Brúðkaup ársins 2023 Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 22. desember 2023 07:01 Það var sannarlega tilefni til að gleðjast á árinu. Ástin blómstraði víða. Vísir Á hverju ári greinum við á Vísi frá brúðkaupum og hér fyrir neðan má sjá yfirferð yfir þekkta Íslendinga sem gengu í hnappelduna á árinu 2023. Þriggja daga Ítalíu-draumur Dansarinn og fasteignasalinn, Tara Sif Birgisdóttir og Elfari Elí Schweitz Jakobsson, lögfræðingur, giftu sig í annað sinn, á Ítalíu 11. ágúst í smábænum Castel Gandolfo. Veisluhöldin stóðu yfir í þrjá daga og var draumi líkast. Athöfnin fór fram undir berum himni á samkomusvæði (e.venue) umkringt gróðri, blómum og útsýni að vatni. Saman eiga þau einn dreng Tara Sif Hjónin trúlofaði sig í ársbyrjun 2022. Elfar bauð Töru í óvænt þyrluflug sem endaði með bónorði á toppi Kistufells á Esjunni við sólsetrið, gerist varla rómantískara. Fimm mánuðum síðar giftu þau sig í Las Vegas þar sem þau voru stödd með vinafólki. Brúðkaup á herragarði á Mallorca Grímur Garðarsson eigandi Bestseller á Íslandi og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir fjárfestir gengu í það heilaga á spænsku eyjunni Mallorca í september. Athöfnin fór fram á herragarðinum La Fortaleza, einum fallegasta stað eyjunnar sem minnir einna helst á kastala frá miðöldum. Falleg náttúra og Miðjarðarhafsútsýni umlykur hinn draumkennda stað þar sem finna má mikilfenglegt virki frá árinu 1550. Staðurinn er vinsæll fyrir brúðkaup og aðrar fínar veislur. Grímur og Svanhildur Nanna trúlofuðu sig í Frakklandi í fyrra eftir tveggja ára samband. Á árinu festu hjónin kaup á rúmlega fimm hundruð fermetra einbýlishúsi við Túngötu í Reykjavík. Húsið er staðsett við hlið franska og rússneska sendiráðsins í sannkölluðu sendiráðahverfi við Landakotstún. Sögðu aftur já Katrín Edda Þorsteinsdóttir, áhrifavaldur og verkfræðingur, og Markus Wasserbaech giftu sig við hátíðlega athöfn í Garðakirkju í júlí og veislan haldin á Grand Hótel. Þetta var í annað sinn sem hjúin gengu í það heilaga en fyrst giftu þau sig við litla athöfn í Covid faraldrinum. „Þar voru allir vinir okkar og okkar fólk og það var algjörlega yndislegt. Veislan var frábær. Berglind besta vinkona mín og Atli Viðar bróðir minn voru veislustjórar og svo hélt Atli Viðar partýinu gangandi fram á nótt sem DJ. Við Markus byrjuðum dansgólfið á rosa fyndnum og krúttlegum brúðkaupsdansi,“ sagði Katrín í viðtali við Vísi í sumar. Hjónin eru búsett í Þýskalandi ásamt dóttur þeirra Elísu Eyþóru. Athöfn undir berum himni Karitasar Maríu Lárusdóttur þjálfari og Gylfa Einarssonar, fyrrverandi knattspyrnumaður gengu í hjónaband í júní á Spáni. Athöfnin var hin glæsilegasta og fór fram undir berum himni á La Finca Resort hótelinu. Hjónin mættu svo akandi á hvítum golfbíl í veisluna. View this post on Instagram A post shared by Karitas Mari a La rusdo ttir (@karitas) Kvöldið fyrir brúðkaupið klæddust hluti af karlkyns gestum brúðhjónanna samstæðum fötum með veski sem átti að líkjast fatastíl hins vinsæla kírópraktor Guðmundar Birkis Pálmasonar, eða Gumma kíró. Gummi hefur afar dýran fatastíl og klæðist merkjum á borð við Gucci, Balenciaga og Louis Vuitton. Dömurnar klæddu sig upp í stíl Dóru Júlíu, plötusnúðs og blaðamanns hér á Vísi. Laumufarþegi í brúðkaupsferðinni Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning og Vignir Þór Bollason kírópraktor gengu í heilagt hjónaband í júlí. Athöfnin var haldin í Háteigskirkju í Reykjavík þar sem séra Guðni Már Harðarson gaf þau saman. Að athöfn lokinni var haldið í glæsilega skreyttan sal á veitingastað Sjálands í Garðabæ þar sem ástinni var fagnað langt fram eftir kvöldi undir veislustjórn Evu Ruzu Miljevic. Hjónin trúlofuðu sig í desember 2021. Saman eiga þau tvö börn, stúlku og dreng, og eiga von á stúlku í byrjun næsta árs. Giftu sig á ástarfleyi í Berlín Tónlistarkonan og Óskarsverðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir og bandaríska tónskáldið Sam Slater giftu sig í Þýskalandi í júlí. Brúðkaupið fór fram á bát í borginni Berlín, eða á ástarfleyi eins og móðir Hildar orðar það. „Á laugardaginn staðfestu Hildur Guðna mín og Sam Slater ást sína á ástarfleyi á vatninu Wannsee að viðstöddum ættingjum og vinum,“ skrifaði Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir, móðir Hildar, í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Listakonan Anna Rún Tryggvadóttir vígði hjónin. Hildur þakkaði meðal annars Sam þegar hún hlaut Óskarsverðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker árið 2020. „Magnaði eiginmaður minn, Sam, ástin mín, besti vinur minn, hin eyrun mín. Ég væri týnd án þín,“ sagði Hildur í ræðu sinni. „Prinsinn sem bjargaði mér“ Leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir og Ebenezer Þórarinn Einarsson, sérfræðingur í markaðssetningu hjá Digido, fóru til Sýslumannsins og létu pússa sig saman í febrúar. Sman eiga hjónin tvær dætur. Parið hefur verið saman í tólf ár en þau kynntust árið 2011 er Birna var átján ára og Ebbi 23 ára gamall. Birna segist vera afar þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Á tólf árum hafi margt gerst og margt breyst. „Ég valdi ekki að giftast honum af því hann er sá eini rétti, hinn fullkomni maður, prinsinn sem bjargaði mér, draumur í dós bleiku rósa minna. Eða af því allt er alltaf gaman og bara eintómt ævintýri með honum, nei. Ég valdi að giftast honum af því lífið okkar eru allir regnbogans litir. Hann er mannlegur, einlægur og jarðbundinn. Eldar geggjaðan mat og pantar ógeðslegan skyndibita. Hann er stundum vonlaus en oft úrræðagóður. Leggur hart að sér og nennir engu,“ skrifaði Birna Rún meðal annars í færslu á samfélagsmiðlum um sinn heittelskaða. Stærra brúðkaup eftir barneignir Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir, fegurðardrottning, flugfreyja og förðunarfræðingur, gengu í hnapphelduna hjá Sýslumanninum í Kópavogi í júlí. Hjónin deildu gleðifregnunum á samfélagsmiðlum og tjáðu vinum og vandamönnum að þau myndu halda stærra brúðkaup síðar. En Fanney Sandra er ólett af þeirra öðru barni saman. Fyrir á parið samtals fimm börn. View this post on Instagram A post shared by Fanney Sandra Albertsdo ttir (@fanneysandra) Gleðitár og dans fram eftir kvöldi Lóa Pind sjónvarpskona og Jónas Valdimarsson giftu sig við hátíðlega athöfn í Iðnó í nóvember. Gestir felldu gleðitár og var dansað langt fram eftir kvöldi. Bæði veislan og athöfnin fór fram í Iðnó, en rýmið er í miklu uppáhaldi hjá Lóu. Veislustjórar kvöldsins voru þau Ragnheiður Bjarman Eiríksdóttir og Valdimar Örn Flygenring. „Þegar við vorum svo búin að setja hring á fingur, kyssast og fá glimmerbombuna yfir okkur þá slúttuðum við athöfninni á tónlistaratriði tveggja bræðra Jónasar, sem hófu að syngja viðlagið við danska Eurovision lagið Fly On The Wings of Love. Allur salurinn tók undir,“ sagði Lóa í samtali við Vísi en fjölskylda Jónasar er að sögn Lóu afar músíkölsk. Auk þess tóku dætur Jónasar lagið fyrir brúðhjónin sem endaði með því að allur salurinn fór að gráta. Hrekkjavökubrúðkaup Grínistinn Hugleikur Dagsson og búningahönnuðurinn Karen Briem giftu sig í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal í október. Páll Óskar Hjálmtýsson stýrði athöfninni og gestir mættu í veisluna í stórkostlegum búningum enda hrekkjavakan á næsta leyti. Hugleikur og Karen byrjuðu að rugla saman reitum á fyrri hluta ársins 2021 og því verið saman í hálft þriðja ár. Listaspírur landsins fjölmenntu enda stór hluti af vinahóp nýbakaðra hjóna. Athöfnin fór fram í Tjarnarkirkju þar sem Páll Óskar kom sér fyrir við altarið og stýrði athöfninni. Telja má líklegt að þau Hugleikur og Karen hafi látið pússa sig saman hjá sýslumanni áður en Páll Óskar stýrði athöfninni sem hefur þá verið táknræn. Hann söng lag sitt Allt fyrir ástina þegar nýbökuð hjón gengu út úr kirkjunni. View this post on Instagram A post shared by Dagsson (@dagsson) Dansinn dunaði í Vestmannaeyjum Einar Stefánsson, markaðs- og kynningarstjóri hjá Píeta samtökunum, trommuleikari Hatara og gítarleikari Vakar gekk að eiga Sólbjörtu Sigurðardóttur flugfreyju, dansara og leiklistarnema við hátíðlega athöfní lok júlí í Vestmannaeyjum. Matthías Tryggvi Haraldsson söngvari Hatara og athafnastjóri hjá Siðmennt gaf hjónin saman. Þegar þau höfðu innsiglað ást sína með kossi birtust liðsmenn Bjartra sveiflna á sviðinu og spiluðu ástarsmellinn „Þú fullkomnar mig“ úr smiðju Sálarinnar. Athöfnin fór fram í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum en svo færðu veislugestir sig yfir á Slippinn. Dansinn dunaði síðar um kvöldið þar sem músík var spiluð inn í rauða nóttina. Þá steig brúðurin á svið og söng lagið Draumaprinsinn með Röggu Gísla, með miklum tilþrifum. Parið hefur verið saman um nokkurra ára skeið. Þau trúlofuðu sig á sjálfan Valentínusardaginn 2022. Saman eiga þau eina dóttur, Ylfu Björk. Bæði eru þau hluti af hljómsveitinni Hatara sem tók þátt fyrir Íslands hönd í Eurovison árið 2019 þegar keppnin var haldin í Tel Aviv í Ísrael. Heimilistónar leiddu þau saman Listaparið Gunnlaugur Egilsson og Gunnur von Matérn gengu í hjónaband með heiðinni athöfn í Alþingisgarðinum undir heiðskírum himni í lok júlí. Veislan var haldin á sama stað og þau hittust fyrst, í Iðnó, undir spili Heimilistóna. Móðir brúðarinnar, Vigdís Gunnarsdóttir, er einn af stofnendum og söngkona hljómsveitarinnar. Hjónin hittust fyrst fyrir um fimmtán árum síðan, á balli með Heimilistónus. Hjónin hafa verið búsett í Stokkhólmi um nokkurt skeið ásamt börnum sínum tveimur þeim, Thor og Tinnu Vigdísi sem og hundinum Freyju og kettinum Óðni. Þar starfar Gunnur sem Head of Digital Strategy fyrir DDB Nord og Gunnlaugur sem sýndarveruleikahönnuður og forritari. Trúlofun og brúðkaup í spænskum smábæ Tónlistarkonan Alma Guðmundsdóttir, betur þekkt sem Alma Goodman vestanhafs, giftist breska leikaranum Ed Weeks á spáni í september. Brúðkaupið fór fram í smábænum Murcia á Suður-Spáni, þar sem foreldrar Ed búa og þau trúlofuðu sig í fyrra. Vinkonur Ölmu úr Nylon voru á meðal veislugesta og tók Klara Elías lagið fyrir turtildúfurnar. Alma og Ed, kynntust í Los Angeles fyrir nokkrum árum. Alma hefur verið búsett í Los Angeles alveg frá því að hún fluttist út árið 2010 með Klöru og Steinunni Camillu en á þeim tíma mynduðu þær stúlknabandið