Fyrsta deildarmark Højlund fullkomnaði endurkomuna Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. desember 2023 22:00 Þetta mark þýddi ansi mikið fyrir Højlund og eðlilega fagnaði hann af mikilli innlifun Manchester United vann ótrúlegan endurkomusigur í leik sínum gegn Aston Villa í kvöld. Lokaniðurstaða 3-2 eftir að hafa lent tveimur mörkum undir á klaufalegan hátt í fyrri hálfleiknum. Alejandro Garnacho skoraði tvö og Rasmus Højlund skoraði sitt fyrsta deildarmark. John McGinn skoraði fyrsta mark leiksins beint úr aukaspyrnu, Villa maðurinn virtist gefa boltann fyrir frá hægri kantinum en enginn náði skalla og boltinn sveif beinustu leið í markið. Margir furðuðu sig á lítilli árásargirni markvarðarins André Onana sem gerði enga atlögu að boltanum. Annað markið kom svo beint af æfingasvæði Aston Villa, góð hornspyrna John McGinn fann Lenglet á fjærstönginni og hann battaði boltann yfir á Dendoncker sem skallaði hann í netið. Öskur og baul mátti heyra frá stuðningsmönnum á Old Trafford. Þegar komið var út í seinni hálfleikinn tókst Alejandro Garnacho að skora snemma eftir hraða skyndisókn, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Það gerði lítið til því Garnacho skoraði aftur skömmu síðar eftir slaka spilamennsku í öftustu línu Aston Villa. ⚽️ Garna slots home from close range after receiving @MarcusRashford's square pass to halve the deficit.Game on! 💪#MUFC || #MUNAVL https://t.co/sY4lx2zaFs pic.twitter.com/vtK6kzTtti— Manchester United (@ManUtd) December 26, 2023 Garnacho var svo á ferðinni enn og aftur á 71. mínútu, vinstri fótar skot hans fór af varnarmanni og í netið. Jafn leikur en Villa menn voru hársbreidd frá því að komast aftur yfir aðeins mínútu síðar en Johnny Evans bjargaði á línunni. Rasmus Hojlund skoraði svo sitt fyrsta deildarmark eftir rúmlega 1.000 mínútna spiltíma og markið hefði ekki getað komið á betri tíma. Hann gerði útaf við leikinn og fullkomnaði frábæra endurkomu Manchester United. WORTH THE WAIT. pic.twitter.com/dKQVMhyBgk— Manchester United (@ManUtd) December 26, 2023 Eftir fjóra leiki í röð án marks duttu skyndilega þrjú í seinni hálfleiknum í kvöld, Manchester United fer með þessum sigri upp í 6. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir nágrönnum sínum City sem eiga tvo leiki til góða. Aston Villa hefði jafnað Liverpool að stigum í efsta sætinu með sigri í kvöld en situr áfram í því þriðja, stigi á eftir Arsenal. Enski boltinn
Manchester United vann ótrúlegan endurkomusigur í leik sínum gegn Aston Villa í kvöld. Lokaniðurstaða 3-2 eftir að hafa lent tveimur mörkum undir á klaufalegan hátt í fyrri hálfleiknum. Alejandro Garnacho skoraði tvö og Rasmus Højlund skoraði sitt fyrsta deildarmark. John McGinn skoraði fyrsta mark leiksins beint úr aukaspyrnu, Villa maðurinn virtist gefa boltann fyrir frá hægri kantinum en enginn náði skalla og boltinn sveif beinustu leið í markið. Margir furðuðu sig á lítilli árásargirni markvarðarins André Onana sem gerði enga atlögu að boltanum. Annað markið kom svo beint af æfingasvæði Aston Villa, góð hornspyrna John McGinn fann Lenglet á fjærstönginni og hann battaði boltann yfir á Dendoncker sem skallaði hann í netið. Öskur og baul mátti heyra frá stuðningsmönnum á Old Trafford. Þegar komið var út í seinni hálfleikinn tókst Alejandro Garnacho að skora snemma eftir hraða skyndisókn, en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Það gerði lítið til því Garnacho skoraði aftur skömmu síðar eftir slaka spilamennsku í öftustu línu Aston Villa. ⚽️ Garna slots home from close range after receiving @MarcusRashford's square pass to halve the deficit.Game on! 💪#MUFC || #MUNAVL https://t.co/sY4lx2zaFs pic.twitter.com/vtK6kzTtti— Manchester United (@ManUtd) December 26, 2023 Garnacho var svo á ferðinni enn og aftur á 71. mínútu, vinstri fótar skot hans fór af varnarmanni og í netið. Jafn leikur en Villa menn voru hársbreidd frá því að komast aftur yfir aðeins mínútu síðar en Johnny Evans bjargaði á línunni. Rasmus Hojlund skoraði svo sitt fyrsta deildarmark eftir rúmlega 1.000 mínútna spiltíma og markið hefði ekki getað komið á betri tíma. Hann gerði útaf við leikinn og fullkomnaði frábæra endurkomu Manchester United. WORTH THE WAIT. pic.twitter.com/dKQVMhyBgk— Manchester United (@ManUtd) December 26, 2023 Eftir fjóra leiki í röð án marks duttu skyndilega þrjú í seinni hálfleiknum í kvöld, Manchester United fer með þessum sigri upp í 6. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir nágrönnum sínum City sem eiga tvo leiki til góða. Aston Villa hefði jafnað Liverpool að stigum í efsta sætinu með sigri í kvöld en situr áfram í því þriðja, stigi á eftir Arsenal.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti