Myndatextinn er að Ísland hafi veri hannað af nefnd plánetufræðinga sem væru að reyna að gera öllum til geðs með hönnun landsins.
Iceland https://t.co/RrD4lJoBJz pic.twitter.com/MeNFoFsy9Z
— Randall Munroe (@xkcd) December 30, 2023
Það ætti að vera eyja á miðhafshrygg til að þóknast bæði möttultýpunum og haffræðingunum. Jöklum skyldi vera komið fyrir með því að stafla þeim ofan á eldfjöll og vitaskuld skuli landið vera nálægt pól til að geta boðið upp á norðurljós.
xkcd myndasögurnar hafa birst síðan í september 2005 og eru þannig orðnar ansi langlífar, og þar að auki á meðal vinsælustu vefmyndasagna í heimi. Þær fjalla oft á tíðum um stærðfræði og önnur vísindi.