Sagði strákunum mínum frá kjaftasögum um mig Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 19. desember 2023 07:01 Sigmar Vilhjálmsson fer um víðan völl í viðtalinu við Sölva Tryggvason. Vísir/Vilhelm Sigmar Vilhjálmsson segir að það hafi verið erfitt að viðurkenna fyrir strákunum sínum að hann hafi misst bílprófið eftir að hafa keyrt undir áhrifum áfengis. Simmi, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar segist hafa dauðskammast sín fyrir atburðarrásina í kringum bílprófsmissinn, ekki síst af því að hann vilji vera góð fyrirmynd fyrir drengina sína. „Ég skammast mín mjög mikið fyrir þetta, aðallega gagnvart börnunum mínum, af því að ég vil vera góð fyrirmynd. Þetta atvik var algjör klúður. Ég vil alls ekki réttlæta þetta á nokkurn hátt, en ég var búinn að fá mér nokkra litla bjóra yfir meistaradeildinni fyrr um kvöldið og ætlaði svo bara að fara að sofa,“ segir Sigmar. Hann hafi þá fengið símtal frá Securitas um að öryggiskerfið væri komið í gang í Minigarðinum í Skútuvogi sem Sigmar var í forsvari fyrir. „Það var búið að reyna að hringja í tvo aðra aðila á undan mér, en það náðist ekki í þá og ég ákvað þess vegna að ég myndi bara græja þetta. Þá hvarflaði ekki að mér að það myndi mælast áfengi í blóðinu. Þannig ég stökk upp í bílinn eins og ekkert væri eðlilegra og keyrði niður eftir. Ég var svo stoppaður af löggunni ásamt öðrum bílum þegar ég var að keyra upp Ártúnsbrekkuna. Það var bara reglubundið eftirlit og hafði ekkert með það að gera að ég væri að keyra undarlega eða neitt slíkt. Þegar ég keyrði framhjá lögreglubílnum hugsaði ég ekki einu sinni að ég hafi fengið mér bjór yfir leiknum. En eftir á að hyggja er þetta bara alls ekki í lagi og eins og ég segi er enginn hluti af mér sem hefur áhuga á að réttlæta þetta. Ég stórskammast mín fyrir þetta og vona bara að allir sem eru að hlusta og hafa verið í svipuðum aðstæðum taki aldrei ákvörðun um að keyra,“ segir Simmi, sem ákvað að segja drengjunum sínum strax frá þessu, þó að það tæki margar vikur að fá niðurstöðu úr blóðprufunni. Ræddi strax við strákana „Ég sagði strákunum mínum strax frá þessu og það var ekki auðvelt eða skemmtilegt. Ég var búinn að fara yfir þetta með þeim áður en þetta kom í fjölmiðlum. Það er auðvitað alvarlegt að keyra undir áhrifum áfengis og fannst erfitt að þurfa að „face-a“ þá með þetta. Ég vissi að þetta yrði opinbert á einhverjum tímapunkti og ætlaði að segja frá þessu í podcastinu mínu. Nema svo ákvað Svavar á Bylgjunni að henda þessu á mig alveg óundirbúið í einhverju plöggviðtali. Þá kom ekkert annað til greina en að segja satt og ég gerði það. En samt var einhvern veginn látið að því liggja að ég væri að fela eitthvað, sem var alls ekki raunin.“ Í þættinum ræða Sölvi og Simmi einnig atburðarrásina í kringum viðtal Sölva þar sem hann brotnaði saman í eigin þætti og Simmi grét með honum. „Ég felldi vissulega tár með þér, af því að ég sá örvæntinguna þína. En það voru mistök hjá þér að gera þetta viðtal. En að því sögðu er eitthvað að okkur ef það kemur ekki við taugarnar hjá fólki að sjá þetta, þá er eitthvað að. Fólk getur notað það gegn mér að hafa fundið til með þér en mér er alveg sama. Það var settur þrýstingur á mig eftir þetta að ég ætti að skammast mín fyrir þetta og biðjast afsökunar, sem er í raun fáránlegt. Það að vera með samkennd með manni í örvæntingu er eðlilegt. En lærdómurinn í þessu öllu er að taka ekki afstöðu þegar maður veit ekki neitt,“ segir Simmi og heldur áfram: Sigmar Vilhjálmsson grét yfir viðtalinu við Sölva Tryggvason í eigin hlaðvarpsþætti. „Ég hef ekki farið í gegnum neitt sambærilegt við þetta, en Íslendingar eru ótrúlegir þegar kemur að því að dreifa sögum. Þegar ég skildi fóru af stað miklar sögur um að ég væri samkynhneigður. Svo var þetta að koma úr mjög mörgum ólíkum áttum og ég fór að hugsa hvort ég ætti að leiðrétta þetta, en komst svo að þeirri niðurstöðu að fólk mætti alveg halda að ég væri samkynhneigður. En ég ákvað samt á einum tímapunkti að taka fund með drengjunum mínum, bara af því að ég vissi ekkert hvað væri verið að segja á skólalóðinni. Ég sagði þeim frá því að þessi saga væri að ganga og að aðalatriðið væri að trúa ekki alltaf því sem maður heyrir. En svo henti Hjörvar Hafliðason þessu á mig í einhverjum FM þætti og þá ræddi ég þetta bara.“ Kemur til dyranna eins og hann er klæddur Simmi er mjög vinsæll á Instragram, þar sem hann er með nærri 30 þúsund fylgjendur. Það var í raun tilviiljun að hann byrjaði að nota miðilinn svo mikið og gerðist í kjölfar þess að hann var settur í sóttkví: „Ég hef gaman að þessu og þetta er mjög gott markaðstól fyrir mig. Ég uppgötvaði það mjög fljótlega hversu gott þetta „platform“ er fyrir það sem ég er að gera. Hvort sem það er miðasala eða annað. En þetta byrjaði í Covid þegar ég var settur í sóttkví alveg í blábyrjun faraldursins og ákvað að nota tækifærið og gera eitthvað skemmtilegt. Ég og drengirnir mínir vorum settir í afturvirka sóttkví og ég ákvað að við myndum gera það besta úr því og elda veislumat öll kvöld. Þá var ég kannski með 5 þúsund fylgjendur, en þegar ég kom út viku seinna eftir að hafa póstað mikið þessa daga var ég kominn með 12 þúsund fylgjendur. Í kjölfarið fór ég að nota Instagram til að segja frá því sem við vorum að gera í vinnunni og sá að þetta var gott markaðstæki. Þetta sparar mér pening í markaðssetningu og er líka gaman. Svo fæ ég líka útrás fyrir gamla dagskrárgerðarmanninn í mér. Ég ákvað strax að koma til dyranna eins og ég er klæddur og ofhugsa ekkert sem ég set inn og það hefur virkað vel.“ Simmi, sem hefur á undanförnum árum komið að rekstri nokkurra fyrirtækja og haft mörg járn í eldinum mun færa sig um set um áramótin og taka við sem framkvæmdastjóri Eldum Gott ehf., nýju félagi sem er í meirihlutaeigu Samkaupa til móts við Sigmar: „Ég hlakka til að takast á við þetta spennandi verkefni. Það eru mikil tækifæri í þessu og margt spennandi sem á eftir að líta dagsins ljós á næstu misserum í verslunum Samkaupa. Ég er þannig gerður að ég verð alltaf að endurnýja mig reglulega og gera eitthvað nýtt. Það verður gaman að takast á við þetta á nýju ári.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Simma og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Ástin og lífið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
„Ég skammast mín mjög mikið fyrir þetta, aðallega gagnvart börnunum mínum, af því að ég vil vera góð fyrirmynd. Þetta atvik var algjör klúður. Ég vil alls ekki réttlæta þetta á nokkurn hátt, en ég var búinn að fá mér nokkra litla bjóra yfir meistaradeildinni fyrr um kvöldið og ætlaði svo bara að fara að sofa,“ segir Sigmar. Hann hafi þá fengið símtal frá Securitas um að öryggiskerfið væri komið í gang í Minigarðinum í Skútuvogi sem Sigmar var í forsvari fyrir. „Það var búið að reyna að hringja í tvo aðra aðila á undan mér, en það náðist ekki í þá og ég ákvað þess vegna að ég myndi bara græja þetta. Þá hvarflaði ekki að mér að það myndi mælast áfengi í blóðinu. Þannig ég stökk upp í bílinn eins og ekkert væri eðlilegra og keyrði niður eftir. Ég var svo stoppaður af löggunni ásamt öðrum bílum þegar ég var að keyra upp Ártúnsbrekkuna. Það var bara reglubundið eftirlit og hafði ekkert með það að gera að ég væri að keyra undarlega eða neitt slíkt. Þegar ég keyrði framhjá lögreglubílnum hugsaði ég ekki einu sinni að ég hafi fengið mér bjór yfir leiknum. En eftir á að hyggja er þetta bara alls ekki í lagi og eins og ég segi er enginn hluti af mér sem hefur áhuga á að réttlæta þetta. Ég stórskammast mín fyrir þetta og vona bara að allir sem eru að hlusta og hafa verið í svipuðum aðstæðum taki aldrei ákvörðun um að keyra,“ segir Simmi, sem ákvað að segja drengjunum sínum strax frá þessu, þó að það tæki margar vikur að fá niðurstöðu úr blóðprufunni. Ræddi strax við strákana „Ég sagði strákunum mínum strax frá þessu og það var ekki auðvelt eða skemmtilegt. Ég var búinn að fara yfir þetta með þeim áður en þetta kom í fjölmiðlum. Það er auðvitað alvarlegt að keyra undir áhrifum áfengis og fannst erfitt að þurfa að „face-a“ þá með þetta. Ég vissi að þetta yrði opinbert á einhverjum tímapunkti og ætlaði að segja frá þessu í podcastinu mínu. Nema svo ákvað Svavar á Bylgjunni að henda þessu á mig alveg óundirbúið í einhverju plöggviðtali. Þá kom ekkert annað til greina en að segja satt og ég gerði það. En samt var einhvern veginn látið að því liggja að ég væri að fela eitthvað, sem var alls ekki raunin.