitt ef þú hefur ekki agann í að mæta sjálfur. Því hann er ekki að fara mæta heim til þín og elda fyrir þig líka. Mér finnst fólk oft líklegra til að ná árangri í fjarþjálfun því þá fær það leiðbeiningar, markmið og prógramm en þarf að vinna vinnuna sjálft.“ Orri vinnur stanslaust að nýjum markmiðum í ræktinni, hann segist aldrei hafa horft í spegil og sagt við sjálfan sig, „jæja, þetta komið, þú ert tilbúinn.“Vísir/Vilhelm Þessa dagana æfir hann stíft fyrir Jülevenner sýningarnar í Háskólabíó sem fara fram 22. og 23. desember. Hann segir vissulega örla á kvíða fyrir því að stíga á svið fyrir framan þúsund manns en Bekkjarstaur sé karakter sem hann fari í og hafi mjög gaman af. „Þetta byrjaði í fyrra. Þá var ég olíuborinn að lyfta lóðum á sviðinu með Röggu Gísla. Ég verð meira með í ár, atriði með Jesú var skipt út fyrir Bekkjastaur. Ég er mjög, mjög spenntur.“ Stóra sviðið á greinilega vel við Orra sem útilokar ekki frekari vendingar í þeim efnum. „Kærasta vinar míns hefur sagt í mörg ár að ég ætti að vera leikari. Ég hef alltaf verið með það á bak við eyrað. Ég veit ekki, ég finn á mér að þetta muni bara koma til mín.“ Orri er á Instagram undir nafninu Coach_clean þar sem hann deilir efni tengdu líkamsrækt og daglegu lífi. Vísir/Vilhelm Fíkn Heilsa Líkamsræktarstöðvar Helgarviðtal Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Margir hafa eflaust séð vöðvastæltan jólasvein á auglýsingaskiltum víðast hvar um borgina síðustu vikur, í tengslum við jólatónleika Emmsjé Gauta, Jülevenner. Maðurinn á myndinni, svokallaður Bekkjastaur, er hinn 34 ára gamli Hreinn Orri Hreinsson, yfirleitt kallaður Orri. Orri í hlutverki Bekkjarstaurs fyrir auglýsingu jólatónleika vinar síns, Emmsjé Gauta. Orra þekkja margir undir nafninu Coach Clean, en hann starfar í World Class og hefur getið sér gott orðspor sem einkaþjálfari. Alltaf upplifað sig öðruvísi en aðra Orri ólst upp í Hamrahverfinu í Grafarvogi, yngstur þriggja systkina. Skólaganga hans gekk vel framan af þrátt fyrir lesblindu og athyglisbrest. Hann hefur að eigin sögn alltaf upplifað sig öðruvísi en aðra og þrátt fyrir að hafa verið í vinsælum vinahópum á yngri árum, aldrei fundist hann passa inn. Í fjórða bekk segir hann að hafi farið að halla undan fæti, hann missti áhuga á námi og á íþróttum sem hann var að æfa, byrjaði að fitna og lokaði sig af. Orri var í fjórða bekk þegar hann fór að loka sig af og eyddi mestmegnis af tíma sínum heima að horfa á bíómyndir. Aðsend „Ég elskaði bíómyndir, en þetta varð bara þráhyggja. Ég lokaði mig mjög mikið af til að horfa á bíómyndir. Fann fyrir ótta við að vera úti og hætti að vilja mæta í skólann. Ég sé núna að þetta var kvíði en áttaði mig ekki á því þá,“ segir Orri. Í kringum fermingu byrjaði Orri að fikta við að drekka og reykja. Hann var þó mikið á móti fíkniefnum, enda hafði systir hans byrjað tólf ára í neyslu sem reyndi mikið á heimilislífið. „Allur fókusinn heima var á hana og mamma var einstæð móðir með þrjú börn. Það var samt ekkert ofbeldi, drykkja eða neitt þannig á heimilinu og ég fékk í raun og veru allt sem mig vantaði.“ Prófaði spítt fimmtán ára Það var svo þegar hann var fimmtán ára og staddur í partýi að Orra var boðið spítt í fyrsta skiptið. Ég sagði bara já. Hugsaði mig ekki einusinni um. Hann segir marga tala um að fyrsta skiptið sé frábært en það hafi ekki verið hans upplifun, hann hafi fundið fyrir reiði, fór heim og lenti í rifrildi við systur sína. Þrátt fyrir það fannst honum þetta spennandi og pínu kúl. Um tveimur árum síðar prófaði hann kannabis og þá var ekki aftur snúið. „Það náði mér strax. Ég var mjög fljótt kominn í dagneyslu á því.“ Stjórnlaus neysla einkenndi líf Orra þegar hann var í kringum tvítugt.Aðsend Í kringum tvítugt var neysla Orra orðin stjórnlaus. Hann hætti í vinnunni, fór á bætur og seldi kókaín sem hann notaði einnig daglega sjálfur. Ég var orðinn 59 kíló, var bara beinagrind. Neyslutengdar skuldir hlóðust upp og svo fór að mamma hans henti honum út. Uppgefinn andlega og líkamlega þegar botninum var náð Í október 2016 urðu kaflaskil í lífi Orra. Hann vann á þeim tíma á veitingastað og notaði fíkniefni daglega, kannabis og kókaín, auk þess að drekka áfengi. „Mamma talaði lítið við mig, og ég var farinn að finna vel fyrir því að fólk var farið að draga sig frá mér. Ég var búinn á því líkamlega og andlega, bjó í ellefu fermetra holu niðri í bæ. Þarna var ég farinn að hugsa um að fara í meðferð en var alltaf að fresta því. Ég átti afmæli í nóvember, svo voru áramótin, það voru endalausar afsakanir.“ Líf Orra hefur tekið stakkaskiptum eftir að hann sagði skilið við áfengi og eiturlyf.Vísir/Vilhelm En einn daginn small eitthvað. Hann mætti til vinnu og fékk sér, ólíkt öðrum dögum, engin efni og ekkert í glas. Í lok vaktar fór hann beint heim að sofa. „Ég vaknaði daginn eftir og án gríns, mér hefur aldrei liðið jafn illa á ævinni. Þarna skall á mér þriggja til fjögurra mánaða niðurtúr.“ Orri sagði upp herberginu sem hann leigði sem og vinnunni á veitingastaðnum, hringdi í mömmu sína og spurði hvort hann mætti flytja heim ef hann færi í meðferð, sem var auðsótt. Viku síðar fékk hann pláss á Vogi. Í kjölfarið segir hann líf sitt hafa hafist fyrir alvöru. „Þarna var ég ekki með nein plön um framtíðina, vissi bara að ég ætlaði að verða edrú.“ „Vorum eiginlega eins og hjón“ Inni á Vogi kynntist Orri Árna Páli Árnasyni, betur þekktum sem Herra hnetusmjör. Með þeim þróaðist náinn vinskapur og fóru þeir í gegnum alla meðferðina saman og voru herbergisfélagar á Staðarfelli. Við vorum eiginlega bara eins og hjón. „Síðan kemur maður úr þessu verndaða umhverfi í meðferðinni. Ég vissi einhvern veginn alltaf hvað ég þurfti að gera til að takast þetta, út af systur minni.“ „Coach Clean“ sem Orri er oft kallaður, kemur til vegna þess að hann vildi ekki vera þekktur sem „Orri þjálfari,“ eða álíka og vildi eitthvað frumlegt. Clean er vísun í nafnið hans: Hreinn.Vísir/Vilhelm Orri sótti AA-fundi og byrjaði af krafti í líkamsrækt. Hann mætti í ræktina með félaga sínum og leiðbeindi honum. „Þá sagði hann, „gaur, þú veist rosalega mikið um þetta, af hverju ferðu ekki bara að læra þetta?“ og ég ákvað bara að gera það, pældi einhvern veginn ekki meira í því. Þetta er eitt af því sem ég hef öðlast eftir að ég varð edrú, þetta hugarfar; „já, ég geri þetta bara.“ Féll eftir fjórtán mánuði Eftir fjórtán mánaða edrúmennsku féll Orri. „Ég fór ekki aftur í neina dagneyslu, þetta var bara eitt skipti. Ég skammaðist mín svo fyrir þetta og sagði engum frá, fyrr en nokkrum félögum rúmum mánuði síðar. Þá vorum við á leið til Berlín í steggjun og ég ákvað að taka eina rispu. Ég hef verið edrú síðan í flugvélinni á leiðinni heim.“ Síðan eru liðin fimm og hálft ár. Orri segist hafa vitað nákvæmlega hvað þyrfti að gera og hann hafi því ekki þurft að fara aftur í meðferð. „Þetta eru einfaldar reglur sem þarf að fylgja. Þú þarft að vera heiðarlegur við sjálfan þig og gera upp fortíðina og skítinn. Ég fór í það og þarna fór boltinn almenninlega að rúlla.“ Nýtir þekkinguna úr AA í þjálfarastörfum Á þessum tíma, árið 2019, byrjar Orri að þeyta plötum (Dj-a) fyrir Herra hnetusmjör. „Ég sló bara til þegar hann spurði mig, keypti mér Dj- græjur og lærði á Youtube. Þessi gigg eru búin að gera mjög mikið fyrir mig.“ Á sama tíma fór hann í einkaþjálfaranám og fékk í kjölfarið vinnu hjá World Class. Covid faraldurinn setti strik í reikninginn en Orri var þó fljótur að byggja upp fastan kúnnahóp. „Ég vissi alltaf að ég vildi nýta mína reynslu, úr neyslunni og AA. Þetta helst allt í hendur. Mikið af reglum sem ég lærði í AA nota ég á mína viðskiptavini.“ Eins og hvað? „Til dæmis varðandi sjálfstraust, að leitast eftir framförum en ekki fullkomnun. Samband mitt við viðskiptavinina er í raun svipað við sponsorinn minn i AA, það ríkir trúnaður á milli.“ Orri hefur dj-að mikið fyrir Herra Hnetusmjör og Emmsjé gauta síðustu ár og finnst fátt skemmtilegra, enda á sviðsframkoman vel við hann.Vísir/Vilhelm Orri segir þjálfarastarfið hafa gefið sér mikið og að það hafi hjálpað honum að halda sér á beinu brautinni. Einn af minnistæðustu kúnnunum hans er ungur drengur sem kom til hans mjög grannur og með brotna sjálfsmynd, en hefur í dag náð frábærum árangri. Ég hitti mömmu hans um daginn, og hún sagði mig hafa bjargað lífi hans. Ég sveif út eftir að hafa heyrt það. Það sem gefur mér mest er þegar fólk nær árangri. „Það smellur ekkert allt strax, en þegar það kemur þá er það svo ótrúlega gaman. Mitt starf kemst samt bara hálfa leið, ég get sagt fólki að fara í göngutúr en það verður að fara sjálft.“ Gleði og sorg síðasta árið Fyrir rúmu ári kynntist Orri núverandi kærustu sinni, Jane Viktorsdóttur. Þau fluttu inn saman í sumar en fyrir átti Jane tvö ung börn og er Orri því orðinn stjúpfaðir. „Þetta eru gífurlegar breytingar og þessu fylgja endalaust af verkefnum sem eru miserfið. Þetta er mjög skrítið, en skemmtilegt. Ég finn fyrir mikilli ábyrgð og þetta gefur manni meiri tilgang.“ View this post on Instagram A post shared by Hreinn Orri Hreinsson (@coach_clean) Fljótlega eftir að Orri kynntist Jane varð hann fyrir miklu áfalli þegar faðir hans tók eigið líf í júní 2022. Segir hann að hún hafi verið hans stoð og stytta í gegnum sorgarferlið. „Hann var bara búinn að gefast upp,“ segir Orri um föður sinn. „Við vorum ekki mikið saman þegar ég var yngri, ég skil núna að hann hafði bara ekki andlegu getuna í það. En eftir að ég varð eldri var samband okkar mjög gott og við horfðum saman á fótbolta í hverri viku.“ Orri talaði við pabba sinn í símann daginn áður en hann lést. „Þegar ég lít til baka eru engin merki þannig, mér fannst hann samt svolítið klökkur. Yfirleitt var hann að flýta sér en þarna var hann alveg til í að spjalla. Hann hringdi líka í báðar systur mínar á Facetime morguninn sem hann gerði þetta og bað um að fá að sjá barnabörnin.“ Síðastliðið eitt og hálft ár hefur verið Orra erfitt. Suma daga segist honum líða eins og hann sé búinn að sætta sig við það sem gerðist. „En suma daga er eins og þetta hafi gerst í gær og mér líður eins og þegar ég labbaði inn í íbúðina hans.“ Í kjölfar fráfalls föður hans sótti Orri sálfræðiaðstoð hjá Pieta samtökunum, sem hann segir að hafi reynst mikil hjálp. Nokkrum vikum eftir að hann lést hlupu systkinin til styrkar samtökunum í Reykjavíkurmaraþoninu og söfnuðu rúmum 700 þúsund krónum. View this post on Instagram A post shared by Hreinn Orri Hreinsson (@coach_clean) Jesú skipt út fyrir Bekkjastaur Eftir áramót eru breytingar framundan hjá Orra sem tekur við nýju starfi sem styrktarþjálfari kvennaliðs Fjölnis í fótbolta. Þá hyggst hann einbeita sér alfarið að fjarþjálfun en hætta að taka kúnna í einkaþjálfun á gólfinu, eins og það er kallað. „Mig hefur lengi langað að taka þetta skref,“ segir Orri. „Aðalega vegna þess að þannig tel ég mig geta hjálpað fleirum. Þá hef ég líka meiri tíma til að byggja upp fyrirtæki og mennta mig meira, því það er það sem ég vill gera.“ Í raun segist hann telja að fjarþjálfun sé betri kostur en einkaþjálfun. „Því ef þú ferð í ræktina, til einkaþjálfara, og ert bara að mæta því það er einhver að fara hitta þig, þá er þetta erfitt ef þú hefur ekki agann í að mæta sjálfur. Því hann er ekki að fara mæta heim til þín og elda fyrir þig líka. Mér finnst fólk oft líklegra til að ná árangri í fjarþjálfun því þá fær það leiðbeiningar, markmið og prógramm en þarf að vinna vinnuna sjálft.“ Orri vinnur stanslaust að nýjum markmiðum í ræktinni, hann segist aldrei hafa horft í spegil og sagt við sjálfan sig, „jæja, þetta komið, þú ert tilbúinn.“Vísir/Vilhelm Þessa dagana æfir hann stíft fyrir Jülevenner sýningarnar í Háskólabíó sem fara fram 22. og 23. desember. Hann segir vissulega örla á kvíða fyrir því að stíga á svið fyrir framan þúsund manns en Bekkjarstaur sé karakter sem hann fari í og hafi mjög gaman af. „Þetta byrjaði í fyrra. Þá var ég olíuborinn að lyfta lóðum á sviðinu með Röggu Gísla. Ég verð meira með í ár, atriði með Jesú var skipt út fyrir Bekkjastaur. Ég er mjög, mjög spenntur.“ Stóra sviðið á greinilega vel við Orra sem útilokar ekki frekari vendingar í þeim efnum. „Kærasta vinar míns hefur sagt í mörg ár að ég ætti að vera leikari. Ég hef alltaf verið með það á bak við eyrað. Ég veit ekki, ég finn á mér að þetta muni bara koma til mín.“ Orri er á Instagram undir nafninu Coach_clean þar sem hann deilir efni tengdu líkamsrækt og daglegu lífi. Vísir/Vilhelm
Fíkn Heilsa Líkamsræktarstöðvar Helgarviðtal Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira