Í ljóðinu Jólasveinarnir eftir Jóhannes úr Kötlum segir:
- Sá sjötti, Askasleikir,
- var alveg dæmalaus.
- Hann fram undan rúmunum
- rak sinn ljóta haus.
-
- Þegar fólkið setti askana
- fyrir kött og hund,
- hann slunginn var að ná þeim
- og sleikja á ýmsa lund.
Kvæði Jóhannesar úr Kötlum er birt með góðfúslegu leyfi Svans Jóhannessonar. Nánar má lesa um skáldið á vefnum johannes.is.
Hér fyrir neðan syngur Askasleikir lagið Gekk ég yfir sjó og land í gömlu myndbandi frá Jolasveinarnir.is.