Lífið

Her­bert skuld­laus og fullur af þakk­læti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Herbert stendur á tímamótum á síðasta degi ársins 2023.
Herbert stendur á tímamótum á síðasta degi ársins 2023. Aðsend

Herbert Guðmundsson tónlistarmaður fagnar því á síðasta degi ársins að verða orðinn skuldlaus. Herbert er nýorðinn sjötugur og því sannkallað tímamót ár hjá söngvaranum.

Herbert greinir frá því á Facebook-síðu sinni að enga ógreidda reikninga sé að finna í heimabankanum. Engin lán.

Herbert varð gjaldþrota í nóvember 2014 og ræddi þann erfiða kafla í lífi sínu í samtali við Vísi. Gjaldþrotið var upp á 128 milljónir króna en rúmlega einn þriðji fékkst greiddur upp í kröfur.

Við það tilefni sagðist Herbert orðinn endanlega frjáls. Hann hefði farið fram á gjaldþrotaskiptin vegna tíu milljóna króna kröfu frá húsfélaginu að Prestbakka 11-21 sem var tilkomin vegna þakviðgerða á ráðhúsalengjunni árið 2005.

Herbert hafði áður gert við þak sitt og vildi ekki taka þátt í sameiginlegri viðgerð allra húsanna með nýuppgert eigið þak. Málaferli hófust sem Herbert tapaði að lokum. Í dag er hann sigurvegari. Skuldlaus í lok árs.

„Elska að sjá svona í heimabankanum á áramótum. Óendanlega þakklátur. Gefur kyrrð og frið sem er ofar öllum skilningi.“

Annars er mikið á döfinni hjá Herberti sem hefur boðað til stórafmælistónleika, sem bera nafnið Flakkað um Ferilinn og munu fara fram í Háskólabíói þann 8. mars næstkomandi. Miðasala er þegar hafin. 


Tengdar fréttir

Folar fagna stórafmæli

Gísli Örn Garðarsson leikari og Herbert Guðmundsson tónlistarmaður standa á tímamótum í dag. Þeir fagna stórafmæli sínu hvor með sínum hætti. Annar í Brasilíu en hinn með nýbakaðri tebollu og því að gera það sem hann gerir best - að skemmta fólki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×