Þyrftum að vera jafn undirbúin og við erum sem unglingar á kynþroskaskeiði Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. desember 2023 08:01 Margir hafa beðið eftir framhaldi á Sterkari í seinni hálfleik námskeiði Dr.Árelíu Eydísar Guðmundsdóttur frá árinu 2014, enda sló það þá rækilega í gegn. Margt einkennir það æviskeið að komast á miðjan aldur og segir Árelía að við þyrftum helst að vera jafn upplýst um við hverju má búast eins og unglingar eru undirbúnir undir kynþroskaskeiðið. Vísir/Vilhelm Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir hefur boðað framhaldsnámskeið fyrir Sterkari í seinni hálfleik; Blásið í glæður nýrra drauma heitir það en námskeiðið verður haldið þann 20.janúar næstkomandi. Loksins! segja margir. Enda ófáir beðið eftir framhaldi á námskeiðinu sem svo rækilega sló í gegn árið 2014. Bók fylgdi í kjölfarið árið 2017 og segir Árelía undanfara bókarinnar í raun hafa verið námskeiðið því svo margt ræðist þar sem sé ekkert síður áhugavert fyrir hana sem fræðimann að heyra og læra. „Þetta er mitt golf má segja. Að grúska í rannsóknum og fræðum þessum málum tengt hefur verið ástríðan mín í mörg ár,“ segir Árelía sem í dag starfar sem borgarfulltrúi en hefur lengst af starfað sem dósent við Háskóla Íslands. Þá hefur Árelía gefið út ýmsar bækur og rit. Að skipta um starfsferil er eitt af því sem einkennir suma um og uppúr miðjum aldri. Að sögn Árelíu fylgir því ákveðinn tilfinningaferill að fara í gegnum og því er hún einlæg í námskeiðaefninu sínu að tala líka út frá eigin reynslu. Enda sjálf 57 ára gömul og því kona einmitt á þeim aldri sem námskeiðsefnið nær til. „Ætli ég búi ekki til síðasta námskeiðið mitt um æviskeiðin uppúr nírætt,“ segir Árelía og hlær. Áskorun á Vísi fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, bata, sorg, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að fræðast um þær breytingar sem fylgja því að komast á miðjan aldur. Risvandamálið og frelsi kvenna Árelía segir að þegar námskeiðið Sterkari í seinni hálfleik var fyrst haldið árið 2014, var umræðan um þriðja æviskeiðið langt frá því að vera hafin fyrir alvöru. Staðan þá var enn sú að almennt teldist fólk um og eftir fimmtugt eiga að fara að búa sig undir ,,efri“ árin. Svona eins og að búa sig formlega undir það að verða gamalt. „Hvernig ætlar þú að undirbúa þig undir að verða 100 ára?“ var þó spurning sem Árelía velti upp á námskeiðinu. Enda lífaldur að hækka það hratt að um fimmtugt þarf fólk fyrst og fremst að hugsa um það hvernig næstu áratugir þess verða. Og við hvaða breytingum við eigum að búast við. Til dæmis líffræðilega. „Karlar fríka til dæmis svolítið út þegar risvandamálið byrjar á meðan konur fara á útopnu og vilja sem mest frelsi,“ segir Árelía. Það sem Árelía vísar í þarna er hvað gerist hjá fólki í kjölfar breytingaskeiðsins. Það tekur við nýtt kynþroskatímabil í lífinu og við þyrftum helst að vera jafn undir þetta tímabil búin og við erum undir það búin að fara á kynþroskatímabilið sem við siglum inn í sem unglingar. Þá eru krakkar undirbúnir í skóla. Sem betur fer því það kemur í veg fyrir að stelpur fái algjört sjokk þegar þær sjá blóð fyrst í nærbuxunum og svo framvegis. Það sama gildir um kynþroskaskeiðið sem við förum í um og eftir sextugt. Við þurfum að vera upplýst um hvaða breytingar eru eðlilegar hjá okkur þá.“ Árelía tekur dæmi. „Ég hef til dæmis talað um þessar líffræðilegu breytingar á stjórnenda- og leiðtoganámskeiðum sem ég hef haldið. Þar sitja oftar en ekki karlmenn og þegar ég fer að tala um þetta tímabil þegar risvandamálið getur byrjar hjá körlum, þá slær oftar en ekki þögn á hópinn. Karlmönnum heldur áfram að rísa hold. Það getur gerst því hórmóna framleiðsla þeirra breytist líka og líkamsstarfsemi, eins og hjá konum, og því engin ástæða fyrir karlmenn að halda að risvandamál hjá þeim sé eitthvað persónubundið og eigi aðeins við um þá.“ Að sama skapi verða hormónabreytingar hjá konum. „Það er algengt að uppúr miðjum aldri fari karlmenn að sækja meira inn á við og verða mýkri. Þeir verða til dæmis margir rosalega góðir afar og njóta þess mikið að vera með afabörnunum. Á meðan konur taka þetta tímabil oft öðruvísi út. Eru komnar af barneignaskeiðinu, svolítið búnar með þetta uppeldistímabil og upplifa meiri þörf fyrir frelsi.“ Eins og á unglingsaldrinum, taka kynin þetta tímabil þó ekki endilega út á sama tíma. Því konurnar eru á undan, karlarnir aðeins á eftir. „Karlarnir eru margir komnir yfir sextugt þegar þetta tímabil hefst, á meðan meðalaldur íslenskra kvenna er rúmlega 51 ár þegar tíðarhvörf verða og algengast að konur upplifi áhrif breytingaskeiðsins sterkast í um þrjú ár áður en það gerist.“ Samkvæmt rannsóknum mælist lífsánægjan lægst þegar við erum um 46 ára og hjá mörgum fylgir því ákveðið uppgjör að komast á miðjan aldur. Sem Árelía segir eðlilegt, enda út í hött að halda áfram að lifa eftir handriti sem við mótuðum fyrir áratugum síðar. Flestir fara á dýptina og það á við um bæði karla og konur.Vísir/Vilhelm Lífsánægjan lægst um 46 ára Árelía segir að samkvæmt rannsóknum mælist lífsánægjan eins og bókstafurinn U. „Að meðaltali mælist lífsánægjan lægst þegar við erum um 46 ára. Þarna erum við að nálgast miðju lífsins sem þýðir að lífi okkar flestra fylgja ekki bara líffræðilegar breytingar, heldur einnig félagslegar og sálarlegar breytingar.“ Sem dæmi nefnir Árelía konur og starfsframa. „Ég hef rannsakað kvenleiðtoga sérstaklega og eitt af því sem einkennir konur á þessum aldri sem hafa verið í leiðtogastöðum er að margar þeirra taka ákvarðanir um að hætta. Svona eins og það fylgi því frekar konum en körlum að hugsa á þessu tímabili: Æi, ég nenni ekkert lengur að standa í þessu. Vinna í 14 tíma á dag og svo framvegis. Ég bara hætti og sný mér að öðrum störfum.“ Hjá karlmönnum verði oft breytingar líka á starfshögum. „Margir óttast þessar breytingar. Detta í sjálfsefan þar sem hugsanir eins og Er ég bara úreldur á vinnumarkaði, er ég ekki lengur með‘etta og svo framvegis, skjóta upp kollinum. Þarna fara menn jafnvel að keppast við að reyna að halda sínum stöðum sem lengst og svo framvegis.“ Um þetta ræðir Árelía á námskeiðinu Sterkari í seinni hálfleik II. „Við ræðum meðal annars hvernig við sleppum því sem þjónar okkur ekki lengur. Starfslega séð hafa rannsóknir til dæmis sýnt að með hækkandi aldri erum við ekki jafn fær til að móttaka eða afkasta til jafns við okkar yngri sjálf. Spurningin er því: Hvernig fer ég í gegnum þessar breytingar þannig að lífsánægjan mín sé tryggð sem best?“ Eitt af því sem Árelía styðst við á námskeiðunum sínum Sterkari í seinni hálfleik II er breytingastjórnun. En er óhjákvæmilegt að við förum í gegnum einhverjar breytingar? Hvað ef við viljum bara að hlutirnir séu eins og þeir eru? „Það verða alltaf breytingar hjá okkur. Það hvort þær eru stórar eða litlar er síðan undir okkur komið, sumir upplifa breytingarnar helst innra með sér. Förum flest að velja og hafna betur Árelía segir fólk á þessu æviskeiði vera undir mikilli pressu. „Þarna fara barnabörnin að fæðast og við að fóta okkur í því nýja hlutverki sem felst í því að við erum orðin ömmur og afar. En á þessum tíma erum við líka að sinna eldri ástvinum, þannig að þótt álagið sé ekki sama eðlis og það var þegar við vorum yngri eða með ung börn, þá er pressa til staðar,“ segir Árelía og bætir við: „Það er líka ákveðin pressa frá samfélaginu. Að hreyfa okkur og mæta í ræktina, vera í hlaupahópnum okkar eða stunda eitthvað félagsstarf. Pressan er oft sú tilfinning okkar að þurfa að taka þátt í þessu öllu, því við viljum ekki dragast aftur úr eða úreldast.“ Hins vegar segir Árelía þessum aldri líka fylgja ákveðin þörf til að velja og hafna. Þess vegna sé svo mikilvægt fyrir okkur að átta okkur á því sjálf, í hverju við viljum helst fjárfesta. En hvað á Árelía við með því? Jú, til dæmis hvernig fólk vill fjárfesta í nánum tengslum. „Það er ekkert óalgengt að á þessum aldri förum við að velja betur vinartengsl og samskipti útfrá því hvað nærir okkur sjálf best. Þetta á við um fleira og þess vegna er ákveðið lykilatriði að nota þetta orð: Fjárfestingar. Því hvað er þessi vinna annað en skoðun á því hvernig við viljum fjárfesta þannig að okkar lífsarðsemi verði sem best?“ spyr Árelía og heldur áfram: Á þessum aldri er mikilvægt að skilgreina velgengni upp á nýtt og það er á þessum aldri sem við áttum okkur á því að tíminn er okkar eina auðlind. Þess vegna er svo algengt að þessu æviskeiði fylgi ákveðið uppgjör. Flestir vilja dýpka lífið ef svo má að orði komast, auka visku og gefa meira af sér. Finna leiðir til að verða heilsteypt manneskja“ Hvernig þá? „Þetta er uppgjör þar sem við horfum inn á við. Við getum líkt því saman við það að á þessum aldri höfum við safnað að okkur ýmsu dóti og drasli sem við höfum mismikil not fyrir nú. Á þessum aldri erum við líka búin að safna að okkur reynslu og þekkingu, sem við viljum nú að fari að skila okkur sem mestum arði inn í framtíðina. Velja og hafna hvernig við viljum fjárfesta, hvað við viljum rækta hjá okkur sjálfum og svo framvegis.“ Árelía tekur dæmi um hvernig svona uppgjör, getur til dæmis leitt til breytinga á vinasamböndum. „Þetta er svolítið tímabilið þar sem við veljum fólkið sem við viljum halda vinskap og nánum tengslum við og hverja ekki. Á þessu geta því orðið breytingar svo ég nefni dæmi.“ Almennt segir Árelía tilfinningauppgjörið sem fer fram hjá okkur, geta snert öll svið eða mjög ólík svið. Allt frá búsetu, yfir í starfsframa, lífstíl og heilsu, parasambandi og fleira. „Til að tryggja ánægjuna okkar er hins vegar líka mikilvægt að svara spurningum eins og Hverju er ég búin að fá nóg af og hvenær er ég búin að fá nóg? Eða Hvers vegna er ég alltaf að keppast að því að verða betri í einhverju, fá meira af einhverju og svo framvegis….vitandi það jafnvel að þetta er ekki að fara vel í mig né með mig?“ Árangursfíkn sé til dæmis eitt af því sem er rætt um á námskeiðinu og fólki kennt hvernig það er líklegra til að taka ákvarðanir út frá sínum eigin þörfum, en ekki kröfum annarra. Árelía hefur grúskað í rannsóknum og fræðum um ólík æviskeið í mörg ár og segir þessa ástríðu einfaldlega vera sitt golf. Árelía viðurkennir líka að margt af því sem hún kenndi á fyrra námskeiðinu, hafi hún síðar reynt á eigin skinni. Þá voru námskeiðsgestir á aldrinum þrítugt til áttatíu ára og hún segist búast við sambærilegri breidd í aldri aftur. Vísir/Vilhelm Sorgarferlið og hamingjan Árelía segist enn muna þegar hún upplifði þetta aha-móment að elska að grúska í öllum þeim fræðum sem skýra út hversu ólík mismunandi æviskeið eru. Hvert þó svo mikilvægt. „Margt hef ég líka verið að reyna á eigin skinni samhliða þessu grúski mínu. Ég man til dæmis eftir því að hafa lesið um það fyrir námskeiðið 2014 að þegar fólk fer í gegnum uppgjör og ákvarðanir sem leiða til róttækra breytinga á starfsframa, fylgdi því ákveðið sorgarferli áður en jafnvægi næst á ný,“ segir Árelía og bætir við: „Síðan geri ég þetta sjálf í raun þegar að ég færi mig úr kennslu, að minnsta kosti tímabundið, og yfir í stjórnmálin. Um tíma upplifði ég ákveðna krísu innra með mér í kjölfar þessara breytinga og vissi eiginlega ekki hvað á mig stóð veðrið. Fyrr en ég mundi eftir þessum fræðum sem ég hafði kynnt mér og fór að lesa fræðin á ný.“ Það sem Árelía rifjaði þá upp með lestrinum er að þegar fólk breytir um starfsvettvang á miðjum aldri, þýði það oft róttæka breytingu á sjálfsímyndinni. „Það sem skýrði þessa krísu innra með mér var að allt í einu þurfti ég að skilgreina upp á nýtt hver ég væri í raun. Því þarna hafði ég verið háskólakennari í aldarfjórðung en stekk síðan nánast blindandi í djúpu laugina og söðla um. Eðlilega breytti það sjálfsmynd minni, en þetta er dæmi um eitthvað sem við ræðum á námskeiðinu því að það er svo mikilvægt að vita við hverju á að búast í þessu ferli.“ Þetta segir Árelía rannsóknir hafa sýnt og oft geti þetta verið nokkuð erfitt ferli. Tökum sem dæmi fólk sem hefur lengi verið forstjóri eða í einhverri stórri leiðtogastöðu en er það allt í einu ekki lengur. Eðlilega fylgja þessum breytingum miklar tilfinningar en rannsóknir hafa sýnt að það gefst okkur best að líta þá í eigin barm, fara á dýptina og finna út úr því þannig hvernig við sjáum fyrir okkur næsta kafla.“ Sem dæmi um það sem Árelía segir fólk mega búast við þegar breytingar sem þessar verða, er ákveðin sorg. „Sorgarferlið felur þá í sér að við erum að kveðja sjálfsmyndina sem við höfðum og það hvernig við skilgreindum okkur sjálf í gamla starfinu. Þessu fylgir ákveðinn söknuður sem er eðlilegur og hefur ekkert með það að gera að við séum ekki ánægð á nýju vettvangi eða full tiltrúar um að þar munum við blómstra.“ Um það leyti sem bókin kom síðan út árið 2017, var Árelía nýskilin og því segir hún að svo margt í þessu efni sé eitthvað sem hún geti tengt við sitt eigið líf. „Enda er oft sagt að við kennum helst það sem við þurfum að læra sjálf.“ Að þessu sögðu mælir hún með því að sem flestir kynni sér það við hverju búast má við í því æviskeiði sem fylgir miðjum aldri og þeim tíma sem við búum okkur undir að njóta þriðja æviskeiðsins sem mest. Er þetta námskeið fyrir fólk sem er komið á miðjan aldur eða ætti fólk að fara að kynna sér þessar breytingar áður en það kemst á miðjan aldur? ,,Bæði. Á fyrra námskeiðinu var fólk frá þrítugu og upp í áttrætt. Sumir voru því að horfa fram á við og læra um það sem hver og einn má búast við á meðan aðrir horfðu í baksýnispegilinn til að skilja hlutina betur.“ Árelía segist gera sér vonir um að sem flestir sem sæki námskeiðið fái skýrari hugmynd að því hvernig það sér fyrir sér að blómstra sem best og sem sterkust á þessu æviskeiði sem um og uppúr fimmtugt fylgir. Áratugir séu enn eftir og mikilvægt að njóta þeirra sem mest og best. „Enda er rosalegt ef við ætlum að fara inn í næstu fjörutíu árin með handrit sem við bjuggum til fyrir okkur sjálf fyrir mörgum áratugum síðan! Ég minni á að líffræðilega endurnýja húðfrumurnar sig á sjö ára fresti. Þetta þýðir að á sjö ára fresti erum við algjörlega klædd nýrri húð. Við eigum að hugsa þetta æviskeið á sama hátt. Að það sé ekkert nema eðlilegur gangur lífsins að við endurstillum okkur reglulega og það að staldra við og gefa okkur tíma í að endurstilla okkur til að tryggja að með hækkandi aldri náum við að blómstra enn meir og njóta okkar, í stað þess að verða gömul og beisk.“ Ást er... Fjölskyldumál Geðheilbrigði Heilsa Góðu ráðin Starfsframi Tengdar fréttir Rannsókn: Æskilegasta aldursbil hjóna Aldur er afstæður og aldur segir svo sem ekkert allt um neinn. Þegar kemur að ástinni er síðan jafnvel sagt að aldur skipti engu máli, ef ástin sé til staðar þá sigri hún allt. 9. ágúst 2023 07:01 Hamingjusamir hommar að lifa drauminn sinn á Kanarí Þeir hafa verið saman í tólf ár, eru ástfangnir upp fyrir haus og að lifa drauminn sinn á Kanarí. Annar heitir Ragnar Jakob Kristinsson, fæddur árið 1964 en hinn Sigurður Hólmar Karlsson, fæddur árið 1961. 28. maí 2023 08:00 Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01 Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01 Erfðamálin: Hægt að komast undan skuldum og ábyrgðum lána með opinberum skiptum „Með því að fara með dánarbú í opinber skipti eru lögerfingjar í raun að lýsa því yfir að þeir ætla ekki að taka ábyrgð á skuldum hins látna, hvorki núna né til framtíðar,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson lögmaður hjá Deloitte Legal og sérfræðingur í skattamálum meðal annars þegar erfðamálin eru rædd. 10. apríl 2023 08:01 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Fleiri fréttir Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Loksins! segja margir. Enda ófáir beðið eftir framhaldi á námskeiðinu sem svo rækilega sló í gegn árið 2014. Bók fylgdi í kjölfarið árið 2017 og segir Árelía undanfara bókarinnar í raun hafa verið námskeiðið því svo margt ræðist þar sem sé ekkert síður áhugavert fyrir hana sem fræðimann að heyra og læra. „Þetta er mitt golf má segja. Að grúska í rannsóknum og fræðum þessum málum tengt hefur verið ástríðan mín í mörg ár,“ segir Árelía sem í dag starfar sem borgarfulltrúi en hefur lengst af starfað sem dósent við Háskóla Íslands. Þá hefur Árelía gefið út ýmsar bækur og rit. Að skipta um starfsferil er eitt af því sem einkennir suma um og uppúr miðjum aldri. Að sögn Árelíu fylgir því ákveðinn tilfinningaferill að fara í gegnum og því er hún einlæg í námskeiðaefninu sínu að tala líka út frá eigin reynslu. Enda sjálf 57 ára gömul og því kona einmitt á þeim aldri sem námskeiðsefnið nær til. „Ætli ég búi ekki til síðasta námskeiðið mitt um æviskeiðin uppúr nírætt,“ segir Árelía og hlær. Áskorun á Vísi fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, bata, sorg, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að fræðast um þær breytingar sem fylgja því að komast á miðjan aldur. Risvandamálið og frelsi kvenna Árelía segir að þegar námskeiðið Sterkari í seinni hálfleik var fyrst haldið árið 2014, var umræðan um þriðja æviskeiðið langt frá því að vera hafin fyrir alvöru. Staðan þá var enn sú að almennt teldist fólk um og eftir fimmtugt eiga að fara að búa sig undir ,,efri“ árin. Svona eins og að búa sig formlega undir það að verða gamalt. „Hvernig ætlar þú að undirbúa þig undir að verða 100 ára?“ var þó spurning sem Árelía velti upp á námskeiðinu. Enda lífaldur að hækka það hratt að um fimmtugt þarf fólk fyrst og fremst að hugsa um það hvernig næstu áratugir þess verða. Og við hvaða breytingum við eigum að búast við. Til dæmis líffræðilega. „Karlar fríka til dæmis svolítið út þegar risvandamálið byrjar á meðan konur fara á útopnu og vilja sem mest frelsi,“ segir Árelía. Það sem Árelía vísar í þarna er hvað gerist hjá fólki í kjölfar breytingaskeiðsins. Það tekur við nýtt kynþroskatímabil í lífinu og við þyrftum helst að vera jafn undir þetta tímabil búin og við erum undir það búin að fara á kynþroskatímabilið sem við siglum inn í sem unglingar. Þá eru krakkar undirbúnir í skóla. Sem betur fer því það kemur í veg fyrir að stelpur fái algjört sjokk þegar þær sjá blóð fyrst í nærbuxunum og svo framvegis. Það sama gildir um kynþroskaskeiðið sem við förum í um og eftir sextugt. Við þurfum að vera upplýst um hvaða breytingar eru eðlilegar hjá okkur þá.“ Árelía tekur dæmi. „Ég hef til dæmis talað um þessar líffræðilegu breytingar á stjórnenda- og leiðtoganámskeiðum sem ég hef haldið. Þar sitja oftar en ekki karlmenn og þegar ég fer að tala um þetta tímabil þegar risvandamálið getur byrjar hjá körlum, þá slær oftar en ekki þögn á hópinn. Karlmönnum heldur áfram að rísa hold. Það getur gerst því hórmóna framleiðsla þeirra breytist líka og líkamsstarfsemi, eins og hjá konum, og því engin ástæða fyrir karlmenn að halda að risvandamál hjá þeim sé eitthvað persónubundið og eigi aðeins við um þá.“ Að sama skapi verða hormónabreytingar hjá konum. „Það er algengt að uppúr miðjum aldri fari karlmenn að sækja meira inn á við og verða mýkri. Þeir verða til dæmis margir rosalega góðir afar og njóta þess mikið að vera með afabörnunum. Á meðan konur taka þetta tímabil oft öðruvísi út. Eru komnar af barneignaskeiðinu, svolítið búnar með þetta uppeldistímabil og upplifa meiri þörf fyrir frelsi.“ Eins og á unglingsaldrinum, taka kynin þetta tímabil þó ekki endilega út á sama tíma. Því konurnar eru á undan, karlarnir aðeins á eftir. „Karlarnir eru margir komnir yfir sextugt þegar þetta tímabil hefst, á meðan meðalaldur íslenskra kvenna er rúmlega 51 ár þegar tíðarhvörf verða og algengast að konur upplifi áhrif breytingaskeiðsins sterkast í um þrjú ár áður en það gerist.“ Samkvæmt rannsóknum mælist lífsánægjan lægst þegar við erum um 46 ára og hjá mörgum fylgir því ákveðið uppgjör að komast á miðjan aldur. Sem Árelía segir eðlilegt, enda út í hött að halda áfram að lifa eftir handriti sem við mótuðum fyrir áratugum síðar. Flestir fara á dýptina og það á við um bæði karla og konur.Vísir/Vilhelm Lífsánægjan lægst um 46 ára Árelía segir að samkvæmt rannsóknum mælist lífsánægjan eins og bókstafurinn U. „Að meðaltali mælist lífsánægjan lægst þegar við erum um 46 ára. Þarna erum við að nálgast miðju lífsins sem þýðir að lífi okkar flestra fylgja ekki bara líffræðilegar breytingar, heldur einnig félagslegar og sálarlegar breytingar.“ Sem dæmi nefnir Árelía konur og starfsframa. „Ég hef rannsakað kvenleiðtoga sérstaklega og eitt af því sem einkennir konur á þessum aldri sem hafa verið í leiðtogastöðum er að margar þeirra taka ákvarðanir um að hætta. Svona eins og það fylgi því frekar konum en körlum að hugsa á þessu tímabili: Æi, ég nenni ekkert lengur að standa í þessu. Vinna í 14 tíma á dag og svo framvegis. Ég bara hætti og sný mér að öðrum störfum.“ Hjá karlmönnum verði oft breytingar líka á starfshögum. „Margir óttast þessar breytingar. Detta í sjálfsefan þar sem hugsanir eins og Er ég bara úreldur á vinnumarkaði, er ég ekki lengur með‘etta og svo framvegis, skjóta upp kollinum. Þarna fara menn jafnvel að keppast við að reyna að halda sínum stöðum sem lengst og svo framvegis.“ Um þetta ræðir Árelía á námskeiðinu Sterkari í seinni hálfleik II. „Við ræðum meðal annars hvernig við sleppum því sem þjónar okkur ekki lengur. Starfslega séð hafa rannsóknir til dæmis sýnt að með hækkandi aldri erum við ekki jafn fær til að móttaka eða afkasta til jafns við okkar yngri sjálf. Spurningin er því: Hvernig fer ég í gegnum þessar breytingar þannig að lífsánægjan mín sé tryggð sem best?“ Eitt af því sem Árelía styðst við á námskeiðunum sínum Sterkari í seinni hálfleik II er breytingastjórnun. En er óhjákvæmilegt að við förum í gegnum einhverjar breytingar? Hvað ef við viljum bara að hlutirnir séu eins og þeir eru? „Það verða alltaf breytingar hjá okkur. Það hvort þær eru stórar eða litlar er síðan undir okkur komið, sumir upplifa breytingarnar helst innra með sér. Förum flest að velja og hafna betur Árelía segir fólk á þessu æviskeiði vera undir mikilli pressu. „Þarna fara barnabörnin að fæðast og við að fóta okkur í því nýja hlutverki sem felst í því að við erum orðin ömmur og afar. En á þessum tíma erum við líka að sinna eldri ástvinum, þannig að þótt álagið sé ekki sama eðlis og það var þegar við vorum yngri eða með ung börn, þá er pressa til staðar,“ segir Árelía og bætir við: „Það er líka ákveðin pressa frá samfélaginu. Að hreyfa okkur og mæta í ræktina, vera í hlaupahópnum okkar eða stunda eitthvað félagsstarf. Pressan er oft sú tilfinning okkar að þurfa að taka þátt í þessu öllu, því við viljum ekki dragast aftur úr eða úreldast.“ Hins vegar segir Árelía þessum aldri líka fylgja ákveðin þörf til að velja og hafna. Þess vegna sé svo mikilvægt fyrir okkur að átta okkur á því sjálf, í hverju við viljum helst fjárfesta. En hvað á Árelía við með því? Jú, til dæmis hvernig fólk vill fjárfesta í nánum tengslum. „Það er ekkert óalgengt að á þessum aldri förum við að velja betur vinartengsl og samskipti útfrá því hvað nærir okkur sjálf best. Þetta á við um fleira og þess vegna er ákveðið lykilatriði að nota þetta orð: Fjárfestingar. Því hvað er þessi vinna annað en skoðun á því hvernig við viljum fjárfesta þannig að okkar lífsarðsemi verði sem best?“ spyr Árelía og heldur áfram: Á þessum aldri er mikilvægt að skilgreina velgengni upp á nýtt og það er á þessum aldri sem við áttum okkur á því að tíminn er okkar eina auðlind. Þess vegna er svo algengt að þessu æviskeiði fylgi ákveðið uppgjör. Flestir vilja dýpka lífið ef svo má að orði komast, auka visku og gefa meira af sér. Finna leiðir til að verða heilsteypt manneskja“ Hvernig þá? „Þetta er uppgjör þar sem við horfum inn á við. Við getum líkt því saman við það að á þessum aldri höfum við safnað að okkur ýmsu dóti og drasli sem við höfum mismikil not fyrir nú. Á þessum aldri erum við líka búin að safna að okkur reynslu og þekkingu, sem við viljum nú að fari að skila okkur sem mestum arði inn í framtíðina. Velja og hafna hvernig við viljum fjárfesta, hvað við viljum rækta hjá okkur sjálfum og svo framvegis.“ Árelía tekur dæmi um hvernig svona uppgjör, getur til dæmis leitt til breytinga á vinasamböndum. „Þetta er svolítið tímabilið þar sem við veljum fólkið sem við viljum halda vinskap og nánum tengslum við og hverja ekki. Á þessu geta því orðið breytingar svo ég nefni dæmi.“ Almennt segir Árelía tilfinningauppgjörið sem fer fram hjá okkur, geta snert öll svið eða mjög ólík svið. Allt frá búsetu, yfir í starfsframa, lífstíl og heilsu, parasambandi og fleira. „Til að tryggja ánægjuna okkar er hins vegar líka mikilvægt að svara spurningum eins og Hverju er ég búin að fá nóg af og hvenær er ég búin að fá nóg? Eða Hvers vegna er ég alltaf að keppast að því að verða betri í einhverju, fá meira af einhverju og svo framvegis….vitandi það jafnvel að þetta er ekki að fara vel í mig né með mig?“ Árangursfíkn sé til dæmis eitt af því sem er rætt um á námskeiðinu og fólki kennt hvernig það er líklegra til að taka ákvarðanir út frá sínum eigin þörfum, en ekki kröfum annarra. Árelía hefur grúskað í rannsóknum og fræðum um ólík æviskeið í mörg ár og segir þessa ástríðu einfaldlega vera sitt golf. Árelía viðurkennir líka að margt af því sem hún kenndi á fyrra námskeiðinu, hafi hún síðar reynt á eigin skinni. Þá voru námskeiðsgestir á aldrinum þrítugt til áttatíu ára og hún segist búast við sambærilegri breidd í aldri aftur. Vísir/Vilhelm Sorgarferlið og hamingjan Árelía segist enn muna þegar hún upplifði þetta aha-móment að elska að grúska í öllum þeim fræðum sem skýra út hversu ólík mismunandi æviskeið eru. Hvert þó svo mikilvægt. „Margt hef ég líka verið að reyna á eigin skinni samhliða þessu grúski mínu. Ég man til dæmis eftir því að hafa lesið um það fyrir námskeiðið 2014 að þegar fólk fer í gegnum uppgjör og ákvarðanir sem leiða til róttækra breytinga á starfsframa, fylgdi því ákveðið sorgarferli áður en jafnvægi næst á ný,“ segir Árelía og bætir við: „Síðan geri ég þetta sjálf í raun þegar að ég færi mig úr kennslu, að minnsta kosti tímabundið, og yfir í stjórnmálin. Um tíma upplifði ég ákveðna krísu innra með mér í kjölfar þessara breytinga og vissi eiginlega ekki hvað á mig stóð veðrið. Fyrr en ég mundi eftir þessum fræðum sem ég hafði kynnt mér og fór að lesa fræðin á ný.“ Það sem Árelía rifjaði þá upp með lestrinum er að þegar fólk breytir um starfsvettvang á miðjum aldri, þýði það oft róttæka breytingu á sjálfsímyndinni. „Það sem skýrði þessa krísu innra með mér var að allt í einu þurfti ég að skilgreina upp á nýtt hver ég væri í raun. Því þarna hafði ég verið háskólakennari í aldarfjórðung en stekk síðan nánast blindandi í djúpu laugina og söðla um. Eðlilega breytti það sjálfsmynd minni, en þetta er dæmi um eitthvað sem við ræðum á námskeiðinu því að það er svo mikilvægt að vita við hverju á að búast í þessu ferli.“ Þetta segir Árelía rannsóknir hafa sýnt og oft geti þetta verið nokkuð erfitt ferli. Tökum sem dæmi fólk sem hefur lengi verið forstjóri eða í einhverri stórri leiðtogastöðu en er það allt í einu ekki lengur. Eðlilega fylgja þessum breytingum miklar tilfinningar en rannsóknir hafa sýnt að það gefst okkur best að líta þá í eigin barm, fara á dýptina og finna út úr því þannig hvernig við sjáum fyrir okkur næsta kafla.“ Sem dæmi um það sem Árelía segir fólk mega búast við þegar breytingar sem þessar verða, er ákveðin sorg. „Sorgarferlið felur þá í sér að við erum að kveðja sjálfsmyndina sem við höfðum og það hvernig við skilgreindum okkur sjálf í gamla starfinu. Þessu fylgir ákveðinn söknuður sem er eðlilegur og hefur ekkert með það að gera að við séum ekki ánægð á nýju vettvangi eða full tiltrúar um að þar munum við blómstra.“ Um það leyti sem bókin kom síðan út árið 2017, var Árelía nýskilin og því segir hún að svo margt í þessu efni sé eitthvað sem hún geti tengt við sitt eigið líf. „Enda er oft sagt að við kennum helst það sem við þurfum að læra sjálf.“ Að þessu sögðu mælir hún með því að sem flestir kynni sér það við hverju búast má við í því æviskeiði sem fylgir miðjum aldri og þeim tíma sem við búum okkur undir að njóta þriðja æviskeiðsins sem mest. Er þetta námskeið fyrir fólk sem er komið á miðjan aldur eða ætti fólk að fara að kynna sér þessar breytingar áður en það kemst á miðjan aldur? ,,Bæði. Á fyrra námskeiðinu var fólk frá þrítugu og upp í áttrætt. Sumir voru því að horfa fram á við og læra um það sem hver og einn má búast við á meðan aðrir horfðu í baksýnispegilinn til að skilja hlutina betur.“ Árelía segist gera sér vonir um að sem flestir sem sæki námskeiðið fái skýrari hugmynd að því hvernig það sér fyrir sér að blómstra sem best og sem sterkust á þessu æviskeiði sem um og uppúr fimmtugt fylgir. Áratugir séu enn eftir og mikilvægt að njóta þeirra sem mest og best. „Enda er rosalegt ef við ætlum að fara inn í næstu fjörutíu árin með handrit sem við bjuggum til fyrir okkur sjálf fyrir mörgum áratugum síðan! Ég minni á að líffræðilega endurnýja húðfrumurnar sig á sjö ára fresti. Þetta þýðir að á sjö ára fresti erum við algjörlega klædd nýrri húð. Við eigum að hugsa þetta æviskeið á sama hátt. Að það sé ekkert nema eðlilegur gangur lífsins að við endurstillum okkur reglulega og það að staldra við og gefa okkur tíma í að endurstilla okkur til að tryggja að með hækkandi aldri náum við að blómstra enn meir og njóta okkar, í stað þess að verða gömul og beisk.“
Ást er... Fjölskyldumál Geðheilbrigði Heilsa Góðu ráðin Starfsframi Tengdar fréttir Rannsókn: Æskilegasta aldursbil hjóna Aldur er afstæður og aldur segir svo sem ekkert allt um neinn. Þegar kemur að ástinni er síðan jafnvel sagt að aldur skipti engu máli, ef ástin sé til staðar þá sigri hún allt. 9. ágúst 2023 07:01 Hamingjusamir hommar að lifa drauminn sinn á Kanarí Þeir hafa verið saman í tólf ár, eru ástfangnir upp fyrir haus og að lifa drauminn sinn á Kanarí. Annar heitir Ragnar Jakob Kristinsson, fæddur árið 1964 en hinn Sigurður Hólmar Karlsson, fæddur árið 1961. 28. maí 2023 08:00 Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01 Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01 Erfðamálin: Hægt að komast undan skuldum og ábyrgðum lána með opinberum skiptum „Með því að fara með dánarbú í opinber skipti eru lögerfingjar í raun að lýsa því yfir að þeir ætla ekki að taka ábyrgð á skuldum hins látna, hvorki núna né til framtíðar,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson lögmaður hjá Deloitte Legal og sérfræðingur í skattamálum meðal annars þegar erfðamálin eru rædd. 10. apríl 2023 08:01 Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Fleiri fréttir Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Rannsókn: Æskilegasta aldursbil hjóna Aldur er afstæður og aldur segir svo sem ekkert allt um neinn. Þegar kemur að ástinni er síðan jafnvel sagt að aldur skipti engu máli, ef ástin sé til staðar þá sigri hún allt. 9. ágúst 2023 07:01
Hamingjusamir hommar að lifa drauminn sinn á Kanarí Þeir hafa verið saman í tólf ár, eru ástfangnir upp fyrir haus og að lifa drauminn sinn á Kanarí. Annar heitir Ragnar Jakob Kristinsson, fæddur árið 1964 en hinn Sigurður Hólmar Karlsson, fæddur árið 1961. 28. maí 2023 08:00
Í sambúð með ADHD: „Upplifði oft eins og hann nennti ekki að hlusta á mig“ Síðustu árin hefur umræða um ADHD hjá fullorðnum aukist til muna. Enda var ADHD lengi vel fyrst og fremst tengt við greiningu barna. Jafnvel tengt við þau óþekkustu í bekknum. 21. maí 2023 08:01
Meðvirkni: „Þau vildu ekki fara að tala illa um mömmu sína“ Með einfaldri leit á veraldarvefnum má finna BA ritgerð sálfræðinema frá árinu 2014, Sveinbjörns G. Kröyer Guðmundssonar, sem ber yfirskriftina Hvað er meðvirkni í raun og veru? Í úrdrætti fremst í ritgerðinni segir: 23. apríl 2023 08:01
Erfðamálin: Hægt að komast undan skuldum og ábyrgðum lána með opinberum skiptum „Með því að fara með dánarbú í opinber skipti eru lögerfingjar í raun að lýsa því yfir að þeir ætla ekki að taka ábyrgð á skuldum hins látna, hvorki núna né til framtíðar,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson lögmaður hjá Deloitte Legal og sérfræðingur í skattamálum meðal annars þegar erfðamálin eru rædd. 10. apríl 2023 08:01