Charlies. Bandið kom aftur saman fyrr á árinu. Tímamót Ástin og lífið Fréttir ársins 2023 Brúðkaup Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Þriggja daga Ítalíu-draumur Dansarinn og fasteignasalinn, Tara Sif Birgisdóttir og Elfari Elí Schweitz Jakobsson, lögfræðingur, giftu sig í annað sinn, á Ítalíu 11. ágúst í smábænum Castel Gandolfo. Veisluhöldin stóðu yfir í þrjá daga og var draumi líkast. Athöfnin fór fram undir berum himni á samkomusvæði (e.venue) umkringt gróðri, blómum og útsýni að vatni. Saman eiga þau einn dreng Tara Sif Hjónin trúlofaði sig í ársbyrjun 2022. Elfar bauð Töru í óvænt þyrluflug sem endaði með bónorði á toppi Kistufells á Esjunni við sólsetrið, gerist varla rómantískara. Fimm mánuðum síðar giftu þau sig í Las Vegas þar sem þau voru stödd með vinafólki. Brúðkaup á herragarði á Mallorca Grímur Garðarsson eigandi Bestseller á Íslandi og Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir fjárfestir gengu í það heilaga á spænsku eyjunni Mallorca í september. Athöfnin fór fram á herragarðinum La Fortaleza, einum fallegasta stað eyjunnar sem minnir einna helst á kastala frá miðöldum. Falleg náttúra og Miðjarðarhafsútsýni umlykur hinn draumkennda stað þar sem finna má mikilfenglegt virki frá árinu 1550. Staðurinn er vinsæll fyrir brúðkaup og aðrar fínar veislur. Grímur og Svanhildur Nanna trúlofuðu sig í Frakklandi í fyrra eftir tveggja ára samband. Á árinu festu hjónin kaup á rúmlega fimm hundruð fermetra einbýlishúsi við Túngötu í Reykjavík. Húsið er staðsett við hlið franska og rússneska sendiráðsins í sannkölluðu sendiráðahverfi við Landakotstún. Sögðu aftur já Katrín Edda Þorsteinsdóttir, áhrifavaldur og verkfræðingur, og Markus Wasserbaech giftu sig við hátíðlega athöfn í Garðakirkju í júlí og veislan haldin á Grand Hótel. Þetta var í annað sinn sem hjúin gengu í það heilaga en fyrst giftu þau sig við litla athöfn í Covid faraldrinum. „Þar voru allir vinir okkar og okkar fólk og það var algjörlega yndislegt. Veislan var frábær. Berglind besta vinkona mín og Atli Viðar bróðir minn voru veislustjórar og svo hélt Atli Viðar partýinu gangandi fram á nótt sem DJ. Við Markus byrjuðum dansgólfið á rosa fyndnum og krúttlegum brúðkaupsdansi,“ sagði Katrín í viðtali við Vísi í sumar. Hjónin eru búsett í Þýskalandi ásamt dóttur þeirra Elísu Eyþóru. Athöfn undir berum himni Karitasar Maríu Lárusdóttur þjálfari og Gylfa Einarssonar, fyrrverandi knattspyrnumaður gengu í hjónaband í júní á Spáni. Athöfnin var hin glæsilegasta og fór fram undir berum himni á La Finca Resort hótelinu. Hjónin mættu svo akandi á hvítum golfbíl í veisluna. View this post on Instagram A post shared by Karitas Mari a La rusdo ttir (@karitas) Kvöldið fyrir brúðkaupið klæddust hluti af karlkyns gestum brúðhjónanna samstæðum fötum með veski sem átti að líkjast fatastíl hins vinsæla kírópraktor Guðmundar Birkis Pálmasonar, eða Gumma kíró. Gummi hefur afar dýran fatastíl og klæðist merkjum á borð við Gucci, Balenciaga og Louis Vuitton. Dömurnar klæddu sig upp í stíl Dóru Júlíu, plötusnúðs og blaðamanns hér á Vísi. Laumufarþegi í brúðkaupsferðinni Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning og Vignir Þór Bollason kírópraktor gengu í heilagt hjónaband í júlí. Athöfnin var haldin í Háteigskirkju í Reykjavík þar sem séra Guðni Már Harðarson gaf þau saman. Að athöfn lokinni var haldið í glæsilega skreyttan sal á veitingastað Sjálands í Garðabæ þar sem ástinni var fagnað langt fram eftir kvöldi undir veislustjórn Evu Ruzu Miljevic. Hjónin trúlofuðu sig í desember 2021. Saman eiga þau tvö börn, stúlku og dreng, og eiga von á stúlku í byrjun næsta árs. Giftu sig á ástarfleyi í Berlín Tónlistarkonan og Óskarsverðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir og bandaríska tónskáldið Sam Slater giftu sig í Þýskalandi í júlí. Brúðkaupið fór fram á bát í borginni Berlín, eða á ástarfleyi eins og móðir Hildar orðar það. „Á laugardaginn staðfestu Hildur Guðna mín og Sam Slater ást sína á ástarfleyi á vatninu Wannsee að viðstöddum ættingjum og vinum,“ skrifaði Ingveldur Guðrún Ólafsdóttir, móðir Hildar, í færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Listakonan Anna Rún Tryggvadóttir vígði hjónin. Hildur þakkaði meðal annars Sam þegar hún hlaut Óskarsverðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker árið 2020. „Magnaði eiginmaður minn, Sam, ástin mín, besti vinur minn, hin eyrun mín. Ég væri týnd án þín,“ sagði Hildur í ræðu sinni. „Prinsinn sem bjargaði mér“ Leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir og Ebenezer Þórarinn Einarsson, sérfræðingur í markaðssetningu hjá Digido, fóru til Sýslumannsins og létu pússa sig saman í febrúar. Sman eiga hjónin tvær dætur. Parið hefur verið saman í tólf ár en þau kynntust árið 2011 er Birna var átján ára og Ebbi 23 ára gamall. Birna segist vera afar þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Á tólf árum hafi margt gerst og margt breyst. „Ég valdi ekki að giftast honum af því hann er sá eini rétti, hinn fullkomni maður, prinsinn sem bjargaði mér, draumur í dós bleiku rósa minna. Eða af því allt er alltaf gaman og bara eintómt ævintýri með honum, nei. Ég valdi að giftast honum af því lífið okkar eru allir regnbogans litir. Hann er mannlegur, einlægur og jarðbundinn. Eldar geggjaðan mat og pantar ógeðslegan skyndibita. Hann er stundum vonlaus en oft úrræðagóður. Leggur hart að sér og nennir engu,“ skrifaði Birna Rún meðal annars í færslu á samfélagsmiðlum um sinn heittelskaða. Stærra brúðkaup eftir barneignir Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson og Fanney Sandra Albertsdóttir, fegurðardrottning, flugfreyja og förðunarfræðingur, gengu í hnapphelduna hjá Sýslumanninum í Kópavogi í júlí. Hjónin deildu gleðifregnunum á samfélagsmiðlum og tjáðu vinum og vandamönnum að þau myndu halda stærra brúðkaup síðar. En Fanney Sandra er ólett af þeirra öðru barni saman. Fyrir á parið samtals fimm börn. View this post on Instagram A post shared by Fanney Sandra Albertsdo ttir (@fanneysandra) Gleðitár og dans fram eftir kvöldi Lóa Pind sjónvarpskona og Jónas Valdimarsson giftu sig við hátíðlega athöfn í Iðnó í nóvember. Gestir felldu gleðitár og var dansað langt fram eftir kvöldi. Bæði veislan og athöfnin fór fram í Iðnó, en rýmið er í miklu uppáhaldi hjá Lóu. Veislustjórar kvöldsins voru þau Ragnheiður Bjarman Eiríksdóttir og Valdimar Örn Flygenring. „Þegar við vorum svo búin að setja hring á fingur, kyssast og fá glimmerbombuna yfir okkur þá slúttuðum við athöfninni á tónlistaratriði tveggja bræðra Jónasar, sem hófu að syngja viðlagið við danska Eurovision lagið Fly On The Wings of Love. Allur salurinn tók undir,“ sagði Lóa í samtali við Vísi en fjölskylda Jónasar er að sögn Lóu afar músíkölsk. Auk þess tóku dætur Jónasar lagið fyrir brúðhjónin sem endaði með því að allur salurinn fór að gráta. Hrekkjavökubrúðkaup Grínistinn Hugleikur Dagsson og búningahönnuðurinn Karen Briem giftu sig í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal í október. Páll Óskar Hjálmtýsson stýrði athöfninni og gestir mættu í veisluna í stórkostlegum búningum enda hrekkjavakan á næsta leyti. Hugleikur og Karen byrjuðu að rugla saman reitum á fyrri hluta ársins 2021 og því verið saman í hálft þriðja ár. Listaspírur landsins fjölmenntu enda stór hluti af vinahóp nýbakaðra hjóna. Athöfnin fór fram í Tjarnarkirkju þar sem Páll Óskar kom sér fyrir við altarið og stýrði athöfninni. Telja má líklegt að þau Hugleikur og Karen hafi látið pússa sig saman hjá sýslumanni áður en Páll Óskar stýrði athöfninni sem hefur þá verið táknræn. Hann söng lag sitt Allt fyrir ástina þegar nýbökuð hjón gengu út úr kirkjunni. View this post on Instagram A post shared by Dagsson (@dagsson) Dansinn dunaði í Vestmannaeyjum Einar Stefánsson, markaðs- og kynningarstjóri hjá Píeta samtökunum, trommuleikari Hatara og gítarleikari Vakar gekk að eiga Sólbjörtu Sigurðardóttur flugfreyju, dansara og leiklistarnema við hátíðlega athöfní lok júlí í Vestmannaeyjum. Matthías Tryggvi Haraldsson söngvari Hatara og athafnastjóri hjá Siðmennt gaf hjónin saman. Þegar þau höfðu innsiglað ást sína með kossi birtust liðsmenn Bjartra sveiflna á sviðinu og spiluðu ástarsmellinn „Þú fullkomnar mig“ úr smiðju Sálarinnar. Athöfnin fór fram í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum en svo færðu veislugestir sig yfir á Slippinn. Dansinn dunaði síðar um kvöldið þar sem músík var spiluð inn í rauða nóttina. Þá steig brúðurin á svið og söng lagið Draumaprinsinn með Röggu Gísla, með miklum tilþrifum. Parið hefur verið saman um nokkurra ára skeið. Þau trúlofuðu sig á sjálfan Valentínusardaginn 2022. Saman eiga þau eina dóttur, Ylfu Björk. Bæði eru þau hluti af hljómsveitinni Hatara sem tók þátt fyrir Íslands hönd í Eurovison árið 2019 þegar keppnin var haldin í Tel Aviv í Ísrael. Heimilistónar leiddu þau saman Listaparið Gunnlaugur Egilsson og Gunnur von Matérn gengu í hjónaband með heiðinni athöfn í Alþingisgarðinum undir heiðskírum himni í lok júlí. Veislan var haldin á sama stað og þau hittust fyrst, í Iðnó, undir spili Heimilistóna. Móðir brúðarinnar, Vigdís Gunnarsdóttir, er einn af stofnendum og söngkona hljómsveitarinnar. Hjónin hittust fyrst fyrir um fimmtán árum síðan, á balli með Heimilistónus. Hjónin hafa verið búsett í Stokkhólmi um nokkurt skeið ásamt börnum sínum tveimur þeim, Thor og Tinnu Vigdísi sem og hundinum Freyju og kettinum Óðni. Þar starfar Gunnur sem Head of Digital Strategy fyrir DDB Nord og Gunnlaugur sem sýndarveruleikahönnuður og forritari. Trúlofun og brúðkaup í spænskum smábæ Tónlistarkonan Alma Guðmundsdóttir, betur þekkt sem Alma Goodman vestanhafs, giftist breska leikaranum Ed Weeks á spáni í september. Brúðkaupið fór fram í smábænum Murcia á Suður-Spáni, þar sem foreldrar Ed búa og þau trúlofuðu sig í fyrra. Vinkonur Ölmu úr Nylon voru á meðal veislugesta og tók Klara Elías lagið fyrir turtildúfurnar. Alma og Ed, kynntust í Los Angeles fyrir nokkrum árum. Alma hefur verið búsett í Los Angeles alveg frá því að hún fluttist út árið 2010 með Klöru og Steinunni Camillu en á þeim tíma mynduðu þær stúlknabandið Charlies. Bandið kom aftur saman fyrr á árinu.
Tímamót Ástin og lífið Fréttir ársins 2023 Brúðkaup Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira