Lífið

Víð­­fræg vef­­mynda­­saga gantast með Ís­land

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Íslandsmyndasaga xkcd og norðurljós yfir gosinu í Fimmvörðuhálsi 2010.
Íslandsmyndasaga xkcd og norðurljós yfir gosinu í Fimmvörðuhálsi 2010. XKCD/Getty/Arctic images

Randall Munroe er maðurinn á bak við einar af vinsælustu vefmyndasögum í heimi, xkcd. Hann gerði Ísland að umfjöllunarefni sínu í síðustu myndasögu ársins 2023.

Myndatextinn er að Ísland hafi veri hannað af nefnd plánetufræðinga sem væru að reyna að gera öllum til geðs með hönnun landsins.

Það ætti að vera eyja á miðhafshrygg til að þóknast bæði möttultýpunum og haffræðingunum. Jöklum skyldi vera komið fyrir með því að stafla þeim ofan á eldfjöll og vitaskuld skuli landið vera nálægt pól til að geta boðið upp á norðurljós.

xkcd myndasögurnar hafa birst síðan í september 2005 og eru þannig orðnar ansi langlífar, og þar að auki á meðal vinsælustu vefmyndasagna í heimi. Þær fjalla oft á tíðum um stærðfræði og önnur vísindi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×