Fleiri konur en karlar í fyrsta sinn á topp tíu listanum: Þessi eru á topp tíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2023 06:00 Þessi tíu eru tilnefnd í ár. Efri röð frá vinstri: Gísli Þorgeir Kristjánsson, Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sóley Margrét Jónsdóttir og Elvar Már Friðriksson. Neðri röð frá vinstri: Andrea Kolbeinsdóttir, Thelma Aðalsteinsdóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir, Anton Sveinn McKee og Jóhann Berg Guðmundsson. Vísir/Samsett Vísir birtir í dag topp tíu listann yfir besta íþróttafólk ársins á Íslandi að mati Samtaka íþróttafréttamanna en þetta er sögulegt kjör því í fyrsta sinn í 68 ára sögu kjörsins eru karlar í minnihluta meðal þeirra tíu efstu í kjörinu. Að venju er það opinberað rétt fyrir jól hvaða tíu íþróttamenn fengu flest atkvæði í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2023 en eins eru þrír tilnefndir sem þjálfari ársins 2023 og þrjú lið tilnefnd sem lið ársins 2023. Sex konur eru á topp tíu listanum sem hefur aldrei gerst áður. Fjórum sinnum hafa konur verið jafnmargar á karlarnir eða á árunum frá 2014 til 2017 en á öllum hinum 63 árslistunum hafa þær verið í minnihluta. Nú er heldur betur breyting á því. Fjórar konur voru á listanum í fyrra og þeim fjölgar því um tvær milli ára. Íþróttafólkið sem endaði í tíu efstu sætunum í ár kemur frá sjö mismunandi íþróttasamböndum alveg eins og í fyrra. Íþróttamaður ársins ekki á lista Ríkjandi Íþróttamaður ársins er ekki meðal tíu efstu að þessu sinni en Ómar Ingi Magnússon hefur verið kjörin Íþróttamaður ársins undanfarin tvö ár. Það er líka ljóst að sá sem verður kjörinn í ár verður kosinn Íþróttamaður ársins í fyrsta skiptið því enginn á topp tíu hefur fengið þann heiður áður. Fjögur á listanum í ár voru einnig meðal tíu efstu í fyrra en það eru Anton Sveinn McKee, Elvar Már Friðriksson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Glódís Perla Viggósdóttir. Enginn á listanum hefur aftur á móti verið þar síðustu tvö ár. Fjórir nýliðar Fjórir eru síðan nýliðar í hópi þeirra tíu efstu eða það eru þær Andrea Kolbeinsdóttir, Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Sóley Margrét Jónsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir. Víkingur á tvo af þremur liðum sem eru tilnefnd sem íþróttalið ársins því bæði karla- og kvennafótboltalið félagsins endaði meðal þriggja efstu og þriðja liðið sem er tilnefnt er síðan karlalið Tindastóls í körfubolta. Þeir þjálfarar sem eru tilnefndir sem þjálfarar ársins eru Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta og Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta. Kjörinu lýst á nýju ári Þetta verður í 68. sinn sem Íþróttamaður ársins er útnefndur af Samtökum Íþróttafréttamanna en fyrstur til að hljóta þessa viðurkenningu var Vilhjálmur Einarsson árið 1956 en hann vann það ár silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu. Kjöri Íþróttamanns ársins verður lýst á Hilton hóteli fimmtudagskvöldið 4. janúar 2024. Kjörið fer nú fram eftir áramót en ekki á milli jóla og nýárs eins og síðustu ár. Hér fyrir neðan má sjá hver eru tilnefnd fyrir frammistöðu sína á Íþróttaárinu 2023. Það er farið stuttlega yfir afrek hvers og eins. Tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2023 í stafrófsröð Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttir Anton Sveinn McKee, sund Elvar Már Friðriksson, körfubolti Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar Þrjú efstu í kjörinu um lið ársins Tindastóll, meistaraflokkur karla í körfubolta Víkingur, meistaraflokkur karla í fótbolta Víkingur, meistaraflokkur kvenna í fótbolta Þrír efstu í kjörinu um þjálfara ársins Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta Vísir/Hulda Margrét Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttakona hjá ÍR Tapaði ekki langhlaupi á Íslandi á árinu, hvort sem það var í götuhlaupum eða utanvegahlaupum. Yfirburðir Andreu í Reykjavíkurmaraþoninu voru ótrúlegir, því hún kom rúmlega hálftíma á undan næstu konu í mark. Andrea sló í ár Íslandsmetin í 5000 metra hlaupi og í 3000 metra hindrunarhlaupi innanhúss. Þá varð hún einnig Íslandsmeistari í skíðagöngu en Andrea setti Íslandsmet í 5000 metra hlaupi og varð Íslandsmeistari í skíðagöngu á sama deginum í mars. Vísir/Vilhelm Anton Sveinn McKee, sundmaður hjá SH Vann til silfurverðlauna í 200 metra bringusundi á Evrópumótinu í 25 metra laug í Rúmeníu í desember, sem eru fyrstu verðlaun Íslendings á stórmóti í sundi í sjö ár. Þá varð Anton fyrsti Íslendingurinn til að ná Ólympíulágmarki inn á leikana í París næsta sumar en hann náði lágmarkinu í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Japan. Anton komst í úrslit á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug og endaði í sjöunda sæti. @BASKETBALLCL Elvar Már Friðriksson, körfuboltamaður hjá PAOK Fór alla leið í úrslit um meistaratitilinn með Rytas í Litáen en tapaði í oddaleik úrslitanna. Eftir tímabilið samdi hann við PAOK í Grikklandi þar sem hann var meðal annars með 19 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar á útivelli í 88-66 sigri á Galatasaray í Meistaradeildinni. Þetta var fyrsta þrennan sem lítur dagsins ljós í Meistaradeildinni í sex ár og enn sögulegra er að þetta var fyrsta þrennan sem leikmaður nær á útivelli í allri sögu keppninnar. Elvar var í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu sem var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn. Getty/Marius Becker Gísli Þorgeir Kristjánsson, handboltamaður hjá Magdeburg Fór á kostum með Magdeburg í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í byrjun sumars. Gísli var allt í öllu gegn Barcelona í undanúrslitum keppninnar þegar liðið komst í úrslit. Gísli meiddist þó illa á öxl í leiknum en tókst að spila úrslitaleikinn gegn Kielce í gegnum meiðslin. Gísli var afar mikilvægur í úrslitunum þar sem Magdeburg tryggði sér Evrópumeistaratitilinn. Eftir leik var hann valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. Gísli Þorgeir var einnig valinn besti leikmaður þýsku deildarinnar í vor. Þá var Gísli lykilmaður í íslenska landsliðinu á HM. Gísli endaði meðal annars í fimmta sæti yfir flestar stoðsendingar á mótinu. Getty/Catherine Steenkeste Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrnukona hjá Bayern München Spilaði stórt hlutverk í hjarta varnarinnar hjá Bayern München sem varð þýskur meistari á árinu. Glódís var valin í lið ársins í Þýskalandi og vefmiðillinn Goal setti hana í tíunda sæti yfir bestu knattspyrnukonur Evrópu á síðustu leiktíð. Fyrir yfirstandandi leiktíð var Glódís gerð að fyrirliða Bayern, en hún er einnig fyrirliði og besti leikmaður íslenska landsliðsins. Hún fór íslensla landsliðinu, skoraði sigurmarkið gegn Wales á Laugardalsvelli í Þjóðadeild Evrópu í haust og átti frábæran leik í vörninni í sigri á Dönum. Getty/Steven Paston Jóhann Berg Guðmundsson, knattspyrnumaður hjá Burnley Átti stórgott tímabil með Burnley í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð þar sem hann var í nýju hlutverki inn á miðjunni. Burnley valtaði yfir B-deildina og endurheimti sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni. Á fyrri hluta ensku úrvalsdeildarinnar hefur Jóhann meira og minna verið í byrjunarliðinu þegar hann er heill og lagt upp eitt mark. Hann var fyrirliði íslenska landsliðsins í sjö leikjum á árinu. SSÍ Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sundkona í Álaborg Synti í úrslitum 200 metra skriðsunds á Evrópumótinu í 25 metra laug í desember. Þar endaði hún í sjöunda sæti. Þá komst Snæfríður í undanúrslit í 200 metra skriðsundi á HM í Japan. Þar endaði hún í 14. sæti. Snæfríður setti ellefu Íslandsmet á árinu í 50 metra laug. Þá sló hún tvö Íslandsmet í 25 metra laug á EM í desember. Hún er sem stendur í tíunda sæti á Evrópulistanum yfir fremstu sundkonur í 100 metra skriðsundi. @soleymjonsdottir Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingakona Varð Evrópumeistari í +84 kílóa flokki í kraftlyftingum með búnaði í Danmörku á árinu. Þar lyfti hún samanlagt 660 kílóum í hnébeygju, bekkpressu og í réttstöðulyftu. Sóley varð Evrópumeistari með yfirburðum því hún lyfti samanlagt 37 og hálfu kílói þyngra en næsti keppandi á eftir. Hún vann síðan til silfurverðlauna á heimsmeistaramótinu í nóvember þar sem hún lyfti samtals 657.5 kílóum. Hún fékk gull, silfur og brons í hnébeygju, bekkpressu og í réttstöðulyftu en svo silfur samanlagt. Getty Sveindís Jane Jónsdóttir, knattspyrnukona hjá Wolfsburg Varð á árinu þriðji Íslendingurinn til að leika til úrslita í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, þegar hún lék með Wolfsburg í tapi gegn Barcelona í úrslitaleiknum í Hollandi. Sveindís varð þýskur bikarmeistari með Wolfsburg á árinu og lenti í öðru sæti í þýsku deildinni á eftir Bayern München. Hún var með tíu mörk og tólf stoðsendingar í öllum keppnum með þýska liðinu á síðasta tímabili. Þá átti Sveindís fast sæti í íslenska landsliðinu þar til hún meiddist í september. @icelandic_gymnastics Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikaleikakona hjá Gerplu Varð á árinu Norður-Evrópumeistari á tvíslá og tryggði sér sigurinn með nýju afstökki sem innihélt tvöfalt heljarstökk með beinum líkama. Thelma afrekaði það líka á árinu að komast í úrslit í stökki á heimsbikarmóti í Ungverjalandi. Þá bætti Thelma sinn persónulega árangur í fjölþraut á heimsmeistaramótinu í október og var þar aðeins 0,866 stigum frá því að tryggja sig inn á Ólympíuleika. Thelma varð einnig Íslandsmeistari í fjölþraut á árinu og endaði efst á EM meðal íslensku kvennanna. Íþróttamaður ársins Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Sjá meira
Að venju er það opinberað rétt fyrir jól hvaða tíu íþróttamenn fengu flest atkvæði í kjörinu á Íþróttamanni ársins 2023 en eins eru þrír tilnefndir sem þjálfari ársins 2023 og þrjú lið tilnefnd sem lið ársins 2023. Sex konur eru á topp tíu listanum sem hefur aldrei gerst áður. Fjórum sinnum hafa konur verið jafnmargar á karlarnir eða á árunum frá 2014 til 2017 en á öllum hinum 63 árslistunum hafa þær verið í minnihluta. Nú er heldur betur breyting á því. Fjórar konur voru á listanum í fyrra og þeim fjölgar því um tvær milli ára. Íþróttafólkið sem endaði í tíu efstu sætunum í ár kemur frá sjö mismunandi íþróttasamböndum alveg eins og í fyrra. Íþróttamaður ársins ekki á lista Ríkjandi Íþróttamaður ársins er ekki meðal tíu efstu að þessu sinni en Ómar Ingi Magnússon hefur verið kjörin Íþróttamaður ársins undanfarin tvö ár. Það er líka ljóst að sá sem verður kjörinn í ár verður kosinn Íþróttamaður ársins í fyrsta skiptið því enginn á topp tíu hefur fengið þann heiður áður. Fjögur á listanum í ár voru einnig meðal tíu efstu í fyrra en það eru Anton Sveinn McKee, Elvar Már Friðriksson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Glódís Perla Viggósdóttir. Enginn á listanum hefur aftur á móti verið þar síðustu tvö ár. Fjórir nýliðar Fjórir eru síðan nýliðar í hópi þeirra tíu efstu eða það eru þær Andrea Kolbeinsdóttir, Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Sóley Margrét Jónsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir. Víkingur á tvo af þremur liðum sem eru tilnefnd sem íþróttalið ársins því bæði karla- og kvennafótboltalið félagsins endaði meðal þriggja efstu og þriðja liðið sem er tilnefnt er síðan karlalið Tindastóls í körfubolta. Þeir þjálfarar sem eru tilnefndir sem þjálfarar ársins eru Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta, Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta og Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta. Kjörinu lýst á nýju ári Þetta verður í 68. sinn sem Íþróttamaður ársins er útnefndur af Samtökum Íþróttafréttamanna en fyrstur til að hljóta þessa viðurkenningu var Vilhjálmur Einarsson árið 1956 en hann vann það ár silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu. Kjöri Íþróttamanns ársins verður lýst á Hilton hóteli fimmtudagskvöldið 4. janúar 2024. Kjörið fer nú fram eftir áramót en ekki á milli jóla og nýárs eins og síðustu ár. Hér fyrir neðan má sjá hver eru tilnefnd fyrir frammistöðu sína á Íþróttaárinu 2023. Það er farið stuttlega yfir afrek hvers og eins. Tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2023 í stafrófsröð Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttir Anton Sveinn McKee, sund Elvar Már Friðriksson, körfubolti Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar Þrjú efstu í kjörinu um lið ársins Tindastóll, meistaraflokkur karla í körfubolta Víkingur, meistaraflokkur karla í fótbolta Víkingur, meistaraflokkur kvenna í fótbolta Þrír efstu í kjörinu um þjálfara ársins Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta Vísir/Hulda Margrét Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttakona hjá ÍR Tapaði ekki langhlaupi á Íslandi á árinu, hvort sem það var í götuhlaupum eða utanvegahlaupum. Yfirburðir Andreu í Reykjavíkurmaraþoninu voru ótrúlegir, því hún kom rúmlega hálftíma á undan næstu konu í mark. Andrea sló í ár Íslandsmetin í 5000 metra hlaupi og í 3000 metra hindrunarhlaupi innanhúss. Þá varð hún einnig Íslandsmeistari í skíðagöngu en Andrea setti Íslandsmet í 5000 metra hlaupi og varð Íslandsmeistari í skíðagöngu á sama deginum í mars. Vísir/Vilhelm Anton Sveinn McKee, sundmaður hjá SH Vann til silfurverðlauna í 200 metra bringusundi á Evrópumótinu í 25 metra laug í Rúmeníu í desember, sem eru fyrstu verðlaun Íslendings á stórmóti í sundi í sjö ár. Þá varð Anton fyrsti Íslendingurinn til að ná Ólympíulágmarki inn á leikana í París næsta sumar en hann náði lágmarkinu í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í Japan. Anton komst í úrslit á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug og endaði í sjöunda sæti. @BASKETBALLCL Elvar Már Friðriksson, körfuboltamaður hjá PAOK Fór alla leið í úrslit um meistaratitilinn með Rytas í Litáen en tapaði í oddaleik úrslitanna. Eftir tímabilið samdi hann við PAOK í Grikklandi þar sem hann var meðal annars með 19 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar á útivelli í 88-66 sigri á Galatasaray í Meistaradeildinni. Þetta var fyrsta þrennan sem lítur dagsins ljós í Meistaradeildinni í sex ár og enn sögulegra er að þetta var fyrsta þrennan sem leikmaður nær á útivelli í allri sögu keppninnar. Elvar var í lykilhlutverki í íslenska landsliðinu sem var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn. Getty/Marius Becker Gísli Þorgeir Kristjánsson, handboltamaður hjá Magdeburg Fór á kostum með Magdeburg í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í byrjun sumars. Gísli var allt í öllu gegn Barcelona í undanúrslitum keppninnar þegar liðið komst í úrslit. Gísli meiddist þó illa á öxl í leiknum en tókst að spila úrslitaleikinn gegn Kielce í gegnum meiðslin. Gísli var afar mikilvægur í úrslitunum þar sem Magdeburg tryggði sér Evrópumeistaratitilinn. Eftir leik var hann valinn verðmætasti leikmaður úrslitahelgarinnar. Gísli Þorgeir var einnig valinn besti leikmaður þýsku deildarinnar í vor. Þá var Gísli lykilmaður í íslenska landsliðinu á HM. Gísli endaði meðal annars í fimmta sæti yfir flestar stoðsendingar á mótinu. Getty/Catherine Steenkeste Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrnukona hjá Bayern München Spilaði stórt hlutverk í hjarta varnarinnar hjá Bayern München sem varð þýskur meistari á árinu. Glódís var valin í lið ársins í Þýskalandi og vefmiðillinn Goal setti hana í tíunda sæti yfir bestu knattspyrnukonur Evrópu á síðustu leiktíð. Fyrir yfirstandandi leiktíð var Glódís gerð að fyrirliða Bayern, en hún er einnig fyrirliði og besti leikmaður íslenska landsliðsins. Hún fór íslensla landsliðinu, skoraði sigurmarkið gegn Wales á Laugardalsvelli í Þjóðadeild Evrópu í haust og átti frábæran leik í vörninni í sigri á Dönum. Getty/Steven Paston Jóhann Berg Guðmundsson, knattspyrnumaður hjá Burnley Átti stórgott tímabil með Burnley í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð þar sem hann var í nýju hlutverki inn á miðjunni. Burnley valtaði yfir B-deildina og endurheimti sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni. Á fyrri hluta ensku úrvalsdeildarinnar hefur Jóhann meira og minna verið í byrjunarliðinu þegar hann er heill og lagt upp eitt mark. Hann var fyrirliði íslenska landsliðsins í sjö leikjum á árinu. SSÍ Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sundkona í Álaborg Synti í úrslitum 200 metra skriðsunds á Evrópumótinu í 25 metra laug í desember. Þar endaði hún í sjöunda sæti. Þá komst Snæfríður í undanúrslit í 200 metra skriðsundi á HM í Japan. Þar endaði hún í 14. sæti. Snæfríður setti ellefu Íslandsmet á árinu í 50 metra laug. Þá sló hún tvö Íslandsmet í 25 metra laug á EM í desember. Hún er sem stendur í tíunda sæti á Evrópulistanum yfir fremstu sundkonur í 100 metra skriðsundi. @soleymjonsdottir Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingakona Varð Evrópumeistari í +84 kílóa flokki í kraftlyftingum með búnaði í Danmörku á árinu. Þar lyfti hún samanlagt 660 kílóum í hnébeygju, bekkpressu og í réttstöðulyftu. Sóley varð Evrópumeistari með yfirburðum því hún lyfti samanlagt 37 og hálfu kílói þyngra en næsti keppandi á eftir. Hún vann síðan til silfurverðlauna á heimsmeistaramótinu í nóvember þar sem hún lyfti samtals 657.5 kílóum. Hún fékk gull, silfur og brons í hnébeygju, bekkpressu og í réttstöðulyftu en svo silfur samanlagt. Getty Sveindís Jane Jónsdóttir, knattspyrnukona hjá Wolfsburg Varð á árinu þriðji Íslendingurinn til að leika til úrslita í Meistaradeild Evrópu í fótbolta, þegar hún lék með Wolfsburg í tapi gegn Barcelona í úrslitaleiknum í Hollandi. Sveindís varð þýskur bikarmeistari með Wolfsburg á árinu og lenti í öðru sæti í þýsku deildinni á eftir Bayern München. Hún var með tíu mörk og tólf stoðsendingar í öllum keppnum með þýska liðinu á síðasta tímabili. Þá átti Sveindís fast sæti í íslenska landsliðinu þar til hún meiddist í september. @icelandic_gymnastics Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikaleikakona hjá Gerplu Varð á árinu Norður-Evrópumeistari á tvíslá og tryggði sér sigurinn með nýju afstökki sem innihélt tvöfalt heljarstökk með beinum líkama. Thelma afrekaði það líka á árinu að komast í úrslit í stökki á heimsbikarmóti í Ungverjalandi. Þá bætti Thelma sinn persónulega árangur í fjölþraut á heimsmeistaramótinu í október og var þar aðeins 0,866 stigum frá því að tryggja sig inn á Ólympíuleika. Thelma varð einnig Íslandsmeistari í fjölþraut á árinu og endaði efst á EM meðal íslensku kvennanna.
Tíu efstu í kjörinu á íþróttamanni ársins 2023 í stafrófsröð Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttir Anton Sveinn McKee, sund Elvar Már Friðriksson, körfubolti Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar Þrjú efstu í kjörinu um lið ársins Tindastóll, meistaraflokkur karla í körfubolta Víkingur, meistaraflokkur karla í fótbolta Víkingur, meistaraflokkur kvenna í fótbolta Þrír efstu í kjörinu um þjálfara ársins Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlaliðs Víkings í fótbolta Pavel Ermolinski, þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta
Íþróttamaður ársins Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti