„Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. desember 2023 08:01 Þegar bræður Hildar Guðmundsdóttur dóu voru þeir aðeins átta ára og að verða fimm ára en Hildur segir að þótt börn skilji ekki hvað dauði er, kemur alltaf að því að skilningurinn nái í gegn um að eitthvað hræðilegt hafi gerst. Að alast upp í sorg á sér margar hliðar. Líka fallegar. Vísir/Vilhelm „Jú mér finnst ég muna eftir pabba grátandi upp í rúmi. Ég reyndi að hugga hann og segja honum að þeir myndu koma aftur en auðvitað skildi ég þetta ekki,“ segir Hildur Guðmundsdóttir aðspurð um fyrstu æskuminningarnar. „Og ég man eftir mörgum skiptum þar sem við mamma sátum og grétum saman, hlustandi á Villa Vill,“ bætir hún við. Man ég munað slíkan, er morgun rann með daglegt stress, að ljúfur drengur lagði á sig lítið ferðalag til þess að koma í holu hlýja, höfgum pabba sínum hjá. Kúra sig í kotið hálsa, kærleiksorðið þurfti fá. Texti úr laginu Lítill drengur, en Hildur segir að þegar hún loksins fór að skilja missinn og sorgina sem barn, hafi það verið það lag sem hún hlustaði hvað mest á. Áskorun á Vísi fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, bata, sorg, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að heyra hvernig það er fyrir barn að upplifa systkina missi og alast upp í sorg. Þjóðin var vægast sagt slegin þegar fréttir bárust um það að tveir ungir bræður hefðu farist í eldsvoða í Hafnarfirði í febrúar árið 1985. Drengirnir hétu Fannar Karl sem var átta ára og Brynjar Freyr sem var alveg að verða fimm ára. Bræðurnir voru gestkomandi hjá frænda sínum og það hafði systir þeirra Hildur líka verið, þar til hún var sótt síðla kvölds og því farin heim þegar kviknaði í. Harmleikurinn: Bræður fórust í eldsvoða Baksíða Morgunblaðsins, sunnudaginn 17.febrúar 1985: Hafnarfjörður: Tveir ungir bræður farast í eldsvoða Tveir bræður, 4 ára og 8 ára, létust í eldsvoða í Hafnarfirði í gærmorgun. Drengirnir voru gestkomandi hjá frændfólki. Heimilisfaðirinn komst út úr brennandi húsinu með eiginkonu sinni og barn sitt og fór síðan inn til þess að freista þess að bjarga drengjunum. Slökkviliðið kom skömmu síðar á vettvang og leituðu slökkviliðsmenn inngöngu í brennandi húsið. Þeir fundu drengina og heimilisföðurinn meðvitundarlausa á efri hæð hússins. Þeir voru umsvifalaust fluttir í sjúkrahús. Bræðurnir voru þá látnir, en maðurinn komst til meðvitundar um hádegisbilið í gær og liggur nú á gjörgæzludeild Borgarspítalans. Síðar í fréttinni kemur fram að ekki sé hægt að nafngreina þá látnu. Þjóðinni setti hljóðan. Fljótt spurðist út að bræðurnir ungu voru synir Guðmundar Árna Stefánssonar, sem þá starfaði við blaðamennsku og þáttagerð í útvarpi, og eiginkonu hans Jónu Dóru Karlsdóttur. Guðmundur varð síðar bæjarstjóri í Hafnarfirði, þingmaður, ráðherra og sendiherra. Drengirnir ungu hétu Fannar Karl, sem var átta ára og frumburður þeirra hjóna og Brynjar Freyr sem var fjögurra ára en alveg að verða fimm. Fannar Karl og Brynjar Freyr áttu yngri systur sem heitir Hildur. Hildur er fædd í nóvember árið 1981 og var því um þriggja og hálfs árs þegar þeir dóu. Þá var Heimir Snær bróðir þeirra átta mánaða gamall. Hildur hafði líka verið í pössun hjá föðurbróður sínum eins og Fannar Karl og Brynjar Freyr. Hún var hins vegar sótt seint hið örlagaríka kvöld á meðan Fannar Karl og Brynjar sváfu áfram. „Það er einmitt afmælisdagurinn hans Fannars Karls í dag,“ segir Hildur í upphafi viðtalsins. „Og ég vel að líta á það sem eitthvað fallegt og táknrænt,“ bætir hún brosandi við. Að sögn Hildar hefur fjölskyldan ætíð haft þann sið að hittast heima hjá foreldrum hennar á afmælisdögum og dánardegi þeirra bræðra. „Við hittumst og borðum köku saman. Þetta eru vissulega erfiðir dagar en þó skemmtilegir. Það líður reyndar aldrei sá dagur að við tölum ekki eitthvað um Fannar og Brynjar, hugsum um þá eða ræðum um eitthvað þessu tengt.“ Það tók Hildi mörg ár að skilja að sorgin hennar mætti líka fá sitt pláss, en lengi vel fannst henni hún ekki eiga rétt á því. Sérstaklega vitandi hversu mikill sársauki foreldra hennar var. Hildur segir varla líða þann dag að bræður hennar berist ekki í tal og sjálf talar hún oft við þá í huganum.Vísir/Vilhelm Þegar ekkert var útskýrt Þegar foreldrar og fjölskylda verða fyrir svo miklum missi að barn deyr, beinist sviðsljósið oftar en ekki að foreldrunum. Enda enginn sem getur hugsað þá hugsun til enda, hversu óbærilegur sársauki barnamissir hlýtur að vera. Hvað þá að missa tvo syni í harmleik sem þessum. Það má hins vegar velta fyrir sér sorginni og þeim tilfinningum sem ýmsir aðrir fara í gegnum sem standa á hliðarlínunni. Til dæmis systkini. Það tók mig mörg ár að átta mig á því að ég hefði rétt á þessari sorg, að sorgin mín mætti líka taka pláss. Því ég var svo lítil þegar þetta gerðist, man ekki mikið eftir þeim og fannst ég eiginlega ekki hafa rétt á því að syrgja sjálf horfandi upp á það hvað foreldrar mínir gengu í gegnum ofboðslega sáran tíma,“ segir Hildur. „Í raun eru ekkert mörg ár síðan ég áttaði mig þó á því að upplifun fólks sem missir systkini sitt, virðist keimlík. Þannig var að ég var að fara með mömmu í Sorgarmiðstöðina og velti því einmitt upp við hana hvort ég ætti nokkuð að vera að fara með. Sem hún sagði að auðvitað ætti ég að gera. Kom þá í ljós að hópurinn sem við hittum þessa umrædda stund var allt fólk sem hafði á mismunandi tímum lífs síns misst systkini,“ segir Hildur og bætir við: „Þarna opnuðust gáttir fyrir mér því það virtist ekki skipta máli hvort fólk var að tala út frá systkina missi sem barn eða jafnvel fullorðið, við vorum eiginlega öll að lýsa sömu tilfinningum.“ Hildur segir að auðvitað hafi margt breyst frá því að þetta gerist. Því árið 1985 var ekkert til sem hét áfallahjálp fyrir aðstandendur, né nokkuð annað til stuðnings við syrgjendur. „Á þessum tíma var líka ekkert verið að skýra hlutina neitt of mikið út fyrir börnum. Sem er ekki gott, því þá fara börn að reyna að skilja hlutina sjálf en hafa auðvitað ekki þroska til þess. Í dag vildi ég til dæmis óska þess að ég hefði fengið að fara í jarðaförina þeirra, því að það hefði kannski hjálpað mínum barnshuga að skilja að þeir kæmu ekki aftur.“ Hildur segir móður hennar hafa reyndar verið á því að hún ætti að koma í jarðaförina. Á þessum tíma hafi þó flestum ekki fundist hæfa að börn væru í slíkum athöfnum. „Ég myndi segja að í mörgu hafi mamma og pabbi verið á undan sinni samtíð. Til dæmis varðandi það að ræða um sorgina og missinn, það er svo mikilvægt. Mamma og pabbi voru líka ein þeirra sem stóðu að stofnun sorgarsamtökunum Ný dögun á sínum tíma, sem í dag er Sorgarmiðstöðin.“ En skilur barn eitthvað hvað sorg eða dauði er? „Nei alls ekki. Heima fylltist til dæmis allt af fólki daginn eftir að strákarnir dóu. Ég fór yfir í næsta hús og lék mér þar við vin minn. Enginn fattaði að ég væri horfin fyrr en seint og um síðar að mamma spurði allt í einu: Hvar er Hildur?“ Hildur segist vita til þess að allan daginn hafi hún bara verið að leika sér með vini sínum og ekki upplifað að neitt væri að né nokkuð hræðilegt hefði gerst. „Foreldrar vinar míns föttuðu ekki neitt og fengu síðan sjokk þegar þau sáu sjónvarpsfréttirnar um kvöldið.“ Hildur segir að ein af fallegu birtingarmyndum sorgarinnar sé hversu mikla þörf fjölskyldan hefur fyrir því að vera saman. Á vinstri myndum má sjá Hildi með bræðrunum sem létust en á myndinni til hægri má sjá Hildi með foreldrum sínum, yngri bræðrum og dótturinni Aþenu sem hún eignaðist sjálf þegar hún var sautján ára. Taldi sig minna elskaða Sjálf segist Hildur oft ekki átta sig á því hvað séu minningarnar hennar og hvað ekki. „Stundum finnst mér ég muna eftir einhverju en fer þá að hugsa: Nei er þetta ekki bara saga sem mér hefur verið sögð? Eða er þetta ekki bara vegna þess að ég hef séð okkur saman á þessari mynd? Ég hef meira að segja farið í dáleiðslu til að reyna að átta mig á því hvað eru raunverulegar minningar.“ Það sem er þó greipt í huga Hildar og hefur haft mikil áhrif á hana allt hennar líf er sorgin sjálf. „Mamma og pabbi voru auðvitað bara ónýt. En samt að reyna að gera sitt besta. Það vantaði ekkert upp á ást og kærleika í mínu uppeldi. En ég ólst upp við sorg. Þessi sorg var allt umlykjandi og litaði allt okkar,“ segir Hildur og bætir við: „Meira að segja eftir að maður verður fullorðin og ég núna sjálf með mín börn. Þá ósjálfrátt máta ég mig við það hvað mamma og pabbi voru að fara í gegnum. Eða máta sorgina við börnin mín; Hvernig þau hefðu brugðist við svona missi.“ Þegar þú horfir til baka á þau áhrif sem sorgin hafði á þig sem barn, hvað kemur upp í hugann? Fyrst og fremst það að ég var alltaf að reyna að vera til fyrirmyndar. Aðeins sjö ára var ég kannski að þrífa allt húsið því að ég þráði að fá viðurkenningu. Ég sé núna að þetta var mín leið til að reyna að ná athygli. Ég var barn sem var í rauninni alltaf að segja: Nennið þið að taka eftir mér líka?“ Fannst þér vanta að fá athygli? „Ég fékk auðvitað athygli og ást. Að þeim mörkum sem mamma og pabbi gátu. En sorgin var svo mikil og þar sem ég var ekki að skilja hana, upplifði ég líklega stöðuna þannig að ég væri minna elskuð en þeir.“ Hugsandi til baka segist Hildur meira að segja muna tilfinningu sem hún vonar að fæst börn upplifi. „Ég man eftir einmanatilfinningu þegar ég var lítil. Sem var ákveðin mótsögn því að ég var líka alltaf að láta mig hverfa, það var alltaf verið að leita af mér. Þetta var ein birtingarmyndin af því að finnast ég minna elskuð en síðan er það prestur sem áttar sig á þessu og segir við mömmu: Getur verið að hún haldi að þið elskið hana minna en strákana?“ Hildur segir að sem betur fer hafi móðir hennar gripið þessa spurningu frá prestinum. „Mamma útskýrði fyrir mér að auðvitað væri ég jafn góð og þeir og jafnmikið elskuð,“ útskýrir Hildur. Hildur segir mikilvægt að börn fái að taka þátt í sorginni þegar ástvinamissir er, til dæmis í jarðaförum. Það geti hjálpað þeim að átta sig á því hvað hafi gerst. Sjálf hefur hún þurft að taka samtalið við sín börn hvert af öðru þegar þau hafa haft aldur til. Þá segist hún sjálf oft hafa mátað sig við það sem foreldri, hvað foreldrar hennar gengu í gegnum óbærilegan missi.Vísir/úr einkasafni, Vilhelm Hildur segir að þótt börn séu of ung til að skilja sorg og missi, komi þó alltaf að því að sá skilningur eins og nái í gegn. „Það er alltaf einhver birtingarmynd af sorginni sem börn taka út, þótt þau séu of ung til að skilja þegar hlutirnir gerast. Hjá bróður mínum sem var bara átta mánaða var það til dæmis þannig að um sex ára aldurinn breyttist hann á einni nóttu úr glaðlyndum krakka yfir í hugsandi og stundum dálítið sorgmæddan strák. Sem betur fer áttaði mamma sig á samhenginu, þarna var skilningurinn um að eitthvað hræðilegt hefði gerst að ná í gegn hjá honum.“ Sjálf tengir hún það við árin níu til tíu ára sem hún fyrir alvöru fór að fatta hvað það þýðir að einhver deyr. „Þá kom þessi skilningur allt í einu eins og: Já, þeir voru raunverulega til. En dóu. Og komu aldrei aftur.“ Einhverra hluta vegna tengdi Hildur þennan nýja skilning sinn við lagið Lítill drengur sem Vilhjálmur heitinn Vilhjálmsson söng svo eftirminnilega. Sem hún hlustaði á aftur og aftur og upplifði ákveðna heilun í því. „Þótt ég hafi verið alin upp í mikilli sorg, finnst mér sorg ekkert endilega eingöngu eitthvað sem er neikvætt. Jú, æskan var hlaðin sorg en þótt hún væri erfið, er líka eitthvað element í henni sem er fallegt,“ segir Hildur og bætir við: „Yngri bræður mínir eru til dæmis skírðir í höfuðið á þeim þannig að ég á í dag bræður sem heita Fannar Freyr og Brynjar Ásgeir.“ Þá segist Hildur telja að ein skýringin á því hvers vegna fjölskyldan sé svona náin, sé sorgin. „Við höfum ofboðslega mikla þörf fyrir að vera saman. Til dæmis horfum við öll á alla Liverpool leiki saman heima hjá mömmu og pabba. Við systkinin gerum mjög mikið saman með okkar fjölskyldum og ég tala við bræður mína svo til daglega. Vinkonur mínar hlæja oft af því að bræður mínir þrír séu einir af mínum bestu vinum. Hinir tveir þarna uppi hefðu vafalaust verið það líka.“ Hildur með yngri bræðrum sínum: Heimi Snæ, Fannari Frey og Brynjari Ásgeir. Lengi vel reyndi Hildur að vera til fyrirmyndar í öllu sem barn. Það var hennar leið til að reyna að ná athygli. Síðar fór hún í uppreisn sem unglingur og um tíma var hún reið föður sínum að vera í stjórnmálum og þráði það heitast að geta verið barn og unglingur sem enginn vissi hver væri. Erfiðustu afleiðingarnar Eitt af því sem gerði æskuna þó erfiða var hversu berskjölduð fjölskyldan var. „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans, ég fékk einhvern veginn aldrei að vera bara ÉG,“ útskýrir Hildur og viðurkennir að hún hafi um tíma verið reið föður sínum fyrir það að vera í pólitík. „Það gerði mann enn berskjaldaðri og bauð upp á ákveðna stríðni. Ég man til dæmis eftir að hafa oft heyrt krakka segja að ég ætlaði að láta reka þennan og hinn úr Hafnarfirði því að pabbi minn væri bæjarstjóri. Sem er auðvitað fáránlegt og eitthvað sem mér sjálfri hefði ekki einu sinni dottið í hug að segja.“ Sem dæmi segir Hildur að hún hafi hrökklast úr handbolta meðal annars vegna umtals barna og unglinga í kring. Ég man bara hvað ég þráði að týnast í fjöldanum. Þráði að vera ein af þessum börnum eða unglingum sem enginn vissi nein deili á.“ Birtingarmyndirnar heima fyrir voru líka alltaf til staðar. „Mamma var til dæmis alltaf extra mikið hrædd um okkur. Mátti varla heyra í sjúkrabíl án þess að verða verulega hrædd,“ útskýrir Hildur. En kom aldrei tímabil þar sem þú upplifðir mótþróa eða uppreisn? „Jú heldur betur!“ svarar Hildur og hlær. Það má segja að það hafi gerst á einni nóttu eftir fermingu að ég breyttist úr fyrirmyndarbarni í uppreisnarunglinginn. Ég fór alla leið; svart hár, drakk landa og fór að reykja. Ég man enn þessa tilfinningu innra með mér sem var eins og: Nei ég nenni ekki að vera þessi týpa lengur að reyna að standa mig fullkomlega í öllu.“ Sautján ára eignast Hildur sitt fyrsta barn. „Ég var auðvitað svo ung og bjó fyrstu árin alveg hjá mömmu og pabba.“ Sem fullorðin kona hefur Hildur tekist á við ýmsar áskoranir eins og fylgir hjá flestum; við förum öll í gegnum ýmislegt. Hún segir það þó svo merkilegt að þegar hún hefur verið að vinna sig í gegnum önnur áföll eða verkefni, virðist samtalið alltaf leiðast til æskunnar og þeirrar sorgar sem var umlykjandi eins og dökkt ský. „Ég hef kannski farið til sálfræðings til að ræða um eitthvað annað. En þá kemur þetta alltaf upp: Sorgin og áfallið sem fjölskyldan varð fyrir. Þannig er bræðramissirinn eins og undirliggjandi áfall í mínu lífi og síðan urðu birtingarnar á því hvernig maður vann úr þessari sorg alls konar. Ég sé það til dæmis núna að eitt af því sem einkenndi mig í samböndum var að ég var alltaf að reyna að bjarga einhverjum óheppnum karlmönnum sem voru á vondum stað í sínu lífi.“ Jafnvel þannig að það hafi verið hluti af máli þegar Hildur tók saman við eiginmann sinn til sautján ára; Ágúst Aðalsteinsson. „Ágúst er óvirkur alkóhólisti og alkóhólisminn er stórt verkefni út af fyrir sig,“ segir Hildur og bætir við að sjálf sé hún mjög virk í Alanon, samtökum aðstandenda. Meðvirkni hefur til dæmis alltaf fylgt mér mikið. Sem er hægt að setja í samhengi við sorgina: Hvenær er ég í minni sorg og hvenær snýst þetta um sorg mömmu og pabba og svo framvegis. Mörkin þarna á milli hafa oft verið óljós.“ Það sem Hildur segir þó líka hafa átt hlut í máli að hún tók saman við Ágúst, er hversu vel hann hefur farið með allt sem snýr að þeirri sorg sem einkennir hennar fjölskyldu. „Ég væri örugglega ekkert með honum í dag nema fyrir það hvað hann hefur alla tíð verið mikill stuðningur og klettur í öllu þessu. Enn í dag á hann það til að geta sett hluti í samhengi fyrir mig. Segjum til dæmis ef ég er eitthvað að pirra mig á einhverju með mömmu og pabba eins og gengur og gerist hjá öllum. Þá kannski bendir hann mér á og segir: Hildur, mundu hvað þau hafa farið í gegnum. Hvernig myndir þú bregðast við? Strax í upphafi hlustaði hann á mig tala um þetta fram og til baka. Því það að alast upp í þessum missi er svo stór hluti af mér.“ Hildur segist oft velta því fyrir sér hvernig lífið væri ef hún ætti enn tvo eldri bræður: Hvað ætli þeir væru að gera í dag? Eitt af því sem Hildur segir að hafi hjálpað sér mjög mikið er þegar hún hitti hóp í Sorgarmiðstöðinni þar sem öll áttu það sameiginlegt að hafa misst systkini. Einkenni þeirrar upplifunar sé keimlík á milli fólks þótt aldur og aðstæður séu ólík.Vísir/Vilhelm Sorg á alltaf rétt á sínu plássi Hildur segir það líka hafa tekið tíma að viðurkenna og samþykkja allar þær tilfinningar og líðan sem barn sem elst upp í sorg fer í gegnum. „Að ég hafi bara verið lítil stelpa að öskra á athygli. Að biðja um að eftir mér væri tekið. Að vera ekki með samviskubit yfir því að vilja fá að taka mitt pláss sem barn.“ Þá segir hún það hafa verið ómetanleg hjálp að eiga maka sem hefur alla tíð áttað sig á því að Hildi fylgir stór pakki sem eru afleiðingar þessa áfalls sem fjölskyldan varð fyrir. „Ég hef verið ótrúlega heppin með Ágúst. Sem ekki aðeins hefur hlustað á allar sögurnar mínar eða það sem ég hef haft þörf á að ræða um, heldur hefur hann frá fyrsta degi borið mjög mikla virðingu fyrir þeim hefðum sem eru í fjölskyldunni minni og tengjast því að Fannar Karl og Brynjar Freyr dóu.“ Hildur segir það að ræða hlutina gera mikið en eins felist oft mikil heilun í því að gráta. Í okkar fjölskyldu er líka grátið mjög mikið og hjá okkur finnst engum okkur grátur neitt tiltökumál. Það er til dæmis ekkert langt síðan ég sat með mömmu og pabba, við fórum eitthvað að rifja upp og enduðum með að hágráta öll saman.“ Hildur bendir líka á Sorgarmiðstöðina og segir aldrei of seint að leita stuðnings yfir systkinamissi. Sérstaklega hjálpi að hitta fólk sem hefur líka misst systkini. „Samræður jafningjahópa eru magnaðar.“ Varðandi það að útskýra sorg og dauða fyrir börnum, segir Hildur: „Það þarf auðvitað að meta hvert barn fyrir sig. En ég myndi alltaf mæla með því, sem við vitum meira í dag að þarf, að reyna að útskýra hlutina fyrir börnum og leyfa þeim að taka þátt. Til dæmis með því að taka þátt í jarðaförum. Það getur verið leið til þess að barn skilji betur hvað dauði í raun þýðir.“ Í dag starfar Hildur sem deildarstjóri hjá Klettabæ, sértækri þjónustu fyrir börn og ungmenni. „Ég hef mikla þörf fyrir að vinna við eitthvað þar sem ég trúi að ég geti skipt sköpum. Börn eru mér mjög hugleikin og um tíma starfaði ég með fötluðu fólki. Eflaust er einhver tenging á því að ég hafi misst bræður mína og orðið elsta systkinið á einum degi og því við hvað ég vinn. Því bræðramissirinn og sorgin er auðvitað áhrifaþáttur sem hefur mótað mikið hver ég er í dag.“ Hildur segist afar heppin með eiginmanninn, Ágúst Aðalsteinsson, sem hafi frá fyrsta degi tekið þátt, virt og stutt við sorgina og þær hefðir sem um hana hafa skapast. Saman eiga Hildur og Ágúst sex börn og á afmælis- og dánardögum bræðranna sem létust, er venjan að hittast heima hjá foreldrum hennar, borða köku og hafa gaman saman. Hildur og Ágúst eiga sex börn: Þau Valgeir og Jöru sem Ágúst átti fyrir, Aþenu sem Hildur átti fyrir og síðan saman börnin: Guðmund, Nínu Snjólaugu og Breka Hrafn. „Með hverju þeirra hef ég þurft að fara í gegnum þetta samtal. Að meta það hvenær þau eru tilbúin til þess að heyra hvað gerðist í okkar fjölskyldu. Því áfallið sem við urðum fyrir er hluti af okkar sögu og þótt það hafi verið erfitt, er þetta líka rauður þráður í svo mörgu sem einkennir okkur sem fjölskyldu,“ segir Hildur og bætir við: „Og þótt við séum ekkert að velta okkur uppúr þessu og það er fyrst og fremst gaman hjá okkur þegar við förum í kirkjugarðinn eða borðum köku saman, þá er þetta líka saga um bræður mína sem ég vil að okkar börn þekki og skilji. Til dæmis það hvað amma þeirra og afi gengu í gegnum og svo framvegis.“ Sjálf segist hún samt sem foreldri hafa reynt að læra af ýmsu, sem hún sér betur horfandi í baksýnisspegilinn. „Ég reyni sem dæmi að vera ekki ofverndandi foreldri. Ég legg áherslu á að leyfa þeim að lifa sínu lífi í frelsi frá minni hræðslu um þau, þrátt fyrir að ég sé meðvituð um að allt getur gerst.“ Stærsta atriðið að mati Hildar er samt það að allir hafi rétt á að sín sorg fái sitt pláss. Það tók mig svo mörg ár að skilja að ég mætti sjálf eiga mína sorg. Ég þyrfti ekki aðeins að hugsa um hversu skelfilegt og sárt þetta hefði verið fyrir mömmu og pabba. Því ef þeir hefðu ekki dáið, ætti ég tvo eldri bræður. Og auðvitað hugsa ég oft: Hvað ætli þeir væru að gera í dag? Hvernig væri að eiga þessa tvo stóru bræður? Ég tala oft við þá í huganum og það hefur aldrei liðið dagur þar sem það að missa þá hefur ekki verið í huga mér eða haft áhrif. Sorgin hefur í raun alltaf verið hluti af mínu lífi og ég þekki ekkert annað.“ Ástin og lífið Helgarviðtal Tengdar fréttir Makamissir: Tilkynntu trúlofunina á Facebook og hann lést nokkrum stundum síðar Það gekk allt upp eins og í sögu: Þau kynntust á Tinder, smullu saman þegar þau hittust. Urðu eiginlega strax kærustupar. 16. apríl 2023 08:01 Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“ „Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987. 26. mars 2023 07:00 Áfallasaga: Ofbeldi af verstu gerð, sonarmissir og dóttirin lamast „Já mig grunar að þetta hafi verið viljaverk. Afbrýðisemin var svo mikil að hann hafði oft sagt við mig að hann gæti ekki hugsað sér að einhver annar fengi mig eða að einhver annar karlmaður fengi að ala upp son hans,“ segir María Kristín Þorleifsdóttir þegar hún minnist bílslyssins 9. október 1997 þar sem tveggja og hálfs árs sonur hennar og barnsfaðir létu lífið og sjálf slasaðist hún mjög alvarlega. 11. júní 2023 08:01 Hvað svo? Fékk ekki að mæta í jarðarför föður síns en eignaðist nýja fjölskyldu „Það er eiginlega helst að frétta að stuttu eftir það viðtal lést faðir minn. Ég var reyndar ekki látinn vita af því af fjölskyldunni minni og fékk ekki að fara í jarðaförina hans. Á móti kemur að margt annað gott hefur svo sem gerst líka. Ég til dæmis kynntist óvænt fullorðinni frænku sem ég vissi ekki að ég ætti,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður í samtali þar sem við veltum aðeins fyrir okkur spurningunni Hvað svo? 18. júní 2023 08:01 Öll batterí búin: „Ég ákvað að gera þetta á fimmtudegi þegar Friðrik væri farinn til vinnu“ Hún er rétt rúmlega fimmtug og hefur nú þegar afrekað ótrúlega margt. Byrjaði með manninum sínum aðeins 16 ára, menntaði sig sem leikskólakennari og elskaði það starf, en rak hinn geysivinsæla veitingastað Friðrik V um árabil með eiginmanninum. 2. júlí 2023 08:00 Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
„Og ég man eftir mörgum skiptum þar sem við mamma sátum og grétum saman, hlustandi á Villa Vill,“ bætir hún við. Man ég munað slíkan, er morgun rann með daglegt stress, að ljúfur drengur lagði á sig lítið ferðalag til þess að koma í holu hlýja, höfgum pabba sínum hjá. Kúra sig í kotið hálsa, kærleiksorðið þurfti fá. Texti úr laginu Lítill drengur, en Hildur segir að þegar hún loksins fór að skilja missinn og sorgina sem barn, hafi það verið það lag sem hún hlustaði hvað mest á. Áskorun á Vísi fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, bata, sorg, aldurstengd mál og fleira. Í dag ætlum við að heyra hvernig það er fyrir barn að upplifa systkina missi og alast upp í sorg. Þjóðin var vægast sagt slegin þegar fréttir bárust um það að tveir ungir bræður hefðu farist í eldsvoða í Hafnarfirði í febrúar árið 1985. Drengirnir hétu Fannar Karl sem var átta ára og Brynjar Freyr sem var alveg að verða fimm ára. Bræðurnir voru gestkomandi hjá frænda sínum og það hafði systir þeirra Hildur líka verið, þar til hún var sótt síðla kvölds og því farin heim þegar kviknaði í. Harmleikurinn: Bræður fórust í eldsvoða Baksíða Morgunblaðsins, sunnudaginn 17.febrúar 1985: Hafnarfjörður: Tveir ungir bræður farast í eldsvoða Tveir bræður, 4 ára og 8 ára, létust í eldsvoða í Hafnarfirði í gærmorgun. Drengirnir voru gestkomandi hjá frændfólki. Heimilisfaðirinn komst út úr brennandi húsinu með eiginkonu sinni og barn sitt og fór síðan inn til þess að freista þess að bjarga drengjunum. Slökkviliðið kom skömmu síðar á vettvang og leituðu slökkviliðsmenn inngöngu í brennandi húsið. Þeir fundu drengina og heimilisföðurinn meðvitundarlausa á efri hæð hússins. Þeir voru umsvifalaust fluttir í sjúkrahús. Bræðurnir voru þá látnir, en maðurinn komst til meðvitundar um hádegisbilið í gær og liggur nú á gjörgæzludeild Borgarspítalans. Síðar í fréttinni kemur fram að ekki sé hægt að nafngreina þá látnu. Þjóðinni setti hljóðan. Fljótt spurðist út að bræðurnir ungu voru synir Guðmundar Árna Stefánssonar, sem þá starfaði við blaðamennsku og þáttagerð í útvarpi, og eiginkonu hans Jónu Dóru Karlsdóttur. Guðmundur varð síðar bæjarstjóri í Hafnarfirði, þingmaður, ráðherra og sendiherra. Drengirnir ungu hétu Fannar Karl, sem var átta ára og frumburður þeirra hjóna og Brynjar Freyr sem var fjögurra ára en alveg að verða fimm. Fannar Karl og Brynjar Freyr áttu yngri systur sem heitir Hildur. Hildur er fædd í nóvember árið 1981 og var því um þriggja og hálfs árs þegar þeir dóu. Þá var Heimir Snær bróðir þeirra átta mánaða gamall. Hildur hafði líka verið í pössun hjá föðurbróður sínum eins og Fannar Karl og Brynjar Freyr. Hún var hins vegar sótt seint hið örlagaríka kvöld á meðan Fannar Karl og Brynjar sváfu áfram. „Það er einmitt afmælisdagurinn hans Fannars Karls í dag,“ segir Hildur í upphafi viðtalsins. „Og ég vel að líta á það sem eitthvað fallegt og táknrænt,“ bætir hún brosandi við. Að sögn Hildar hefur fjölskyldan ætíð haft þann sið að hittast heima hjá foreldrum hennar á afmælisdögum og dánardegi þeirra bræðra. „Við hittumst og borðum köku saman. Þetta eru vissulega erfiðir dagar en þó skemmtilegir. Það líður reyndar aldrei sá dagur að við tölum ekki eitthvað um Fannar og Brynjar, hugsum um þá eða ræðum um eitthvað þessu tengt.“ Það tók Hildi mörg ár að skilja að sorgin hennar mætti líka fá sitt pláss, en lengi vel fannst henni hún ekki eiga rétt á því. Sérstaklega vitandi hversu mikill sársauki foreldra hennar var. Hildur segir varla líða þann dag að bræður hennar berist ekki í tal og sjálf talar hún oft við þá í huganum.Vísir/Vilhelm Þegar ekkert var útskýrt Þegar foreldrar og fjölskylda verða fyrir svo miklum missi að barn deyr, beinist sviðsljósið oftar en ekki að foreldrunum. Enda enginn sem getur hugsað þá hugsun til enda, hversu óbærilegur sársauki barnamissir hlýtur að vera. Hvað þá að missa tvo syni í harmleik sem þessum. Það má hins vegar velta fyrir sér sorginni og þeim tilfinningum sem ýmsir aðrir fara í gegnum sem standa á hliðarlínunni. Til dæmis systkini. Það tók mig mörg ár að átta mig á því að ég hefði rétt á þessari sorg, að sorgin mín mætti líka taka pláss. Því ég var svo lítil þegar þetta gerðist, man ekki mikið eftir þeim og fannst ég eiginlega ekki hafa rétt á því að syrgja sjálf horfandi upp á það hvað foreldrar mínir gengu í gegnum ofboðslega sáran tíma,“ segir Hildur. „Í raun eru ekkert mörg ár síðan ég áttaði mig þó á því að upplifun fólks sem missir systkini sitt, virðist keimlík. Þannig var að ég var að fara með mömmu í Sorgarmiðstöðina og velti því einmitt upp við hana hvort ég ætti nokkuð að vera að fara með. Sem hún sagði að auðvitað ætti ég að gera. Kom þá í ljós að hópurinn sem við hittum þessa umrædda stund var allt fólk sem hafði á mismunandi tímum lífs síns misst systkini,“ segir Hildur og bætir við: „Þarna opnuðust gáttir fyrir mér því það virtist ekki skipta máli hvort fólk var að tala út frá systkina missi sem barn eða jafnvel fullorðið, við vorum eiginlega öll að lýsa sömu tilfinningum.“ Hildur segir að auðvitað hafi margt breyst frá því að þetta gerist. Því árið 1985 var ekkert til sem hét áfallahjálp fyrir aðstandendur, né nokkuð annað til stuðnings við syrgjendur. „Á þessum tíma var líka ekkert verið að skýra hlutina neitt of mikið út fyrir börnum. Sem er ekki gott, því þá fara börn að reyna að skilja hlutina sjálf en hafa auðvitað ekki þroska til þess. Í dag vildi ég til dæmis óska þess að ég hefði fengið að fara í jarðaförina þeirra, því að það hefði kannski hjálpað mínum barnshuga að skilja að þeir kæmu ekki aftur.“ Hildur segir móður hennar hafa reyndar verið á því að hún ætti að koma í jarðaförina. Á þessum tíma hafi þó flestum ekki fundist hæfa að börn væru í slíkum athöfnum. „Ég myndi segja að í mörgu hafi mamma og pabbi verið á undan sinni samtíð. Til dæmis varðandi það að ræða um sorgina og missinn, það er svo mikilvægt. Mamma og pabbi voru líka ein þeirra sem stóðu að stofnun sorgarsamtökunum Ný dögun á sínum tíma, sem í dag er Sorgarmiðstöðin.“ En skilur barn eitthvað hvað sorg eða dauði er? „Nei alls ekki. Heima fylltist til dæmis allt af fólki daginn eftir að strákarnir dóu. Ég fór yfir í næsta hús og lék mér þar við vin minn. Enginn fattaði að ég væri horfin fyrr en seint og um síðar að mamma spurði allt í einu: Hvar er Hildur?“ Hildur segist vita til þess að allan daginn hafi hún bara verið að leika sér með vini sínum og ekki upplifað að neitt væri að né nokkuð hræðilegt hefði gerst. „Foreldrar vinar míns föttuðu ekki neitt og fengu síðan sjokk þegar þau sáu sjónvarpsfréttirnar um kvöldið.“ Hildur segir að ein af fallegu birtingarmyndum sorgarinnar sé hversu mikla þörf fjölskyldan hefur fyrir því að vera saman. Á vinstri myndum má sjá Hildi með bræðrunum sem létust en á myndinni til hægri má sjá Hildi með foreldrum sínum, yngri bræðrum og dótturinni Aþenu sem hún eignaðist sjálf þegar hún var sautján ára. Taldi sig minna elskaða Sjálf segist Hildur oft ekki átta sig á því hvað séu minningarnar hennar og hvað ekki. „Stundum finnst mér ég muna eftir einhverju en fer þá að hugsa: Nei er þetta ekki bara saga sem mér hefur verið sögð? Eða er þetta ekki bara vegna þess að ég hef séð okkur saman á þessari mynd? Ég hef meira að segja farið í dáleiðslu til að reyna að átta mig á því hvað eru raunverulegar minningar.“ Það sem er þó greipt í huga Hildar og hefur haft mikil áhrif á hana allt hennar líf er sorgin sjálf. „Mamma og pabbi voru auðvitað bara ónýt. En samt að reyna að gera sitt besta. Það vantaði ekkert upp á ást og kærleika í mínu uppeldi. En ég ólst upp við sorg. Þessi sorg var allt umlykjandi og litaði allt okkar,“ segir Hildur og bætir við: „Meira að segja eftir að maður verður fullorðin og ég núna sjálf með mín börn. Þá ósjálfrátt máta ég mig við það hvað mamma og pabbi voru að fara í gegnum. Eða máta sorgina við börnin mín; Hvernig þau hefðu brugðist við svona missi.“ Þegar þú horfir til baka á þau áhrif sem sorgin hafði á þig sem barn, hvað kemur upp í hugann? Fyrst og fremst það að ég var alltaf að reyna að vera til fyrirmyndar. Aðeins sjö ára var ég kannski að þrífa allt húsið því að ég þráði að fá viðurkenningu. Ég sé núna að þetta var mín leið til að reyna að ná athygli. Ég var barn sem var í rauninni alltaf að segja: Nennið þið að taka eftir mér líka?“ Fannst þér vanta að fá athygli? „Ég fékk auðvitað athygli og ást. Að þeim mörkum sem mamma og pabbi gátu. En sorgin var svo mikil og þar sem ég var ekki að skilja hana, upplifði ég líklega stöðuna þannig að ég væri minna elskuð en þeir.“ Hugsandi til baka segist Hildur meira að segja muna tilfinningu sem hún vonar að fæst börn upplifi. „Ég man eftir einmanatilfinningu þegar ég var lítil. Sem var ákveðin mótsögn því að ég var líka alltaf að láta mig hverfa, það var alltaf verið að leita af mér. Þetta var ein birtingarmyndin af því að finnast ég minna elskuð en síðan er það prestur sem áttar sig á þessu og segir við mömmu: Getur verið að hún haldi að þið elskið hana minna en strákana?“ Hildur segir að sem betur fer hafi móðir hennar gripið þessa spurningu frá prestinum. „Mamma útskýrði fyrir mér að auðvitað væri ég jafn góð og þeir og jafnmikið elskuð,“ útskýrir Hildur. Hildur segir mikilvægt að börn fái að taka þátt í sorginni þegar ástvinamissir er, til dæmis í jarðaförum. Það geti hjálpað þeim að átta sig á því hvað hafi gerst. Sjálf hefur hún þurft að taka samtalið við sín börn hvert af öðru þegar þau hafa haft aldur til. Þá segist hún sjálf oft hafa mátað sig við það sem foreldri, hvað foreldrar hennar gengu í gegnum óbærilegan missi.Vísir/úr einkasafni, Vilhelm Hildur segir að þótt börn séu of ung til að skilja sorg og missi, komi þó alltaf að því að sá skilningur eins og nái í gegn. „Það er alltaf einhver birtingarmynd af sorginni sem börn taka út, þótt þau séu of ung til að skilja þegar hlutirnir gerast. Hjá bróður mínum sem var bara átta mánaða var það til dæmis þannig að um sex ára aldurinn breyttist hann á einni nóttu úr glaðlyndum krakka yfir í hugsandi og stundum dálítið sorgmæddan strák. Sem betur fer áttaði mamma sig á samhenginu, þarna var skilningurinn um að eitthvað hræðilegt hefði gerst að ná í gegn hjá honum.“ Sjálf tengir hún það við árin níu til tíu ára sem hún fyrir alvöru fór að fatta hvað það þýðir að einhver deyr. „Þá kom þessi skilningur allt í einu eins og: Já, þeir voru raunverulega til. En dóu. Og komu aldrei aftur.“ Einhverra hluta vegna tengdi Hildur þennan nýja skilning sinn við lagið Lítill drengur sem Vilhjálmur heitinn Vilhjálmsson söng svo eftirminnilega. Sem hún hlustaði á aftur og aftur og upplifði ákveðna heilun í því. „Þótt ég hafi verið alin upp í mikilli sorg, finnst mér sorg ekkert endilega eingöngu eitthvað sem er neikvætt. Jú, æskan var hlaðin sorg en þótt hún væri erfið, er líka eitthvað element í henni sem er fallegt,“ segir Hildur og bætir við: „Yngri bræður mínir eru til dæmis skírðir í höfuðið á þeim þannig að ég á í dag bræður sem heita Fannar Freyr og Brynjar Ásgeir.“ Þá segist Hildur telja að ein skýringin á því hvers vegna fjölskyldan sé svona náin, sé sorgin. „Við höfum ofboðslega mikla þörf fyrir að vera saman. Til dæmis horfum við öll á alla Liverpool leiki saman heima hjá mömmu og pabba. Við systkinin gerum mjög mikið saman með okkar fjölskyldum og ég tala við bræður mína svo til daglega. Vinkonur mínar hlæja oft af því að bræður mínir þrír séu einir af mínum bestu vinum. Hinir tveir þarna uppi hefðu vafalaust verið það líka.“ Hildur með yngri bræðrum sínum: Heimi Snæ, Fannari Frey og Brynjari Ásgeir. Lengi vel reyndi Hildur að vera til fyrirmyndar í öllu sem barn. Það var hennar leið til að reyna að ná athygli. Síðar fór hún í uppreisn sem unglingur og um tíma var hún reið föður sínum að vera í stjórnmálum og þráði það heitast að geta verið barn og unglingur sem enginn vissi hver væri. Erfiðustu afleiðingarnar Eitt af því sem gerði æskuna þó erfiða var hversu berskjölduð fjölskyldan var. „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans, ég fékk einhvern veginn aldrei að vera bara ÉG,“ útskýrir Hildur og viðurkennir að hún hafi um tíma verið reið föður sínum fyrir það að vera í pólitík. „Það gerði mann enn berskjaldaðri og bauð upp á ákveðna stríðni. Ég man til dæmis eftir að hafa oft heyrt krakka segja að ég ætlaði að láta reka þennan og hinn úr Hafnarfirði því að pabbi minn væri bæjarstjóri. Sem er auðvitað fáránlegt og eitthvað sem mér sjálfri hefði ekki einu sinni dottið í hug að segja.“ Sem dæmi segir Hildur að hún hafi hrökklast úr handbolta meðal annars vegna umtals barna og unglinga í kring. Ég man bara hvað ég þráði að týnast í fjöldanum. Þráði að vera ein af þessum börnum eða unglingum sem enginn vissi nein deili á.“ Birtingarmyndirnar heima fyrir voru líka alltaf til staðar. „Mamma var til dæmis alltaf extra mikið hrædd um okkur. Mátti varla heyra í sjúkrabíl án þess að verða verulega hrædd,“ útskýrir Hildur. En kom aldrei tímabil þar sem þú upplifðir mótþróa eða uppreisn? „Jú heldur betur!“ svarar Hildur og hlær. Það má segja að það hafi gerst á einni nóttu eftir fermingu að ég breyttist úr fyrirmyndarbarni í uppreisnarunglinginn. Ég fór alla leið; svart hár, drakk landa og fór að reykja. Ég man enn þessa tilfinningu innra með mér sem var eins og: Nei ég nenni ekki að vera þessi týpa lengur að reyna að standa mig fullkomlega í öllu.“ Sautján ára eignast Hildur sitt fyrsta barn. „Ég var auðvitað svo ung og bjó fyrstu árin alveg hjá mömmu og pabba.“ Sem fullorðin kona hefur Hildur tekist á við ýmsar áskoranir eins og fylgir hjá flestum; við förum öll í gegnum ýmislegt. Hún segir það þó svo merkilegt að þegar hún hefur verið að vinna sig í gegnum önnur áföll eða verkefni, virðist samtalið alltaf leiðast til æskunnar og þeirrar sorgar sem var umlykjandi eins og dökkt ský. „Ég hef kannski farið til sálfræðings til að ræða um eitthvað annað. En þá kemur þetta alltaf upp: Sorgin og áfallið sem fjölskyldan varð fyrir. Þannig er bræðramissirinn eins og undirliggjandi áfall í mínu lífi og síðan urðu birtingarnar á því hvernig maður vann úr þessari sorg alls konar. Ég sé það til dæmis núna að eitt af því sem einkenndi mig í samböndum var að ég var alltaf að reyna að bjarga einhverjum óheppnum karlmönnum sem voru á vondum stað í sínu lífi.“ Jafnvel þannig að það hafi verið hluti af máli þegar Hildur tók saman við eiginmann sinn til sautján ára; Ágúst Aðalsteinsson. „Ágúst er óvirkur alkóhólisti og alkóhólisminn er stórt verkefni út af fyrir sig,“ segir Hildur og bætir við að sjálf sé hún mjög virk í Alanon, samtökum aðstandenda. Meðvirkni hefur til dæmis alltaf fylgt mér mikið. Sem er hægt að setja í samhengi við sorgina: Hvenær er ég í minni sorg og hvenær snýst þetta um sorg mömmu og pabba og svo framvegis. Mörkin þarna á milli hafa oft verið óljós.“ Það sem Hildur segir þó líka hafa átt hlut í máli að hún tók saman við Ágúst, er hversu vel hann hefur farið með allt sem snýr að þeirri sorg sem einkennir hennar fjölskyldu. „Ég væri örugglega ekkert með honum í dag nema fyrir það hvað hann hefur alla tíð verið mikill stuðningur og klettur í öllu þessu. Enn í dag á hann það til að geta sett hluti í samhengi fyrir mig. Segjum til dæmis ef ég er eitthvað að pirra mig á einhverju með mömmu og pabba eins og gengur og gerist hjá öllum. Þá kannski bendir hann mér á og segir: Hildur, mundu hvað þau hafa farið í gegnum. Hvernig myndir þú bregðast við? Strax í upphafi hlustaði hann á mig tala um þetta fram og til baka. Því það að alast upp í þessum missi er svo stór hluti af mér.“ Hildur segist oft velta því fyrir sér hvernig lífið væri ef hún ætti enn tvo eldri bræður: Hvað ætli þeir væru að gera í dag? Eitt af því sem Hildur segir að hafi hjálpað sér mjög mikið er þegar hún hitti hóp í Sorgarmiðstöðinni þar sem öll áttu það sameiginlegt að hafa misst systkini. Einkenni þeirrar upplifunar sé keimlík á milli fólks þótt aldur og aðstæður séu ólík.Vísir/Vilhelm Sorg á alltaf rétt á sínu plássi Hildur segir það líka hafa tekið tíma að viðurkenna og samþykkja allar þær tilfinningar og líðan sem barn sem elst upp í sorg fer í gegnum. „Að ég hafi bara verið lítil stelpa að öskra á athygli. Að biðja um að eftir mér væri tekið. Að vera ekki með samviskubit yfir því að vilja fá að taka mitt pláss sem barn.“ Þá segir hún það hafa verið ómetanleg hjálp að eiga maka sem hefur alla tíð áttað sig á því að Hildi fylgir stór pakki sem eru afleiðingar þessa áfalls sem fjölskyldan varð fyrir. „Ég hef verið ótrúlega heppin með Ágúst. Sem ekki aðeins hefur hlustað á allar sögurnar mínar eða það sem ég hef haft þörf á að ræða um, heldur hefur hann frá fyrsta degi borið mjög mikla virðingu fyrir þeim hefðum sem eru í fjölskyldunni minni og tengjast því að Fannar Karl og Brynjar Freyr dóu.“ Hildur segir það að ræða hlutina gera mikið en eins felist oft mikil heilun í því að gráta. Í okkar fjölskyldu er líka grátið mjög mikið og hjá okkur finnst engum okkur grátur neitt tiltökumál. Það er til dæmis ekkert langt síðan ég sat með mömmu og pabba, við fórum eitthvað að rifja upp og enduðum með að hágráta öll saman.“ Hildur bendir líka á Sorgarmiðstöðina og segir aldrei of seint að leita stuðnings yfir systkinamissi. Sérstaklega hjálpi að hitta fólk sem hefur líka misst systkini. „Samræður jafningjahópa eru magnaðar.“ Varðandi það að útskýra sorg og dauða fyrir börnum, segir Hildur: „Það þarf auðvitað að meta hvert barn fyrir sig. En ég myndi alltaf mæla með því, sem við vitum meira í dag að þarf, að reyna að útskýra hlutina fyrir börnum og leyfa þeim að taka þátt. Til dæmis með því að taka þátt í jarðaförum. Það getur verið leið til þess að barn skilji betur hvað dauði í raun þýðir.“ Í dag starfar Hildur sem deildarstjóri hjá Klettabæ, sértækri þjónustu fyrir börn og ungmenni. „Ég hef mikla þörf fyrir að vinna við eitthvað þar sem ég trúi að ég geti skipt sköpum. Börn eru mér mjög hugleikin og um tíma starfaði ég með fötluðu fólki. Eflaust er einhver tenging á því að ég hafi misst bræður mína og orðið elsta systkinið á einum degi og því við hvað ég vinn. Því bræðramissirinn og sorgin er auðvitað áhrifaþáttur sem hefur mótað mikið hver ég er í dag.“ Hildur segist afar heppin með eiginmanninn, Ágúst Aðalsteinsson, sem hafi frá fyrsta degi tekið þátt, virt og stutt við sorgina og þær hefðir sem um hana hafa skapast. Saman eiga Hildur og Ágúst sex börn og á afmælis- og dánardögum bræðranna sem létust, er venjan að hittast heima hjá foreldrum hennar, borða köku og hafa gaman saman. Hildur og Ágúst eiga sex börn: Þau Valgeir og Jöru sem Ágúst átti fyrir, Aþenu sem Hildur átti fyrir og síðan saman börnin: Guðmund, Nínu Snjólaugu og Breka Hrafn. „Með hverju þeirra hef ég þurft að fara í gegnum þetta samtal. Að meta það hvenær þau eru tilbúin til þess að heyra hvað gerðist í okkar fjölskyldu. Því áfallið sem við urðum fyrir er hluti af okkar sögu og þótt það hafi verið erfitt, er þetta líka rauður þráður í svo mörgu sem einkennir okkur sem fjölskyldu,“ segir Hildur og bætir við: „Og þótt við séum ekkert að velta okkur uppúr þessu og það er fyrst og fremst gaman hjá okkur þegar við förum í kirkjugarðinn eða borðum köku saman, þá er þetta líka saga um bræður mína sem ég vil að okkar börn þekki og skilji. Til dæmis það hvað amma þeirra og afi gengu í gegnum og svo framvegis.“ Sjálf segist hún samt sem foreldri hafa reynt að læra af ýmsu, sem hún sér betur horfandi í baksýnisspegilinn. „Ég reyni sem dæmi að vera ekki ofverndandi foreldri. Ég legg áherslu á að leyfa þeim að lifa sínu lífi í frelsi frá minni hræðslu um þau, þrátt fyrir að ég sé meðvituð um að allt getur gerst.“ Stærsta atriðið að mati Hildar er samt það að allir hafi rétt á að sín sorg fái sitt pláss. Það tók mig svo mörg ár að skilja að ég mætti sjálf eiga mína sorg. Ég þyrfti ekki aðeins að hugsa um hversu skelfilegt og sárt þetta hefði verið fyrir mömmu og pabba. Því ef þeir hefðu ekki dáið, ætti ég tvo eldri bræður. Og auðvitað hugsa ég oft: Hvað ætli þeir væru að gera í dag? Hvernig væri að eiga þessa tvo stóru bræður? Ég tala oft við þá í huganum og það hefur aldrei liðið dagur þar sem það að missa þá hefur ekki verið í huga mér eða haft áhrif. Sorgin hefur í raun alltaf verið hluti af mínu lífi og ég þekki ekkert annað.“
Ástin og lífið Helgarviðtal Tengdar fréttir Makamissir: Tilkynntu trúlofunina á Facebook og hann lést nokkrum stundum síðar Það gekk allt upp eins og í sögu: Þau kynntust á Tinder, smullu saman þegar þau hittust. Urðu eiginlega strax kærustupar. 16. apríl 2023 08:01 Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“ „Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987. 26. mars 2023 07:00 Áfallasaga: Ofbeldi af verstu gerð, sonarmissir og dóttirin lamast „Já mig grunar að þetta hafi verið viljaverk. Afbrýðisemin var svo mikil að hann hafði oft sagt við mig að hann gæti ekki hugsað sér að einhver annar fengi mig eða að einhver annar karlmaður fengi að ala upp son hans,“ segir María Kristín Þorleifsdóttir þegar hún minnist bílslyssins 9. október 1997 þar sem tveggja og hálfs árs sonur hennar og barnsfaðir létu lífið og sjálf slasaðist hún mjög alvarlega. 11. júní 2023 08:01 Hvað svo? Fékk ekki að mæta í jarðarför föður síns en eignaðist nýja fjölskyldu „Það er eiginlega helst að frétta að stuttu eftir það viðtal lést faðir minn. Ég var reyndar ekki látinn vita af því af fjölskyldunni minni og fékk ekki að fara í jarðaförina hans. Á móti kemur að margt annað gott hefur svo sem gerst líka. Ég til dæmis kynntist óvænt fullorðinni frænku sem ég vissi ekki að ég ætti,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður í samtali þar sem við veltum aðeins fyrir okkur spurningunni Hvað svo? 18. júní 2023 08:01 Öll batterí búin: „Ég ákvað að gera þetta á fimmtudegi þegar Friðrik væri farinn til vinnu“ Hún er rétt rúmlega fimmtug og hefur nú þegar afrekað ótrúlega margt. Byrjaði með manninum sínum aðeins 16 ára, menntaði sig sem leikskólakennari og elskaði það starf, en rak hinn geysivinsæla veitingastað Friðrik V um árabil með eiginmanninum. 2. júlí 2023 08:00 Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Makamissir: Tilkynntu trúlofunina á Facebook og hann lést nokkrum stundum síðar Það gekk allt upp eins og í sögu: Þau kynntust á Tinder, smullu saman þegar þau hittust. Urðu eiginlega strax kærustupar. 16. apríl 2023 08:01
Makamissir og veikindi: „Mér fannst aðalatriðið vera að hann kæmi heim“ „Ég var búin lifa það versta því það er ekkert verra en að missa barn. En munurinn var samt sá að þá héldum við Ási utan um hvort annað á næturnar og grétum saman. Núna var ég ein,“ segir Rúna Didriksen um sársaukann og sorgina sem fylgir því að missa maka sinn til áratuga, en Rúna missti einnig son í bílslysi árið 1987. 26. mars 2023 07:00
Áfallasaga: Ofbeldi af verstu gerð, sonarmissir og dóttirin lamast „Já mig grunar að þetta hafi verið viljaverk. Afbrýðisemin var svo mikil að hann hafði oft sagt við mig að hann gæti ekki hugsað sér að einhver annar fengi mig eða að einhver annar karlmaður fengi að ala upp son hans,“ segir María Kristín Þorleifsdóttir þegar hún minnist bílslyssins 9. október 1997 þar sem tveggja og hálfs árs sonur hennar og barnsfaðir létu lífið og sjálf slasaðist hún mjög alvarlega. 11. júní 2023 08:01
Hvað svo? Fékk ekki að mæta í jarðarför föður síns en eignaðist nýja fjölskyldu „Það er eiginlega helst að frétta að stuttu eftir það viðtal lést faðir minn. Ég var reyndar ekki látinn vita af því af fjölskyldunni minni og fékk ekki að fara í jarðaförina hans. Á móti kemur að margt annað gott hefur svo sem gerst líka. Ég til dæmis kynntist óvænt fullorðinni frænku sem ég vissi ekki að ég ætti,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður í samtali þar sem við veltum aðeins fyrir okkur spurningunni Hvað svo? 18. júní 2023 08:01
Öll batterí búin: „Ég ákvað að gera þetta á fimmtudegi þegar Friðrik væri farinn til vinnu“ Hún er rétt rúmlega fimmtug og hefur nú þegar afrekað ótrúlega margt. Byrjaði með manninum sínum aðeins 16 ára, menntaði sig sem leikskólakennari og elskaði það starf, en rak hinn geysivinsæla veitingastað Friðrik V um árabil með eiginmanninum. 2. júlí 2023 08:00