Setja takmarkanir á kínversk leikjafyrirtæki Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2023 16:53 Kínverskir töluvleikjaspilarar eru sagðir hafa kvartað yfir því hvernig fyrirtæki reyna að kreista fé úr þeim og hvernig þeir sem eyða peningum í tölvuleikjum, njóta yfirburða. EPA/ALEX PLAVEVSKI Yfirvöld í Kína tilkynntu í dag nýjar reglur sem eiga að draga úr eyðslu bæði tíma og peninga í tölvuleiki. Kína er stærsti leikjamarkaður heims og virði leikjafyrirtækja þar hríðféll eftir yfirlýsinguna. Samkvæmt frétt Reuters fylgja reglunum takmarkanir á því hve miklu fólk má eyða í netleiki en takmarkið er ekki ljóst enn. Ekki má lengur verðlauna spilara fyrir að spila leikinn á degi hverjum eða fyrir að kaupa muni inn í leiknum sjálfum í fyrsta sinn, svo eitthvað sé nefnt. Yfirlýsingin hafði gífurleg áhrif á fjárfesta. Virði tveggja stærstu leikjafyrirtækja Kína lækkaði til að mynda um nærri því áttatíu milljarða dala. Virði Tencent Holdings hafði lækkað um sextán prósent á einum tímapunkti og virði NetEase um fjórðung. Á undanförnum árum hafa yfirvöld í Kína skilgreint tölvuleiki sem rafræn fíkniefni og hefur börnum verið bannað að spila leiki meira en þrjá tíma á viku. Sjá einnig: Börnum bannað að spila meira en þrjá tíma í viku í Kína Einn viðmælandi fréttaveitunnar segir að það séu í raun ekki reglurnar sjálfar sem séu vandamálið, heldur sú pólitíska óvissa sem fylgi því að starfa í Kína. Fjárfestar og forsvarsmenn leikjafyrirtækja höfðu búist við að þessi áhætta væri liðin hjá og þetta hafi komið niður á jákvæðni fólks. Annar sagði að reglurnar myndu hafa áhrif á daglegan fjölda spilara og á tekjur leikjaframleiðenda. Þeir gætu neyðst til að gera umfangsmiklar breytingar á leikjum sínum. Í frétt CGTN, sem er í eigu kínverska ríkisins, segir að kínverskir tölvuleikjaspilarar hafi lengi kvartað yfir því hvernig leikjaframleiðendur reyna að kreista fé úr þeim og hvernig þeir sem eyða peningum í leikjum fá yfirburði gegn þeim sem gera það ekki. Kína Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Samkvæmt frétt Reuters fylgja reglunum takmarkanir á því hve miklu fólk má eyða í netleiki en takmarkið er ekki ljóst enn. Ekki má lengur verðlauna spilara fyrir að spila leikinn á degi hverjum eða fyrir að kaupa muni inn í leiknum sjálfum í fyrsta sinn, svo eitthvað sé nefnt. Yfirlýsingin hafði gífurleg áhrif á fjárfesta. Virði tveggja stærstu leikjafyrirtækja Kína lækkaði til að mynda um nærri því áttatíu milljarða dala. Virði Tencent Holdings hafði lækkað um sextán prósent á einum tímapunkti og virði NetEase um fjórðung. Á undanförnum árum hafa yfirvöld í Kína skilgreint tölvuleiki sem rafræn fíkniefni og hefur börnum verið bannað að spila leiki meira en þrjá tíma á viku. Sjá einnig: Börnum bannað að spila meira en þrjá tíma í viku í Kína Einn viðmælandi fréttaveitunnar segir að það séu í raun ekki reglurnar sjálfar sem séu vandamálið, heldur sú pólitíska óvissa sem fylgi því að starfa í Kína. Fjárfestar og forsvarsmenn leikjafyrirtækja höfðu búist við að þessi áhætta væri liðin hjá og þetta hafi komið niður á jákvæðni fólks. Annar sagði að reglurnar myndu hafa áhrif á daglegan fjölda spilara og á tekjur leikjaframleiðenda. Þeir gætu neyðst til að gera umfangsmiklar breytingar á leikjum sínum. Í frétt CGTN, sem er í eigu kínverska ríkisins, segir að kínverskir tölvuleikjaspilarar hafi lengi kvartað yfir því hvernig leikjaframleiðendur reyna að kreista fé úr þeim og hvernig þeir sem eyða peningum í leikjum fá yfirburði gegn þeim sem gera það ekki.
Kína Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira