Sköllóttur rakari á Siglufirði gerir það gott Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. desember 2023 20:31 Skölótti rakarinn á Siglufirði, Jón Hrólfur, sem er alltaf hress og skemmtilegur og nýtur þess að vera ekki með hár á höfðinu en sér þó um að snyrta hár og skegg annarra í bæjarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eini rakarinn á Siglufirði, sem er sköllóttur segist ekki mynda þiggja það að fá hár aftur enda sé dásamlegt að vera sköllóttur. Rakarinn hefur hins vegar meira en nóg að gera í vinnunni við að klippa heimamenn og snyrta skeggið á körlunum. Það er alltaf meira en nóg að gera hjá eina rakaranum á Siglufirði og þar er líka eins konar félagsmiðstöð því þar koma margir yfir daginn til að fá sér kaffisopa þó þeir séu ekki að fara í klippingu, bara að hittast og spjalla saman. Stofan heitir Hrímnir hár og skeggstofa. „Já, já, það er fínt í klipperíinu og alltaf nóg að gera. Ég á mikið af góðum kúnnum, sem eyða „böns af monní” fyrir lélega klippingu,” segir Jón Hrólfur Baldursson rakari og skellihlær. Og Jón Hrólfur er meira að segja með bar og skemmtistað í næsta herbergi við rakarastofuna þar sem er til dæmis hægt að fara í snóker og pílu eða gera eitthvað annað skemmtilegt. „Það er bjór, gin og tónik, það er það vinsælasta á barnum,” segir hann. Samhliða rakarastofunni er Jón Hrólfur með bara og skemmtistað, sem gengur vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson En aftur á rakarastofuna því Jón Hrólfur segist alltaf fá eitthvað af ferðamönnum í stólinn til sín þó að heimamenn séu uppistaðan í kúnnahópnum enda hafi þeir ekkert val, hann sé með einu rakarastofuna á Siglufirði. En hver er vinsælasta klippingin ? „Vinsælasta klippingin hjá yngri guttunum er svona „feid” en þá eyðir maður alveg út niður í núll en þetta hjá þeim sem eru komnir með konu og þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu, þá er þetta bara vinsælasta klippingin, drífa þetta af.” En hver snyrtir skeggið á Jóni Hrólfi og klippir hann? „Ég verð bara að gera það sjálfur, enda er ég sköllóttur, það er sá pakki. Það er mjög gott að vera sköllóttur, ég hugsa að ég myndi ekki þiggja það að fá hár aftur en ég vil þó ekki hafa alla sköllótta þó það sé þægilegt, ég verð að hafa eitthvað að gera,” segir Jón Hrólfur hlægjandi. Stofan hjá Jóni Hrólfi heitir Hrímnir hár og skeggstofa. Reksturinn gengur vel enda alltaf nóg að gera.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjallabyggð Hár og förðun Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Það er alltaf meira en nóg að gera hjá eina rakaranum á Siglufirði og þar er líka eins konar félagsmiðstöð því þar koma margir yfir daginn til að fá sér kaffisopa þó þeir séu ekki að fara í klippingu, bara að hittast og spjalla saman. Stofan heitir Hrímnir hár og skeggstofa. „Já, já, það er fínt í klipperíinu og alltaf nóg að gera. Ég á mikið af góðum kúnnum, sem eyða „böns af monní” fyrir lélega klippingu,” segir Jón Hrólfur Baldursson rakari og skellihlær. Og Jón Hrólfur er meira að segja með bar og skemmtistað í næsta herbergi við rakarastofuna þar sem er til dæmis hægt að fara í snóker og pílu eða gera eitthvað annað skemmtilegt. „Það er bjór, gin og tónik, það er það vinsælasta á barnum,” segir hann. Samhliða rakarastofunni er Jón Hrólfur með bara og skemmtistað, sem gengur vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson En aftur á rakarastofuna því Jón Hrólfur segist alltaf fá eitthvað af ferðamönnum í stólinn til sín þó að heimamenn séu uppistaðan í kúnnahópnum enda hafi þeir ekkert val, hann sé með einu rakarastofuna á Siglufirði. En hver er vinsælasta klippingin ? „Vinsælasta klippingin hjá yngri guttunum er svona „feid” en þá eyðir maður alveg út niður í núll en þetta hjá þeim sem eru komnir með konu og þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu, þá er þetta bara vinsælasta klippingin, drífa þetta af.” En hver snyrtir skeggið á Jóni Hrólfi og klippir hann? „Ég verð bara að gera það sjálfur, enda er ég sköllóttur, það er sá pakki. Það er mjög gott að vera sköllóttur, ég hugsa að ég myndi ekki þiggja það að fá hár aftur en ég vil þó ekki hafa alla sköllótta þó það sé þægilegt, ég verð að hafa eitthvað að gera,” segir Jón Hrólfur hlægjandi. Stofan hjá Jóni Hrólfi heitir Hrímnir hár og skeggstofa. Reksturinn gengur vel enda alltaf nóg að gera.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fjallabyggð Hár og förðun Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira