Björgvin Karl einn af þeim stóru á Madison árunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 08:30 Björgvin Karl Guðmundsson hefur barist meðal þeirra bestu í langan tíma. @bk_gudmundsson Íslenski CrossFit kóngurinn Björgvin Karl Guðmundsson hefur verið táknmynd fyrir stöðugleika undanfarin áratug og staða hans á uppgjörslista fyrir heimsleikaárin í Madison sýnir það svart á hvítu. Brian Friend á CrossFit vefnum B.Friendly Fitness er þessa dagana að gera upp þann tíma sem heimsleikarnir hafa farið fram í Wisconsin fylki. Heimsleikarnir fóru í síðasta skiptið fram í Madison síðasta haust en næstu leikar verða haldnir í Fort Worth í Texas fylki. Aðeins þrír eru fyrir ofan Björgvin Karl á listanum hjá Friend yfir bestu CrossFit karla frá 2017 til 2023 eða á þeim tíma sem leikarnir hafa verið í Alliant Energy Center. Þetta eru Mathew Fraser, Justin Medeiros og Patrick Vellner. Sex af síðustu sjö heimsleikum hafa farið fram í Madison eða allir heimsleikar frá 2017 fyrir utan Covid-heimsleikana haustið 2020 sem voru fámennir og haldnir í Aromas í Kaliforníu. Björgvin Karl er á undan Jeff Adler sem varð heimsmeistari síðasta haust en Adler þarf að sætta sig við sjöunda sætið. Noah Olsen (6. sæti) og Brent Fikowski (5. sæti) eru í næstu sætum á eftir okkar manni. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness) Það er enginn spurning hver er efstur en Mathew Fraser varð fimm sinnum heimsmeistari í röð og vann alls 26 einstakar keppnisgreinar á þessum tíma. Medeiros varð heimsmeistari tvö fyrstu árin eftir að Fraser hætti að keppa. Vellner hefur aldrei orðið heimsmeistari en þrisvar lent í öðru sæti og fimm sinnum komust á pall. Bjögvin Karl er efstur af Evrópumönnunum en það eru bara Bandaríkjamenn og Kanadamenn fyrir ofan hann. Björgvin hefur komist tvisvar sinnum á verðlaunapall á heimsleikum eða árin 2015 og 2019. Hann hefur alls verið fimm sinnum meðal þeirra fimm bestu. Björgvin náði því að verða meðal átta efstu í heimi á sjö heimsleikum í röð frá 2015 til 2021. Hann varð síðan í níunda sæti 2022 og í ellefta sætinu í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá hans fyrstu heimsleikum árið 2014 sem hann var ekki í hópi tíu efstu. BKG er flottur fulltrúi Íslands á þessum lista og þetta er mikið hrós fyrir hann sem hefur verið fastagestur í keppni þeirra bestu í heimi undanfarin áratug. Brian Friend fór síðan yfir valið sitt í umræðuþætti með John Young en það má sjá umræðu þeirra í Youtube þættinum hér fyrir neðan. Friend barðist fyrir stöðu BKG á listanum sínum en Young var ekki eins sáttur við að hafa okkar mann svona ofarlega. Þar skipti það miklu máli að Björgvin hefur aldrei unnið titilinn og aldrei komist ofar en í þriðja sætið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=BwSn8o3ieVo">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira
Brian Friend á CrossFit vefnum B.Friendly Fitness er þessa dagana að gera upp þann tíma sem heimsleikarnir hafa farið fram í Wisconsin fylki. Heimsleikarnir fóru í síðasta skiptið fram í Madison síðasta haust en næstu leikar verða haldnir í Fort Worth í Texas fylki. Aðeins þrír eru fyrir ofan Björgvin Karl á listanum hjá Friend yfir bestu CrossFit karla frá 2017 til 2023 eða á þeim tíma sem leikarnir hafa verið í Alliant Energy Center. Þetta eru Mathew Fraser, Justin Medeiros og Patrick Vellner. Sex af síðustu sjö heimsleikum hafa farið fram í Madison eða allir heimsleikar frá 2017 fyrir utan Covid-heimsleikana haustið 2020 sem voru fámennir og haldnir í Aromas í Kaliforníu. Björgvin Karl er á undan Jeff Adler sem varð heimsmeistari síðasta haust en Adler þarf að sætta sig við sjöunda sætið. Noah Olsen (6. sæti) og Brent Fikowski (5. sæti) eru í næstu sætum á eftir okkar manni. View this post on Instagram A post shared by B.FRIENDLY FITNESS (@bfriendlyfitness) Það er enginn spurning hver er efstur en Mathew Fraser varð fimm sinnum heimsmeistari í röð og vann alls 26 einstakar keppnisgreinar á þessum tíma. Medeiros varð heimsmeistari tvö fyrstu árin eftir að Fraser hætti að keppa. Vellner hefur aldrei orðið heimsmeistari en þrisvar lent í öðru sæti og fimm sinnum komust á pall. Bjögvin Karl er efstur af Evrópumönnunum en það eru bara Bandaríkjamenn og Kanadamenn fyrir ofan hann. Björgvin hefur komist tvisvar sinnum á verðlaunapall á heimsleikum eða árin 2015 og 2019. Hann hefur alls verið fimm sinnum meðal þeirra fimm bestu. Björgvin náði því að verða meðal átta efstu í heimi á sjö heimsleikum í röð frá 2015 til 2021. Hann varð síðan í níunda sæti 2022 og í ellefta sætinu í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá hans fyrstu heimsleikum árið 2014 sem hann var ekki í hópi tíu efstu. BKG er flottur fulltrúi Íslands á þessum lista og þetta er mikið hrós fyrir hann sem hefur verið fastagestur í keppni þeirra bestu í heimi undanfarin áratug. Brian Friend fór síðan yfir valið sitt í umræðuþætti með John Young en það má sjá umræðu þeirra í Youtube þættinum hér fyrir neðan. Friend barðist fyrir stöðu BKG á listanum sínum en Young var ekki eins sáttur við að hafa okkar mann svona ofarlega. Þar skipti það miklu máli að Björgvin hefur aldrei unnið titilinn og aldrei komist ofar en í þriðja sætið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=BwSn8o3ieVo">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira