Lífið

Húmor í jóla­skreytingum Brynju

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegt jólaskraut á heimili Brynju fyrir norðan.
Skemmtilegt jólaskraut á heimili Brynju fyrir norðan.

Myndlistarkonan Brynja Harðardóttir Tveiten er með mjög sérstakar jólaskreytingar heima hjá sér þar sem hún notar mikið gamla kassa og gamla hluti á einstaklega skemmtilegan hátt.

Og jólakúlurnar hennar eru margar sérstakar með til dæmis myndum af Helgu Möller, Elízabeth Taylor og Fridu Kahlo.

Einnig hefur hún gert ævintýralega fallega innsetningu í glugga vinnustofu sinnar í miðbæ Akureyrar. Vala Matt fór og skoðaði jólastemninguna á Akureyri og var sýnt frá ferð Völu norður í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur geta séð það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2.

Klippa: Húmor í jólaskreytingum Brynju





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.