“ Í þættinum ræða Sölvi og Simmi einnig atburðarrásina í kringum viðtal Sölva þar sem hann brotnaði saman í eigin þætti og Simmi grét með honum. „Ég felldi vissulega tár með þér, af því að ég sá örvæntinguna þína. En það voru mistök hjá þér að gera þetta viðtal. En að því sögðu er eitthvað að okkur ef það kemur ekki við taugarnar hjá fólki að sjá þetta, þá er eitthvað að. Fólk getur notað það gegn mér að hafa fundið til með þér en mér er alveg sama. Það var settur þrýstingur á mig eftir þetta að ég ætti að skammast mín fyrir þetta og biðjast afsökunar, sem er í raun fáránlegt. Það að vera með samkennd með manni í örvæntingu er eðlilegt. En lærdómurinn í þessu öllu er að taka ekki afstöðu þegar maður veit ekki neitt,“ segir Simmi og heldur áfram: Sigmar Vilhjálmsson grét yfir viðtalinu við Sölva Tryggvason í eigin hlaðvarpsþætti. „Ég hef ekki farið í gegnum neitt sambærilegt við þetta, en Íslendingar eru ótrúlegir þegar kemur að því að dreifa sögum. Þegar ég skildi fóru af stað miklar sögur um að ég væri samkynhneigður. Svo var þetta að koma úr mjög mörgum ólíkum áttum og ég fór að hugsa hvort ég ætti að leiðrétta þetta, en komst svo að þeirri niðurstöðu að fólk mætti alveg halda að ég væri samkynhneigður. En ég ákvað samt á einum tímapunkti að taka fund með drengjunum mínum, bara af því að ég vissi ekkert hvað væri verið að segja á skólalóðinni. Ég sagði þeim frá því að þessi saga væri að ganga og að aðalatriðið væri að trúa ekki alltaf því sem maður heyrir. En svo henti Hjörvar Hafliðason þessu á mig í einhverjum FM þætti og þá ræddi ég þetta bara.“ Kemur til dyranna eins og hann er klæddur Simmi er mjög vinsæll á Instragram, þar sem hann er með nærri 30 þúsund fylgjendur. Það var í raun tilviiljun að hann byrjaði að nota miðilinn svo mikið og gerðist í kjölfar þess að hann var settur í sóttkví: „Ég hef gaman að þessu og þetta er mjög gott markaðstól fyrir mig. Ég uppgötvaði það mjög fljótlega hversu gott þetta „platform“ er fyrir það sem ég er að gera. Hvort sem það er miðasala eða annað. En þetta byrjaði í Covid þegar ég var settur í sóttkví alveg í blábyrjun faraldursins og ákvað að nota tækifærið og gera eitthvað skemmtilegt. Ég og drengirnir mínir vorum settir í afturvirka sóttkví og ég ákvað að við myndum gera það besta úr því og elda veislumat öll kvöld. Þá var ég kannski með 5 þúsund fylgjendur, en þegar ég kom út viku seinna eftir að hafa póstað mikið þessa daga var ég kominn með 12 þúsund fylgjendur. Í kjölfarið fór ég að nota Instagram til að segja frá því sem við vorum að gera í vinnunni og sá að þetta var gott markaðstæki. Þetta sparar mér pening í markaðssetningu og er líka gaman. Svo fæ ég líka útrás fyrir gamla dagskrárgerðarmanninn í mér. Ég ákvað strax að koma til dyranna eins og ég er klæddur og ofhugsa ekkert sem ég set inn og það hefur virkað vel.“ Simmi, sem hefur á undanförnum árum komið að rekstri nokkurra fyrirtækja og haft mörg járn í eldinum mun færa sig um set um áramótin og taka við sem framkvæmdastjóri Eldum Gott ehf., nýju félagi sem er í meirihlutaeigu Samkaupa til móts við Sigmar: „Ég hlakka til að takast á við þetta spennandi verkefni. Það eru mikil tækifæri í þessu og margt spennandi sem á eftir að líta dagsins ljós á næstu misserum í verslunum Samkaupa. Ég er þannig gerður að ég verð alltaf að endurnýja mig reglulega og gera eitthvað nýtt. Það verður gaman að takast á við þetta á nýju ári.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Simma og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Ástin og lífið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira