Vísir fékk valinkunna sérfræðinga til að velja bestu liðin í íslenskum karlafótbolta undanfarin fjörutíu ár. Umfjöllun um tíu bestu liðin birtist á næstu dögum. Hver eru bestu fótboltalið Íslandssögunnar? Og hvernig í ósköpunum fer maður að því velja þau? Byrjum á því að gera verkefnið viðráðanlegra og fá síðan góða hjálp. Fyrsta Íslandsmótið fór fram 1912 og það er næsta ómögulegt að velja tíu bestu liðin af þeim öllum sem hafa orðið Íslandsmeistarar síðan þá. Þetta er einfaldlega of langur tími og mótið breyst of mikið til hægt sé að gera þetta á sanngjarnan hátt. Lengi vel voru bara 3-4 lið sem tóku þátt í deildinni og tvisvar sinnum var lið krýnt meistari án þess að spila leik. Og það er næsta ómögulegt að meta lið frá því fyrir 1960 eða svo enda heimildir af skornum skammti og þeir sem urðu vitni að þessum liðum flestir horfnir á vit feðra sinna. Breiðablik og Víkingur hafa barist um titilinn undanfarin ár.Vísir/Hulda Margrét Ok, en hvar á að byrja? Þegar tvöföld umferð var tekin upp 1959? Eða við aðra viðamikla breytingu, þegar þriggja stiga reglan var tekin upp 1984. Það var gríðarleg breyting enda hvatti það lið til að sækja til sigurs frekar en að verja jafntefli. Sumurin 1982 og 1983 endaði KR í 3. og 2. sæti efstu deildar en vann aðeins samanlagt tíu leiki af 36. Liðið gerði samtals 21 jafntefli og markatalan fyrra tímabilið var 14-12 og 18-19 það seinna. Eitthvað þurfti að breytast og það gerðist. Nýafstaðið tímabil, 2023, var það fertugasta með þriggja stiga reglunni. Þetta er því ágætlega stórt úrtak og vonandi nógu stórt til að valið á bestu liðunum sé marktækt. Ólafur Jóhannesson og Arnar Gunnlaugsson hafa unnið ófáa titlana sem þjálfarar.vísir/daníel Þegar það var ákveðið var valið lagt í hendur þrjátíu álitsgjafa sem fengu það verkefni að velja þau fimm lið sem þeir töldu best á tímabilinu 1984-2023 og raða þeim frá eitt til fimm. Fyrir 1. sætið fengust fimm stig, fjögur stig fyrir 4. sætið, þrjú fyrir 3. sætið, tvö fyrir 4. sætið og eitt fyrir 5. sætið. Mest var því hægt að fá 150 stig. Álitsgjafarnir koma úr ýmsum áttum en eiga það allir sameiginlegt að hafa fjallað um íslenskan fótbolta á tímabilinu 1984-2023, á einn eða annan hátt. Leitast var eftir því að hafa aldursbilið sem breiðast til að eldri liðin nytu sammælis. Álitsgjafarnir Ari Erlingsson Arnar Björnsson Björn Þór Björnsson Edda Sif Pálsdóttir Einar Örn Jónsson Elvar Geir Magnússon Garðar Örn Arnarson Guðmundur Hilmarsson Hafliði Breiðfjörð Helena Ólafsdóttir Hilmar Björnsson Hjörvar Hafliðason Hrafnkell Freyr Ágústsson Hörður Magnússon Hörður Snævar Jónsson Jóhann Skúli Jónsson Kolbeinn Tumi Daðason Kristinn Páll Teitsson Kristjana Arnarsdóttir Kristján Jónsson Magnús Már Einarsson Óskar Ófeigur Jónsson Ríkharð Óskar Guðnason Sigmundur Ó. Steinarsson Sindri Sverrisson Stefán Pálsson Tómas Þór Þórðarson Víðir Sigurðsson Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson Þorkell Máni Pétursson Álitsgjafarnir fengu algjörlega frjálsar hendur við valið og það var þeirra að ákveða eftir hverju var farið og hvaða þættir vógu þyngst. Stigafjöldi segir ansi mikið um hversu góð lið eru en ekki allt. Valið væri líka ansi fyrirsjáanlegt og leiðinlegt ef einungis væri farið eftir stigafjölda. Lið sem fengu flest stig eru þó mörg hver ofarlega á blaði sem og lið sem unnu tvöfalt, deild og bikar. Lið sem gerðu góða hluti í Evrópukeppni skora líka hátt. Þetta er alls ekki algildur og endanlegur sannleikur og merkimiði á gæði liða. En hann er vonandi innlegg í umræðuna um bestu lið íslenskrar fótboltasögu undanfarna fjóra áratugi og framlag til þess að skrásetja hana. Fyrsta liðið birtist á morgun og næstu níu daga munu liðin birtast eitt af öðru. Byrjað er á 10. sætinu og endað á því fyrsta, besta liði íslenskrar fótboltasögu á tímabilinu 1984-2023. Njótið! Besta deild karla 10 bestu liðin Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport
Hver eru bestu fótboltalið Íslandssögunnar? Og hvernig í ósköpunum fer maður að því velja þau? Byrjum á því að gera verkefnið viðráðanlegra og fá síðan góða hjálp. Fyrsta Íslandsmótið fór fram 1912 og það er næsta ómögulegt að velja tíu bestu liðin af þeim öllum sem hafa orðið Íslandsmeistarar síðan þá. Þetta er einfaldlega of langur tími og mótið breyst of mikið til hægt sé að gera þetta á sanngjarnan hátt. Lengi vel voru bara 3-4 lið sem tóku þátt í deildinni og tvisvar sinnum var lið krýnt meistari án þess að spila leik. Og það er næsta ómögulegt að meta lið frá því fyrir 1960 eða svo enda heimildir af skornum skammti og þeir sem urðu vitni að þessum liðum flestir horfnir á vit feðra sinna. Breiðablik og Víkingur hafa barist um titilinn undanfarin ár.Vísir/Hulda Margrét Ok, en hvar á að byrja? Þegar tvöföld umferð var tekin upp 1959? Eða við aðra viðamikla breytingu, þegar þriggja stiga reglan var tekin upp 1984. Það var gríðarleg breyting enda hvatti það lið til að sækja til sigurs frekar en að verja jafntefli. Sumurin 1982 og 1983 endaði KR í 3. og 2. sæti efstu deildar en vann aðeins samanlagt tíu leiki af 36. Liðið gerði samtals 21 jafntefli og markatalan fyrra tímabilið var 14-12 og 18-19 það seinna. Eitthvað þurfti að breytast og það gerðist. Nýafstaðið tímabil, 2023, var það fertugasta með þriggja stiga reglunni. Þetta er því ágætlega stórt úrtak og vonandi nógu stórt til að valið á bestu liðunum sé marktækt. Ólafur Jóhannesson og Arnar Gunnlaugsson hafa unnið ófáa titlana sem þjálfarar.vísir/daníel Þegar það var ákveðið var valið lagt í hendur þrjátíu álitsgjafa sem fengu það verkefni að velja þau fimm lið sem þeir töldu best á tímabilinu 1984-2023 og raða þeim frá eitt til fimm. Fyrir 1. sætið fengust fimm stig, fjögur stig fyrir 4. sætið, þrjú fyrir 3. sætið, tvö fyrir 4. sætið og eitt fyrir 5. sætið. Mest var því hægt að fá 150 stig. Álitsgjafarnir koma úr ýmsum áttum en eiga það allir sameiginlegt að hafa fjallað um íslenskan fótbolta á tímabilinu 1984-2023, á einn eða annan hátt. Leitast var eftir því að hafa aldursbilið sem breiðast til að eldri liðin nytu sammælis. Álitsgjafarnir Ari Erlingsson Arnar Björnsson Björn Þór Björnsson Edda Sif Pálsdóttir Einar Örn Jónsson Elvar Geir Magnússon Garðar Örn Arnarson Guðmundur Hilmarsson Hafliði Breiðfjörð Helena Ólafsdóttir Hilmar Björnsson Hjörvar Hafliðason Hrafnkell Freyr Ágústsson Hörður Magnússon Hörður Snævar Jónsson Jóhann Skúli Jónsson Kolbeinn Tumi Daðason Kristinn Páll Teitsson Kristjana Arnarsdóttir Kristján Jónsson Magnús Már Einarsson Óskar Ófeigur Jónsson Ríkharð Óskar Guðnason Sigmundur Ó. Steinarsson Sindri Sverrisson Stefán Pálsson Tómas Þór Þórðarson Víðir Sigurðsson Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson Þorkell Máni Pétursson Álitsgjafarnir fengu algjörlega frjálsar hendur við valið og það var þeirra að ákveða eftir hverju var farið og hvaða þættir vógu þyngst. Stigafjöldi segir ansi mikið um hversu góð lið eru en ekki allt. Valið væri líka ansi fyrirsjáanlegt og leiðinlegt ef einungis væri farið eftir stigafjölda. Lið sem fengu flest stig eru þó mörg hver ofarlega á blaði sem og lið sem unnu tvöfalt, deild og bikar. Lið sem gerðu góða hluti í Evrópukeppni skora líka hátt. Þetta er alls ekki algildur og endanlegur sannleikur og merkimiði á gæði liða. En hann er vonandi innlegg í umræðuna um bestu lið íslenskrar fótboltasögu undanfarna fjóra áratugi og framlag til þess að skrásetja hana. Fyrsta liðið birtist á morgun og næstu níu daga munu liðin birtast eitt af öðru. Byrjað er á 10. sætinu og endað á því fyrsta, besta liði íslenskrar fótboltasögu á tímabilinu 1984-2023. Njótið!
Ari Erlingsson Arnar Björnsson Björn Þór Björnsson Edda Sif Pálsdóttir Einar Örn Jónsson Elvar Geir Magnússon Garðar Örn Arnarson Guðmundur Hilmarsson Hafliði Breiðfjörð Helena Ólafsdóttir Hilmar Björnsson Hjörvar Hafliðason Hrafnkell Freyr Ágústsson Hörður Magnússon Hörður Snævar Jónsson Jóhann Skúli Jónsson Kolbeinn Tumi Daðason Kristinn Páll Teitsson Kristjana Arnarsdóttir Kristján Jónsson Magnús Már Einarsson Óskar Ófeigur Jónsson Ríkharð Óskar Guðnason Sigmundur Ó. Steinarsson Sindri Sverrisson Stefán Pálsson Tómas Þór Þórðarson Víðir Sigurðsson Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson Þorkell Máni Pétursson